Morgunblaðið - 10.01.1990, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIDVIKUDAGUR 1Q. JAþlÚAR 1990
25
Kaup Lanclsbankans á Samvinnubankanum:
Ejjólfur K. Sigur-
jónsson formaður
bankaráðs
Landsbankans:
Sambandið fái
um 60 milljón-
ir króna í
auknar vaxta-
greiðslur
„EG er mjög ánægður með kaup
Landsbankans á meirihluta Sam-
vinnubankans," sagði Eyjólfur
K. Siguijónsson, formaður bank-
aráðs Landsbankans í samtali við
Morgunblaðið. Hann sagðist
mundu leggja til í bankaráðinu
að Sambandið fengi greiddar um
60 milljónir króna í vaxtagreiðsl-
ur af 605 milljón króna kaup-
verði bréfanna og miðaðist
vaxtagreiðslutímabilið við 1.
september sl. þegar upphaflegi
kaupsamningurinn var gerður.
Hann sagðist telja nýja samning-
inn miklu raunhæfari en samning
þann sem Sverrir Hermannsson,
bankasljóri gerði við Guðjón B.
Olafsson, forstjóra Sambandsins
þann 1. september sl.
„Við erum bara að kaupa hluta-
bréfin og erum ekki með neinar
skuldbindingar, frekar en aðrir
hlutabréfaeigendur. Þessi tilboð eru
því engan veginn sambærileg og
við ýttum því gamla samningnum
bara út af borðinu. Ég vildi ekki
taka ábyrgð á því að Landsbankinn
tæki Sambandið og kaupfélögin í
óbreytt viðskipti, skilyrðislaust til
fimmtán ára,“ sagði Eyjólfur.
Hann sagði ennfremur að engar
skuldbindingar hefðu verið gerðar
af Landsbankanum í sambandi við
starfsfólk Samvinnubankans, en í
fyrri samningnum hafi verið gert
ráð fyrir því að starfsmennirnir
yrðu skilyrðislaust starfsmenn
Landsbankans og fengju öll þau
réttindi sem starfsfólk Landsbank-
ans hefði.
Eyjólfur sagði óráðið hvenær
breyting yrði • á bankaráði Sam-
vinnubankans og tveir fulltrúar
Landsbankans kæmu þar inn. Aðal-
fundur yrði líklega í marsmánuði.
„Ég held að bankaráðið sé mér al-
veg sammála í því að við ætlum
að reka Samvinnubankann áfram í
því formi sem hann hefur verið og
erum ekki með áætlanir um neinar
stórvægilegar breytingar næstu tvö
árin. Við munum hafa samvinnu
um það að samræma útibúarekstur
bankanna og fækka útibúum,"
sagði Eyjólfur. Hann sagðist ekki
vitað hvort viðræður við aðra eig-
endur Samvinnubankans um sölu á
þeirra hlut til Landsbankans hæfust
á næstunni, enda væri engin skuld-
binding þar að lútandi í samningn-
um.
„Mér finnst að það sé sanngirnis-
mál, þar sem tdð tökum nú yfir
bankann og fáum arð allt árið, að
Sambandið fái reiknaða vexti af
þessum 605 milljónum króna frá
1. september sl. Ég mun mæla með
því að sá háttur verði hafður á, og
þannig fái Sambandið um 60 millj-
ónir króna aukreitis,“ sagði Eyjólf-
ur.
Sighvatur Björg-
vinsson, formaður
fjárveitinganeftidar:
Þarf ekki að
bera kaup
á eignum
Sambandsins
undir Alþingi
SIGHVATUR Björvinssson, for-
maður Qárveitinganefndar AI-
þingis segist ekki telja að bera
þurfi hlutabréfakaup Lands-
bankans í Samvinnubankanum
undir Alþingi, né heldur fyrir-
huguð kaup ríkisins á hlutabréf-
um Sambandsins í Islenskum að-
alverktökum.
„Ég tel að ekki þurfi að leita
samþykkis Alþingis vegna kaupa
Landsbankans á hlutabréfum Sam-
bandsins í Samvinnubankanum, því
það eru ekki lagaákvæði um skyldu
að leita samþykkis Alþingis þegar
um hlutabréfaviðskipti er að ræða,“
sagði Sighvatur í samtali við Morg-
unblaðið í gær. Hann sagði telja
sama máli gegna um kaup ríkisins
á hlutabréfum Sambandsins í ís-
lenskum aðalverktökum.
„Hins vegar er gert ráð fyrir því
að slíka heimild Alþingis þurfi í
frumvarpi okkar í fjárveitinga-
nefnd, sem við lögðum fram um
greiðslur úr ríkissjóði," sagði Sig-
hvatur Björgvinsson.
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM
9. janúar.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 99,00 80,00 95,41 16,221 1.547.588
Þorskur(óst) 68,00 67,00 67,23 1,747 117.449
Ýsa 141,00 141,00 141,00 1,130 159.330
Ýsa(ósl.) 120,00 120,00 120,00 0,410 49.200
Karfi 54,00 54,00 54,00 0,078 4.212
Ufsi 48,00 43,00 46,93 31,574 1.481.812
Steinbítur 67,00 52,00 53,87 0,233 12.551
Hlýri 58,00 55,00 56,40 0,835 47.095
Langa 50,00 50,00 50,00 0,252 12.600
Lúða 300,00 300,00 300,00 0,015 4.500
Keila 23,00 23,00 23,00 0,034 782
Tindaskata 5,00 5,00 5,00 0,090 450
Hrogn 109,00 109,00 109,00 0,319 34.771
Samtals 65,59 52,938 3.472.340
í dag verður selt óákveðið magn úr bátum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 71,00 71,00 71,00 0,362 25.702
Þorskur(ósL) 69,00 54,00 57,53 10,784 620.414
Ýsa(ósl.) 130,00 121,00 128,57 0,953 122.531
Karfi 75,00 46,00 51,28 19,545 1.002.321
Lúða 455,00 455,00 455,00 0,054 24.570
Skötuselur 200,00 200,00 200,00 0,050 10.000
Samtals 56,87 31,548 1.805.538
í dag verður meðal annars selt óákveðið magn af þorski og ufsa úr Má SH.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 95,50 87,50 90,29 28,260 2.551.720
Ýsa 136,00 73,00 128,97 3,256 419.938
Karfi 49,00 49,00 49,00 0,036 1.764
Steinbítur 60,00 56,00 59,08 0,584 34.504
Langa 55,00 55,00 55,00 0,050 2.750
Lúða 300,00 300,00 300,00 0,065 19.500
Skarkoli 77,00 77,00 77,00 0,124 9.548
Keila 21,00 21,00 21,00 0,200 4.200
Hrogn 168,00 168,00 168,00 0,045 7.560
Samtals 93,55 32,620 3.051.484
| Selt var úr Skarfi GK og Sighvati GK. 1 dag verðurselt úr dagróðrabátum.
Mikilvægur
áfangi til
að auka hag-
kvæmni í
bankakerfinu
- segirJónSig-
urðsson, við-
skiptaráðherra
„Ég tel þetta mjög mikilvægan
áfanga í átt til þess að fækka
bankaeiningum og auka hag-
kvæmni í bankakerfinu. Það er
þannig Ijóst að nú munu nást
stórir áfangar með stofhun Is-
landsbanka og samstarfi Lands-
banka/Samvinnubanka til þess
að gera íslenska bankakerfið
hagkvæmara og betra til þess að
þjóna íslenskum atvinnuvegum
og almenningi,“ sagði Jón Sig-
urðsson, viðskiptaráðherra, að-
spurður um álit sitt á kaupum
Landsbankans á hlut Sambands-
ins íSamvinnubankanum.
Hann sagði að hann hefði ekki
ennþá séð greinargerð Sambands-
ins vegna ákvörðunar um kaupin,
þannig að þar kynnu að koma fram
atriði sem honum væru ekki kunn.
Hann sagði að komið hefði fram á
Alþingi beiðni um skýrslu um þessi
áformuðu kaup og að sjálfsögðu
yrði slík skýrsla gefin jafnfljótt og
kostur væri þegar þing væri saman-
komið.
Jón sagði að hér væri um að
ræða kaup Landsbankans á hlut
Sambandsins í Samvinnubankan-
um, en ekki ákvörðun um samruna
bankana eða yfirtöku. Það þyrfti
því ekki að koma til samþykkis eða
synjunar viðskiptaráðuneytisins við
slíkri beiðni. Málið væri í talsvert
öðrum farvegi en í september þegar
það hefði hafist. Verðið væri lægra
en þá var rætt um og eingöngu
væri í þessum áfanga verið að ræða
um kaup á liðlega helmingshlut í
Samvinnubankanum. Vaflaust
gæfu kaupin tækifæri til náins sam-
starfs og hagræðis í rekstri beggja
stofnananna ekki síst vegna þess
að í nýsettum lögum til að heimila
sameiningu bankana fjögurra sem
mynduðu Islandsbanka, væru
ákvæði sem gerðu það einnig kleift
að fullnýta til atkvæða hlutafjár-
eign bankastofnunar í öðrum
banka.
Vilhjálmur
Jónsson:
Samnings-
staða minni
hluthafa sterk
VILHJÁLMUR Jónsson forstjóri
Olíufélagsins hf segir sarnnings-
stöðu minni hluthafa í Samvinnu-
bankanum sterka og ekkert reki
á eftir flestum þeirra að selja
Landsbankanuin sinn hlut ef sóst
verður eftir. Hann kveðst ekki
vera reiðubúinn til að tjá sig um
sölu Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga á hlut þess í Sam-
vinnubankanum. Olíufélagið er
einn af stærstu hluthöfum í bank-
anum og Vilhjálmur á sæti í
bankaráði Samvinnubankans.
. Hann segir ekkert skylda Olíufé-
lagið til að selja. Það sé ljóst að
Landsbankinn hafi tekið hlutabréf
Sambandsins upp í skuld. „Svo er
það auðvitað dálítið merkilegt ef
bankar úti í heimi hafa mikinn
áhuga á því að Sambandið selji
óveðsettar eignir, þær litlu eignir
sem þeir eiga ennþá óveðsettar, til
eins aðila upp í skuldir við hnn.“
Vilhjálmur kveðst þarna eiga við
umrædd hlutabréf, að svo miklu
leyti sem þau eru óveðsett.
Vilhjálmur var spurður hvort
hann telji að til dæmis Olíufélagið
gæti fengið betri kjör en Samband-
ið við að selja hlut sinn í Sam-
vinnubankanum til Landsbankans.
„Það er auðvitað ekki hægt að neita
því, að samningsstaða litlu hluthaf-
anna er sterk ef þeir taka sig sam-
an nokkrir. Það eru sjálfsagt ein-
hveijir sem liggur á að selja, en ég
held að hjá flestum sé ekkert sem
rekur á eftir að selja,“ sagði Vil-
hjálmur Jónsson.
Geir Magnússon:
Hef engíir.
upplýsing-
ar fengið
GEIR Magnússon bankastjóri
Samvinnubankans kveðst engar
upplýsingar hafa fengið varðandi
sölu á hlut Sambandsins i bank-
anum aðrar en þær sem hafa
birst í fjölmiðlum. 4
Hann segist þó eiga von á að
gegna stöðu sinni áfram. „Mér
skilst að engin breyting verði hér á
í bili. Að öðru leyti get ég ekkert
sagt, því að þeir sem eru að selja
og þeir sem eru að kaupa hafa
ekkert talað við mig,“ segir Geir
Magnússon.
Vestmannaeyjaflug Arnarflugs:
Sætanýtingin er
fimmtíu prósent
Dormer-flugvélin
kemur til landsins
25. janúar
ARNARFLUG innanlands hf. hef-
ur haldið uppi áætlunarflugi til
Vestmannaeyja frá 2. janúar og
að sögn Jörundar Guðmundsson-
ar, aðstoðarframkvæmdasljóra,
hefúr flugið gengið ágætlega.
„Slæmt veður hefúr komið í veg
fyrir að við höfum getað flogið
til Vestmannaeyja í nokkra daga
það sem af er árinu," sagði Jör-
undur.
Jörundur sagði að áætlunarflug-
ið kæmist ekki í fastar skorður fyrr
en nýja Dornier-flugvélin kæmi frá
V-Þýskalandi 25. janúar. „Við flug-
um þijár ferðir um síðustu helgi
með þéttsetnar flugvélar. Aftur á
móti hefur farþegafjöldinn ekki
verið mikill í miðri viku, þetta átta
til tíu farþegar í ferð. Janúar og
febrúar hafa ekki verið miklir ferða-
mánuðir, en þetta á að fara að
glæðast í mars. Flestir farþegar til
Vestmannaeyja eru yfir sumarið.
Við ætlum okkur ekki stærri bita
en við ráðum við. Farþeganýtingin
hefur verið fimmtíu prósent það
sem af er árinu, en við þurfum
sextíu prósent nýtingu til þess að
gott geti talist,“ sagði Jörundur
Guðmundsson.
Arnarflug notar Twin Otter-
flugvélar í Vestmannaeyjaflugið.
Stolinn bíU
eyðiiagður
LÖGREGLAN í Reykjavík leitar
vitna í sambandi við stuld og
skemmdir á hvítum Skoda.
Bílnum var stolið frá Snorrabraut
69 aðfaranótt nýarsdags, 1. janúar.
Hann fannst fimmtudaginn 4. jan-
úar við Barmahlíð 1, mikið
skemmdur að framan og er talinn
ónýtur. Telur lögreglan að honum
hafi verið ekið á ljósastaur og er
tjónið mjög tilfinnanlegt fyrir eig-**
andann. Þeir sem gætu gefið upp-
lýsingar um málið eru beðnir um
að hafa samband við slysarann-
sóknadeild lögreglunnar í
Reykjavík.
■ FÉLAG íslenskra fræða held-
ur fund í Skólabæ á homi Suður-
götu og Kirkjugarðsstígs, í kvöld,
miðvikudaginn 10. janúar, kl.
20.30. Guðmundur Andri Thors-
son, bókmenntafræðingur, spjallar
á þessum fundi um jólabækur nýaf-
staðinnar vertíðar. Gagnrýnendur
og höfundar eru hvattir til að mæta
og taka þátt í umræðum. Þetta er
fjórði Skólabæjarfundurinn sem
haldinn er á vegum félagsins á þess-
um vetri. Næsti fundur verður eftir
tvær vikur, og þá mun Halldór
Guðmundsson, bókmenntafræðing-
ur, gera nokkra grein fyrir sögum
Halldórs Stefánssonar. •
Skrifstofutækninám
Betra verð - einn um tölvu
Tölvuskóli íslands
S: 67 14 66