Morgunblaðið - 11.01.1990, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 11.01.1990, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1990 Veiðiheimildir Andra I við Alaska: Ágreiningur talinn milli ráðherra vestra Unnið að lausn málsins eftir mörgnm leiðum „ÞETTA er orðið hálfleiðinlegl þóf. Við vorum í góðri trú um að fá vinnsluleyfi og kvóta upp á 30.000 tonn af þorski áfram, ekki bara fyrir síðasta ár, en síðan er okkur allt í einu tilkynnt að við fáum ekkert nú. Við getum fengið vinnsluleyfi gegn greiðslu svokallaðs eftirlitsgjalds, en það leyfi er vita gagnslaust án þorskaflaheimilda. Mér skilst að vilji sé fyrir lausn málsins í utanríkisráðuneyti Banda- ríkjanna, en viðskiptaráðherrann þumbist við,“ sagði Ragnar S. Halldórsson, framkvæmdastjóri ÍSÚF, í samtali við Morgunblaðið. Verksmiðjuskipið Andri I, eign íslenzka uthafsútgerðarfélagsins, er sem stendur við strendur Alaska og bíður átekta eftir lausn mála, en eigendur skipsins segjast munu sigla því burt, fáist engin úrlausn í þessari viku. ÍSÚF er í samvinnu við bandaríska aðila með svokall- aðri gagnkvæmri áhættu og segist Ragnar ekkert telja því til fyrir- stöðu að hægt eigi að vera að út- hluta þeim þorskkvóta. Hörður Bjarnason, sendifulltrúi í utanríkisráðuneytinu, hefur meðal VEÐUR annarra unnið að lausn þessa máls. Hann vildi í samtali við Morgun- blaðið lítið tjá sig um mögulega framvindu þess enda væru öll kurl enn ekki komin til grafar. Bæði er unnið að málinu í utanríkisráðu- neytinu hér og sendiráði okkar í Washington og sendiherra Banda- ríkjanna hér á landi hefur einnig komið við sögu. í byijun síðasta árs fékk ÍSÚF vinnsluheimildir, sem fólu í sér leyfi til vinnslu á 30.000 tonnum af þorski og var útgerð og fjármögnun skipsins byggð á þeim forsendum. Ekki náðist að koma skipinu á veiði- svæðin vestan Alaska fyrr en að áliðnum desember og því nýttist þessi þorskkvóti ekki. Sótt hefur verið um vinnsluleyfi að nýju og stendur það til boða án þorsk- vinnsluheimilda. Kvóta á þessu haf- svæði er úthlutað af Norður-Kyrra- hafs fiskveiðiráðinu í samráði við viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna, sem í raun hefur úrslitavaldið í þessum málum. Úthlutun aflakvóta vestan hafs er talin pólitísk og til þessa hefur engum útlendingum verið úthlutað þorskkvóta. Endan- legri úthlutun er enn ekki lokið og því telja menn mögulegt að málið leysist. Hörður Bjarnason segir allt sé gert, sem hægt sé, á sem flestum „vígstöðvum" til að fá botn í þetta, en framvindan sé óljós. Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl, 16.15 í gaer) VEÐURHORFUR I DAG, 11. JANUAR. YFIRLIT í GÆR: Suðaustan gola eða kaldi og smá él á annesjum suðvestanlands. Norðvestan kaldi og snjókoma austan- og norð- austanlands. Annarsstaðar hægviðri og víða léttskýjað. SPÁ: Hæg breytileg átt og víða bjart veður norðantil framan af degi, en gengur síðan í heldur vaxandi austan- og norðaustanátt, fyrst suðaustanlands. Norðaustan 4-6 vindstig víða um land þegar líður á daginn. Snjókoma á Suöaustur- og Austurlandi annað kvöld. Frost 0-5 stig á láglendi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Alldjúp lægð austur af landinu hreyfist norð-norðaustur en önnur lægð suður af Hvarfi á leið inn á sunnan- vert Grænlandshaf. HORFUR Á LAUGARDAG:Minnkandi norðvestanátt og él norðaust- an til á landinu en gengur í vaxandi austanátt og þykknar upp suðvestanlands. Hlýnandi. x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil flöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / # * * * * * * Snjókoma * * * 10° Hitastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að ísl. tima hlti veður Akureyri +4 hálfskýjað Reykjavík +3 úrkoma í grennd Bergen 5 rigning Helsinki 2 léttskýjað Kaupmannah. 4 þokumoða Narssarssuaq +16 léttskýjað Nuuk +10 skýjað Osló 10 þokumóða Stokkhólmur 2 skýjað Þórshöfn 6 skýjað Algarve 14 heiðskírt Amsterdam 7 þokumóða Barcelona 10 mistur Berlin 4 rigning Chicago +0 alskýjað Feneyjar 5 þokumóða Frankfurt 2 þokumóða Glasgow 9 skýjað Hamborg 7 rignlng Las Palmas 20 léttskýjað London 10 skýjað Los Angeles 13 heiðskirt Lúxemborg 2 þokumóða Madríd 7 skýjað Malaga 15 léttskýjað Mallorca 13 skýjað Montreal +1 snjókoma New York 7 rigning Orlando 11 þokumóða París 4 skyjað Róm 11 þokumóða Vín +2 mistur Washington 5 skýjað Winnipeg +3 rigning Yatnsendaland: Mun höfða mál vegna sölunnar - segir Margrét G. Hjaltested MARGRÉT G. Hjaltested, ekkja fyrri landeiganda Vatnsendalands, segir að hún muni höfða mál vegna sölu á landinu til Reykjavíkurborg- ar. Segir hún að við söluna missi landeigendinn rétt til jarðarinnar og vitnar í erfðaskrá því til stuðnings. Margrét giftist Sigurði Hjaltested, skrárinnar. Margrét Hjaltested sagði föður Magnúsar Hjaltested sem nú býr á Vatnsenda. Eftir lát Sigurðar fékk Magnús það staðfest með hæstaréttardómi að hann væri einn erfingi eftir föður sinn, á grundvelli erfðaskrár sem kveður á um að landið gangi í arf til elsta sonar lan- deiganda. I erfðaskránni eru einnig ákvæði um að landeigandinn verði að stunda þar búskap og megi ekki selja Vatn- senda eða veðsetja fyrir meiru en sem nemur 50% af fasteignamati og þá aðeins til greiðslu erfðafjár- skatts eða nauðsynlegra endurbóta. Sé þetta vanrækt missi landeigandi rétt til jarðarinnar. Forsenda fyrir kaupum Reykjavíkurborgar á Vatnsendalandi er að Alþingi setji lög um heimild borgarinnar til að taka landið eign- arnámi. Er það vegna ákvæða erfða- við Morgunblaðið að bæði Magnús og borgarstjóri hefðu sagt það full- um fetum í fjölmiðlum að borgin væri að kaupa landið. Með eignar- námslögum væri aðeins verið að fara í kringum ákvæði erfðaskrár- innar og óeðlilegt væri að þingmenn samþykktu slík lög á þeim forsend- um. Fyrir nokkrum árum keypti Reykj avíkurborg skika af Vatns- endalandi og þá voru samþykkt lög á Alþingi um eignarnám þess. Þegar Margrét var spurð hvers vegna hún hefði ekki höfðað mál þá, sagðist hún hafa rætt um það við lögfræð- inga en þeir hefðu ekk sýnt sér skiln- ing. Nú hefðu aftur á móti margir lögfróðir menn haft samband við sig og talið fulla ástæðu til málshöfðun- ar. Versliuiarmenn sækjast eftir góðri fjárfestingu - segir Jóhann J. Ólafsson, stórkaup- maður, sem keypt heftir hlut í Stöð 2 JÓHANN J. Ólafsson, einn þeirra sem keypti hlut í Stöð 2 á mánu- dag, segir að ástæða kaupanna sé sú, að um góða og arðbæra fjárfest- ingu sé að ræða. Hann segir að nýju hluthafarnir hafi ekki áætlanir um breytingar á dagskrárstefnu stöðvarinnar. Jóhann J. Ólafsson stórkaup- maður og formaður Verslunarráðs hefur keypt 50 milljóna króna hlut í Stöð 2 ásamt Guðjóni Oddssyni formanni Kaupmannasamtakanna af eignarhaldsfélagi Verslunarbánk- ans. A bak við þá eru fleiri .kaup- menn og fyrirtæki og sagðist Jóhann ekki geta sagt hvað þeir aðilar væru margir. Ásamt Guðjóni og Jóhanni keyptu Haraldur Haraldsson formaður Fé- lags íslenskra stórkaupmanna og Jón Ólafsson í Skífunni 50 milljón króna hlut hvor. Alls er þetta 37% hlutafjár Stöðvar 2. Þegar Jóhann var spurður hvers vegna verslunar- menn væru að kaupa stóran hlut í fjölmiðli, sagði hann að verslunar- menn sæktust jafnan eftir góðri fjár- festingu. Hann sagði aðspurður að ekki væri um auglýsingahagsmuni að ræða. Þegar Jóhann var spurður hvort mótaðar hefðu verið hugmyndir inn- an þessa hóps um breytingar á rekstri Stöðvar 2, sagði hann að slíkt væri enn á umræðustigi. Þó væri ekkert rætt um breytingar á dag- skrárstefnu stöðvarinnar. Skipuð var bráðabirgðastjórn fyrir íslenska sjónvarpsfélagið hf. um áramótin þegar samþykkt var að auka hlutaféð úr 5,5 milljónum í 405,5 milljónir. Jóhann sagði að ekki lægi fyrir hvenær ný stjórn yrði kosin fyrir félagið í samræmi við þessa breytingu á hlutafjáreign- inni. Sjá fréttaskýringu á bls. B4-5. Virðisaukaskattur niður- greiddur á hrogn og lifur HROGN, lifiir, gellur og kinnar verða niðurgreidd og bera því ígildi 14% virðisaukaskatts í stað 24% skatts og hefur fjármálaráðherra gefíð út bréf þar að lútandi þar sem tekin eru af öll tvímæli um að þessar vörur skuli niðurgreiddar. Að sögn Bolla Bollasonar deildar- stjóra í hagdeild fjármálaráðuneytis- ins var ekki talið óyggjandi hvort þessar vörur ættu að béra fullan skatt eða ekki, til dæmis gæti það farið eftir því hvort hrognin og lifrin væru keypt sem slíkar vörur af fisk- markaði eða hvort þau fylgdu fiski sem innyfli. Til þess að taka af öll tvímæli gaf fjármálaráðherra út bréf þar sem segir að hrogn, lifur, gellur og kinnar skuli teljast með þeim fisk- tegundum sem samkvæmt reglugerð njóta niðurgreiðslunnar. Bolli segir misskilnings gæta, þegar rætt er um að hagdeild ráðu- neytisins hafi notað of lágt inn- kaupsverð í utreikningum á verði á ýsuflökum. Tilgangurinn hafi ekki verið að reikna eitthvað ráðandi söluverð, heldur að sýna verðmun annars vegar í söluskattskerfi, hins vegar í virðisaukaskattskerfi. Inn- kaupsverðið hafi verið valið í sam- ráði við fisksala og miðað við verð fyrir áramót.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.