Morgunblaðið - 10.01.1990, Page 16

Morgunblaðið - 10.01.1990, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1990 Morgunblaðið/Árni Sæberg Svavar Gestsson í ræðustól, en auk hans sjást á myndinni Árni Johnsen, sem situr í bygginganefiid hússins, og Guðrún Ágústs- dóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Hluti fundarmanna. Þjóðleikhúsið; Ágreiningur um endurbæturn- ar gæti tafið framgang málsins - segir Svavar Gestsson, menntamálaráðherra SVAVAR Gestsson menntamálaráðherra sagði á mánudag á fundi með starfsmönnum Þjóðleikhússins og blaðamönnum um fyrir- hugaðar endurbætur á Þjóðleikhúsinu að hann myndi leggja fyr- ir ríkisstjórnina i þessari viku tillögur að endurskoðuðum lögum um Þjóðleikhúsið þar sem gert er ráð fyrir meira listrænu og fjárhagslegu sjálfstæði Þjóðleikhússins en það hefúr áður haft. Svavar sagði að svo gæti farið að ágreiningur á meðal starfsmann- anna um einstök atriði endurbótanna gætu stöðvað málið þannig að það falli niður um skeið. Breytingamar sem ráðgerðar eru á þessu ári munu kosta 250-300 miiyónir króna. Á fundinum, sem menntamála- hugaðar breytingar. ráðherra boðaði til í tilefni af ályktun Bandalags íslenskra lista- manna þar sem lýst var yfir and- stöðu við breytingar á salarkynn- um Þjóðleikhússins, kom fram að skiptar skoðanir eru á meðal starfsmanna leikhússins um fyrir- Menntamálaráðherra sagði að samstaða væri um öll atriði breyt- ingatillagnanna milli bygginga- nefndar og húsfriðunamefndar að einni undanskilinni, varðandi breytingar á svalaskipan leik- hússins. Samkvæmt tillögum bygginga- nefndar Þjóðleikhússins er gert ráð fyrir að þriðja hæð leikhússins verði lokuð af og salurinn þar nýttur til fundarhalda eða barna- sýninga, halli á salargólfi verði breyttur og einar svalir verði í stað tveggja áður, aðgengi fatl- aðra verði bætt, hljómsveitar- gryfja stækkuð og sviðsgólf fært framar í salinn. Menntamálaráðherra sagði að til að hægt væri að selja miða á svölum á sama verði og miða í sal verði að breyta salarskipan og að frá rekstrarlegu og listrænu sjónarmiði væri óhjákvæmilegt að gera þessar breytingar. Á fundinum kom fram það sjón- armið að tillögur bygginganefnd- ar um breytta salarskipan væri menningarsögulegt slys. Auk þess væri ekkert því til fyrirstöðu að bjóða upp á ódýrari miða á leik- sýningar sem margir hagnýttu sér. í tillögum bygginganefndar sem snúa að öryggismálum í leik- húsinu er gert ráð fyrir 540 millj- ón króna kostnaði og sagði ráð- herra óhjákvæmilegt að til þeirra yrði gripið á næstu árum. Ráðgert er að framkvæmdir við 1. áfanga endurbótanna í Þjóð- leikhúsinu hefjist í lok febrúar og eiga þær að standa yfir fram í nóvember. Fiskverð á mörkuðum hækkaði meira en landssambandsverðið í haust VERÐ fyrir helstu tegundir á innlendum fiskmörkuðum hefúr í meginatriðum verið svipað svonefndu landssambandsverði allt frá stoíúun fiskmarkaðanna fram yfir mitt síðasta ár. Þá er miðað við hæsta landssambandsverð. Á nýliðnum haustmánuðum hækkar verð- ið á mörkuðunum meira en landssambandsverðið. Undantekning frá þessu er ýsan, sem allan timann hefúr verið á hærra verði á mörkuð- Tvær vfldnga- sögur koma út á ensku í SKOTLANDI er komin út bókin Vikings in Russia — Yngvar’s saga and Eymund’s saga í þýðingu Hermanns Pálssonar og Paul Ed- wards, sem einnig rita ítarlegan inngang um sögu- og menningar- legan bakgrunn ritunar sagn- anna. Þama er um að ræða þýðingar á tveimur sögum, rituðum á íslandi, sem segja af ferðum víkinga í aust- urveg. Ónnur sagan segir frá leit Yngvars Eymundarsonar, hins sænska, að upptökum stórfljóts í Garðaríki hinu foma og ástarævin- týri hans með Silkisif drottningu. Hin segir frá norska prinsinum Ey- mundi og frama hans. Hann byijar feril sinn sem víkingur, en verður síðar mikilvægur ráðgjafi Valdimars konungs í Kænugarði. Hermann Pálsson er fyrrum pró- fessor í íslensku við Edinborgar- háskóla og Paul Edwards er pró- fessor í enskum bókmenntum við sama skóla. Þeir hafa þýtt og séð um útgáfu á mörgum íslendingasög- um, svo sem Orkneyinga sögu, Eg- ils sögu og Eyrbyggja sögu. . Guðjón B. Baldvins- son látinn GUÐJÓN B. Baldvinsson, fyrr- verandi formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, lést aðfaramótt laugardagsins 7. jan- úar, 81 árs að aldri. Guðjón var einn af stofiiendum BSRB og var stjómarmaður frá stofiiun sam- takanna 1942 og fyrsti formaður þeirra. Guðjón var fæddur 26. júlí 1908. Hann var fræðslufulltrúi BSRB um árabil og sat í samninganefndum og gegndi ýmsum trúnaðarstöðum innan samtakanna. Hann var jafn- framt forystumaður í þeim samtök- um sem stóðu að stofnun BSRB á sínum tíma. Guðjón var fozrnaður Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja frá stofnun allt þar til dauðadags. Eftirlifandi eiginkona Guðjóns er Anna Guðmundsdóttir. Morgunblaðið kannaði verð á þorski og ýsu á mörkuðum í Bret- landi og karfa og ufsaverð á Þýska- landsmörkuðum. Verð á öllum teg- undunum var kannað á Faxamark- aði, svo og landssambandsverð. Athugað var tímabilið frá stofnun uppboðsmarkaða hér, það er að segja frá júlí 1987 til ársloka 1989. Verðlagsráð sjávarútvegsins verð- leggur fiskinn eftir ýmsum stærð- ar- og gæðaflokkum og er það kallað landssambandsverð. Hér er til einföldunar einungis notað hæsta verð hverrar tegundar. Stuðst er við meðalverð í hverjum mánuði á innlendu og erlendu mörk- uðunum og verð á erlendum mörk- uðum er miðað við meðalgengi hvers mánaðar. Hækkun vísitölu byggingarkostnaðar, sem viðmiðun við verðlag innanlands, fellur nán- ast algjörlega að hækkun landssam- bandsverðsins. Mánuðina júní til nóvember 1987 var fiskverð verðlagsráðs ekki bind- andi, fiskverð var frjálst eins og kallað vari Á línuritunum sést að á þeim tíma var verð á uppboðsmörk- uðunum hærra en oftast endranær, miðað við landssambandsverðið. Sveiflur fiskverðsins virðast í meginatriðum fylgjast að á inn- lendu og erlendu mörkuðunum, en eru þó stærri erlendis. í september síðastliðnum rofnar fylgnin við Iandssambandsverðið, verð á inn- lendum og erlendum mörkuðum hækkar mun meira og helst hærra til ársloka 1989. Fiskverð Verðlagsráðs, á Faxamarkaði og á erlendum mörkuðum, júlí 1987 til des. 1989 MbUGÚI Rétthafar, dreifingaradilar og kvikmyndageröarmenn Ég er að athuga möguleikana á því að gefa út myndbandalista í stóru upplagi til dreifingar á markhópa hérledis, þar sem almenn- ingi bjóðast myndbönd til kaups á viðráðanlegu verði. Mynd- bandalistinn kæmi til með að innihalda ýmis konar myndbönd, t.d. fræðslumyndbönd, kennslumyndbönd, barnamyndbönd, tón- listarmyndbönd, afþreyingarmyndbönd o.s.frv. Þeir aðilar, sem hafa áhuga á að koma myndböndum í sölu í gegnum slíkan myndbandalista, eru vinsamlegast beðnir um að senda eitt eintak af kápum myndbandanna, ásamt nánari upplýs- ingum, sem fyrst til: Myndabandasafnið, pósthólf 11030, 131 Reykjavík. Virðingarfyllst, Jón Jarl Þorgrímsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.