Morgunblaðið - 10.01.1990, Side 22

Morgunblaðið - 10.01.1990, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1990 l Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhaonsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. * Atakí landgræðslu og skógrækt Grindavík: Kvíabryggja gjörónýt ar bryggjur stórskera Unnið var að því að fjarlægja stórgrýti og möl sem hafði borist með Asunnudaginn hófst „Land- græðsluskógar — átak 1990“ formlega með athöfn á Kjarvalsstöðum. Er þetta eitt mesta átak í landgræðslu og skógrækt hérlendis frá upphafi vega. Átakið er gert í tilefni 60 ára afmælis Skógræktarfélags íslands, sem er sambandsfélag allra félaga áhugamanna um skógrækt á íslandi, en félagar eru alls um 7.000 talsins. Skóg- rækt ríkisins, Landgræðsla Is- lands og Iandbúnaðarráðuneytið hafa gengið til samstarfs um átakið. Til þess að það heppnist þarf öll þjóðin að leggjast á eitt me_ð þessum aðilum. í ræðu sem Hulda Valtýs- dóttir, formaður Skógræktarfé- lags Islands, flutti á Kjarvals- stöðum við upphaf átaksins sagði hún meðal annars, að Skógrækt- arfélagið væru einu félagasam- tökin — grasrótarsamtökin — sem hefðu gróðurvernd á dag- skrá og taldi þess vegna eðlilegt, að þeim væri ætlað mikið starf. Síðan sagði Hulda orðrétt: „Það er því ekki lítið gleðiefni að tek- ist hefur að fá fjölda stofnana og félagasamtaka til liðs við málstaðinn og framkvæmdirnar. Þær undirtektir sem við fengum á fyrsta undirbúningsfundinum með stuðningsaðilunum, rúm- lega 40 talsins, voru okkur mikið gleðiefni og þær gáfu strax von- ir um að árangur verði góður og að allir leggi fram sinn skerf þegar til framkvæmda kemur á þessu ári. Ég hlýt líka að nefna mikilvægi þess að okkur takist að afla fjármagns málefninu til framgangs og veit að í þeirri viðleitni stöndum við saman sem einn. Ábyrgð okkar allra er vissu- lega mikil — hér er um verk að ræða sem vanda þarf til — en þetta er líka verkefni sem gefur öllum þátttakendum tækifæri til að auka sér gleði og jákvæðan tilgang í lífínu — verkefni sem vísar fram á veg um leið og hug- að er að fortíð. Það er von okkar allra sem að þessu „átaki um landgræðsluskóga 1990“ stönd- um, að í framtíðinni verði þessa árs minnst sérstaklega vegna þess, að það var árið sem eitt mesta og árangursríkasta skóg- ræktar- og landverndarátakið hófst — að þá hafi orðið tímamót — og það hafi verið fyrir áhuga og fórnfýsi þjóðarinnar allrar að svo vel tókst til.“ Eins og þessi orð bera með sér stefna forvígismenn átaksins markvisst að því að virkja sem allra flesta og fá þá til liðs við hinn góða málstað. í skógrækt og landgræðslu felst sjálfsögð umhyggja fyrir landinu og við- leitni til að gjalda því þá skuld sem skapast hefur vegna ágangs og ofnýtingar, nærfærni í um- gengni við náttúruna og ræktun- arstarf er til þess fallið að styrkja innri mann hvers og eins sem þar leggur hönd á plóginn. Um það vitna fjölmörg dæmi. Á þessu átaksári verður lögð höfuðáhersla á að virkja sem flesta til að gróðursetja um 1.500.000 tijáplöntur næsta vor í gróðursnautt en friðað land. Helst alla þjóðina, eins og að- standendur átaksins segja og bæta við: „Ekki aðeins til að afla sjálfboðaliða í þetta mikla verk, heldur ekki síður til að auka skilning á skógrækt og land- græðslu og á því hversu miklir möguleikar okkar eru til að snúa við óheillaþróun liðinna alda. Og til þess að kenna fólki réttu hand- tökin við gróðursetningu.“ Morgunblaðið hvetur alla sem vettlingi geta valdið til að veita þessu merka átaki lið. Fari svo kann það markmið að nást, að á þessu ári verði straumhvörf í gróðursögu landsins. Merkileg- hljómsveit Enn einu sinni hefur Paul Zukofsky unnið listrænt af- rek með Sinfóníuhljómsveit æsk- unnar, er flutti Pelléas et Meli- sande, tónaljóð eftir Arond Schönberg á sunnudaginn. Af þessu tilefni segir Jón Ásgeirs- son, tónskáld og gagnrýnandi Morgunblaðsins, í gær: „Rétt er að hamra vel á því að stjórnandinn, fiðlusnillingur- inn Paul Zukofsky, hefur hafið starf Sinfóníuhljómsveitar æsk- unnar langt upp fyrir það svið að vera aðeins góð æfing fyrir efnilega tónlistarmenn og gert tónleika sveitarinnar að listvið- burði er auðgar íslenskt tónlist- arlíf og lyftir því upp úr viðjum vanans, ýtir við samtíðinni svo spurt er: Hví hefur þessi tónlist ekki verið flutt fyrr af þeim er telja sig á því sviði fara fyrir öðrum?“ Þeir sem vilja hlú að íslensku tónlistarlífi og stuðla að því að ungir tónlistarmenn takist á við verkefni er efla þá til listrænna stórátaka eiga að leggja Sin- fóníuhljómsveit æskunnar undir forystu Pauls Zukofskys lið. SJÁVARHÆÐ í óveðrinu aðfara- nótt þriðjudags í Grindavík er talin hafa verið hátt í 23 metrar þegar verst lét og Ijón sem varð í bænum talið nema tugmiHjón- um króna. Kvíabryggja eyðilagð- ist gjörsamlega og miklar skemmdir urðu á Eyjabakka, en þar hafa miklar endurbætur farið fram að undanfornu. Þá rofiiaði vegurinn út að Reykjanesi á 150 metra kafla, en það er til marks um veðurhaminn að vegurinn er í um 400 metra fjarlægð frá sjó. Björgunarsveitin Þorbjörn var kvödd út um klukkan hálftvö að- faranótt þriðjudags og skömmu síðar var almannavarnanefnd stað- irins gert aðvart. Björgunarsveitar- menn brugðust skjótt við ogjgengu í þau verk sem fyrir lágu. A Mið- bryggju, sem var öll undir sjó, höfðu festar báts slitnað og björgunar- sveitarmenn komu í veg fyrir að hann bæri á haf út. Sjórinn gekk langt upp á land og flaut inn í sali fiskvinnsluhúsanna Hópsness og Þorbjörns. Þá færðust skip sem voru á þurru landi ofar á bryggj- unni og rof kom í brimgarða. Á milli 60-70 manns voru við björgunarstörf fram eftir nóttu og langt fram eftir degi. Liðsauki barst frá Björgunarsveitinni Stakk í Njarðvík, alls 16 manns, auk þess sem allt tiltækt lögreglulið og slökkvilið bæjarins voru við störf. Á Svírabryggju kubbuðust stál- rör loðnubræðslunnar í sundur auk þess sem stórgrýti og möl skall á bryggjunni og virðist ljóst að tjónið er gífurlegt. Björgunarsveitin Þorbjörn varð fyrir miklu tjóni þegar brotsjór gekk Ekkert er enn vitað um eldsupp- tök í Fiskverkun Erlings Jóns- sonar í Sandgerði, sem brann til kaldra kola í fyrrinótt. Sjómenn, björgunarsveita- menn,lögregla og slökkviliðsmenn voru á þönum í Suðurnesjahöfnum í fyrrinótt þegar Morgunblaðs- menn fóru þar um í mesta veður- hamnum. Veðurofsinn var slíkur yfir skýli sveitarinnar við Eyja- bakka og braut upp stálhurð á gafli hússins. Tæki og ýmiss búnaður björgunarsveitamanna hvarf út í særokið og sagði Sigmar Eðvarðs- son, formaður björgunarsveitarinn- ar, að tjón sveitarinnar væri á aðra milljón króna. Mesta mildi var að þrír björgunarsveitarmenn sem staddir voru í skýlinu skyldi ekki saka. „Þegar mest gekk á var að menn áttu fullt í fangi með að halda sér á jörðu niðri hvað þá að standa í ýmsum björgunarað- gerðum, en tugir manna voru á vakt á hverjum stað og engin slys urðu á mönnum. I öðrum enda hússins, sem brann í Sandgerði, var Fiskverkun Erlings Jónssonar sem m.a. hefur stundað útflutning á ferskfiski,en í hinum enda húss- vatnshæðin inni í húsinu um einn metri og trjádrumbur og spýtna- brak út um allt. Ég held að menn muni ekki eftir öðrum eins ham- förum,“ sagði Sigmar. Á Eyjabakka flettist malbik ofan af bryggjunni eins og roð af fiski og skúr á bryggjusporðinum hvarf út í veðrið. Betur fór en á horfðist hjá Fisk- ins var fiskvinnsla Arnbjörns Eiríkssonar í húsnæði sem hann leigði af Svavari Ingibergssyni. Þegar Morgunblaðsmenn komu á vettvang var Arnbjörn að kíkja eftiur jeppabifreið sem hafði verið inni í húsinu, en hann kvaðst ekki geta séð annað en að hún hefði bráðnað að mestu leiti niður í eld- hafinu. Eldsins varð vart milli 2 Eldsupptök í Sandgerð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.