Morgunblaðið - 10.01.1990, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANUAR 1990
„Ef ég borga alla þessa skatta verð ég orðinn skatt-
frjáls vegna hallareksturs.“
*
Ast er...
. . .að sýna þolinmæði.
TM Reg. U.S. Pat Otf.—all rights reserved
® 1989 Los Angeles Times Syndicate
Þú hefúr fengið vinning í
vöruhappdrættinu, sé ég?
Með
morgunkaffínu
ARATUGIR OG ALDIR
Til Velvakanda.
í þó nokkur skipti undanfarnar
vikur hafa heyrst raddir í fjölmiðl-
um sem eru haldnar þeirri villu að
nú um þessi nýiiðnu áramót hafi
tíundi áratugurinn hafist og virðist
þetta ótrúlega algeng hugsanavilla
sem þó leiðréttist hjá flestum sem
málið er skýrt út fyrir.
Til skýringar má taka útgáfu 35
bóka í ritröð, þetta eru þrír og hálf-
ur tugur. Fyrsta bókin er númer 1
eins og raðtöluheitið bendir til og
þegar gefinn hefur verið út fyrsti
tugurinn er fyrsta bók í næsta tug
númer 11. Sem sagt, allir tugir
byija á tölu sem hefur 1 í síðasta
sæti og tugirnir eru ekki fylltir fyrr
en tíunda einingin er fyllt og er því
áratugurinn ekki liðinn fyrr en árið
með 0 í síðasta sæti er liðið.
Fyrsta ár í tímatali okkar var
númerað 1 eins og raðtalan bendir
á þannig að annar áratugurinn
hófst í ársbyijun árið 11. Eins er
það með aldirnar, fyrsta öldin hófst
Látið úti-
ljósin loga
Blaðburðarfólk fer þess á leit við
áskrifendur að þeir láti útljósin loga
á morgnana núna í skammdeginu.
Sérstaklega er þetta brýnt þar sem
götulýsingar nýtur lítið eða ekki við
tröppur og útidyr.
árið 1, önnur öldin í ársbyijun 101,
þessi öld sem við lifum á hófst 1.
jánúar árið 1901 og var haldið upp
á þau aldamót samkvæmt því nema
hvað í einu ríki í Evrópu var haldið
upp á „aldamót“ ári fyrr vegna
misskilnings ráðamanna.
Engin ástæða er fyrir okkur að
taka upp hætti enskumælandi þjóða
sem óvanar eru tugakerfi, en þær
kenna raðir 10 ára við tvö síðustu
talnasætin í árinu og því kalla þær
þau ár sem nú koma „the nineties“
og hafa fæstir þar hreinlega hugsað
málið út frá tugasjónarmiði. Þeir
lenda að sjálfsögðu í nokkrum vand-
ræðum fyrir næstu aldamót þegar
þeir fara að gera upp sinn „áratug“
í árslok 1999 en ný öld hefst ekki
fyrr en 1. janúar 2001.
Sem sagt, engin ástæða er fyrir
okkur að taka upp annan hátt á
talningu ára í tugum eða öldum en
góð og gild hefur þótt fram á þenn-
an dag hér á landi.
Birgir Oskarsson
Ath. Lína féll niður í þessari grein
sem birtist 5. janúar og er hún því
endurprentuð hér. Biðst Morgun-
blaðið afsökunar á þessum mistök-
um.
Þesslr hringdu . .
Hagsmunir þjóðarinnar
S.M. hringdi:
„Að undanförnu hafa sjómenn
deilt við útgerðarmenn og fisk-
vinnslufyrirtæki um það hversu
miklum hluta aflans skuli landa
hér heima og við hvaða verð skuli
miða. Svo hátt verð fæst nú er-'
lendis að hætt er við að sífellt
verði meira um landanir í erlend-
um höfnum. Þetta hefur þegar
leitt af sér atvinnuleysi hjá fisk-
vinnslufólki. í þessu dæmi verða
menn að hugsa um þjóðarhag.
Það verður skilyrðislaust að halda
fiskvinnslufyrirtækjunum hér
heima gangandi og halda uppi
atvinnu. Það komast ekki allir á
sjóinn og það verður að tryggja
þeim atvinnu sem eru í landi.“
Piparkökukeppni
M.E. hringdi:
„Mér fannst illa staðið að pipar-
kökukeppninni í Holiday Inn sem
fram fór 30. desember. Þarna
kepptu bakarar við leikmenn og
hlutu bakararnir auðvitað að
vinna. Þessi keppni fór ekki fram
á jafnréttisgrundvelli."
Köttur
Grár fressköttur, tveggja ára
gamall, hvarf frá Laugateig 3
hinn 30. desember. Vinsamlegast
hringið í síma 30869 ef hann hef-
ur einhvers staðar komið fram.
Gleraugu
Ferköntuð gleraugu töpuðust í
Miðbænum á gamlárskvöld. Þau
eru græn með rauðum og svörtum
yijum. Finnandi er vinsamlegast
beðinn að hringja í Laugu í síma
25397.
HÖGNI HRBKKVÍSI
i
í
I
Víkverji skrifar
Um svipað leyti og Morgunblaðið
ákvað að fara að fordæmi
margra erlendra dagblaða og skýra
lesendum sínum frá, því að lesa
bæri stjömuspána í blaðinu sem
dægradvöl og hún byggðist ekki á
„traustum grunni vísindalegra stað-
reynda“ eins og það er orðað, tók
Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráðherra sig til og vitnaði í forspáan
mann, sem teldi sig sjáTljóma yfir
íslandi á síðari hlutaþessaárs. Tengdi
fólk þetta eðlilega einhveijum spá-
dómi, sem forsætisráðherra hefði
verið kynntur.
Fáum kemur á óvart að Steingrím-
ur vísi til einhverra viðmælenda
sinna, þegar hann flytur ræður. Þetta
er hans stíll og hann beitti honum í
áramótaávarpi til þjóðarinnar á gaml-
ársdag eins og svo oft endranær.
Hins vegar hefur forsætisráðherra
ekki viljað segja fjölmiðlum, hver
heimildarmaður hans er í þessu til-
viki.
Á þessu ári kunnum við að standa
frammi fyrir því sama og Bandaríkja-
menn, þegar í ljós kom að stjömuspá-
kona í Kalfomíu veitti Nancy Reagan
mikilsverða leiðsögn í forsetaamstr-
inu í Hvíta húsinu. Hér kann að verða
flett ofan af því, að forsætisráðherra
okkar styðst við yfimáttúralega ráð-
gjöf frá einhveijum óþekktum, sem
hlýtur þjóðarfrægð eftir að ráðherr-
ann er farinn að vísa til hans í boð-
skap sínum til þjóðarinnar.
xxx
Forsætisráðherra sagðist ekkert
vilja fullyrða um þessa spá en
sagði í ávarpi sínu, að því yrði ekki
neitað að horfur væra nú stórum
betri hjá okkur en þær hefðu verið
um nokkurt skeið. Og hann bætti
við: „Vel má vera að aðstæður leyfi
að umrædd spá megi rætast." Ráð-
herrann taldi sem sé „ljórnann" til
marks um að stjórn sinni væri að
takast að bæta efnhagslega afkomu
þjóðarinnar. Þá kenningu ber nú
hátt meðal stjórnarliða og er helsta
haldreipi þeirra á tímum hækkandi
skatta og minnkandi kaupmáttar.
Víkveiji ætlar ekki að ræða efna-
hagshorfur en hitt er ástæða til að
minna á, að ljómi eins og sá sem
hinn forspái ráðgjafi forsætisráð-
herra talar um, er ekki almennt tal-
inn boða gott. Eftir því sem Víkveiji
veit best er það einkum eitthvað
ógeðfellt sem á að boða mönnum,
að þeim vegni vel ijárhagslega. Seg-
ir ekki hjátrúin, að ljómi yfir landi
kunni að boða eldgos eða annars
konar erfiðleika?
xxx
Er það ekki annars dæmi um að
umræður um framtíð lands og
þjóðar séu komnar á villigötur, að
ástæða þyki til þess að ræða um
hluti eins og þessa í tilefni af ára-
mótaávarpi forsætisráðherra? Að
vísu gerðist það skömmu íyrir jól,
að Stjórnunarfélag Islands sá ástæðu
til að hafa stjömuspeking á spástefnu
sinni um efnahag og rekstur fyrir-
tækja á þessu ári. Ef til vill hefur
forsætisráðherra aðeins smitast af
þeirri ráðstöfun, þegar hann settist
niður til að semja áramótaávarp sitt.
Með þetta allt í huga er fyrirvarinn
við daglega stjömuspá Morgunblaðs-
ins biýnni en hinn meinlausi texti í
þeirri spá gefur til kynna.