Morgunblaðið - 10.01.1990, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1990
Minning":
Dagbjört Eiríks-
dóttir fóstra
Fædd 26. júlí 1918
Dáin 31. desember 1989
Foreldrar Dagbjartar voru Eirík-
ur Jóhannesson f. 3.6. 1883 og
Þorbjörg Jónsdóttir f. 17.12. 1881.
Þau hófu búskap á Hrauni í Reyðar-
firði, en fluttu til Eskifjarðar þegar
Dagbjört var þriggja ára og bjuggu
þar upp frá því. Föðuramma hennar
var Gunnhiklur Björnsdóttir, gift
Jóhannesi Árnasyni, Sellátrum í
Suður-Múlasýslu. Gunnhildur var
systir Eiríks Björnssonar í Karls-
skála í Reyðarfirði, sem var orð-
lagður atorku- og framkvæmda-
maður, bæði í búskap og útvegi.
Dóttir hans, Guðný, giftist Jóhann-
esi Patursson kóngsbónda í
Kirkjubæ í Færeyjum — hann var
hinn mikli þjóðskörungur Færey-
inga á fyrri hluta aldarinnar (d.
1946). Þau hjón áttu tíu börn, sem
öll komust til fullorðinsára nema
eitt. Yngst þeirra var Elendur Pat-
ursson — hagfræðingur að mennt
— sem helgaði líf sitt baráttunni
fyrir sjálfstæði þjóðar sinnar.- Hann
lést árið 1986. — Dagbjört og Er-
lendur voru þannig þremenningar
að skyldleika og var með þeim góð-
ur kunningsskapur. Hermann mað-
ur Dagbjartar kynntist honum vel
er þeir voru saman við nám í Hafn-
arháskóla fyrir stríð.
1 dag, þegar Dagbjört Eiríks-
dóttir er kvödd hinstu kveðju, leitar
margt á huga minn. Efst í huga
eru mér þakkir til hinnar látnu fyr-
ir áratugatryggð og vináttu.
Kynni okkar Dagbjartar hófust
þegar við, haustið 1935, hófum nám
í héraðsskólanum að Laugum í
Suður-Þingeyjarsýslu. Þessi skóla-
vist var okkkur ótrúlega mikils virði
á margan hátt. Þá var dr. Leifur
Ásgeirsson skólastjóri. Hann og
hans ágæta kona, Hrefna Kolbeins-
dóttir, höfðu mikil og mótandi áhrif
á ailan bæjarbrag. Leifur var ekki
bara skólastjóri, heldur vinur og
félagi okkar ailra.
Þarna á Laugum voru ekki ein-
göngu nemendur úr nágrannasveit-
unum, heldur úr flestum byggðum
landsins. í þessum hópi var Dag-
björt, fædd á Hrauni í Reyðarfirði
og uppalin á Eskifirði.
í skólanum var margt góðra
námsmanna. Þó fór það svo, að
þessi litla, granna Austfjarðastúlka
tók forystuna hvað öll námsafköst
snerti, og reyndist mjög jafnvíg á
allar námsgreinar.
Þennan vetur var mikið félagslíf
í skólanum. Dagbjört var virk í öllu
slíku. Hún söng í kór, lék í leikrit-
um, sté dans á dansleikjum og var
í sýningarflokki fimleikakvenna á
staðnum.
Sumarið eftir þennan minnis-
verða vetur var ég á búi foreldra
minna í Húnaþingi. Þá gerðust þau
undur, að Dagbjört birtist einn
bjartan vordag á hlaðinu heima.
Svo merkilega stóð á hjá okkur þá,
að búið var að rífa timburhúsið, sem
staðið hafði í áratugi, og verið að
hefjast handa um byggingu stein-
húss, sem ennþá stendur. Fjölskyld-
an bjó þá í fjárhúsum og hlöðu.
Er nú skemmst frá því að segja,
að Dagbjört gekk að þessu dálítið
sérstæða heimilislialdi með okkur
og eignaðist bæði vináttu og traust
ungra jafnt sem aldinna.
Arið 1943 giftist Dagbjört eftir-
lifandi manni sínum, Hermanni
Jónssyni. Var heimili þeirra æ síðan
í Reykjavík.
Á þessu tímabili var ég ekki
heimilisföst í Reykjavík, en þurfti
að sjálfsögðu að leggja leið mína
til höfuðborgarinnar. Oft var það
svo, að dvölin í Reykjavík hófst
með gistingu hjá þeim hjónum og
gjarna lauk ferðinni á því, að farið
væri til þeirra með pjönkur sínar,
áður en snúið væri aftur til átthag-
anna. Máltækið segir: „Þar sem er
hjartarúm, þar er húsrúm" og sann-
aðist það á þeim hjónum.
Ég var ekki ein um það að knýja
dyra á heimili þeirra. Þar var oft
mjög gestkvæmt.
Á þessum góðu árum sá ég föður
Dagbjartar, Eirík Jóhannesson.
Hann var þá kominn á efri ár og
þreyta og heilsubrestur höfðu sett
mark á hann. Honum fylgdi friður,
mildi og hlýja og hver stund í ná-
vist hans var góð.
Ég hitti einnig öll systkini þeirra
hjóna á þessum árum. Þótt ekki
tækjust með okkur náin kynni,
gerði ég mér grein fyrir því, að
þetta var mikið atgervisfólk til
líkama og sálar.
Þarna kynntist ég yenslafólki
þeirra frá Húsavík og ísafirði. í
þeirra hópi voru ungmenni, sem
voru hér við nám, og fullorðið fólk,
sem kom til höfuðborgarinnar
ýmissa erinda.
Minnisstæðar verða mér þó syst-
urnar Arnfríður Ingvarsdóttir, móð-
ir Hermanns, og Sigríður Ingv-
arsdóttir, systir hennar og fóstra
Hermanns. Þær voru svo einstakar
að reisn og glæsibrag.
Dagbjört stundaði nám við
Fóstruskóla íslands og lauk þaðan
námi vorið 1956 með góðum vitnis-
burði. Hún helgaði sig fóstrustörf-
um æ síðan, lengst á geðdeild
Barnaspítala Hringsins, eða þar til
hún lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Frá okkar fyrstu kynnum var
mér ljóst, hve mikið yndi Dagbjört
hafði af börnum og hver ábyrgð er
á herðar okkar lögð að hlúa sem
bezt að hvetjum einstaklingi.
Nú, þegar ég kveð Dagbjörtu
hinztu kveðju, leitar svo margt á
hugann. Efst í huga er mér þakk-
lætið fyrir allt, sem hún var mér,
bprnum mínum, fósturdóttur og
barnabörnum.
Ég trúi því, að minningin um
gleðistundirnar, sem við áttum sam-
an, eigi oft eftir að ylja mér. Hinu
trúi ég einnig, að hennar hollu ráð
og lífsviðorf eigi eftir að veita mér
styrk þegar á móti blæs.
Eiginmanni hennar, fóstursyni,
tengdadóttur og barnabörnum
sendi ég hlýjar kveðjur.
Dagbjörtu kveð ég með virðingu
og þökk.
Gyða Sigvaldadóttir
Á árinu 1970 var hafist handa
við að setja á stofn fyrstu barnageð-
deild á Islandi. Árið eftir stóð til
að koma á laggirnar dagdeild fyrir
þau börn, sem ekki þurftu á sólar-
hringsvistun að halda þótt erfíðleik-
ar þeirra væru slíkir að göngudeild-
armeðferð nægði ekki. Deildina
skorti forstöðumann og leiddi það
til þess að ég kynntist Dagbjörtu
Eiríksdóttur. Við höfðum ólíkan
bakgrunn. Dagbjört hafði þá þegar
mikla reynslu af bágstöddum börn-
um og fjölskyldum. Hún hafði veitt
upptökuheimili Reykjavíkur á Sil-
ungapolli forstöðu um margra ára
skeið. Þar var tekið á móti börnum,
sem fyrirvaralaust urðu heimilislaus
vegna sjúkleika eða annarra erfið-
leika á heimilum. Síðan varð hún
félagsmálafulltrúi við Félagsmála-
stofnun Reykjavíkur þar sem henni
var falið að leysa margvíslegan fé-
Iagslegan_ vanda reykvískra fjöl-
skyldna. Ég hafði hinsvegar mennt-
ast erlendis í þeirri ungu sérgrein
læknisfræðinnar sem fjallar um
geðrænar truflanir barna og ungl-
inga. Dagbjört hafði ekki starfað
að geðlækningum, en orðspor henn-
ar var það að hún kynni engu að
síður til verka við að aðstoða fjöl-
skyldur og koma börnum til manns
þrátt fyrir að þau hefðu fallið út
af þeirri braut, sem samfélagið
væntir að þau þræði. Ég var engan-
veginn viss í minni sök þegar það
varð að ráði, að fela Dagbjörtu
stjórn dagdeildarinnar, hefði vissu-
lega heldur viljað fá forstöðumann
með meiri sérhæfðá menntun. En
aldrei hvarflaði að mér að ákvörð-
unin hefði ekki verið rétt öll þau
næstum 15 ár sem við unnum síðan
saman.
Ég minnist fyrsta fundar okkar.
Við áttum að hittast til að spá í
það hvort um samstarf yrði að
ræða. Hún kom til fundarins og
reyndist vera fremur lág, þéttvaxin
kona með grásprengt hár. Af henni
stafaði rósemi, mýkt og öryggi.
Margir höfðu sagt mér að Dagbjört
væri mjög sérstök manneskja að
mannviti og þroska og eftir fundinn
var ég ekki í vafa um að þau um-
mæli hefðu við rök að styðjast. Á
þessum fundi okkar varð ég í fyrsta
sinn aðnjótandi þess fjársjóðs
reynslu og skilnings á manneskjum,
sem síðan átti eftir að verða mér
og öðru samstarfsfólki hennar að
viskubrunni um ókomin ár. Ekki
voru það fyrst og fremst bóklegar
kennisetningar heldur einstakt eðl-
islægt innsæi í hug manneskjunnar
sem misst hafði tökin á tilverunni.
Sérstaklega veittist henni einstak-
lega auðvelt með að setja sig í spor
barnanna. Hún hafði einnig mjög
sérstaka hæfileika til að gefa öðrum
hlutdeild í skilningi sínum. Sá hæfi-
leiki byggðist ekki síst á einstöku
minni, þar sem hún gat ávallt riijað
upp góða og markvissa sögu til að
útskýra flest það sem hún þurfti
að koma til skila. Stundum hafði
ég orð á því, að hægt væri að setja
saman fullkomna barnasálarfræði
úr sögunum hennar Döggu. Flestar
ef ekki allar sögurnar fjölluðu um
það sem börn höfðu sagt við hana
sjálfa þar sem þau voru að takast
á við það að átta sig á tilverunni
og brjóta heilann um það hversu
flókin hún getur stundum orðið.
Ég man sjaldan eftir því að Dag-
björt hlægi sjálf að sínum skondnu
sögum. Allir aðrir gerðu það sem
fengu tækifæri til að hlusta. En
augun hlógu um leið og hún lét
hugann reika til baka og lifði sig
inn í marbreytileika barnshugans
og tílverunnar yfirleitt.
Ég minntist á ró og öryggi í fari
Dagbjartar. í því sambandi langar
mig að segja frá því hvernig sam-
skipti okkar þróuðust. Það var ekki
fyrr en eftir alllangan tíma, að ég
spurði Döggu þess hvort svars væri
að vænta við einhverri erfiðri spurn-
ingu sem borin hafði verið upp. Þá
hafði hún setið hugsi um stund.
Hún svaraði, að ég skyldi bara bíða
rólegur. Eftir dálitla stund kom
svarið og var þá slíkt, að þessi að-
ferð átti eftir að verða snar þáttur
í samvinnunni. Og það borgaði sig
að bíða. Greind, mannvit og sálar-
þroski gerðu það að verkum að
samstarfsfólk hennar varð oftast
auðugra ef það hafði ró til að bíða
eftir svarinu.
Á löngum starfsferli voru þeir
ófáir, sem auðguðust á samskiptum
við Dagbjörtu Eiríksdóttur. Og
margpr eru þeir, sem hún náði að
hafa gagnger áhrif á. Fjöldinn allur
af ungu ómótuðu starfsfólki tók sín
fyrstu skref á starfsbrautinni með
stuðningi hennar þar sem hún gaf
þeim hlutdeild í sinni einstöku virð-
ingu fyrir meðbræðrum sínum,
smáum og stórum. Ég veit að margt
fagfólk býr ævilangt að þessari
handleiðslu Dagbjartar, fóstrur,
hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar,
félagsráðgjafar og læknar, svo ein-
hveijir séu nefndir. Og ekki skyldu
menn gleyma þeim gífurlega fjölda
barna, sem nutu hennar á erfiðum
stundum í lífinu. Ég veit um fjöl-
marga skjólstæðinga hennar, sem
minnast alla ævi afskipta hennar
af lífi þeirra og fínnst það hafa
verið óbilandi skilningur hennar og
alúð, sem bjargaði þeim frá því að
missa allt traust á heiminum. Það
eru fjögur ár frá því að Dagbjört
lauk störfum sínum við barna- og
unglingadeildina á Dalbraut. En
andi hennar svífur þar enn yfir
vötnunum, ekki síst á dagdeildinni,
sem hún mótaði og vonumst við
samstarfsmenn hennar að svo verði
enn um langa hríð.
Að þessum minningarorðum
skrifuðum langar migtil að tjá eftir-
lifandi eiginmanni Dagbjartar, Her-
manni Jónssyni ásamt syni þeirra,
Sigurði Pétri, konii hans og börnum
einlæga samúð. Ég vona að minn-
ingin um hina mikilhæfu konu eigi
eftir að slæva söknuðinn. Ég get
fullvissað þau um, að ég tala fyrir
hönd margra er ég segi að sam-
fylgdin við Dagbjörtu Eiríksdóttur
gerði okkur öll ríkari.
Páll Ásgeirsson
Haustið 1954 hittust 11 ungar
konur í gömlu Grænuborg v/Mikla-
torg. Þetta var æði sundurleitur
hópur, sem átti, að því er virtist,
það eitt sameiginlegt að ætla sér
að verða fóstrur. Fljótlega hættu
tvær námi en hinar níu héldu
ótrauðar áfram. Ekki áttum við einu
sinni það sameiginlegt að vera á
svipuðum aldri, sú elsta var
jafngömul móður þeirrar yngstu.
Allar höfðum við áhuga á börnum
og bárum umhyggju fyrir þeim,
engin þó í eins ríkum mæli og sú
elsta okkar, hún Dagbjört Eiríks-
dóttir, Dagga, sem við köliuðum
svo.
Hún hafði þurft undanþágu, sök-
um aldurs, til þess að komast í
skólann. Orðin 36 ára, gift og átti
eitt barn. í dag þykir ekki tiltöku-
mál þótt að konur setjist á skóla-
bekk þó miklu eldri séu. Má því
segja að Dagga hafí verið braut-
ryðjandi að þessu leyti.
Þessi sundurleiti hópur var orð-
inn þó nokkuð samhentur vorið
1956 þegar við útskrifuðumst sem
fóstrur úr Uppeldisskóla Sumar-
gjafar.
Á þessu eina og hálfa ári þurrk-
aðist út úr vitund okkar ailur ald-
ursmunur og hefur upp frá því aldr-
ei gert vart við sig í hugum okkar.
Alla tíð síðan höfum við haldið hóp-
inn og vináttan orðið æ traustari.
Dagga hefur verið sístarfandi að
málefnum barna. Velferð barna var
henni brennandi áhugamál. Við sem
höfum unnið hjá henni og með henni
vitum að hún gat verið kröfuharður
húsbóndi en gerði jafnframt mestu
kröfurnar til sjálfrar sín.
Henni fannst að einungis með
því að leggja sig alla fram og gera
allt eins og best væri mögulegt
væri hægt að vinna með og fyrir
börn. Börn og unglinga skyldi um-
gangast með ómældum kærleika
og djúpri virðingu. Þannig um-
gekkst Dagga börn og ungmenni.
I henni áttu þau góðan málsvara
og hlýtt skjól var hún öllum þeim
mörgu börnum er hún annaðist í
lengri eða skemmri tíma.
Það kom því ekki á óvart, þegar
hún hætti í föstu starfi sökum ald-
urs, að hún vann sem stuðnings-
fóstra á barnaheimilum. Það var
líka í takt við lífsviðhorf hennar að
vinna síðustu starfsár sín á barna-
geðdeild við að sinna og hlúa að
einhverfum börnum. í þeirra þágu
rétti hún fram hjálpfúsar hendur
sínar nú skömmu fyrir jól.
Dagga er sú fyrsta úr þessum
fóstruhóp er hverfur sjónum okkar.
Við átta sem eftir stöndum vitum
að aldrei verðúr hópurinn samur
aftur. Söknuðurinn er mikill og sár.
Þakklætið er einnig ómælt.
Þakkiæti fyrir að hafa fengið að
eiga Döggu að samferðarmanni,
þakklæti fyrir vináttu hennar.
Það er mannbætandi að kynnast
og fá að vera með slíkri manneskju
í starfi og leik.
Við sendum Hermanni, Tuma,
Kollu og ömmustelpunum okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Við
vitum að ykkar ér sárasti söknuður-
inn.
Erfit.t og sárt er fyrir ungar
ömmustelpur að sjá á bak slíkri
ömmu en það er líka gott fyrir
ykkur að vita og minnast að ekkert
veitti henni meiri gleði en að eign-
ast hlutdeild í ykkur og ykkar lífi
og fá að gefa ykkur ómælda ást
og umhyggju.
Þá sem að ykkur unnu mest
munuð þið síðar sjá
samfunda-landi á.
(Kr. Jónsson)
Skólasystur
LAUSBLAÐA-
MÖPPUR
frá Múlalundi... §
. þær duga sem besta bók.
Múlalundur
_Dale .
Carneqie
þjálfuri
Ræðumennska og mannleg samskipti
Kynningarfundur
Kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn
11. janúar kl. 20.30 á Sogavegi 69, gengið inn
að norðanverðu.
Innritun og upplýsingar í síma: 82411
STJÚRI\IUI\IARSKÓLII\II\I
% Konrað Adolphsson Emkaumboð fyrir Dale Carnegie namskeiðm ■