Morgunblaðið - 10.01.1990, Side 19

Morgunblaðið - 10.01.1990, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1990 19 Rafinagns- laustí Eyjafírði Ytri-Tjörnum. RAFMAGN fór af Akureyri og“ Eyjafirði klukkan 21.20 í gær- kveldi. Var þá suðvestan hvass- viðrið að mestu gengið niður. Ekki er vitað hvað biluninni olli. Fljótlega kom þó straumur aftur á bæinn, en við það brast spennir fyrir sveitalínuna í stjórnstöðinni á Rangárvöllum fyrir ofan Akureyri. Unnið var að viðgerð seint í gær- kveldi og komst rafmagn aftur á sveitirnar rétt fyrir miðnættið. — Benjamín Stokkseyri: Fins og handsprengju hafi verið kastað hingað inn - segir Jón Haraldsson eigandi Eyrarfísks MIKIÐ tjón varð á fiskverkunar- húsum og veiðarfærageymslum á á sjávarkambinum á Stokkseyri. Mesta Ijónið varð hjá Eyrarfiski. Þar braut sjórinn aðra hlið húss- ins og fyllti húsið af grjóti og aur. Eigandinn segir að tjónið skipti milljónum kr. Þá varð tjón á nokkrum íbúðarhúsum. í gær var vitað um tjón á alls 19 húsum. Þá varð einnig mikið tjón á götum og sjóvarnargörðum og þjóðveg- urinn beggja megin við Stokks- eyri stórskemmdist, hvarf nánast á köflum. Sjórinn flæddi að sveitabæjum austan við Stokks- eyri og inn í hús á að minnsta kosti einum bænum. Þykkt lag af drullu á stofugólfinu Tómas Karlsson við gluggann á stofunni í Hafsteini þar sem vatn flæddi inn í húsið. Skápurinn féll fram yfir sig þegar sjórinn skall á veggnum á móti glugganum og fór á flot. Svona var umhorfs í veiðarfærageymslu útgerðar Hásteins á Stokks- eyri. „Sjórinn hefur farið upp í loftið á stofunni og í vegginn á móti glugganum og við það sprakk skáp- ur sem þar var frá og valt á gólf- ið,“ sagði Tómas Karlsson útgerðar- maður, en hann býr í húsinu Haf- steini á Stokkseyri. Gluggi á stof- unni lét undan sjónum með þeim afleiðingum að allt sem í henni var eyðilagðist, auk þess sem sjórinn flæddi um alla hæðina. „Ég heyrði skvettur á gluggann upp úr klukkan 11 um kvöldið," sagði Tómas. Þá sagðist hann hafa fært bíl sinn á öruggan stað til son- ar síns. Síðan ágerðist sjávargangur- inn og ólög fóru að koma á húsið og klukkan rúmlega fimm gaf rúðan í stofuglugganum sig og allt fylltist af sjó. „Eg var búinn að taka það sem mér þótti vænst um úr stofunni og flytja upp á loft. Ég gerði þetta til að drepa tímann og hef raunar gert það áður við svona aðstæður," sagði Tómas. Hann hafði lokað inn í stofuna og opnaði ekki fyrr en búið var að negla fyrir gluggann. Það gekk ekki þrautalaust að negla fyrir hann og þeir sem það gerðu þufftu að stökkva frá á meðan ólög- in gengu yfir. Heimilisfólkið vann svo við að veita vatninu út og þurrka upp fram á dag. Eftir var þykkt lag af drullu, sandi og þangi í stofunni og þeir húsmunir sem eftir voru þar og hlutir skápum illa farið eða ónýtt. Dúkar og teppi hússins sömuleiðis. Bílskúr sem stendur við Hafstein rifnaði allur í sundur. Taldi Tómas að gaflinn hefði gefið sig fyrst og hliðin síðan sprungið út. Skúrinn fór eins í síðasta stormflóði, 1977. Tóm- as sagði að flóðið 1977 hefði virst meira en nú, þá hefði hann litið út í grænkuland en þetta hefði verið meira eins og skvettur núna, kannski vegna þess hve veðrið var vont. Taldi hann að skýringin gæti verið sú að 1977 hefði sjóvarnargarðurinn alveg horfið en núna stóð eitthvað eftir af honum og veitti smáskjól. „Ætli maður verði ekki að hanga hér eitt- hvað lengur og vona að árferðið verði, betra,“ sagði Tómas þegar hann var spurður hvort hann missti ekki móðinn þegar hann hefði þessa flóðahættu sífellt yfirvofandi. „Viðbjóðsleg aðkoma“ „Aðkoman var viðbjóðsleg. Það er eins og handsprengju hafi verið kastað hingað inn,“ sagði Jón Har- aldsson, sem á og rekur Eyrarfisk ásamt Guðleif Steingrímsdóttur konu sinni. Eyrarfiskur er með harð- fiskverkun og frystingu í húsi sínu á sjávarkambinum á Stokkseyri. Jón sagðist hafa reynt að komast að húsinu um klukkan 4 um nóttina en ekki tekist, sjórinn liefði gengið yfir það. Þegar hann kom aftur klukkan að verða 6 hefði aðkoman verið þessi sem hann lýsti. Jón sagði að sjávarhlið hússins væri ónýt og allt inni í húsinu þeim megin. Sjórinn braut þar stórt gat á húsið og með flóðinu barst grjót og aur þannig að í gær var þykkt lag á gólfinu. Þarna var harðfisk- vinnslan og frystingin og sagði Jón að engin vinnsla yrði þar í bráð. Hann hafði farið á fiskmarkaðina í fyrradag og fyllt húsið af fiski sem átti að byija að vinna í gærmorgun. Frystivélar sem voru í gámi við hús- ið skemmdust. Gámurinn losnaði frá húsinu og fór með flóðinu að öðru húsi á kambinum. Ekki sagði Jón mögulegt að meta tjónið í gær. Hann sagði ómögulegt að segja hvað kæmi í ljós þegar búið væri að hreinsa húsið. Ljóst er þó að tjónið skiptir milljónum. Verulegttjón Hraðfrystihússins Næsta hús vestan við Eyrarfisk er veiðarfærageymsla útgerðar Há- steins. Sjórinn braut sér leið inn í það hús, skemmdi mikið og lagði allt í rúst inni. Meðal annars skemmdist bíll sem þar er inni en annar slapp óskemmdur. Sömu út- reið fengu salthús og veiðarfærahús Hraðfrystihúss Stokkseyrar sem standa þama skammt frá og gömul lifrarbræðsla brotnaði í spón. Stefán Runólfsson framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss Stokkseyrar býr við íragerði. Hann sagði að sjór- inn hefði brotnað á íbúðarhúsinu og það hefði allt verið umflotið um nóttina. Um morguninn hefði gijótið náð upp að gluggum. Stefán sagði að verulegt tjón hefði orðið á eignum Hraðfrystihússins. Fyrir utan tjón á húsum þess á sjáv- arkambinum hefði orðið tjón á frysti- húsinu. Sjór hefði komist inn í húsið á einum stað og með honum hefði borist inn á gólf sandur, stórgrýti og fiskur, og plan sjávarmegin við frystihúsið hefði horfið um nóttina. Hann sagði að í gær hefði öll orka farið í að bjarga því sem hægt var og enn væri ekki hægt að gera sér grein fyrir tjóni, en það væri veru- legt. Mikið verk við hreinsun Grétar Zóphaníasson sveitarstjóri á Stokkseyri sagði að mesta tjónið hefði orðið á vinnsluhúsunum. Þá hefði tilfinnanlegt tjón orðið í nokkr- um íbúðarhúsum, sérstaklega á inn- búi. Einnjg hefði vatn farið í nokkra kjallara. I gær var vitað um verulegt tjón á 19 fasteignum, þar af 7 íbúð- arhúsum. Sveitarfélagið hefur einnig orðið fyrir miklu tjóni. Gata sem lagt var slitlag á síðastliðið sumar er ónýt á 200 metra kafla og götur víða sundurgrafnar. Grétar sagði ekki vitað hvort holræsi hefðu fyllst af sandi en erfitt gæti verið að bæta úr ef það hefði gerst. Þá hefði sjór komist í neysluvatnið. Grétar sagði að mikið verk og kostnaðar- samt væri framundan við hreinsun bæjarins. Loks má geta þess að sjó- varnargarðarnir brustu víða. Grétar sagði að í gærmorgun hefði verið haft samband við Við- lagatryggingu fslands. Menn frá þeim kæmu í dag til að kanna að- stæður. Flæddi að sveitabæjum Sjórinn flæddi að sveitabæjum austan við Stokkseyri og inn í hús á að minnsta kosti einum bænum. Bærinn á Skipum var að mestu umflotinn vatni í gærmorgun. Jón Ingvarsson bóndi sagðist hafa farið á fætur klukkan hálfþrjú um nótt- ina, þótt hann væri varla karl til að standa í stórræðum um miðja nótt, orðinn 77 ára gamall. Hann sagðist ekkert hafa farið út, enda aftakaveð- ur. Hann sagði að ekki hefði komið svona mikið flóð í þau 40 ár sem hann hefði verið bóndi á Skipum. Sagðist hann muna vel eftir flóðinu 1925, enda hefði það verið um miðj- an dag og sést, en nú hefði ekkert sést. Taldi hann að 1925 hefði verið álíka mikið vatn í kring um bæinn og nú. Jón taldi að ekkert tjón hefði orðið á mannvirkjum á Skipum en sagði að vafalaust væru skemmdir á túnum, þau væru á kafi í vatni og á þeim gijót og sandur. Jón á Skipum sagðist hafa náð að mjólka í gærmorgun en síðan hefði rafmagnið farið af. Þjóðvegurinn horfínn Vegurinn fyrir austan Stokkseyri er illa farinn og algerlega ófær við bæinn á Skipum. Ingigerður Eiríks- dóttir á Skipum sagðist sjá mikið eftir veginum, nýlega hefði verið búið að malbika hann. Einnig skemmdist vegurinn á milli Eyrar- bakka og Stokkseyrar mikið. í gær var hafist handa við að laga hann til bráðabirgða. Guðleif Steingrímsdóttir og Jón Haraldsson við hús Eyrarfisks á Stokkseyri. Flóðið braut gat á húsið og fyllti það af grjóti og drullu. Tólf vind- stig mæld- ust á Hvera- völlumog Stórhöfða TÓLF vindstig mældust á Stórhöfða í Vestmannaeyjum og á Hveravöllum í gær- morgun, og enn meiri vind- hraði mældist á Stórhöfða í fyrrnótt. Rafmagnstruflanir urðu víða á Suðurlandi og á Vestfjörðum af völdum óveð- ursins, og einnig urðu smá- vægilegar truflanir á síma- sambandi á nokkrum stöð- um. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar var komið fár- viðri á Stórhöfða í Vestmanna- eyjum á hádegi á mánudag og hvassviðri og stormur víða um sunnanvert landið. Skil komu inn á landið um kl. 15 og fylgdu þeim þrumuveður og mikil úr- koma, og hvessti þá óðum ann- ars staðar á landinu. Seinni- párt dagsins var komin suð- austanátt um allt landið, og var veðurhæðin víða á bilinu 9-10 vindstig. í fyrrakvöld var lægðin komin á utanverðan Faxaflóa og mældist hún þá 932 millibör í lægðarmiðju. Upp úr miðnætti tók vindur að snúast í suðvestanátt, og þá var hvassast á Stórhöfða, en þar mældist vindhraðinn mun meiri en 12 vindstig, eða um 95 hnútar. í gærmorgun var lægðin komin norður fyrir Vestfirði, og komin hvöss suð- vestanátt um allt landið. Um sunnanvert landið mældust þá mjög víða 10 vindstig, og 12 vindstig mældust á Stórhöfða og á Hveravöllum, en þá var lægðin farin að grynnast veru- lega. Almannavarnir ríkisins sendu frá sér viðvörun síðdegis í fyrradag, og sagði Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna, að samkvæmt upplýsingum lögreglustöðva hefði það haft mikið að segja, og fólk hafi almennt tekið við sér og gengið frá lauslegum hlutum í kringum hús sín, og þannig forðað hugsanlegu tjóni með fyrirbyggjandi aðgerðum. Rafmagnstruflanir urðu víða á Suðurlandi og á Vest- fjörðum vegna óveðursins í gærmorgun. Truflun varð á rafmagnslínu á milli Hrauneyj- arfossvirkjunar og Sigöldu um klukkan hálf ellefu í gærmorg- un. Hafði það í för með sér skömmtun á rafmagni til stór- iðju, og vegna álags og hárrar tíðni var Flugstöð Leifs Eiríks- sonar látin keyra á varaafls- stöð. Samkvæmt upplýsingum Pósts og síma urðu truflanir á símasambandi í Borgarfirði og undir Eyjafjöllum í gær vegna rafmagnstruflana.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.