Morgunblaðið - 11.01.1990, Page 20

Morgunblaðið - 11.01.1990, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANUAR 1990 Stormflóðið við suðurströndina: Grindavík: Ejrjabakki og Kvía- bryggja illa famar Gríndavik MENN frá Viðlagatryggingu eru væntanlegir til Grindavíkur í dag til að meta tjón það sem varð í óveðrinu í fyrrinótt. Bjarni Þórarinsson, hafnarvörður sagði í samtali við Morgunblaðið að unnið hefði verið við hreinsun á hafnarsvæðinu í dag. Mikið af gijóti og aur gekk á land á hafnarsvæð- inu. Hann bætti við að þrátt fyrir að ekki væri farið að meta tjón væri ljóst að Eyjabakki og Kvía- bryggja væru illa farnar auk þess sem Svíragarður væri ónýtur síðan fyrr í vetur þannig að mikið verk bíður í höfninni. Jón Gunnar Stefánsson, bæjar- stjóri sagði að bjartsýni gætti með að Viðlagatrygging bætti það tjón sem varð í höfninni og væru það góðar fréttir miðað við það sem á hefði gengið. Viðlagatrygging bæt- ir þá það tjón sem varð innan hafn- arinnar en tjón sem varð á sjóvama- görðum er ekki bætt. í máli Jóns kom fram að sjó- varnagarðar þeir sem gerðir voru fyrir nokkru hefðu bjargað miklu. Samt vanti mikið upp á að þeir varni ágangi sjávar eins og ákjósan- legt væri. Fjárveitingavaldið veitir peningum til slíkra mála og Grindavík var ekki með síðast þeg- ar veitt var til þessara mála. Sjókvíarnar stóð- ust stormflóðið EKKI er vitað til að verulegt tjón hafi orðið í sjókvíum í storm- flóðinu aðfaranótt þriðjudags. Ólafur Skúlason, stjórnarformað- ur Faxalax, sagði að allt væri í stakasta lagi með kvíar fyrirtæk- isins við Vogastapa. og búnaði þeirra. Páll sagði ekki ólíklegt að eitthvað af laxi hefði afhreistrast þar sem veðrið hefði verið svo slæmt. Það leiddi þó ekki til skyndidauða, fiskurinn gæti náð sér eða drepist seinna. Fjörur voru þaktar fiski langt upp á land. Morgunblaðið/Sigurgeir Vestmannaeyjar: Skemmdir meiri en fyrst var talið Þúsundir físka köstuðust á land Vestmannaeyjum. SKEMMDIR af völdum óveð- ursins voru talsvert meiri í Eyjum en talið var í fyrstu. Þá hafa sópast á land breiður af fiski sem þakti flörur í Eyjum í gær. Brimið við Eyjar virðist hafa valdið meiri skemmdum en talið var í gær. Þegar veðrið fór að ganga niður og sjó að lægja kom í ljós að auk þess sem klæðning á veginum á Eiðinu hafði að mestu skolast af þá hafði brimvöm þar laskast. Gengið var frá brimvörn þessari fyrir nokkrum árum eftir að mikill sjógangur hafði höggvið skarð í Eiðið. Þá hefur skolpleiðsl- an frá bænum sem liggur í sjó utan við laskast. Tjón þetta er talið nema talsverðum upphæð- um. Ljóst er að óveðrið hefur einnig raskað ró náttúrunnar við Eyjar því allar fjörur voru þaktar fiski langt á land upp. Mest var af smákarfa en einnig mátti sjá keilu og margar fleiri tegundir. Ekki muna menn eftir að hafa séð slíkt -í Eyjum í svo miklu magni fyrr. Grímur „Við sendum kafara niður til að að kanna ástand kvíanna. Ekkert óeðlilegt sást og ekki var að sjá að neitt væri að fiskinum, sagði Ólafur í viðtali við Morgunblaðið í gær- kvöld. Páll Gústafsson, framkvæmda- stjóri ÍSNO sem meðal annars er með sjókvíaeldi í Vestmannaeyjum, sagði að ekki væri búið að kanna fiskinn í kvíunum. Sagði hann að starfsmenn fyrirtækisins hefðu byrjað á að gera við smáskemmdir sem orðið hefðu á kvíunum sjálfum INNLENT Stokkseyri: lj*ónið talið nema yfír 100 millj. HAFIST var handa við að hreinsa gijót og möl af götum Stokkseyrar og Eyrarbakka í gær og unnið var að viðgerðum á veginum vestan við Stokkseyri sem rofnaði í stormflóðinu aðfaranótt þriðjudags. Margr- ét Frímannsdóttir, oddviti Stokkseyrar, telur að tjónið í þorpinu nemi á annað hundrað mil(jóna króna. Fulltrúar frá Viðlagatryggingu ís- lands funduðu með heimamönnum á Stokkseyri og Eyrarbakka og voru væntanlegir til Þorlákshafnar, þar sem stórtjón varð í laxeldisstöð- inni ísþór. Á fundinum á Stokkseyri greindi Geir Zoéga, framkvæmdastjóri Við- lagatryggingar, heimamönnum frá því hvernig staðið yrði að mati á tjóni en sjálft matið hefst síðar í þessari viku. Niðurstaðna er ekki að vænta fyrr en í næsta mánuði. Margrét Frímannsdóttir sagði að tjónið á Stokkseyri næmi hátt á ann- að hundrað milljóna króna og átti hún von á að tjónið yrði að fullu bætt hjá Viðlagatryggingum íslands. Mest er tjónið í sjóvamargörðum og vegum bæjarins en auk þess varð mikið tjón í fiskvinnslufyrirtækinu Eyrarfiski og hjá fleiri aðilum. Sagði Margrét að sjóvamargarðar sem náðu nokkra kílómetra meðfram ströndinni hefðu rofnað og jafnast út og ljóst væri að það yrði gífurlega kostnaðarsamt að koma upp nýjum skjólgörðum. Taldi hún brýnt að gengið yrði í það sem fyrst að reisa nýja garða á nokkurra hundmða metra kafla við sjálft þorpið. Margr- ét sagði að kostnaður við að reisa hveija eitt hundrað metra af nýjum sjóvamargarði væri um tvær milljón- ir króna svo hér er um miklar fjár- hæðir að ræða. Sömu sögu er að segja frá Eyrar- bakka. Þar rofnaði sjóvarnargarður á nokkurra hundmða metra kafla og sjór flæddi um allt þorpið. Þar unnu menn að því að fjarlægja stál- bitaþak fiskvinnslustöðvarinnar Bakkafisks sem flóðaldan hreif með sér í heilu lagi. Magnús Karel Hann- esson, oddviti á Eyrarbakka, sagði að engin starfsemi hefði verið í hús- inu að undanförnu en í ráði hefði verið að hefja vinnslu þar um næstu mánaðamót. Nú væri ljóst að tafir yrðu á því að starfsemin kæmist í gang og væri það ekki til að bæta atvinnuástandið í bænum. Magnús Karel sagði að framundan væri að hreinsa götur og lóðir bæjarins. Sagði hann að reisa yrði sjóvarnar- garðinn alveg upp á nýtt og taldi hann víst að tjónið yrði að fullu bætt hjá Viðlagatryggingum. Mestu stormflóðin í 200 ár FRÁ því árið 1750 hafa orðið nálægt 20 meiri háttar flóð á Eyrar- bakka og Stokkseyri. í skýrslu sem Hafnarmálastofhun lét vinna árið 1984 um landbrots- og flóðavarnir við Stokkseyri, Eyrar- bakka, Þoriákshöfii og Selvog er listi um flóð á þessu tímabili. Hér á eftir er listi yfir 15 mestu stormflóðin í rúm 200 ár sem áhrif höfðu á Eyrarbakka og Stokkseyri. 1878,18. janúar og 10. mars „Kom svo mikið flóð á Eyrar- bakka að flotið hafi kringum verslunarhúsin og næstum því inn í íbúðarhúsið. Flóðin skoluðu burtu mestöllum bakkanum sem eftir var til hlífðar í háflóðum. Verslunarhúsin séu í hættu og geti bráðlega skolað burt ef ekk- ert sé að gert. Nú verði annað- hvort að byggja (Bolverk) sjógarð úr gijóti og timbri húsunum til vamar ellegar flytja verslunar- húsin burt af Bakkanum." (Saga Eyrarbakka I, tilvitnun í D. Peter- sen kaupmann.) 9. janúar1799 Básendaflóðið eða Stóraflóð. Gífurlegar skemmdir urðu á landi og mannvirkjum á Eyrarbakka og Stokkseyri og skepnur fórust. í Selvogi varð mikill skaði á jörð- unum Þorkelsgerði, Götu og Nesi. „Grundvöllinn gróf hann undan flestöllum höndlunarhúsunum á Eyrarbakka, skemmdi margslags vörur svo sem salt og annað, gekk upp um gólf í húsum og inn um læstar dyr, braut glugga og mölv- aði þil. Dauðans hræðsla um spennti alla þá, sem á Eyrarbakka vom í þessum sjóargangi og of- viðri. Þá og þá bjuggust þeir við, að sjórinn mundi bijóta niður húsin, eður gjörsamlega soga þeim út með mönnum og öðru, sem í þeim var, þó hlaut þar eng- inn lífs eða lima tjón. Svo hafði brimgangurinn lækkað og jafnað malarkampinn, að ekki var orðinn mikið hærri en fjaran. Stóð Eyrar- bakkábúum ekki lítill ótti af þessu, því þeir gétskuðu á, að í meiralagi venjulegt flóð mundi hér eftir ganga inn í hús þeirra, þar fyrirstaða öll var í burtu. Bættist það og við hræðslu þeirra, að ekkert undanfæri gafst til að flýja.“ (Saga Eyrarbakka I, til- vitnun í Magnús Stephensen í Viðey í Minnisverð tíðindi.) 24. janúar1814 Þá braut geymsluhús á Eyrar- bakka og sjór gekk inn í íbúðar- hús. (Saga Eyrarbakka I.) 21. sept. 1865 Braut sjógarð á Eyrarbakka og fiskiskip brotnuðu bæði þar út frá og á Stokkseyri. (Saga Eyrar- bakka I.) 22. sept. 1870 Sleit þá upp skip af Eyrar- bakkahöfn og skemmdir urðu nokkrar í þorpinu. (Sérstaklega er tilgreint að rófur hafi eyðilagst í kálgörðum.) (Saga Eyrarbakka I-) 16. des. 1889 „Gekk sjór þá svo hátt að mik- ið var hærra en stórstraumur, allvíða skemmdust sjógarðar og tún og sums staðar sópuðust gijótgarðar alveg í burtu, brýr skemmdust og af sjógangi svo sem brúin yfir Hraunsá skammt fyrir austan Eyrarbakka.“ (Saga Eyrarbakka I, tilvitnun í Þjóðólf 5. janúar 1890.) 14. nóv. 1898 Ofsaveður af útsuðri. Flæddi yfir sjógarðinn á Eyrarbakka og inn í 2 bæi svo að í þeim varð hnédjúpt vatn. 2 skip löskuðust. (Saga Eyrarbakka I.) 9. febrúar 1913 Ofsaveður og flóð svo mikið að braut víða sjógarðinn á Eyrar- bakka og Stokkseyri. (Saga Eyr- arbakka I.) 21.janúar 1916 „Kom í logni svo óvænt og svo mikið flóð á Eyrarbakka, að „braut sjógarðinn milli Eyrar- bakka og Óseyrarness til grunna" (líklega er þetta ýkt og hafa ekki nema skörð gjörfallið). Á Stokks- eyri brotnuðu 2 skip, er voru fyr- ir neðan sjógarð.“ (Saga Eyrar- bakka I.) 21.janúar1925 Mikið flóð og veður af suð- suðaustanátt. Braut þá mjög sjó- garð, þann helst er nýlega var byggður og að miklu leyti -frá Stokkseyri út að Hraunsá. Sjór gekk víða í kjallara og í nokkur hús, en braut þau ekki. (Saga Eyrarbakka I.) 16. sept. 1936 Sunnan ofsáveður og síðan suð- vestanrok. Sjóvarnargarður brotnaði á Eyrarbakka. (Veðrátt- an.) 19. nóv. 1936 Sunnan hvassviðri. Urðu miklar skemmdir á sjó og landi. Sjóvam- argarður milli Eyrarbakka og Stokkseyrar brotnaði nokkuð. (Veðráttan.) 3. nóv. 1975 Stórfellt tjón varð á Eyrar- bakka, en þar mun ekki hafa kom- ið eins mikið flóð síðan 21. janúar 1925. Skemmdir urðu einnig á Stokkseyri og í Selvogi og víðar. (Veðráttan.) 14. des. 1977 Mikið sjávarflóð við suður- ströndina. Mest tjón varð á Stokkseyri. 4 báta rak þar á land og vegir skemmdust. Kjallarar húsa fylltust af sjó þar og á Eyrar- bakka. Sjór braut vegg og flæddi inn í hús á Eyrarbakka. I Selvogi reif sjórinn niður girðingar og þeytti gijóti á tún. (Veðráttan.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.