Morgunblaðið - 11.01.1990, Page 27

Morgunblaðið - 11.01.1990, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1990 27 ríkurbréfe Helgidómur Mítrasar, þar sem fram fóru launhelgar. Var hann við sömu götu og íbúð Klemensar Rómarbiskups, er sýnir hve fjölskrúð- ugt það þjóðfélag var í trúarefhum sem fornkirkjan bjó við. Þórir Kr. Þórðarson „2000 ára saga kristn- innar sannar það að hún fær ekki lifað án guðfræði, sem hún hef- ur enda iðkað af kappi. Því er það athyglisvert að ritstjórar Morgun- blaðsins hvetja til þess í Reykjavíkurbréfi að nú sé gert átak til þess að öðlast fyllri skilning í þessu efiii, enda geta menn ekki boðað trú án þess þeir viti hver hún er.“ ourinn (sjá myndina af honum). bæranna. Ekki til þess að búa til ný heimstrúarbrögð, sem væri fár- ánlegt, heldur sem rannsóknarverk- efni um merkingu mannlegra at- hafna og siðar. Illu heilli dó hann frá þessu verki. Kirkjan og austræn trúarbrögð í sömu götu En eru þessar aðstæður eins- dæmi? Undir einni af elstu kirkjun- um í Róm, San Clemente (sem við skoðuðum undir leiðsögn systur Jóhönnu frá Stykkishólmi) hafa verið grafnar upp vistarverur frá 1. öldinni og sjást þar örmjóar göt- ur og við eina þeirra Mítra-helgi- dómur. (íranski guðinn Mítra var mikið dýrkaður á dögum rómverska heimsveldisins, m.a. af hermönnum í herbúðum Rómveija um víðan heim, hann var fijósemisguð og frelsari, nautsblót og vímudrykkur einn sem veitti mönnum ódauðleika voru aðaleinkenni hans.) En hinum megin við þetta örmjóa stræti, beint á móti Mítra-helgidóminum, voru híbýli heilags Clemensar sem var þriðji eftirmaður Péturs postula og dó um 100 e.Kr. Þar voru því við sömu götu einn helsti frumkvöðull fornkirkjunnar og Mítra-dýrkend- urnir! Og er kirkjan ekki að sigla inn í svipaðar aðstæður nú á dög- um? Við búum ekki lengur við að- stæður fyrri alda er kirkjan var ein og allsráðandi. Nú er heimurinn orðinn eins og hreppsfélag þar sem áhrifin berast jafnskjótt og yfir mjóu götuna í Róm, og nándin er jafnmikil. 2000 ára saga kristninnar sannar það að hún fær ekki lifað án guð- fræði, sem hún hefur enda iðkað af kappi. Því er það athyglisvert að ritstjórar Morgunblaðsins hvetja til þess í Reykjavíkurbréfi að nú sé gert átak til þess að öðlast fyllri skilning í þessu efni, enda geta menn ekki boðað trú án þess þeir viti hver hún er. En hver er þá hin kristna trú? Kristin trú og ■ þjóðfélagsleg ábyrgð Rúmenski presturinn Laszlo Tok- es, sem um getur í Reykjavíkur- bréfi, hefði vart verið ofsóttur af stjórnvöldum ef kenning hans hefði ekki verið þjóðfélagslega hættuleg kommúnistastjórninni. Og ekki er hann eina dæmið um þess háttar guðfræði sem fjallar um boðskap Jesú Krists og Biblíunnar allrar í ljýsi þjóðfélagslegrar samábyrgðar. Ahrif kirkjunnar í Austur-Berlín og Austur-Þýskalandi öllu til forystu í höfnun marxismans væru ekki þau sem þau reyndust á nýliðnum vikum ef kirkjan hefði enga guðfræði stundað (eins og gerist of víða meðal vor) eða þá að guðfræði þeirra væri innilokuð í einstaklings- bundinni leit að sálarfriði í trúnni á Krist. Hin lifandi guðfræðium- ræða í Þýskalandi hefur einmitt einkennst af vitundinni um þess háttar kristna trú sem fer að boðum Krists, sem flutti ægileg dómsorð yfir þeim sem hvíla í eigin trúar- sælu en láta sér ekki annt um hina hungruðu, þyrstu, húsnæðislausu, klæðlausu, sjúku og fangelsuðu (Matteus 25), hans sem setti það að skilyrði réttlætisins að menn hjálpuðu þeim sem verða fyrir árás eða slysum (Lúkas 10). Þá bauð Jesús Kristur mönnum að þeir skyldu ekki orna sér við eftirlætis- kenningar sína og eiginhagsmuni innan þröngs hrings síns kunnug- lega heims, heldur skyldu menn vera óhræddir við að hneyksla og „færa sverð en ekki frið“ (Matteus 10), yfirgefa eigin hagsmuni og leita hins réttláta þjóðfélags, jafn- vel þótt það yrði aldrei að veruleika fyrr en á himnum. Það er því ekki aðeins að „hinn félagslegi þáttur í kirkjulegum boðskap sé beinlínis til þess fallinn að fæla þá frá kirkj- unni sem hafa áhuga á að leita styrks í trúnni á Jesúm Krist,“ eins og segir í Reykjavíkurbréfi, heldur hefur sá boðskapur, þ.e. hinn fé- lagslegi þáttur biblíulegrar trúar, ætíð fælt frá, og það var vegna hans sem Kristur var krossfestur. Það hefur Kierkegaard sýnt fram á: Menn gátu ekki þoláð þennan mann sem sagði þeim að yfirgefa alla sína stundarhagsmuni og fíkn í eigin sælu, en leita þess í stað réttlætis Guðs, þ.e. hins algera rétt- lætis í þjóðfélagi og lífi einstaklinga þar sem Guð ræður ríkjum jafnt í hinu líkamlega og þjóðfélagslega sem í hinu andlega lífi. Því að Krist- ur sagði: „Leitið fyrst ríkis [Guðs] og réttlætis." En hann bætti raunar við, og er það nokkur sárabót: „Þá mun allt þetta veitast yður að auki“ (Matteus 6). í Reykjavíkurbréfinu segir að „þess hafi jafnvel orðið vart innan íslensku þjóðkirkjunnar að prestar vilji láta meira að sér kveða en áður á þjóðmálasviðinu,“ og að vart hafi orðið við tilhneigingu til þess að túlka orð heilagrar ritningar fé- lagslega. Ekki er seinna vænna en menn veiti því athygli sem ég hef starfað að, nótt og dag liggur mér við að segja, í guðfræðilegri rann- sókn ogtúlkun síðan 1954 hér suð- ur á Melum, eða í 35 ár. En sá vina minna á Morgunblaðinu sem bréfið ritar hittir hins vegar nagl- ann á höfuðið er hann segir að nauðsyn sé „að vekja menn til umhugsunar ... um þann kjarna í boðskap kristinnar trúar sem er jafn tær og skýr og jólaljósið". Sá kjarni er einmitt Jesús Kristur, eins og bréfritari kemst réttilega að orði í áherslu sinni á Krist sem andlag og upphaf trúarinnar og markmið hennar. Og hafi hann þökk fyrir að benda á hinn kristfræðilega grundvöll sem á að vera í hverri prédikun, og maður saknar æði oft. En hver er hinn kristfræðilegi grundvöllur? Höfundur segir einmitt þetta: „Trú- arbrögð okkar byggjast á því að persónugera guðdóminn í Jesú Kristi.“ Ekki er unnt að mæla betur né skýrar. En hvað merkir þá hold- tekningin? Hún þýðir það meðal annars að Guð varð þjóðfélags- . ádeila. En hann ber líka fram náðar- orðíð. Þetta sjáum við á hverri blaðsíðu Nýja testamentisins. Því að hver er faríseinn, ef heimfært er til vorra tíma? Við hvað er átt? Vonda manninn sem við viljum öll forðast? Nei. Þótt sú sé hin venju- lega skýring, er hún samt fölsun á ritningunni. Faríseinn er samnefn- ari guðfræðiprófessorsins, biskups- ins og formanns kristniboðssam- bandsins. Svona skörp var þjóð- félagsádeilan í munni Jesú. Og menn gátu ekki sætt sig við hana. Þess vegna var hann krossfestur. Dæmisögurnar eru þannig þver- sögn allra þversagna, fram sagðar til þess að sýna okkur hversu fjar- stæð og þverstæðukennd fyrirgefn- ingin er og miskunnsemin, sem við eigum að ástunda í eftirfylgd hinn- ar þversagnakenndu náðar Guðs. Og Jónasarbókin í Gamla testa- mentinu fjallar um hið sama. Og hvað stóð í Biblíu Jesú og frumsafn- aðarins (sem var það sem við nefn- um Gamla testamenti)? Um Krist, þ.e. hinn smurða Drottins, segir í ,jólaguðspjallinu“ hjá Jesaja: „Hann mun reisa [ríkið] og efla með réttvísi og réttlæti' — í hæsta máta þjóðfélagslegt hlutverk um hið réttláta þjóðfélag. Þetta var Jesaja 9, og í öðru ,jólaguðspjalli“ (Jesaja, 11. kap.) stendur (með leið- réttri þýðingu): „Með réttvísi mun hann láta hina fátæku ná rétti sínum, og skera úr málum hinna nauðstöddu í landinu með réttlæti; hann mun Ijósta ofbeldismanninn með sprota munns síns.“ — Þannig mætti fylla heilt Morgunblað með tilvitnunum í Biblíuna, bæði testa- mentin, um þjóðfélagsádeilu og þjóðfélagslegan boðskap Krists. Ef slíkir ritningarstaðir eru ekki „þjóð- félagslegur" boðskapur, ef þetta er ekki „að láta að sér kveða á þjóð- málasviðinu“, þá skil ég ekki íslensku. Og ástæðan er ofur ein-. föld. Oll viðmiðun Biblíunnar er „þjóðfélagsleg" af þeim sökum að hún er kirkjuleg, m'.ö.o. „safnaðar- leg“. N.t. miðar við söfnuðinn, frumsöfnuðinn, og G.t. við þjóðina, sem um leið var „kirkja“, söfnuður. Ég hef kallað mína ritskýringar- túlkun ýmist sósíal ritskýringu, fé- lagslega eða kirkjulega ritskýringu og hef varið ævinni í að sanna gildi hennar og hversu hún „lýkur upp“ fyrir okkur ritningunum. En ég tek skýrt fram að notkun hennar í pré- dikun þýðir ekki að menn eigi að beita ritningunni í flokkspólitískum deilum. Það væri fölsun ritningar- innar. Hitt er (að þessu leyti) rétt notkun ritningarinnar að beita henni til þess að sýna fram á guð- legan boðskap um ábyrgð okkar hvers gagnvart öðru og gagnvart Guði. En svo er hitt (sem kann að hljóma þverstæðukennt í fyrstu) að þegar menn lesa spámennina og ræður Jesú og fá út úr því þjóð- félagsboðskap, þá skilja þeir ekki það sem þeir lesa. Þar er aðeins að finna boðskap um Guð og náð hans. En Biblían þekkir engan Guð annan en þann sem lætur sér annt um þjóðfélagið, hag fólks í daglegu lífi þess. Það guðlega afl sem aust- rænu mýstísku hóparnir ákalla hef- ur engar þjóðfélagslegar skírskot- anir. Allt beinist að vellíðan ein- staklingsins, sem er hollt og gott takmark í sjálfu sér en nægir ekki, vegna þess að boðskapurinn verður að vera þjóðfélagslegur til þess að hann mæti þörfum fólks þar sem það er statt. Og það er af þessum ..sökum að prestarnir austantjalds náðu til fólksins og gengu^ fyrir fólkinu í baráttu þess gegn marx- ismanum og afskræmingu hans í lögregluríkjum Austur-Evrópu: Þeir höfðu uppgötvað hinn þjóðfélags- lega boðskap ritninganna. Kannski ekki jafnsnemma og við hér suður á Melum, en þeir fundu hann engu að síður, og því var barátta þeirra, reist á réttri túlkun ritninganna, til þess að styðja fólkið í raunum þess. Og þeir náðu til fólksins einnig vegna þess að þeir voru, eins og bréfritari okkar bendir á sem nauð- syn, grundvallaðir á Jesú Kristi sem persónugerðum guðdómi mitt á meðal okkar í sakramentum kirkj- unnar. Þetta er rétt evangelísk trú, og hún er kaþólsk, rómversk kaþ- ólsk líka. Höfundur er prófessor íguðfraeði við liáskóia Islands. Borgarfj örður: Verulegrir samdráttur í mjólkur- framleiðslu llvannatún í Andakíl. SÍÐUSTU fjóra mánuði var mikill samdrátt.ur í mjólkurframleiðslu á samlagssvæði Mjóikursamlags Borgfirðinga, sem nær frá Skarðs- heiði til sunnanverðs Snæfellsness. Búnaðarsamband Borgarfjarðar og Mjólkursamlag Borgfirðinga hafa ákveðið að efiia til fiindar með bændum þann 18. janúar vegna þessa alvarlega ástands. Að sögn Indriða Albertssonar mjólkurbússtjóra er samdráttur á framleiðslunni síðustu fjóra mánuði um 10%. Ætla má að þetta sé tæp- lega 13 milljóna króna tekjutap bænda á þessu svæði auk taps á 8,5% álagi fyrir vetrarmjólk. Fram- leiðslan á síðastliðnu verðlagsári var aðeins 68 þúsund lítrum um- fram framleiðslurétt en hann var á þessu svæði 9,05 milljónir lítra. Á þessu verðlagsári er hann heldur meiri eða 9,2 milljónir lítra. Talsverð hætta er nú á að bænd- ur missi hluta framleiðsluréttar síns næsta verðlagsár ef ekki tekst að framleiða upp í hann á næsta ári. Innlögð mjólk á árinu 1989 var tæplega 8,9 milljónir lítra sem er minnsta magn mjólkur síðan 1970. Á efnarannsóknastofu Bænda- skólans á Hvanneyri hafa verið efnagreind 106 heysýni úr Borgar- firði og eru samkvæmt nýrri við- miðum um 0,57 fóðureiningar í heykílói að meðaltali. Heysýni úr Dalasýslu hafa reynst enn lélegri en engin sýni hafa borist af Snæ- fellsnesi. Þorsteinn Guðmundsson forstöðumaður rannsóknarstofunn- ar sagði að kýr geti ekki mjólkað vel af þessum heyjum nema tals- verð fóðurbætisgjöf komi til. Tún á Vesturlandi spruttu seint sl. sumar. Sláttur hófst þar af leið- andi víðast hvar of seint. D.J. Loðdýrarækt á Norðurlöndum: Framleiðsla dregst sam- an um 30% Loðdýraræktendur á Norður- löndum hafa ákveðið að draga verulega úr framleiðslu minka- og refaskinna á þessu ári, vegna lágs skinnaverðs sem fékkst á fyrstu uppboðunum á nýbyrjuðu sölu- tímabili. Rciknað er með um 30% samdrætti í minkarækt og um 25% samdrætti í refarækt frá því sem var á síðastliðnu ári. í fréttatilkynningu frá samtökum loðdýraræktenda á Norðurlöndum segir að miðað við árið 1989 verði um sex milljón færri minkaskinn framleidd á þessu ári, en það þýðir um 30% samdrátt í framleiðslunni á Norðurlöndum. Þá verði sam- dráttur í framleiðslu refaskinna á bilinu 20-25%, eða sem nemur hálfri milljón skinna. Um 2-3 milljónir minkaskinna, sem framleidd voru á, síðasta ári, verða jafnframt tekin af markaði og sett- í langtíma- geymslu, en með því er talið að jafnvægi náist milli framboðs og eftirspurnar á skinnamörkuðum á yfirstandandi sölutímabili. Auk þess reikna uppboðshús á Norðurl- öndum með því að stöðugara verð fáist fyrir loðskinn á þeim upp- boðum sem eftir eru á sölutímabil- inu, vegna þess að samdráttur í framleiðslunni verður mun meiri en búist var við fyrir aðeins einum mánuði síðan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.