Morgunblaðið - 04.01.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.01.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990 Kristján Guðjónsson Isafírði - Minning Fæddur 17. nóvember 1911 Dáinn 22. desember 1989 Minning hjartans er hljóð og mild, hana eru fáir, sem skilja. Þeir, sem hlusta með hana í fylgd, hrópa ekki um innsta vilja. (Sigm. Guðnason) Það var snemma á sl. sumri að Kristján Guðjónsson leitaði sér lækninga vegna, að honum fannst, smávægilegs lasleika sem hann hafði fundið fyrir nokkurn tíma. Við læknisskoðun sem framkvæmd var í framhaldi af því kom í ljós að sjúkdómur hans væri það alvar- legur að varanleg lækning yrði ekki möguleg. Hinn harði dómur féll. Biðin eft- ir því óumflýjanlega tók við. Krist- ján tók þessari vitneskju karlmann- lega og sagði það mikils virði að læknirinn taldi sig geta gefið hon- um nokkurn tíma, jafnvel ár, þar til að sjúkdómurinn næði yfirhönd- inni. En tíminn varð styttri en nokk- um varði, skilnaðarstundin rann upp aðeins röskum sex mánuðum eftir að ljóst var að hvetju stefndi. Kristján Sigmundur Guðjónsson lést á Landakotsspítala 22. desem- ber sl. eftir skamma en stranga legu. Kristján var fæddur 17. nóvem- ber 1911 í Skjaldarþjarnarvík við Geirólfsgnúp. Foreldrar hans voru hjónin Anna Jónasdóttir og Guðjón Kristjánsson er þar bjuggu. Kristján ólst upp hjá foreldrum sínum í hópi níu systkina, og var hann fimmti í aldursröð þeirra, og hann var einn- ig fímmti þeirra sem fellur frá. Lífið í Skjaldarbjamarvík var líkt og annars staðar í sveitum landsins á þessum tímum. Stöðug barátta um að afla brýnustu nauðsynja, hafa til hnífs og skeiðar, og föt til að klæðast. Á Ströndum var þessi h'fsbarátta stundum hörð og óvæg- in, og sennilega var það oftast, en hún gat líka verið létt þegar vel áraði og veður voru mild og hægt að stunda hvers kyns veiðar í gjöf- ulu umhverfi. Kristján sagði mér oftlega frá þessum tímum og hann mundi vel ýmis atvik frá uppvaxtarárum sínum bæði þegar vandamálin virt- ust óyfírstíganleg, lítið var um björg og möguleikar til að afla hennar mjög takmarkaðir, og líka þeim þegar allt lék í lyndi og lífið var leikur einn. Mér var það vel ljóst þegar ég hlýddi á frásögn hans hversu djúpstæð áhrif þessi lífsreynsla hafði á lífsviðhorf hans, Prufu-hitamælar + 50 til + 1000 C í einu tæki með elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. Þ.ÞORBRÍMSSON&CO mURUTLAND Um ÞÉTTIEFNI Á ÞÖK - VEGGI - GÓLF ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 og í raun mótaði mjög allt verð- mætamat hans á lífsleiðinni. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður og stöðuga baráttu á yngri árum gætti aldrei kala til þeirra tíðar í frásögnum hans. Þessi lífsbarátta var eðlileg og í hans huga var það sjálfsagt mál að takast á við þau vandamál og leysa þau á þann hátt einan sem hægt var. Lífsstíll þessara ára var fólginn í eigin áræði, dug og fyrir- hyggju og einmitt þéir eiginleikar fylgdu Kristjáni alla tíð. Hann vánd- ist því í bernsku að nýta alla hluti og fara vel með þau verðmæti sem honum áskotnaðist. Það var honum eiginlegt að nýta alla hluti til hins ýtrasta, og halda því til haga sem nýtanlegt gæti reynst síðar. Hann gerði ekki oft samanburð á því sem einu sinni var og þeim alsnægtum sem fólk býr við í dag, en þegar hann gerði það var sá samanburður eftirminnilegur og raunsær, því hann mundi tvenna tíma. Kristján Guðjónsson var mikill raunsæismaður, blíður og ljúfur í lund. Hann sýndi ávallt mikinn skilning á vanda annarra, og vildi alltaf leysa allan vanda. Þar kom honum vel sú mikla og dýrmæta reynsla ungdómsáranna sem hann öðlaðist í föðurhúsum, og þá ekki síður það sem hann síðar reyndi þegar hann sjálfur þurfti að standa fyrir sínu eigin búi við ekki ólíkar aðstæður og hann ólst upp við. Hann sagði mér af þessari reynslu, og í þeirri frásögn hans kom það vel fram hversu mikils hann mat foreldra sína, systkini og aðra sam- ferðamenn, og hversu jákvætt Iífsviðhorf Kristjáns var. Það var mikið til hans að sækja á slíkum stundum. Á 12. ári Kristjáns flytja foreldr- ar hans til Þaralátursfjarðar í Grunnavíkurhreppi, og þar býr hann hjá þeim þar til hann er 23 ára gamall. Á þeim árum kynntist Kristján Jóhönnu Jakobsdóttur úr Reykjafirði, dóttur Matthildar Benediktsdóttur og Jakobs Krist- jánssonar er þar bjuggu. Sú kynn- ing varð mesta hamingja Kristjáns alla hans ævi. Jóhanna og Kristján giftust 6. desember árið 1934, á heimili hennar í Reykjafirði. Fyrstu sambúðarárin voru ungu hjónin húshjón hjá móðursystur Jóhönnu, Alexandrínu Benediktsdóttur sem þá bjó á hluta af jörðinni Reykja- firði. Ári síðar leigðu þau svo jarðar- hluta Alexandrínu og bjuggu í sama húsi og hún ásamt 4 dætrum og foreldrum hennar. Kristján og Jóhanna bjuggu í Reykjafirði til ársins 1941 að þau flytja til Látravíkur, að Hornbjargs- vita, ásamt Jóhannesi Jakobssyni bróður Jóhönnu. í Látravík bjuggu þau aðeins í eitt ár, og flytjast þá til ísafjarðar og hafa búið þar síðan. - Á ísafirði bjuggu þau fyrst að Hnífsdal 10, en árið 1946 hafði Kristján byggt sér íbúðarhús að Hlíð við Seljalandsvegi, og þangað fluttu þau og bjuggu þar í 43 ár, eða þar til á sl. sumri að þau flutt- ust í Hlíf, íbúðir aldraðra. Hjónaband Kristjáns og Jóhönnu var farsælt og þau hjón samhent, dugleg og úrræðagóð, enda alin upp við þær aðstæður þar sem á það reyndi til hins ýtrasta að nýta alla hluti vel o g gera það besta óg mesta úr því sem til var hveiju sinni. Þau hjón eignuðust 9 börn, 7 dætur og 2 drengi. Öll börn þeirra eru á lífí og hið mesta myndarfólk og eru afkomendur þeirra hjóna nú orðnir 63 talsins. Böm þeirra eru: Jóna Valgerður, fædd 1935, gift Guð- mundi H. Ingólfssyni, búsett í Hnífsdal, og eiga þau 5 böm; Þrúð- ur, fædd 1938, gift Sturlu Þórðar- syni, búsett í Búðardal og eiga þau 4 böm; Fjóla Guðrún, fædd 1939, gift Valdemar Nielsen, búsett í Reykjavík og á 4 böm; Laufey Erla, fædd 1940, eiginmaður hennar var Símon Melsted en hann lést árið 1983 og áttu þau 5 böm. Laufey er búsett í Reykjavík og er sambýl- ismaður hennar Pálmi Stefánsson; Freyja fædd 1942, gift Keld Nör- gaard, búsett í Norresundby í Dan- mörku og eiga þau 3 syni; Guðjón Arnar, fæddur 1944, búsettur í Mosfellsbæ, hann á 5 böm. Fyrri kona hans var Björg Hauksdóttir en síðari kona er Barbara Banas- zawska; Matthildur Herborg, fædd 1946, gift Guðmundi Kr. Kristjáns- syni, búsett í Reykjavík og eiga þau 4 börn; Jakob Kristján, fæddur 1952, búsettur í Reykajvík, kvænt- ur Þorgerði Halldórsdóttur og eiga þau 2 dætur; Anna Karen, fædd 1957, gift Einari Hreinssyni, búsett á ísafírði og eiga þau 4 börn. Það var Kristjáni mikil gæfa að fá að fylgjast með og vera þátttak- andi í lífsstarfi barna og barna- barna. Á síðari ámm gat hann gef- ið sér meiri tíma til samskipta við þau, og á þeim stundum var ánægja hans mest. Það er margra ánægju- stunda að minnast úr litla húsinu við Seljalandsveginn. Þar var oft þröngt setinn bekkur en öllum leið vel, því þar ríkti ánægja og gleði, og voru þau hjón þá sælust þegar flestir gátu komið og tekið þátt í gleði þeirra. Það voru hamingjudag- ar þegar börnin og barnabömin vom í heimsókn. Kristján Guðmundsson var fé- lagslyndur og honum þótti það sjálf- sagður hlutur að vera þátttakandi í umræðu um þjóðfélagsmál og pólitík. Skoðanir hans vom ákveðn- ar en þó sveigjanlegar ef það mátti verða til þess að samkomulag næðist um niðurstöðu. Kristján var sjálfstæðismaður og fylgdi Sjálf- stæðisflokknum að málum. Hann var virkur þátttakandi í þeim sam- tökum og gegndi trúnaðarstörfum fyrir þann flokk á sviði bæjarmála á ísafírði. Hann var alla tíð mikill áhuga- maður um málefni sveitar sinnar, Gmnnavíkurhrepps, og beitti sér fyrir stofnun Átthagafélags Gmnn- víkinga, sem starfað hefur að því að viðhalda tengslum milli áður búsettra Gmnnvíkinga, og ætt- menna þeirra, jafnframt því sem félagið hefur viljað varðveita ýmsan fróðleik um menn og málefni úr Gmnnavíkurhreppi. Stærsta verk- efnið sem félagið hefur haft á hendi er söfnun efnis og ritun Gmnn- víkingabókar sem nýkomin er út. Kristján átti mikinn þátt í að ákveð- ið var að ráðast í það verkefni. Það var honum því til mikillar gleði þegar fulltrúar Grunnvíkingafé- lagsins heimsóttu hann á sjúkra- húsið í Reykjavík og afhentu honum fyrsta eintak þeirrar bókar. Þessa heimsókn þótti honum afar vænt um og er vandséð hvað annað hefði glatt hann meir á síðustu dögum ævinnar en einmitt það að sjá þetta verk komið í framkvæmd. Sveit- ungar hans eiga þakkir skildar fyr- ir þann hlýhug og vináttu sem þeir sýndu Kristjáni með þessari góðu heimsókn. Þeir höfðu að vísu áður sýnt Kristjáni og Jóhönnu þann sóma að gera þau heiðursfélaga í Grunnvíkingafélaginu, og sýna það líka vel virðingu sveitunga þeirra í þeirra garð. Þessi vinátta og tryggð Grunnvíkinga var þeim hjónum mikils virði og þeim fannst ávallt sjálfsagt að vera þátttakendur í hveiju því er félagið tók sér fyrir hendur. Fyrir nokkm birtist stutt viðtal við Kristján í blaði á ísafírði, þar segir hann lítillega frá lífshlaupi sínu undir fyrirsögninni „Ég var fyglingur í fimmtán vor“. í þessu stutta viðtali kemur það fram að Kristján hefur unnið við ýmis störf á sinni starfsævi, þó lengst við smíðar ýmiss konar. Hann var láns- maður mikill, og honum famaðist vel í sínum störfum. Erfiðleikar, hættur og óöryggi um afkomu vom sjálfsagðir hlutir til að takast á við, og til þeirra átaka gekk Kristján með því hugarfari að hver er sinnar gæfu smiður og það er nauðsynlegt að kunna fótum sínum forráð og læra að taka tillit til allra aðstæðna á hveijum tíma. Kristján var sá gæfumaður að honum farnaðist vel í öllum störfum, og hann eignaðist góða starfsfélaga og vini sem héldu tryggð við hann alla tíð. Það var gott að finna það þegar veikindi Kristjáns ágerðust og dró að lokum, hversu samtaka þau hjón- in voru og þakklát fyrir alla þá ánægju og miklu gæfu sem þau hefði verið aðnjótandi í hjúskap sínum. Þau voru þakklát, þó að- skilnaður blasti við um einhvern tíma. í fyrrnefndu viðtali endar Krist- ján sögu sína með því að óska þess að smíðaaðstaða yrði sem fyrst fyr- ir hendi á Hlíf, því „maður verður að hafa eitthvað til að grípa í þó aldurinn færist yfir“. Hann átti margt ógert, hugmyndirnar voru til um smíði ýmissa hluta, og hann hafði flutt smíðaverkfærin sín með sér og var í önnum við að koma þeim fyrir. En þetta gekk ekki. Sjúkdómurinn var lífsvilja og lífslöngun yfirsterkari, þó Kristján viðurkenndi ekki þau leikslok. Hann var til hinstu stundar með það að koma heim fyrir jólin, og þegar ég kvaddi hann nokkrum dögum áður en hann dó var það síðasta sem hann sagði við mig, „þú tekur á móti mér á flugvellinum vinur". Það gerði ég þó á annan hátt væri en hann ætlaðist til. Einn er sá þáttur í lífshlaupi Kristjáns sem verður að nefna en það er yndi hans af dýr- um. Hann átti kindur og fléiri hús- dýr alla tíð, og í Hlíð byggði hann sér útihús_ fyrir gripi sína, og girti land sitt. í seinni tíð þegar nokkrir árekstrar urðu vegna búskapar í nágrenni þéttbýlis var hann fús til samstarfs um að leysa þau mál á þann veg að allir mættu við una. En hann var aldrei til viðræðu um að einhver gæti tekið þann rétt af h onum að halda sér nokkrar skepn- ur sér. til ánægju og búdrýginda. Hann og fleiri slíkir áhugamenn lögðu ómælda vinnu fram til þess að reyna að útiloka árekstra við aðra bæjarbúa um skepnuhaldið. Stundum tókst vel til, en miður stundum. Við sem þekktum hann vel vissum hversu leitt honum þótti þegar illa tókst til og árekstar urðu, en hann hristi það af sér og vildi sem fyrst gera gott úr öllu. Þeim fækkar nú óðum sem skilja til fulls hversu mikilvæg sauðkindin hefur verið alþýðuheimilunum í landinu fyrr á tímum. Kristján var einn þeirra sem skildi þetta til fulls, hann vissi það, og hafði af því reynslu að afurð kindarinnar var lífsnauðsynleg hveiju heimili, og að það voru ómæld búdrýgindi að hafa lítilsháttar búskap með fullri ann- arri vinnu. Á hans heimili voru af- urðir af kindum nýttar til fullnustu, og veittu stóru heimili öryggi þegar peningaráð voru ekki fyrir hendi. Á sl. hausti taldi hann rétt að hætta með skepnuhald og fargaði skepnum sínum að mestu, en gaf þó dóttursyni sínum í Onundarfírði nokkrar valdar kindur. Það er margs að minnast þegar vinir kveðjast. Kristján Guðjónsson var góður faðir, og það ekki ein- göngu' bömum sínum heldur og ekki síður mér og öðrum honum nátengdum. Hann var alltaf fús til að ræða vandamálin, gefa góð ráð og ekki síður að leggja hönd að Iausn þeirra. Engin af tengdaböm- um þeirra hjóna hefur notið ástrík- is þeirra í jafnríkum mæli og ég, og get ég aldrei fullþakkað það. Ég veit þó að það sem Kristján vildi helst að gert væri er að láta eftirlif- andi eiginkonu, Jóhönnu, líða sem best, og vissulega munum við öll gera það sem í okkar valdi stendur til að létta henni mikinn missir. Ég vil með þessum línum þakka Kristjáni Guðjónssyni alla hans vin- áttu, tryggð og drengskap, sem hann sýndi mér alla okkar sam- veru. Ég mun ætíð minnast með virðingu og þökk þessa góða drengs. Jóhanna mín, Guð veiti þér styrk í sámm söknuði. Hugljúfar minn- ingar um Kristján munu ylja okkur um ókomna tíð. Blessuð veri minn- ing þessa mæta manns. Guðm. H. Ingólfsson Afí minn og nafni, Kristján S. Guðjónsson, lést á Landakotsspítala þann 22. desember sl. eftir nokk- urra mánaða veikindi. Afi var fæddur 17. nóvember 1911 í Skjaldarbjarnavík á Strönd- um, sonur hjónanna Guðjóns Krist- jánssonar og Önnu Jónasdóttur. Hann ólst upp við almenn sveita- störf eins og þau tíðkuðust á Horn- ströndum á þeim tíma, m.a. stund- aði hann bjargsig og oft ræddi hann einmitt um hvað það hefði verið skemmtilegt. Afi var fimmti í röð níu systkina. í dag eru fjögur þeirra á lífi. 6. desember 1934 giftist afi eftir- lifandi konu sinni, Jóhönnu Jakobs- dóttur frá Reykjafirði. Þau hófu búskap sinn í Reykjafirði, bjuggu síðar um skeið í Látravík en árið 1942 fluttust þau til ísafjarðar þar sem þau bjuggu síðan. Afi og amma eignuðust 9 börn, 7 dætur og 2 syni. Þau eru Jóna Valgerður skrif- stofumaður í Hnífsdal, Þrúður skólastjóri í Búðardal, Freyja versl- unarmaður í Danmörku, Fjóla skrif- stofumaður í Reykjavík, Laufey húsmóðir í Reykjavík, Guðjón skip- stjóri í Mosfellsbæ, Matthildur hús- móðir í Reykjavík, Jakob lífefna- fræðingur í Reykjavík og Anna húsmóðir á Ísafírði. Alls eru afkom- endur afa og ömmu nú orðnir 63. Eftir að afi fluttist til ísafjarðar starfaði hann lengst af við smíðar og árið 1965 fékk hann meistara- bréf í trésmíði. Hann starfaði síðan í átta ár sem húsvörður í Sundhöll ísafjarðar en síðan flutti hann sig yfír götuna og varð húsvörður í Gagnfræðaskólanum þar sem hann starfaði þangað til hann fór á eftir- laun. Afi vann alltaf langan vinnudag, enda hafði hann fyrir stórri fjöl- skyldu að sjá. En utan vinnutíma féll honum heldur aldrei verk úr hendi. Hann stundaði smábúskap á Isafirði og hætti því ekki fyrr en síðastliðið vor. Einnig hafði hann smíðaverkstæði heima hjá sér þar sem hann varði talsverðum tíma. Mér er minnisstætt að fyrir barn í heimsókn hjá afa og ömmu var það heilt ævintýri „að fara fram í skúr með afa“ og fá að smíða, því hann leyfði að maður notaði verkfærin hans og vr ötull við að kenna rétt handbragð. Einnig man ég nokkur jól þar sem besta jólagjöfín var ein- hver hlutur sem afi hafði smíðað sjálfur. Afi var alltaf hrókur alls fagnað- ar hvar sem hann kom. Á fundum og samkomum þar sem hann kom tók hann gjarnan til máls og gerði það þannig að tekið var eftir því sem hann var að segja. Hann kom ætíð til dyranna eins og hann var klæddur og var ófeiminn við að láta álit sitt í ljós á mönnum og málefn- um. AUtaf vildi hann þó sýna öllum fulla sanngirni og engan vildi hann særa. Afi hafði ákveðnar skoðanir á þjóðmálum og þar fylgdi hann Sjálf- stæðisflokknum einarðlega að mál- um. Hann var áhugasamur um stjómmál alla tíð og hálfum mán- uði áður en hann lést ræddi hann þau við mig af miklum áhuga. Stjórnmálaskoðanir voru þó ekki hans mælikvarði á fólk, þar var iðjusemi og dugnaður það sem hann mat mest, en hins vegar var hann ánægður með ef fólk sem honum þótti vænt um sneri frá stjórn- málalegri villu síns vegar. Það er mikill missir að afa, en þó hefur enginn misst eins mikið og Jóhanna amma. Þau voru alla tíð samtaka í öllu og máttu vart af hvort öðru sjá og á heimili þeirra ríkti ætíð mikil hlýja. Ég sendi ömmu sérstakar samúðarkveðjur. Kristján Sturluson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.