Morgunblaðið - 04.01.1990, Síða 35

Morgunblaðið - 04.01.1990, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990 35 Hólmfríður Ingimund ardóttir - Minning Fædd 11. mars 1918 Dáin 23. desember 1989 Hólmfríður Ingimundardóttir var fædd á Snartarstöðum í Presthóla- hreppi í Norður-Þingeyjarsýslu 11. dag marsmánaðar árið 1918. For- eldrar hennar voru Ragnheiður Regína Vigfúsdóttir og Ingimundur Halldórsson. Ættir hennar verða ekki raktar hér, en hún var komin af traustum stofni íslenskrar sveita- menningar og enn eru margir af hennar ætt búsettir á þessum slóð- um. Síðar fluttu foreldrar hennar að Valþjófsstöðum í sömu sveit og síðan að Einarsstöðum í sömu sveit. Mig langar nú, við jarðnesk leiðar- lok hennar, að minnast hennar svo nátengd var hún lífi mínu og starfi í nálægt þijá og hálfan áratug, að lífshlaup okkar verður naumast að- skilið. Leiðir okkar lágu fyrst saman árið 1955. Ég hafði kynnst Kristínu, syst- ur hennar, og varð tíður gestur á heimili þeirra systra. Hólmfríður tók mér strax með þeim ágætum að ekki varð á betra kosið. í heimili hjá þeim systrum var dóttir Kristínar, Ragn- heiður Ingunn, þá 7 ára, sem síðar varð stjúpdóttir mín. Það fór ekki framhjá mér hve vænt Hólmfríði þótti um þessa litlu systurdóttur sína. Umhyggja hennar fyrir Heiðu var slík að hún var henni sem önnur móðir. Og börn finna vel hvað að þeim snýr. Það fór ekki milli mála hvað Heiðu þótti vænt um þessa frænku sína. Hún kallaði hana Döddu sem mun hafa átt að vera frænka, þegar hún var að byrja að tala. Sú ástúð sem Hólmfríður sýndi Heiðu var aðeins fyrsti kafli í lengri sögu sem síðar verður rakinn. Þegar við Kristín stofnuðum heim- ili í október 1957 og fluttum á Grett- isgötu 16b, bjó Hólmfríður áfram ein á Bergstaðastræti 8. Við Kristín höfðum lagt í að kaupa okkur þessa íbúð á Grettisgötunni. Ég þurfti að auka tekjur mínar til að standa und- ir íbúðarkaupunum. Leigði ég þá söluturninn Gosa á Skólavörðustíg 10 og þetta fyrirtæki ætlaði ég að reka með fastri vinnu. Mér varð ljóst að slíkur rekstur gengur ekki nema fólk úr innsta fjölskylduhring annist hann. Þegar hér var komið sögu hafði Hólmfríður unnið hjá sama vinnuveitanda í mörg ár sem mat hana mikils. Hún sagði lausu starfi sínu og fór að vinna hjá okkur í Gosa. Ekki vegna þess að ég gæti boðið henni gull og græna skóga, því síður skemmtilegri vinnu eða betri vinnutíma. Nei, en fórnarlund hennar var slík að hún gerði þetta okkar vegna. Og þarna vann hún yfir 13 ár eða þangað til í árslok 1971 þegar ég hætti þessum rekstri. Á Grettisgötunni fjölgaði á fyrsta ári. Brynja Ríkey bættist í hópinn. Hún varð strax yndið hennar Döddu. Systurdæturnar voru orðnar tvær og umhyggjan fyrir henni sú sama eins og fyrir Heiðu. Og ást þeirra systra til Döddu var einlæg til hinstu stund- ar. Þegar við höfðum búið á Grettis- götunni í sex ár festum við kaup á hæð í Safamýrinni. Þangað flutti Hólmfríður með okkur í desember 1963 og bjó hjá okkur þangað til hún keypti sér tveggja herbergja íbúð í byijun áttunda áratugarins og þar bjó hún til dauðadags. Þegar ég hætti rekstrinum á Skólavörðustígnum urðu önnur þáttaskil hjá mér og henni. Ég hóf störf hjá Hagkaup árið 1972 eftir að hafa starfað hjá Olíufélaginu Skeljungi í fimmtán ár. Hólmfríður hóf einnig störf í Hagkaup sama ár og þar lýkur starfsferli hennar árið 1985 þegar hún komst á ellilaun. Enn er órakinn þriðji kafli í sam- skiptum Hólmfríðar við yngstu með- limi fjölskyldunnar. Árið 1967 fæðist fyrsta barn Ragnheiðar, Kristín, svo Anna Bryndís 1971 og Birgir Karl 1980. Tók hún sama ástfóstri við þau eins og Heiðu og Brynju. Hún var Dadda þeirra allra. Og þegar Hólmfriður fékk sitt fyrsta áfall í septemberi sl. voru öll fimm börnin hennar Döddu tilbúin að létta henni lífið og það var ekki spurt hvort heimsóknartími væri búinn, það voru nálægt því vaktaskipti og sýnir það best hvern hug þau báru til Döddu sinnar og vildu endurgjalda henni góðvild hennar og umhyggju á liðn- um árum. Hólmfríður kynntist snemma and- streymi lífsins. Móðir hennar féll frá þegar hún var fimmtán ára og Kristín 13 ára. Ragnheiður, móðir þeirra, var aðeins 39 ára þegar hún lést. Ung að árum veiktist Hólmfríður af berklum sem var skæðasti sjúk- dómur á íslandi á þessum árum og barðist hún hetjulegri baráttu fyrir lífi sínu í mörg ár. Hún dvaldi þessi ár á Kristneshæli og gekk að lokum undir höggningu hjá hinum kunna lækni, Guðmundi Karli. Hún náði eftir atvikum góðri heilsu og með annað lungað óvirkt hófst lífsbarátt- an að nýju. Hún sagði sjálf, að mátt- ur trúarinnar hefði bjargað lífi sínu. Hin síðari ár sótti hún trúarsamkom- ur hjá Guðrúnu í Hörgshlíð á sunnu- dagskvöldum. Á Kristnesi kynntist Hólmfríður Runólfi Elíneussyni frá Heydal í Mjóafirði við ísafjarðardjúp. Þau gengu í hjónaband 19. ágúst 1943 en skildu eftir fimm ára sambúð. Eftir það bjuggu þær systur Hólm- fríður og Kristín saman eins og áður er fram komið þangað til Kristín giftist undirrituðum í október 1957. Ég hefi nú rakið í stuttu máli lífshlaup Hólmfríðar þau ár sem við urðum samferða í lífinu og aðeins horft til fortíðar. Eins og áður er að vikið sýndi Hólmfríður mér og minni fjölskyldu slíka hjálp og fórnarlund að aldrei verður fullþakkað. En hana prýddu fleiri kostir. Hún. komst aldrei langt í lífsgæðakapp- hlaupinu og sóttist reyndar ekki eft- ir því en hún var nægjusöm og ráð- deildarsöm og spilaði vel úr því sem hún hafði á hendinni og komst alltaf vel af, þó að flestir kvörtuðu sem höfðu svipaðar tekjur eða meiri. Hún gæti verið góð fyrirmynd ýmsum sem spá í slemmuna og tapa. Ég hefi reyndar oft sagt það að það væri ekki vandi að reka okkar þjóðfélag ef allir væru jafn sáttir við sinn hlut og hún. Hún gerði meiri kröfur til sjálfrar sín en annarra. Hólmfríður var bæði stundvís og samviskusöm hjá þeim vinnuveitend- um sem hún þjónaði um dagana. Hún bjó við skerta starfsorku eins og áður er að vikið. Þó var fjarvera hennar vegna veikinda minni en ýmissa sem ganga heilir til skógar. Hólmfríður var mjög félagslynd. Þegar hún var hætt störfum sótti hún mikið samkomur eldri borgara í Gerðubergi. Hún hafði létta lund og var gamansöm þegar því var að skipta. Skap sitt kunni hún mörgum öðrum betur að stilla og lagði gott til málanna ef deilur risu milli ann- arra aðila. Um miðjan september fórum við Kristín í sumarleyfi til Benidorm. Hólmfríður var bæði glöð og hress þegar við kvöddum hana. Eina nótt- ina í sumarleyfinu dreymdi mig draum sem hér verður rakinn. Mig dreymdi látinn mann sem við Hólm- fríður bæði þekktum. Hann stóð við hlið mér og ég skynjaði að hann var látinn. Hann hvarf en svo birtist svart andlit hans á hvítum skermi. Ég spurði þennan látna kunningja minn hvað hann vildi mér, hvort hann væri að boða mér einhver slæm tíðindi. Hann deplaði hægra auganu og hvarf. Við hringdum heim. Þá fengum við þær fréttir að Hólmfríður hefði fengið blóðtappa sem stoppaði við heilann og útlitið virtist eftir atvikum gott. Hún hafði sloppið við lömun en átti í vanda með að tjá sig. Þegar við komum heim í byijun október og heimsóttum hana á spítalann fannst mér sem kraftaverk hefði gerst. Og nokkrum dögum síðar var hún út- skrifuð af sjúkrahúsinu. Hólmfríður dvaldist næstu vikum- ar hjá Ragnheiði frænku sinni og síðar hjá okkur Kristínu, síðustu dagana rúmliggjandi. Hér fór sem oftar að þegar ein báran rís er önnur vís. Hún hafði fengið annan blóð- tappa. Föstudaginn 15. desember var Hólmfríður flutt á Grensásdeild og endurþjálfun skyldi hafin. Tveimur dögum seinna var hún flutt á Borg- arspítalann. Þar naut hún frábærrar umönnunar uns yfir lauk. Er það þakkað hér. Síðustu vikuna var okkur ljóst að lífi hennar væri senn lokið. Hún kvaddi þennan heim í eftirmiðdag á Þorláksmessu. Við fórum að dánar- beði hennar nokkru seinna. Yfír henni hvíldi friður og ró. Hátíð ljóss- ins fór í hönd. Hún hafði hlotið bestu jólagjöf sem völ var á eins og komið var. Draumur minn, sem áður er getið, eíni marktæki draumur lífs míns, var orðinn að köldum vem- leika. Jólapakkarnir frá henni vom á sínum stað á aðfangadagskvöld. Slík var fyrirhyggja hennar að sumt hafði hún keypt meðan hún naut enn fullr- ar heilsu og annað bað hún ýmsa í fjölskyldunni að annast kaup á. Þó að rödd hennar heyrðist ekki við jóla- borðið, efaðist ég ekki um nærvera hennar. Ég kveð Fríðu mágkonu mína með virðingu og þökk. Blessuð sé minning hennar. Birgir Steinn Þórsson Hólmfríður Ingimundardóttir lést á Borgarspítalanum á Þorláks- messu eftir stutt en alvarleg veik- indi. Hólmfríður fæddist að Einars- stöðum í N-Þingeyjarsýslu 11. mars 1918 og ólst þar upp ásamt eftirlif- andi systur sinni, Kristínu. Foreldr- ar þeirra vom hjónin Ingimundur Halldórsson og Ragnheiður Vigfús- dóttir sem þar bjuggu. Ungar misstu þær móður sína og færðist ábyrgðin á heimilishaldinu þá yfir á herðar systranna og þó eðlilega fremur þeirrar eldri, Hólmfríðar. Þessi lífsreynsla hefur ömgglega átt þátt í að mynda það sterka og nána samband sem ætíð ríkti milli systranna. Kynni okkar Fríðu hóf- ust fyrir 20 árum er ég tengdist fjölskyldu hennar. Þá var hún löngu flutt hingað suður til Reykjavíkur. Mér lærðist fljótlega að skilja hvílíka mannkosti þessi kona hafði til að bera. Það sem einkenndi Fríðu alla tíð var jákvætt lífsviðhorf hennar, nægjusemi og skyldurækni ásamt miklum kærleika sem hún bar og auðsýndi sinum nánustu ríkulega í orði og verki. Fríða var jafnlynd, létt og glaðsinna í góðra vina hópi svo öllum leið vel í návist hennar. Það var alltaf gott að koma til hennar í heimsókn á Rauðarárstíg- inn þar sem hún bjó síðustu 18 árin. Hún var ákaflega gestrisin og gaman að spjalla við hana, enda hafði Fríða ákveðnar skoðanir á mörgum hlutum og fylgdi þeim hik- laust fram. Skoðanir hennar mótuð- ust af þeirri sterku réttlætiskennd sem hún bar. Eftir að Hólmfríður kom hingað suður til Reykjavíkur stundaði hún lengst af afgreiðslu og verslunar- störf eða í nærfellt 30 ár, lengst í Hagkaupum í Skeifunni. Sem ung kona varð hún fyrir því áfalli að veikjast alvarlega af berkl- um í lungum og gekk hún ekki heil til skógar eftir það. Þetta varð henni þó ekki fjötur um fót í því að rækja af kostgæfni þau störf sem hún gegndi enda var óbilandi bar- áttuþrek eitt af mörgum kostum sem hún hafði til að bera. Sjálfa heyrði ég hana aldrei hafa orð á þessu og því síður að hún kvartaði, enda var það orð vafalaust ekki til í hennar hugskoti. Hólmfríður var trúuð kona og þótt hún kysi að geyma þær skoðan- ir með sjálfri sér, tel ég að trú henn- ar hafi veitt henni mikilvægan styrk í lífinu. Margs góðs er að minnast og margs að þakka nú við leiðarlok. Ég varð snemma aðnjótandi hennar miklu hjálpsemi. Fyrir átján ámm kom hún um tíma inn á heimili þar sem vom tvö böm, þar af annað kornabam. Húsmóðirin, sem er systurdóttir hennar, þá enn við nám og húsbóndinn, sá er þetta ritar, sjómaður. Tók Hólmfríður þá að sér að annast nýfæddu dótturina og aðra barnunga og vera þannig stoð og stytta heimilisins. Og ekki þurfti að hafa áhyggjur af heimilinu né börnunum í hennar höndum. Hún annaðist þau af þeirri umhyggju sem væru þau hennar eigin. Og mörgum árum síðar endurtók sagan sig er hún kom inn á heimilið til þess að annast um ungan dreng sem þá var að hefja skólagöngu sína. Þannig var það alla tíð að það sem mótaði líf Fríðu og mestu réð um hennar gerðir spratt af hjálp- semi hennar og kærleika til sinna nánustu. Þessa kærleika nutu börn- in mín alla tíð fram til hins síðasta. Hún bar einlæga ást til barnanna sem hún sýndi ríkulega í orði og verki. Það rennur á þessari stundu upp í huga minn mynd frá því þegar yngri dóttir okkar, Anna Bryndís, var skírð. Ég man ljóslifandi hve glöð og stolt Fríða var er hún reisu- leg í fasi að vanda hélt undir skírn þessari litlu frænku sinni sem hún hafði þá annast daglega nánast frá fæðingu. Sjálf eignaðist Fríða engin börn á lífsleið sinni í venjulegri merkingu en hún eignaðist það sem raun- verulega er mest um vert, ást og virðingu barnanna í Ijölskyldunni. Þau elskuðu öll Döddu frænku eins og þau alltaf kölluðu hana og sakna sárt. Nú við leiðarlok er ég minnist þessarar ágætu konu og kynna okkar og samskipta í gegnum árin, er mér þakklæti til hennar efst í huga. Nú er hennar sárt saknað af sínum nánustu. Elsku Kristín og fjölskylda. Guð gefl ykkur styrk í sorg. Það er huggun harmi gegn að eftir standa ljúfar minningar um konu sem miðlaði frá sér öllu því sem best er og verðmætast í mann- legum samskiptum. Þær minningar munu lengi lifa og verma hugi. Guð blessi minningu hennar. Óskar Þór Karlsson K<ira lón Pélur INNRITUN í SÍMA 36645 4., 5. og 6. JANÚAR alla daga kl. 10.00 — 20.00 ALLIR ALDURSHÓPAR VELKOMNIR Byrjendur - Framhald - Hóptímar - Einkatímar Starfsmannahópar og félagssamtök Kennum alla almenna dansa, s.s. barnadansa, gömludansana og samkvæmisdansa (standard dansar og suður-amerískir dansar). Laugardagskennsla fyrir börn KENNSLUSTAÐIR Bolholti 6, Reykjavík og Garðalundur, Garðabæ F Cledilegt dansár 1990 ' c3/ar8li3 S • K • Ó • L • I JÓNS PÉTURS OG KÖRU Bolholt 6, 105 Reykjavík, sími: 36645

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.