Morgunblaðið - 04.01.1990, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990
39
var leitað til þeirra hjóna vegna
einstakrar greiðvikni þeirra. Vegna
þekkingar Benedikts á vélum og
járnsmíði leituðum við einnig oft í
smiðju hans, þegar einhverjar fram-
kvæmdir voru á döfinni eða tæki
biluðu. Heimsóknir til þeirra hjóna
urðu því margar.
Benedikt og Eygerður reistu sér
sumarbústað í Grafningshreppi við
Þingvallavatn og unnu saman að
allri gerð hans. Voru þau hjón ná-
grannar okkar bæði þar og á Sel-
tjarnarnesinu. Þau dvöldu langtím-
um saman í sumarbústaðnum á
hverju sumri og unnu að því að
rækta upp hvamminn umhverfis
hann og voru stöðugt að bæta bú-
staðinn sjálfan. Við eigum margar
góðar minningar um heimsóknir
okkar til þeirra fyrir austan, hlýtt
viðmót þeirra og þá rausn, sem
ævinlega einkenndi þau. Alltaf voru
móttökurnar jafn hlýjar, þótt við
gerðum ekki boð á undan okkur og
fyrir væru gestir eða von á öðrum.
í návist þeirra leið tíminn hratt og
því dróst stundum úr hófi, að heim
yrði haldið. Eins gat reynzt erfitt
að fá börnin af stað heimleiðis, því
þau löðuðust að Eygerði.
Framkoma Eygerðar einkenndist
af glaðværð og fjöri. Hún hafði dill-
andi hlátur, sem smitaði frá sér.
Hún var ákveðin og hreinskiptin
og sagði skoðun sína tæpitungu-
laust. Vera má, að slíkt hafi stund-
um komið við einhvern viðstaddan,
en það varð þá aðeins til þess að
hreinsa loftið og búa í haginn iyrir
betri samskiptum í framtíðinni.
Við erum þakklát fyrir að hafa
þekkt Eygerði og söknum nú vinar
í stað. Eftir lifir minningin um
mæta konu.
Benedikt, börnum þeirra Eygerð-
ar og öðrum aðstandendum sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Guðrún Sveinsdóttir,
Jón B. Stefánsson.
Frá fyrstu kynnum okkar Ey-
gerðar var um mikla og innilega
vináttu að ræða. Enda var hún sér-
lega ljúf og traust kona. Saman
áttum við margar góðar stundir og
minningarnar kæru reynast huggun
harmi gegn.
Góða vinkonu kveð ég með trega
og söknuði, ég þakka samfylgdina
og dýrmæta vináttu.
Dýpsta sæla og sorgin þunga
svífa hljóðlaust yfir storð
þeirra mál ei talar tunga
tárin eru beggja orð.
(Ólðf Sigurðard.)
Fjölskyldu Eygerðar votta ég
mína dýpstu samúð.
Guðríður Bjarnadóttir
Á þriðja jóladag barst sú sorgar-
frétt að dauðinn hefði við dagmál
hrifið til sín Eygerði Pétursdóttur
í blóma lífsins.
Eygerður hafði fyrir mánuði
gengið undir skurðaðgerð í mjaðm-
arlið. Aðgerðin virtist hafa tekist
vel og væri nú ráðin bót á sjúkdómi
sem lengi hafði þjáð hana og rakinn
var til hryggjarins. Þrátt fyrir það
brást skap hennar, lífsgleði og
bjartsýni hvergi. Hún var gleði-
gjafi, jafnt innan fjölskyldu sem
utan.
Eftir skurðaðgerðina vaknaði
hún og hrópaði í gleði sinni: „Ég
finn ekki lengur til!“ Mikill var fögn-
uður hennar og ijölskyldunnar allr-
ar þegar svo virtist sem þjáningar
liðinna ára væru úr sögunni. Hún
einbeitti sér að þjálfun líkamans.
Nýir tímar voru framundan. Kallið
til nýrri heims kom skyndilega og
án fyrirboða.
Eygerður Pétursdóttir fæddist
30. júní 1942 dóttir hjónanna Pét-
urs Guðmundssonar (1903-1971)
heilbrigðisfulltrúa í Kópavogi, _sem
nú er Iátinn, og konu hans Ástu
Davíðsdóttur (f. 1912).
Árið 1963 gekk hún að eiga
Benedikt Eiríksson vélfræðing, son
hjónanna Guðrúnar Ingimundar-
dóttur (1907-1935) frá Kaldárholti
í Holtum og Eiríks Narfasonar
(1894-1970) sjómanns í Reykjavík.
Varð þeim tveggja barna auðið.
Pétur Benediktsson f. 1963 er raf-
virkjanemi. Sambýliskona hans er
Fjólmundur Karls-
son — Kveðjuorð
Guðrún Ingólfsdóttir. Guðrún Bene-
diktsdóttir f. 1965 er skrifstofu-
maður.
Benedikt missti móður sína barn
að aldri. Varð það úr að hann var
tekinn í fóstur af stórfjölskyldu
móður hans; afa hans, ömmu og
þeirra börnum. Þau voru flutt til
Reykjavíkur og bjuggu lengst á
Smáragötu 10 í Reykjavík við rausn
og óvenju traust ijölskyldubönd.
Inn í þessa fjölskyldu kom Ey-
gerður sem ferskur blær. Með glað-
værð, hreinskilni og myndugleika
vann hún sér smám saman sess í
seintekinni fjölskyldu Benedikts.
Þá var farið að fækka í fjölskyld-
unni á Smáragötu, Enn var þar
miðstöð fjölskyldunnar. Húsrými
fylltist á ný af ungu frændfólki
ættuðu frá Hæli, sem var við nám
og störf hér í bænum.
Þau Eygerður og Benedikt settu
saman bú í íbúð sem þau höfðu
keypt við Safamýri. Benedikt var
um langt árabil í siglingum, vél-
stjóri hjá Eimskip. Það kom því í
Eygerðar hlut, sem annarra sjó-
mannskvenna, að sjá um heimilið,
annast börnin og ala þau upp fyrstu
árin, efla og treysta fjölskyldubönd
og tengja ný. Þá kom í ljós hvað í
henni bjó.
Árið 1973 féll móðursystir Bene-
dikts frá, merkiskonan Kristín Ingi-
mundardóttir, einn þekktasti hár-
greiðslumeistari borgarinnar á sinni
tíð. Þá var orðin eftir ein í húsinu
á Smáragötu 10 af allri þessari
stóru ijölskyldu önnur móðursystir
Benedikts, Steinunn Ingimundar-
dóttir. Hún starfaði lengst af sem
gjaldkeri Ölgerðar Egils Skalla-
grímssonar.
Mikill vandi var nú á höndum er
taka skyldi upp gamalt og gróið
heimili á Smáragötu 10. Þá sýndu
Eygerður og Benedikt allt í senn
ræktarsemi, tryggð og dug. Stein-
unn vai' háöldruð og farin að heilsu.
Árið 1981 festu þau Eygerður
og Benedikt kaup á húsi í byggingu
á fögrum stað á Seltjarnarnesi.
Benedikt var hættur á sjónum og
hafði fengið gott starf í landi. Sam-
an hófu þau framkvæmdir við hús-
ið. Svo reyndust þau Steinunni að
ekki var ráðist í húsakaup fyrr en
tryggt var að hún mætti líka eiga
þar athvarf. Eignaðist hún þar litla
íbúð og fluttist til Eygerðar og
Benedikts að Sæbraut 10. Hér
reyndi einkum á Eygerði, unga
konu sem tengst hafði þéttriðinni
ijölskyldu. Miðpunktur fjölskyld-
unnar frá Kaldárholti var nú kom-
inn á Seltjarnarnes.
Ekki aðeins skilaði Eygerður
miklu dagsverki í fjölskyldunni.
. Hún starfaði lengi við prentsmiðju-
störf, nú síðustu árin í Ríkisprent-
smiðjunni Gutenberg. Féllu henni
þau störf vel og hafði verið kosin
í trúnaðarmannaráð Félags bóka-
gerðarmanna.
Á skilnaðarstundu ber að geta
frábærra kynna og vaxandi sam-
vista við Eygerði og fjölskyldu
hennar. Við höfum notið gestrisnj
þeirra á merkisdögum íjölskyldunn-
ar og vinfagnaði, átt gleðistundir á
heimilinu og í sumarbústað þeirra
við Þingvallavatn. Þau voru aldrei
ánægðari en er þau voru umkringd
vinum og frændum. í þeirra ranni
ríkti ást og eindrægni.
Við heimsóttum Parísarborg með
Benedikti og Eygerði á liðnu sumri.
Ávallt, hvernig sem heilsa Eygerðar
var, þrátt fyrir sáran sjúkdóm, var
hún ijörgjafi, einlæg, orðheppin,
áhugasöm og margfróð.
Hún var ekki ginkeypt fyrir veg-
tyllum. Siðalögmál hennar voru ljós
og afdráttarlaus. Hún var stjórnsöm
og bar vott um traust uppeldi og
gott hjartaþel.
Þegar við hittum Eygerði Péturs-
dóttur hinsta sinni var hún nýkom-
in af sjúkrahúsinu. Hún haltraði
um með tvo stafi ákveðin í að ná
fljótt fullri heilsu. Glöð hlakkaði hún
til þorrablóts, páskamorgunkaffis,
sumarhátíðar og annarra viðburða
sem tvær tengdar fjölskyldur væntu
sgjiian.
Harmur er kveðinn að fjölskyld-
unni allri. En minningin um góða
konu léttir söknuðinn.
Blessuð veri minning Eygerðar
Pétursdóttur.
Sigríður Dagbjartsdóttir,
Eggert Ásgeirsson.
Fæddur 16. júlí 1922
Dáinn 10. desember 1989
Kveðja frá Landssambandi
iðnaðarmanna
Þegar íslenskur iðnaður missir
brautryðjendur og menn með ein-
lægan áhuga á iðnaði og raunar
allri atvinnuuppbyggingu verður
stórt skarð fyrir skildi. Þegar sam-
tök iðnaðarins sjá á eftir skeleggum
baráttumönnum og ósérhlífnum
hugsjónamönnum um allt, sem lýtur
að málefnum iðnaðar og atvinnu-
rekstrar, mönnum sem skilja til-
gang og mikilvægi samtakanna,
þykir mikils um þau vert og vilja
leggja sitt af mörkum til að leiða
þau inn á þær brautir, þar sem þau
geta látið sem mest af sér leiða,
verður missirinn mikill. Þegar allt
þetta hefur verið aðalsmerki eins
og sama mannsins, er eðlilegt að
spurt sé, hvort skarðið verði nokk-
urn tíma fyllt. Víst er um það, að
þeir sem unnu með Fjólmundi
Karlssyni, eða unnu að hliðstæðum
málum og hann, þekktu eldmóð
hans, baráttugleði og hugsjónaeld,
gera sér grein fyrir því, að erfitt
verður að feta í fótspor hans. Þeir
sakna samheija og standa nú ber-
skjaldaðri en áður í hinni eilífu bar-
áttu fyrir eflingu atvinnulífs í
landinu.
Fjólmundur Karlsson fæddist í
Ólafsfirði 16. júlí 1922 og bjó þar
til 18 ára aldurs. Fluttist hann þá
til Grímseyjar en þaðan til Siglu-
fjarðar árið 1942 og hóf þar nám
í vélvirkjun. Arið 1950 fluttist hann
til Hofsóss og hóf þar rekstur Véla-
verkstæðis Hofsóss 5 árum síðar.
Er hann hafði rekið það í 10 ár
breytti hann rekstrinum og stækk-
aði og stofnaði hlutafélagið Stuðla-
berg hf. Hof hann þá smíði á hljóð-
kerfi undir bíla, en það hefur á
seinni árum verið uppistaðan í
rekstrinum.
Minning:
Fjólmundur byggði fyrirtæki sitt
upp af mikilli eljusemi og þeirri
ósérhlífni, sem einkenndi hann og
öll hans störf. Hann var mikill „völ-
undur“ og smíðaði m.a. til skamms
tíma sjálfur eða endúrbætti stærst-
an hluta af vélum og tækjum fyrir-
tækisins. Fór ekki hjá því, að eftir
þessu væri tekið, og undruðust
margir, hvernig hægt væri að
byggja upp svo öflugt fyrirtæki á
svo fámennum stað sem Hofsós er.
Fjólmundur sýndi að með áræði og
dugnaði er hægt að lyfta Grettis-
taki í atvinnumálum hafi menn þá
víðsýni til að bera að hasla sér völl
á sviði, þar sem markaður er fyrir
hendi. Fyrir þetta frumkvöulsstarf
sitt varð Fjóimundur raunar þjóð-
kunnur maður og hlaut enda sér-
staka viðurkenningu úr Verðlauna-
sjóði iðnaðarins, sem aðeins eru
veitt fyrir einstök störf á sviði iðn-
aðar.
Fjólmundur var mikill félags-
málamaður. Hann sat árum saman
í hreppsnefnd og byggingarnefnd
Hofsóss, auk þess sem hann tók
virkan þátt í starfi samtaka iðnað-
armanna og iðnfyrirtækja. Hann
átti sæti í sambandsstjórn Lands-
sambands iðnaðarmanna árum
saman, sat fjölmörg iðnþing og tók
ætíð virkan þátt í þingstörfum.
Hann var mikill fundarmaður og
verður hans sérstaklega minnst fyr-
ir það hvernig hann dró saman nið-
urstöður funda í kjarnyrtu máli,
eftir að hafa hiustað af mikilli at-
hygli framan af. Oftast fylgdi máli
hans nokkur alvara, enda var vöxt-
ur og viðgangur iðnaðarins og
framtíð þjóðarinnar honum mikið
hjartans mál. Stundum brá þó fyrir
mikilli kímni ekki síst þegar hann
kastaði fram stökum, en hann átti
létt með að setja má! sitt fram í
bundnu máli. Samskipti Fjólmundar
við Landssamband iðnaðarmanna
voru ekki eingöngu bundin við fundi
Knud Hallberg
Fyrir nokkru lést í Danmörku
hinn mikilhæfi íþróttaleiðtogi og
íslandsvinur Knud Hallberg, arki-
tekt.
Fyrir 35 árum bar fundum okkar
fyrst saman, en það var þegar
Knud kom í fyrsta skipti til íslands
með stóran hóp knattspyrnudrengja
er skyldu keppa hér við jafnaldra
sína úr knattspyrnufélögunum í
Reykjavík. Síðan var það í raun
árviss viðburður að Knud kæmi
hingað með knattspyrnulið, eða
tæki á móti knattspyrnumönnum
héðan. Þetta var upphaf að því, að
ungir drengir í 3. og 4. aldursflokki
ættu þess kost að fara utan og
keppa þar við félagslið í íþrótta-
grein sinni. Áður þótti það sjálf-
sagt, að það væru aðeins'liðsmenn
meistaraflokka, sem fengju tæki-
færi til þess að fara utan og full-
nema sig í knattspyrnulistinni.
Það var Knattspyrnudeild KR
sem reið á vaðið með að senda
unglinga utan í námsferðir áður en
þeir yrðu fulltíða, og færu að leika
í meistaraliði félagsins.
Knud Hallberg fæddist 24. júní
1916 og stundaði arkitektastörf
alla tíð. Rak hann lengi umfangs-
mikla teiknistofu á Frederiksberg,
en síðustu árin í Höve, á Norður-
Sjálandi. Hann var þekktur fyrir
margar stórbyggingar, sem hann
teiknaði og sá um byggingu þeirra.
En þótt arkitektastarfið væri oft
umfangsmikið, hafði hann ávallt
tíma til að sinna æskulýðsmálum.
Þegar KR hóf þessa samvinnu við
danska knattspyrnumenn var Knud
formaður knattspyrnudeildar Bags-
værd Idrætsforening. Var það mik-
ið lán fyrir KR-inga, því síðan hafa
þessi samskipti staðið öllum þátt-
takendum til mikillar ánægju. Það
eru margir knattspyrnumenn hér
sem standa í mikilli þakkarskuld
við Knud og heimili hans, því það
stóð öllum Islendingum opið.
Síðan þegar Knud flutti til Ræve-
bjerget í Höve á Norður-Sjálandi
varð hann þar formaður fyrir
Asnæs Boldklub og bauð félögum
frá Reykjavík þangað til þátttöku
í stórmóti drengja. Þangað bauð
hann félögum úr Reykjavík, að
senda þátttökulið í bikarkeppni hér-
aðsins. En þetta mót var hann bú-
inn að gera að einu stærsta opna
knattspyrnumóti drengja í Dan-
mörku. Mótið var opið þátttakend-
um frá öllum Norðurlöndum og
Norður-Evrópu.
Knud Hallberg kom oft hingað á
þessum árum til þess eins að hitta
hér vini sína, sem voru margir, og
ferðast um landið. Hann vildi kynn-
ast náttúru íslands og þjóðinni.
Hann var mjög heillaður af landi
og þjóð. Það varð til þess, að hann
flutti mjög marga fyrirlestra um
ísland í skólum og íþróttafélögum.
Þá lagði hann sig fram um að kynna
þátttakendum í Islandsferðum sögu
lands og þjóðar áður én lagt var
. af stað frá Danmörku.
Vegna víðtækrar þekkingar
Knuds á dönskum byggingarmálum
á félagslegum grundvelli fékk
Byggingarnefnd framkvæmdaáætl-
unar hann til að vera ráðgjafa sinn
um uppbyggingu þeirra 1.250
íbúða, sem nefndinni var falið að
byggja. Af þeirri ástæðu kom Knud
mjög oft til skrafs og ráðagerða til
íslands á árunum 1966-1970. Öll
þau störf innti hann frábærlega vel
eða önnur formleg tækifæri. Hann
leitaði talsvert til skrifstofunnar
ýmist til að leita eftir upplýsingum
og aðstoð eða til að gefa góð ráð.
Hann var afskaplega hreinskiptinn
maður. Kom það bæði fram í ræðum
hans og samskiptum öllum. Var sá
eiginleiki vel metinn bæði af for-
ystumönnum og starfsmönnum
Landssambandsins, enda er hrein-
skiptni mjög dýrmæt í öllu félags-
málastarfi.
Fjólmundur naut mikillar virð-
ingar og trausts innan Landssam-
bandsins og utan. Til marks um það
má nefna auk áður nefndrar viður-
kenningar Verðlaunasjóðs iðnaðar-
ins, að Iðnþing íslendinga sæmdi
hann nú í haust heiðursmerki
Landssambands iðnaðarmanna úr
gulli. Er það æðsta heiðursmerki,
sem Landssambandið útdeilir og þá
aðeins til manna, sem hafa unnið
framúrskarandi störf i þágu
íslensks iðnaðar og/eða samtak-
anna. Eins og af framansögðu má
ljóst vera lá hvort tveggja til grund-
vallar í þessu tilfelli.
Að leiðarlokum leitar hugurinn
til Fjólmundar og til fjölskyldu hans
í innilegri samúð.
Þórleilúr Jonsson
af hendi og voru honum færðar
þakkir í. lok þessa samstarfs við
nefndina.
Um tíma átti Knud Hallb'erg
sæti í stjórn Knattspyrnusambands
Sjálands. Meðan hann átti þar sæti
voru mikil samskipti milli knatt-
spyrnumanna sambandsins og
íslenskra úrvalsliða, þau voru að
verulegu leyti fyrir hans frum-
kvæði.
Fyt'ir þau frábæru störf, sem
Knud Hallberg vann fyrir íslenskt
íþróttalíf, hafa mörg félög sæmt
hann heiðursmerkjum og gjöfum.
KSÍ og ÍSÍ sæmdu hann æðstu
heiðursmerkjum sambandanna fyrir
mikilvæg störf í þágu íslenskrar
æsku. Þá sæmdi forseti Islands
hann riddarakrossi fálkaorðunnar
fyrir frábær störf í þágu þjóðarinn-
ar.
Knud Hallberg var kvæntur Lise
Wolfbrandt Hallberg, sem lifir
mann sinn, en móðir hennar var
dóttir Marínós Hafstein, sýslu-
manns, sem var bróðir Hannesar
Hafstein.
Við vottum eftirlifandi konu og
ættingjum öllum okkar dýpstu sam-
úð.
Gísli Halldórsson,
Sigurgeir Guðmannsson.
| Nýkomin sending
Þ.ÞORGRfMSSON&CO
Armúla 29, Reykjavik, simi 38640