Morgunblaðið - 10.01.1990, Side 20
MOliGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1990
20
Fundur Comecon:
Agreiningur um breyting-
ar á efiiahagssamstarfínu
^ Sófíu. Reuter. DPA.
ÁGREININGUR var á fundi leiðtoga Comecon-ríkjanna 10, viðskipta-
bandalags kommúnistaríkja, um hversu langt eigi að ganga í breyt-
ingpim á efnahagssamstarfi bandalagsríkjanna. Fundur leiðtoga
bandalagsins hófst í Sófíu, höfuðborg Búlgaríu, í gær, og var gert
ráð fyrir að honum lyki í dag.
Fundurinn fór fram fyrir luktum
dyrum en heimildir hermdu að Pól-
verjar, Ungveijar og Tékkar hefðu
viljað ganga lengst í breytingum á
hlutverki bandalagsins. Rúmenar
lýstu stuðningi við hugmyndir
þeirra, en þeir sögðu í fyrradag,
að um tvennt væri að velja; róttæk-
ar breytingar á viðskiptabandalag-
inu eða leggja það niður.
Hörð gagnrýni kom fram á fund-
inum á gæði þeirrar vöru sem ríkin
Vinnudeilur í Finnlandi:
Forsetínn ávítar að-
ila vinnumarkaðarins
Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. %
AÐILAR á fínnska vinnumarkaðinum reyna nú til þrautar að ná
samkomulagi um þær tillögur að allsherjar kjarasamningum sem
ríkisstjórnin lagði fram fyrir jól en þær voru þegar felldar. Það var
áramótaávarp Maunos Koivistos Finnlandsforseta sem olli því að
vinnuv'eitendur og stéttafélög ákváðu að reyna einu sinni enn að
semja á þeim þröngu forsendum sem ríkisstjórn Harris Holkeris er
tilbúin að samþykkja.
skiptust á og það gjaldmiðilskerfi
sem notað hefur verið í viðskiptum
ríkjanna.
Andrej Lúkanov, fulltrúi Búlgara
á fundinum og formaður fram-
kvæmdastjórnar Comecon, er sagð-
ur hafa gagnrýnt að samdráttur
skyldi verða á viðskiptum innan
Comecon í fyrra, eða á sama tíma
og 8% aukning varð í alþjóðlegum
milliríkjaviðskiptum.'
í gær fjallaði Pravda,málgagn
sovéska kommúnistaflokksins, um
Comecon í forsíðuleiðara. Var þar
lagst gegn þeirri hugmynd að
bandalagið yrði lagt niður en tekið
undir kröfur um rótttækar breyt-
ingar á því. Sagði blaðið að nauð-
synlegt væri að stórauka efnahags-
samstaif Comecon-ríkjanna og
stofna sameiginlegan markað. Gaf
blaðið til kynna að á Sófíu-fundin-
um myndi Níkolaj Ryzhkov leggja
fram tillögu um að ríkin hættu vöru-
skiptum en greiddu í staðinn fyrir
vörur með gjaldeyri og styddust við
heimsmarkaðsverð í viðskiptum.
Þar með ættu þau auðveldara með
að aðlagast alþjóðamarkaði.
Rúmenska andófskonan Doina Cornea. Myndin var tekin i húsakynn-
um ríkissjónvárpsins þegar byltingarmenn höfðu náð því á sitt vald.
Rúmenska andófskonan Doina Cornea:
Byltingin getur komist
í hendur kommúnista
Cluj. Reuter.
RÚMENSKA andófskonan Doina Cornea varaði í gær landsmenn sína
við og sagði, að hætta væri á, að ávinningur byltingarinnar félli í hend-
ur fyrrum ráðamönnum í kommúnistaflokknum. Hvatti hún almenning
í Rúmeníu til að fara út á strætin og mótmæla þessari þróun.
Mauno Koivisto kom til liðs við
ríkisstjómina á mjög ákveðinn hátt
en þá gátu verkalýðsleiðtogar og
vinnuveitendur ekki neitað að halda
samningaviðræðum áfram. Ríkis-
stjómin hefur framlengt samninga-
frestinn til 15. janúaren hafi samn-
ingar ekki tekist fyrir þann tíma
mun ríkisstjórnin beita hörðum að-
ferðum til þess að draga úr neyslu
og þenslu í þjóðfélaginu. Meðal
annars hafa verið kynntar skatta-
hækkanir. Talið er að erlendar
skuldir Finna aukist vegna of mik-
illar neyslu innanlands. Ætlar ríkis-
stjórnin að spoma gegn þessu og
hækkun verðbólgu.
Afskipti ríkisstjórnarinnar af
kjaramálum em ekki einsdæmi i
Finnlandi enda hafa ríkisstjómir oft
áður komið til móts við vinnumark-
aðinn í skatta- og félagsmálum til
þess að samningar sem eiga að
styðja efnahagsstefnu stjómarinnar
takist. Nú virðist verkalýðshreyf-
ingin ekki koma til móts við ríkis-
stjórnina. Flest stór stéttarfélög
vilja mun meiri kauphækkanir en
gert er ráð fyrir í plaggi stjórnarinn-
ar. Ber hæst þau félög sem hafa
flesta félagsmenn sína úr röðum
kvenna. Til dæmis hafa samtök
verslunarmanna farið fram á sér-
staka hækkun launa kvenna en hin
stéttarfélögin og ríkisvaldið hafa
hafnað því.
Margir fréttaskýrendur telja
hættu á því að saga ríkisstjórnar
finnskra jafnaðarmanna og hægri
flokksins verði öll ef ekki tekst að
safna nægu liði til að samþykkja
kjaramálatillögu stjórnarinnár.
Flokkamir geta að vísu haldið
áfram að stjórna þangað til næst
verður kosið eftir rúmt ár, en
áframhaldandi stjómarsamstarf að
kosningum loknum þykir ólíklegt
ef stjórnin verður fyrir álitshnekki
nú í vor. Jafnaðarmenn eiga þegar
í erfiðleikum vegna þess að fyrram
ritari flokksins, Erkki Liikanen
fjármálaráðherra, er einn helsti
talsmaður þess að staðið sé gegn
kauphækkunum. Verkalýðsarmur
flokksins gagnrýnir ráðherra fyrir
að ganga allt of langt að óskum
hægrimanna.
„Nú verðum við að skera upp he-
rör til vamar byltingunni. Ef almenn-
ingur stendur saman er unnt að
bjarga henni," sagði Cornea í viðtali
við fréttamann Reuters á heimili sínu
í borginni Cluj í Norðvestur-Rúm-
eníu. „Fólk er óánægt og ég er dag-
lega spurð hvers vegna sömu gömlu
mennimir haldi enn um stjómar-
taumana."
Cornea sagði einnig, að nú væri
farið að hóta verkafólki með ýmsu
móti og skipa því að hafa hægt um
sig. „Mönnum berast nafnlausar hót-
anir, sem enginn veit hvaðan koma,
en fólkið er hrætt.“
Doina Comea var fangelsuð árið
1987 fyrir að skrifa Ceausescu bréf
og mótmæla fyrirætlunum hans um
að uppræta þúsundir þorpa og hún
segir, að liðsmenn öryggissveitanna
hafi barið sig oftar en einu sinni.
Segir hún, að kommúnistaforingjam-
ir í Cluj gangi þar enn um götur sem
frjálsír menn og stöðugt sé verið að
fresta boðuðum réttarhöldum yfir
þeim. Segist hún hafa áhyggjur af,
að hið gamla andrúmsloft óttans sé
aftur að ná tökum á rúmensku þjóð-
inni.
Cornea telur, að of snemmt sé að
boða til kosninga í apríl fyrir önnur
samtök en Þjóðarráðið, sem nú fer
með völdin, enda hafi þeir, sem það
skipa, verið í kommúnistaflokknum
í 40 ár og hafi alla fjölmiðla á valdi
sínu. Segir hún, að nýju flokkarnir
fái ekki aðgang að ríkissjónvarpinu
til dæmis og bendir á viðtal, sem
fréttamaður sjónvarpsins átti við
hana þar sem hún gagnrýndi Þjóðar-
ráðið. Það var sýnt hljóðlaust!
Cornea er raunar sjálf í landsnefnd
Þjóðarráðsins en hún kvaðst mundu
segja af sér ef ráðið hygðist bjóða
fram sem flokkur í kosningunum í
vor. „Ég hef barist allt mitt líf gegn
kommúnismanum og ætla ekki að
ganga honum á hönd núna,“ segir
Cornea. „Sovéskt stjórnarfar eins og
það gerist í tíð Gorbatsjovs er ekki
nógu gott. Við þurfum vestrænt lýð-
ræði.“
Reuter
Azerar kveikja í landamæragirðingum
Yfirvöld í Sovétlýðveldinu Azerbajdzhan lofuðu í gær að slaka á ferðáhömlum yfir landamærin til írans.
Azerar í lýðveldinu hafa undanfarna daga krafist þess að geta haft nánari tengsl við landa sína í Norður-
Iran. Á myndinni veifa þeir fána Azerbajdzhans eftir að hafa kveikt í girðingum við landamæri ríkjanna.
Frjálslyndir í Rúmeníu:
Vilja Mikael kon-
ung aftur til valda
Búakrest. Reuter.
FRJÁLSLYNDI flokkurinn í Rúmcníu, sem nú hefur verið endurreist-
ur, vill að landið verði aftur konungdæmi. Dan Lazarescu, sem er í
forystu flokksins, segist hafa skrifað til Mikaels, fyrrum konungs, í
síðustu viku og beðið hann að snúa til Rúmeníu og taka við konungs-
völdum. Mikael er búsettur í Sviss, en hann var neyddur til að segja
af ser 1947.
Þegar rætt var við Mikael skömmu
eftir fall Ceaucescus sagðist hann
vera fús til að snúa aftur til Rúm-
eníu, ef' hann yrði beðinn um það.
Hann sagði í viðtali við svissneskt
blað undir árslok, að í hinni nýju
bráðabirgðastjórn í Rúmeníu væru
kommúnistar, samverkamenn Ceau-
sescus. „Allir í Rúmeníu vita það.
Rúmenar börðust ekki til að þurfa
enn á ný að lúta stjórn sama fólks.
Þeir vilja ekki að sama stjórnskipan
gildi áfram,“ sagði hann við blaðið
24 Heures.
Lazarescu er 71 árs og fyrrum
ritstjóri flokksblaðs fijálslyndra en
flokkur þeirra var stofnaður 1848.
Hann sagði að skoðanabræður sínir
hefðu þegar óskað eftir því að flokk-
ur þeirra yrði skráður til þátttöku í
kosningunum í apríl. Flokksblaðið
Liberarul var bannað af kommúnist-
um 1947 en fyrsta eintak nýrrar
útgáfu kom á götur Búkarest á
mánudag og hefur Lazarescu sest í
ritstjórastólinn að nýju. Hann var á
sínum tíma dæmdur í fangelsi eins
og flestir forystumenn flokksins og
hafði setið inni 7 ár af 20 ára dómi
sínum, þegar honum var síeppt 1964.
Fyrir utan endurreisn konung-
dæmis vill Fijálslyndi flokkurinn, að
frelsi einstaklingsins verði virt að
nýju, að stofnað verði til víðtækrar
aðstoðar frá útlöndum og mennta-
kerfið verði endurskipulagt, svo að
nokkur atriði séu nefnd.