Morgunblaðið - 10.01.1990, Side 35

Morgunblaðið - 10.01.1990, Side 35
MORGUNBLAÐID MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAK 1990 35 Minninff: Grímur M. Helga- son deildarstjóri Aðeins fímm ára gömul flutti ég ásamt foreldrum mínum og systkin- um í blokk við Kleppsveginn. Við höfðum ekki búið þar lengi þegar maður um þrítugt fór að vinna í kjallaraíbúðinni. Hann var að ljúka við hana svo að fjölskyldan gæti flutt inn. Ég átti það til að kíkja inn til hans og fylgjast með honum milli þess sem ég stóð fyrir utan húsið og sparkaði í steinvölur. Þar kom að fjölskyldan fluttist inn og ég kynntist þeim öllum. Maðurinn var Grímur Helgason og elsta dóttir hans, Dísa, varð vinkona mín um ókomin ár. í upphafi kunningsskapar okkar sem og alla tíð síðar tók Grímur mér ákaflega vel. Þá var Fríða kon- an hans ekki síður elsk að börnum og vorum við systkinin alla tíð vel- komin á þeirra heimili. Ég minnist þess þegar við Dísa áttum að passa yngri systkini henn- ar. Dísa hræddi mig á sögum um Gilitrutt og sagði það ekkert betri kost að búa á efstu hæðinni en í kjallaranum. Gilitrutt gæti stækkað og minnkað eftir hentugleikum og næði í þá sem hún ætlaði sér að ná. Ég varð að sjálfsögðu hrædd og þorði ekki upp þegar Grímur og Fríða komu heim. Þá brá Grímur á það ráð að fylgja mér upp í miðjan stiga og horfa svo á eftir mér upp. Þegar mér leiddist vistin heima læddist ég niður til þeirra og hlust- aði á Fríðu segja sögu. Hún kunni þá list betur en flestir aðrir sem ég þekki. Þegar hún stoppaði og sagði „viti menn“ vissum við krakk- arnir að eitthvað spennandi ætti að gerast næst og biðum með öndina í hálsinum. Helgi faðir Gríms bjó á heimil- inu. Kynslóðirnar þijár bjuggu sam- an í sátt og samlyndi og aldrei varð maður var við svokallað kynslóða- bil. Mér fannst alltaf eitthvað spennandi og dularfullt við herberg- ið hans Helga gamla en ekki veit ég af hveiju það var. Ég man ekki nákvæmlega hvort ég var tíu eða ellefu ára þegar fjöl- skyldan flutti úr kjallaraíbúðinni við Kleppsveginn. Þau fluttu á Kambs- veginn í rúmbetri íbúð á hæð. Mér fannst þessi ákvörðun óskiljanleg og í henni felast svik við mig og mína. Nú varð erfiðara að heim- sækja þau og svo varð ég að sætta mig við að ókunnugt fólk réði ríkjum í þeirra íbúð. Þrátt fyrir auknar vegalengdir hélst þó vin- skapurinn áfram því ekkert okkar gat hugsað sér að slíta þráðinn. Við andlátsfregn Gísla vakna minningar um samskipti kórs okkar við hann; einkum í utanferðum. Til hans var leitað vegna hæfileika hans á mörgum sviðum: Skipulags, málakunnáttu og þekkingar, er voru hans aðalsmerki. Erlendis var kórinn oft í opin- berum móttökum og veizlum, hvar ráðherrar, borgarstjórar og aðrir forystumenn fluttu ræður af blaði, en Gísli, fararstjóri og talsmaður kórsins, flutti ræður blaðlaust, er hann þakkaði lof og gestrisni. Það gerði hann af slíkri list, að allir undruðust, sem ekki þekktu hann. Hann átti auðvelt með að tjá sig, jafnvel á erlendri tungu, ensku, sem var honum töm frá veru hans í Kanada á yngri árum. Gísli var hrókur alls fagnaðar á gleðistundum. Söngmaður ágætur og óspar á hæfileika sína á því sviði; bæði að leiða söng og eins að syngja einn. Þá var hann í „ess- inu“ sínu. Minningar mínar um Grím eru Ijúfar minningar barns sem hefur fengið umburðarlyndi og væntum- þykju frá honum sem nágranna og vini. Hann ásamt Fríðu átti einnig sinn þátt í uppeldi okkar hinna á Kleppsvegi 24 á þessum árum. Elsku Fríða, Dísa og þið öll. Minningin mun lifa áfram í þeim sem eftir lifa. Megi það vera ykkar styrkur í' sorginni. Asta Björk Sveinbjörnsdóttir Upp úr 1950 stóð Verzlunarskól- inn frammi fyrir kynslóðaskiptum. Skólastjórinn, hinn Ijöllyndi víðspekingur Vilhjálmur Þ. Gísla- son, sem hafði um áratugaskeið kennt íslenzku, hvarf til annarra starfa; annar íslenzkukennari, bróð- ir hans Ingi, öllum kær, lézt um svipað leyti. A þessum árum voru nemendur þessa skóla nokkurt úrtak afkvæma reykvískra kaupsýslustétta, já- kvætt og glaðvært lið en all orku- frekt og áhugamál dreifð milli bók- halds og skemmtana. Kennaraliðið var nokkuð roskið og þvælt af volki með nemendurna, agi var misjafn eftir deildum en undir stjórn dr. Jóns Gíslasonar og nýrra kennara tók skólinn miklum framförum. Grímur M. Helgason cand. mag. kom til starfa við þennan skóla beint frá prófborði, jafnvel fyrr. Hann var einn örfárra háskóla- menntaðra kennara skólans, tók kennsluna mjög alvarlega og varð áreiðanlega oft fyrir miklum von- brigðum með viðbrögð nemend- anna. En hann leyndi vel þeim von- brigðum og hélt sínu striki, varð vinsæll og virtur kennari, sem allir gátu leitað til jafnt í skóla sem ut- an. Hann reyndist ísmeygilega lag- inn að vekja áhuga hinna skeyting- arlausu kaupahéðnabarna fyrir íslenzkum fræðum og fyrr en varði voru bókmenntasaga og goðafræði orðin liðinu anzi kær án þess nokk- ur gerði sér grein fyrir hvernig þessi breyting hafði orðið. Rúmum áratug síðar hvarf Grímur til hins eiginlega ævistarfs síns, vísindalegrar handritavörzlu og fræðastarfa og þar naut hann sín afburða vel og leysti af hendi margar þrautir á þeim vettvangi. Eg kynntist Grími sem nemandi hans, þáði vegleiðslu hans í skóla og utan og leiðir lágu saman öðru hvoru til loka. Hann var kröfuharð- ur og rýninn fræðari, með afbrigð- um jákvæður og leitandi. * Þótt Gísli væri alvörumaður, sá hann auðveldlega gamansömu hlið- ar lífsins og var yfirleitt kátur og lífsglaður. Nú er hann horfinn og eldri félag- ar Karlakórs Reykjavíkur minnast hans með söknuði. Kórinn í heild sendir aðstandendum dýpstu sam- úðarkveðjur. Ragnar Ingólfsson Og nú er hann allur — þessi lát- lausi, akademíski alþýðumaður, sem varði lífi sínu í kyrrþey fjöl- skyldu og fræða. Eg hitti hann á spítalanum nokkrum dögum fyrir brottkvaðn- inguna. Þarna lá hann, sami spotzki strákfuglinn. Sama hégómaleysið. Eg gat ekki merkt kvíða eða sorg í barnslegum augunum. En eg greindi í þeim sama kvika næmið sem fyrrum. Sömu þakklátu glettnina á ánægjulegri samveru- stund. Bragi Kristjónsson Drengur góður er fallinn frá, langt um aldur fram, aðeins 62 ára. Alvarleg veikindi Gríms komu okkur öllum í opna skjöldu, enda ekki honum líkt að beija sér á bijóst. Hann var svo hlédrægur og hógvær. Fráfall hans kom eins og reiðarslag og ríkir nú sorg í Safna- húsinu við Hverfisgötu. Hann er öllu sínu samstarfsfólki harmdauði. Grímur Helgason var forstöðu- maður handritadeildar Landsbóka- safns íslands. Á ég því láni að fagna að hafa unnið í sama húsi og hann síðastliðinn áratug og fæ það seint fullþakkað. Að öllum ólöstuðum tel ég hann sterkasta persónuleika sem ég hef kynnst þar. Hann var hjarta þessa húss, sálusorgari og sátta- semjari. Þessi elskulegi og glaðlegi maður átti hug og hjörtu okkar allra. Vart var til það vandamál sem ekki var borið undir hann. Ekkert var honum óviðkomandi. Allir áttu athvarf hjá Grími, háir sem lágir. í augum hans voru allar manneskj- ur jafn réttháar og reyndi hann ávallt að bera í bætifláka fyrir þá sem minna máttu sín. Hann var laus við allan hroka, hégóma og heimsku þessa heims. Þegar syrti í lofti og vindar blésu var hlaupið beint til Gríms og sest á rökstóla. Hann var húmanisti af Guðs náð. Öll fundum við í honum föður, bróð- ur, einlægan vin sem aldrei brást og fórum léttari af fundi hans. Hann lét ekki deigan síga, stappaði stálinu stöðugt í okkur, gaf okkur hugrekki og kraft. Hann stóð með sínu fólki, hveiju sem á gekk. Ég lít á það sem nokkurs konar forrétt- indi að hafa kynnst jafn heilsteypt- um manni og Grími. Grímur var gæddur mikilli kímnigáfu. Oftar en ekki var slegið á létta strengi og hlegið svo dátt að undir tók í húsinu. Þessi greindi og skemmtilegi maður gerði óspart að gamni sínu. Með glettni í augum tókst honum alltaf að sjá spaugilegu og bjartari hliðarnar á hlutunum og koma okkur til að hlæja. Ef honum fannst við of drungaleg eða þungorð, átti hann til að segja: „Segið nú eitthvað fallegt áður en þið farið heim.“ Svona var hann alltaf jákvæður. Nú þegar hann er farinn eru minningarnar huggun harmi gegn. Ég veit ekki til að hann hafi sært eða móðgað nokk- urn mann. Hann var einn sá óáreitnasti og kurteisasti maður sem ég hef kynnst. Nú á kveðjustund er mér bæði ljúft og skylt að þakka Grími allt það sem hann var okkur samstarfs- fólkinu. Um leið sendi ég eiginkonu hans, börnum þeirra, barnabörnum, móður og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Svanfríður S. Óskarsdóttir Kveðjuorð: Gísli Guðmunds- son leiðsögumaður t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG KRISTJANA GUÐJÓNSDÓTTIR frá Arnarnúpi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. janúar kl. 13.30. Guðjón Kristjánsson, Sigríður Kristjánsdóttir, Elis Kristjánsson, Bjarni Kristjánsson, Björgvin Kristjánsson, tengdabörn og barnabörn. t Undirritaðir þakka vinsemd og hlýhug við fráfall móður okkar, ÓLAFÍU GUÐNADÓTTUR. Davið Haraldsson, Friörik Haraldsson. t Þökkum innilega alla aðstoð, auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs unnusta míns, sonar, föður og bróður, GUÐJÓNS PÁLSSONAR. Erna Friðriksdóttir, Jóna Guðjónsdóttir, Páll Þorfinnsson, börn og systkini. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföð- ur og afa, JÓNS INGJALDS JÚLÍUSSONAR, Grensásvegi 60, Sigri'ður Sölvadóttir, Sölvi Jónsson, Dagbjört Jónsdóttir, Karl Karlsson, Jónína Jónsdóttir, Gunnar Marteinsson og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföð- ur og afa, SIGURÐAR ODDS SIGURÐSSONAR, Háaleitisbraut 56, Herdis Sigurjónsdóttir, Einar Sigurðsson, íris Sigurðardóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Óttar Sigurðsson. tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞURÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Grandavegi 47, Reykjavík, (áður til heimilis á Lindarbraut 4, Seltjarnarnesi), verður jarðsungin frá Neskirkju fimmtudaginn 11. janúar kl. 10.30. Haukur Björnsson, Kristin Jónsdóttir, Pétur Björnsson, Olga Guðmundsdóttir, Sigurður Björnsson, Hildur Sigurbjörnsdóttir, Steingrímur Björnsson, Bryndís Snæbjörnsdóttir og barnabörn. Ný reglugerð um tilkynningn vinnuslysa: 12.000 leita til læknis vegna vinnuslysa árlega MIÐAÐ við skráningu sem fram fer á slysadeild Borgarspítalans og á heilsugæslustöðvum er áætlað að allt að 12.000 manns leiti til læknis eftir slys á vinnustað ár hvert, en undanfarin ár hefur Vinnu- eftirliti ríkisins einungis verið tilkynnt um 400 slys árlega. Um síðustu áramót gekk í gildi ný reglugerð um tilkynningu vinnuslysa, en til- gangur með setningu hennar er einkum sá að auka og bæta skrán- ingu á vinnuslysum og athuganir á þeim, þannig að það verði að sem bestu gagni við að koma í veg fyrir vinnuslys. Samkvæmt reglugerðinni skal atvinnurekandi eða fulltrúi hans til- kynna slys eða eitrun á vinnustað til lögreglu og Vinnueftirlits ríkisins símleiðis eða með öðrum hætti svo fljótt sem verða má, og ekki síðar en innan sólarhrings. Tilkynningar- skylda þessi nær til þeirra slysa sem ætla má að geti valdið langvinnu eða varanlegu heilsutjóni, og er óheimilt að breyta aðstæðum á slys- stað, nema vegna björgunarað- gerða, fyrr en vettvangskönnun hefur farið fram. Um þau slys sem ekki falla í flokk hinna alvarlegustu gilda þau ákvæði, að valdi slíkt slys fjarveru frá vinnu í einn eða fleiri daga, þá skal það tilkynnt til Vinnu- eftirlits ríkisins ekki síðar en innan 14 daga. Reglugerð um tilkynninguVinnu- slysa er sett samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, og varða brot gegn ákvæðum hennar sektum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.