Morgunblaðið - 10.01.1990, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1990
7
Baker svartsýiin á
að viðræður hefjist
Washington. Reuter.
JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær við
Kjell Magne Bondevik, utanríkisráðherra Noregs, að hann væri að
missa trúna á að hægt yrði að koma á samningaviðræðum á milli
Israela og Palestínumanna og svo gæti farið að hann drægi friðartil-
lögur sínar til baka.
Stjómarerindrekar sögðu að
Baker virtist afar svartsýnn á að
samið yrði um frið í Mið-Austur-
iöndum í bráð. „Þetta kom á óvart
og var mjög uggvænlegt," sagði
heimildarmaður, sem fylgdist með
Deila breskra
sjúkrabílstjóra:
Þokast í sam-
komulagsátt
St. Andrews, frá Guðmundi H. Frímanns-
syni, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÝMISLEGT bendir til að sam-
komulag sé í nánd í kjaradeilu
starfsfólks á sjúkrabilum og
brezkra heilbrigðisyfirvalda, sem
staðið hefúr í fjóra mánuði.
viðræðum ráðherranna. „Bondevik
hvatti Baker til þess að láta ekki
deigan síga og sagði að í tillögum
hans fælist eina vonin til þess að
komið yrði á friði en Baker sagði
að þar sem svo margt væri að ger-
ast í heiminum gæti svo farið að
hann tæki þá ákvörðun að einbeita
sér að svæðum þar sem von er um
að einhveiju yrði komið í verk,“
bætti heimildarmaðurinn við. Aðrir
stjórnarerindrekar, sem sátu fund
ráðherranna, staðfestu frásögn
heimildarmannsins.
James Baker lagði í október fram
tillögur, sem ætlað var að stuðla
að beinum viðræðum ísraela og
Palestínumanna um kosningar á
Vesturbakka Jórdanár og Gaza-
svæðunum.
Reuter
Ungir Palestínumenn setja upp vegatálma í þorpinu Beit Rima á Vesturbakka Jórdanár til að hindra
ferðir ísraelskra hermanna til þorpsins eftir að hermenn höfðu skotið tvo unglinga til bana á mánu-
dag. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kvaðst í gær vera svartsýnn á að hægt yrði að koma
á friðarviðræðum milli Israela og Palestínumanna.
Sænska stjórnin stokkuð upp:
Deilur ísraela og Palestínumanna:
Rekstri kjamorkuveranna
verður ekki hætt í bráð
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins.
Starfsfólk í sjúkrabílum um allt
land hefur gripið til ýmissa aðgerða
til að þvinga fram kauphækkun. Sjú-
krabílstjórar víða um land hafa ekki
viljað sinna öðrum útköllum en neyð-
arútköllum og sums staðar ekki einu
sinni þeim.
Heilbrigðisyfirvöld hafa boðið 9%
kauphækkun, sem dreifast á yfir 18
mánuði, en samningamenn verka-
lýðsfélaganna vilja að hækkunin
komi á einu ári og einnig að launa-
hækkanir starfsfólks á sjúkrabílum
verði tengdar hækkunum slökkviliðs-
manna og lögreglumanna. Samn-
ingamenn starfsfólks á sjúkrabílum
hafa hvatt annað verkafólk til að
grípa til samúðarvinnustöðvunar í
15 mínútur 30. þessa mánaðar.
INGVAR Carlsson, forsætisráð-
herra Svíþjóðar, gerði í gær all-
verulegar breytingar á ríkis-
stjórn jafnaðarmanna og vekur
það einna mesta athygli, að orku-
málin hafa verið tekin af Birgittu
Dahl. Við þeim tekur nýr ráð-
herra, Rune Molin, varaformaður
sænska alþýðusambandsins, og
er breytingin talin boða, að
kjarnorkuverin verði ekki tekin
úr notkun árið 1995 eins og að
var stefnt.
Rune Molin verður iðnaðar- og
orkumálaráðherra en Birgitta Dahl
hefur nú aðeins umhverfismálin á
sinni könnu. í þjóðaratkvæða-
greiðslu árið 1980 var samþykkt
að leggja niður kjamorkuverin árið
2010 en ríkisstjórnin og sérstaklega
Birgitta Dahl ætluðu að láta verða
af því þegar árið 1995. Breytingin,
sem tilkynnt var í gær, virðist því
eins konar yfirlýsing um, að kjam-
orkuverin fái að lifa til 2010 að
minnsta kosti enda ber flestum
saman um, að frammi fyrir innri
markaði Evrópubandalagsins og
vaxandi samkeppni hafi Svíar ekki
efni á nýjum og dýrari orkugjöfum.
Tveir ráðherrar ætla nú að hætta
af persónulegum ástæðum, þeir
Ivar Nordberg iðnaðarráðherra og
Sven Hulterström félagsmálaráð-
herra, og nýr atvinnumálaráðherra
verður Mona Sahlin, sem er aðeins
32 ára. Tekur hún við af Ingela
Thalen, sem verður félagsmálaráð-
herra.
Ríkisstjómin hefur auk þessa til-
kynnt, að um næstu framtíð verði
lögð sérstök áhersla á þijá mála-
flokka. Er þar um að ræða vamar-
og öryggismál, málefni atvinnulífs-
ins og velferðarmál. Á Sten Anders-
son utanríkisráðherra að bera
ábyrgð á mótun varnarmálastefn-
unnar og er þar með settur skör-
inni hærra en Roine Carlsson varn-
armálaráðherra.
Suður-Afríka:
Mannskæð
átök brjót-
ast út vegna
verkfalls
Jóhannesarborg. Reuter.
MANNSKÆÐ átök brutust út í
gær skammt firá Jóhannesarborg
á milli suður-afrískra verkfalls-
manna og lestarstarfsmanna,
sem neituðu að leggja niður
vinnu.
Talsmaður stéttarfélags verk-
fallsmannanna sagði að samkvæmt
óstaðfestum fréttum hefði að
minnsta kosti 21 maður beðið bana
á lestarstöð í bænum Germiston,
skammt austur af Jóhannesarborg.
Verkfallsbijótar hefðu ráðist á verk-
fallsmenn með steinum, bareflum
og rýtingum. Talsmaður lestarfyrir-
tækisins sagði að nokkrir hefðu
beðið bana í átökunum en kvaðst
ekki vita með vissu hversu margir.
V-þýskir flokksbræður voru
þjálfaðir til skemmdarverka
Austur-þýski kommúmstaflokkurmn:
NOKKRIR félagar í Þýska kommúnistaflokknum (DKP) sem starf-
ræktur er í Vestur-Þýskalandi hafa viðurkennt í samtölum við
vikuritið Der Spiegel að þeir hafí hlotið þjálfún í Austur-Þýska-
landi til skemmdarverka í heimalandi sínu. Forystumenn kommún-
ista bæði í Vestur- og Austur-Þýskalandi hafa visað þessum frétt-
um á bug. Saksóknari í Hessen-fylki í Vestur-Þýskalandi íhugar
hins vegar rannsókn málsins en svo virðist sem kommúnistaflokk-
ur Austur-Þýskalands hafi árum saman starfrækt 300 manna
leyniher í Vestur-Þýskalandi.
Der Spiegel byggir frásögn sína
að miklu leyti á framburði manns
sem hafði að eigin sögn dulnefnið
Lothar Oertel innan hersveitar-
innar leynilegu. Að hans sögn var
verkefni sveitarinnar m.a. að
fremja hryðjuverk á hættutímum.
Liðsmenn komu úr DKP, sem
starfræktur hefur verið frá árinu
1968 í Vestur-Þýskalandi, og
fengu þeir þjálfun í Austur-
Þýskalandi. Félagsmenn í DKP
eru 25.000 en flokkurinn er arf-
taki KPD sem bannaður var
snemma á sjötta áratugnum fyrir
starfsemi sem stríddi gegn stjórn-
arskránni. Vestur-þýsk yfirvöld
hafa hins vegar ekki séð ástæðu
til að amast við starfsemi DKP
til þessa þrátt fyrir að tengsl hans
við kommúnista í Austur-Þýska-
landi hafi verið á allra vitorði.
„Sýna kapítalistunum í tvo
heimana“
Lothar Oertel segir að leyniher-
inn hafi verið stofnaður um miðj-
an áttunda áratuginn að frum-
kvæði SED, kommúnistaflokks
Austur-Þýskalands. Til starfa
voru valdir félagar í DKP sem
þóttu sérstaklega traustsins verð-
ir og ekki sakaði ef menn höfðu
gegnt herþjónustu í vestur-þýska
hernum. Liðsmönnum var sagt að
tilgangurinn væri sá að „sýna
kapítalistunum í tvo heimana þeg-
ar stéttaátök færu úr böndunum".
Verkefni þeirra var að taka þátt
í fjöldabyltingu, veijast nýnasist-
um, frelsa fangelsaða félaga,
fremja skemmdarverk á járn-
brautum og fjarskiptastöðvum og
grípa til hryðjuverka gegn til-
teknum mönnum.
Árið 1975 þegar Oertel var 24
ára gamall og hafði verið félagi
í DKP í fimm ár var honum boð-
ið til Austur-Berlínar. Eftir ítar-
legar yfirheyrslur var hann látinn
skrifa undir yfirlýsingu um holl-
ustu við flokkinn og að hann
væri reiðubúinn að beijast fyrir
hann. Honum var hótað með líf láti
„Lothar Oertel“, liðsmaður í
sérsveit kommúnista í Vestur-
Þýskalandi, féllst á að segja frá
þjálfun sinni í Austur-Þýska-
landi í vestur-þýska sjónvarp-
inu en einungis eftir að hann
hafði verið dulbúinn.
ef hann ryfi eiðinn.
Oertel lýsir æfingabúðum
nærri pólsku landamærunum þar
sem regluleg þjálfun fór fram.
Þar voru kennd skemmdarverk,
meðferð skotvopna og sprengiefn-
is og veitt leiðsögn í hugmynda-
fræði kommúnismans. Einnig var
vestur-þýsku kommúnistunum
innrætt að í þeirra verkahring
væri að verja byggingar DKP í
Vestur-Þýskalandi og vemda
flokksmenn í mótmælaaðgerðum
eins og gegn kjarnorkuendur-
vinnslustöðinni í Wackersdorf.
Leynigöng milli Austur-
og Vestur-Berlínar
Oertel segist sjálfur hafa verið
yfirmaður í 9 manna deild innan
leynihersins. í byijun þessa ára-
tugar þegar deilur stóðu sem
hæst um uppsetningu meðal-
drægra flauga fékk hann fyrir-
skipun um að menn hans ættu
að vera í viðbragðsstöðu. Síðan
var honum falið að hefja stórfelld-
an flutning á vopnum frá Austur-
Pýskalandi til Vestur-Þýskalands
um leynileg göng milli Austur-
og Vestur-Berlínar en slík göng
hafði hann áður notað til að kom-
ast milli borgarhlutanna án þess
að vestur-þýskir landamæraverðir
yrðu þess varir. En á síðustu
stundu var hætt við vopnaflutn-
inginn, að sögn austur-þýskra
kommúnista vegna „erfiðleika 'a
landamærunum".
1 ljósi síðustu atburða í Austur-
Þýskalandi hafa nokkrir félagar
í leynihernum ákveðið að segja
sig úr honum og skorað á félaga
sína að gera slíkt hið sama. Oert-
el hefur nú gefið sig fram við
saksóknara í Frankfurt. Yfir hon-
um og félögum hans vofir ákæra
fyrir landráð og skipulagningu
hryðjuverka.