Morgunblaðið - 11.01.1990, Síða 30
")5TOM
30
0')RI HAftMAi.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1990
Hlíðarfjall:
Búið að reisa nýja
skíðalyítu í Hólabraut
BÚIÐ er að reisa nýja skíðalyftu í Hólabraut í Hlíðarfjalli og í gær
vann hópur manna við að setja upp vír lyftunnar. Lyftan fer í gang í
þessari viku, en þá vantar aðeins snjóinn svo ungir Akureyringar geti
prófað hana.
Ivar Sigmundsson forstöðumaður
Skíðastaða sagði að nánast allan
snjó vantaði í Hlíðarfjall og í gær
þegar unnið var við vír nýju lyftunn-
ar óku menn á bifreiðum um allt
fjali. Opnað var fyrir skíðafólk í
Hlíðarfjalli 28. janúar í fyrra og sagði
ívar að vonandi yrði ekki opnað
seinna í ár.
„Við höfum ekki prófað dansskóna
Slippstöðin hf.:
Engin verk-
efni í febrúar
UNNIÐ er að því að afla verk-
eftia fyrir Slippstöðina hf. en
engir samningar um verk liggja
fyrir frá og með febrúarmánuði.
Verkefriastaðan var þokkaleg í
desember og hið sama gildir um
janúarmánuð.
Sigurður Ringsted forstjóri
Slippstöðvarinnar hf. sagði að unn-
ið 'væri að ýmsum smáverkefnum
og viðhaldi skipa, en engin stór
verkefni væru í gangi. Þessum
verkum verður öllum lokið seinna
í þessum mánuði eða í þeim næsta.
Stærsta verkefni stöðvarinnar í
haust hefur verið viðgerð á strand-
ferðaskipinu Heklu, en því verki
verður lokið í byijun næsta mánað-
ar.
Um 200 manns vinna nú hjá
Slippstöðinni. Gengið hefur verið
frá endurráðningum á milli 120 til
130 manna, en sem kunnugt er var
öllum starfsmönnum stöðvarinnar
sagt upp störfum í byijun nóvem-
ber á síðasta ári.
neitt að ráði, enda verður það al-
gjört neyðarúrræði að taka þá fram,
miðað við reynsluna í fyrra,“ sagði
Ivar, en á síðasta ári leit ekki vel
út með snjó í fjallinu og gripu forr-
áðamenn Skíðastaða þá til þess ráðs
að taka fram svokallaða dansskó og
stíga villtan snjódans um svæðið.
Dans þessi hafði þau áhrif að snjó
kyngdi niður svo til allan veturinn
og ætlaði snjókoman engan enda að
taka.
Nýja skíðalyftan í Hólabraut er
350 metra löng og á henni er 50
metra hæðarmunur, en hún getur
flutt 800 manns á klukkustund.
Kostnaður vegna kaupa lyftunnar
og uppsetningar er um 6 milljónir
króna, en hún er einkum ætiuð börn-
um og byijendum og var ráðist í
kaup hennar vegna slysahættu sem
fyigdi gömlu togbrautinni.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Búið er að reisa nýja diskalyftu í Hólabraut í Hlíðarfjalli og verður
hún sett í gang í þessari viku. Hins vegar vantar nánast allan snjó
í fjallið svo einhver bið verður á að skíðafólk fái að prófa hana.
Símsambandslaust í 45 mín-
útur vegna álags á símkerfíð
Símsambandslaust varð á Akureyri í 45 mínútur í fyrrakvöld, þegar
stofnöryggi í rafgeymum hjá Pósti og síma gáfu sig í kjölfar mikil álags
á símakerfið, en rafmagnslaust varð í bænum um kl. 9.20 um kvöldið.
Ársæll Magnússon umdæmisstjóri
Pósts og síma á Akureyri sagði að
þegar rafmagn fór af bænum hafi
fjölmargir gripið til símans til að
kanna hvað hvað væri að og við álag-
ið hafi stofnöryggi í rafgeymum
rofnað. Við bilunina varð 7.000 núm-
era stöð straumlaus og örbylgju- og
ljósleiðarasambandið datt einnig út.
Viðgerð tók um þijá stundarfjórð-
unga. Ársæll sagði að í ljósi fenginn-
ar reynslu yrði kerfið endurskoðað,
svo tryggt yrði að þetta endurtæki
sig ekki.
Lögreglu var strax gert viðvart
og kom hún boðum til slökkviliðs.
Ingimar Skjóldal varðstjóri lögregl-
unnar sagði að svo vel hefði viljað,
til að ekkert kom upp á á þeim tíma
sem símasambandslaust varð. Þá
sagði hann að í bækistöðvum al-
mannavarna í kjallara lögreglustöðv-
arinnar væru handvirkir símar og í
úr þeim væri hægt að ná sambandi
beint við sjúkrahús, slökkvilið, flug-
völl og fleiri staði. Einnig væru fyrir
hendi talstöðvar.
Hjá Landsvirkjun fengust þær
upplýsingar í gær, að bilun hefði
orðið í Kröfluvirkjun með þeim af-
leiðingum að byggðalínuhringurinn
rofnaði og rafmagn fór af. Viðgerð
tók taisverðan tíma og lauk á fjórða
tímanum í fyrrinótt.
Hjá Rafmagnsveitu ríkisins á Ak-
ureyri fengust þær upplýsingar að
vegna bilunar á línu í Glæsibæjar-
hreppi hefði rafmagn farið af Eyja-
firði, fyrst um kl. 15. um daginn og
síðan aftur um kvöldið og hefði það
ekki komist á fyrr en rétt fyrir mið-
nætti. Bilun í rofa á Rangárvöllum
varð þess síðan valdandi að Eyfirð-
ingar fengu rafmagn síðar en Akur-
eyringar.
Frystihús KEA á Dalvík:
Flæðilínan hefiir skilað allt að 40%
meiri afköstum á hvern starfsmann
Um 500 tonna samdráttur í vinnslunni á milli ára
ÁRS reynsla af flæðilínu í frysti-
húsi KEA á Dalvík er góð og
hefur hún skilað starfsfólki um
30% hærri bónus en áður var.
Afköstin hafa aukist til muna
eftir að flæðilínan var tekin
upp, um allt að 30-40% á hvern
starfsmann. Aðstaða starfsfólks
er betri en áður var og störfín
léttari.
Gunnar Aðalbjörnsson frysti-
hússtjóri á Dalvík sagði að reynsla
fyrirtækisins af flæðilínunni það
ár sem hún hefði verið í notkun
væri góð. Kostir hennar væru mun
f leiri en gallamir. Flæðilínan hefði
í för með sér breytingar á vinnslu-
kerfi og einnig á fyrirkomulag
bónuss. Störf starfamanna yrðu
léttari og aðstæður þess á vinnu-
stað betri. Það skilaði sér í meiri
afköstum og reiknaði hann með
að afköst hvers starfsmanns hefðu
aukist um 30— 40% á síðasta ári,
eða frá því flæðilínan var tekin í
notkun. Flæðilínan hefði einnig
verið töluverð kjarabót fyrir
starfsfólk, því bónus hefði hækkað
um 30% frá því sem áður var.
Helsta galla f læðilínunnar sagði
Gunnar vera að í gamla kerfinu
hefði verið fylgst með nýtingu
hvers og eins starfsmanns, en nú
væri slíkt ekki hægt lengur, heldur
er fylgst með öllum hópnum. „Við
erum ánægðir með reynsluna af
flæðilínunni og kostir hennar eru
mun fleiri en gallarnir," sagði
Gunnar.
Saltfiskverkun hefst í dag og
frystingin fer í gang næsta mánu-
dag. Björgvin kom til lands í fyrra-
dag vegna veðurs og var hánn
með 85 tonn eftir fjögurra daga
veiðiferð. Von er á Björgúlfi inn
til löndunar í næstu viku.
„Við erum nokkuð bjartsýn á
þetta nýja ár, þrátt fyrir að áfram-
haldandi samdráttur sé fyrirsjáan-
legur. Þetta er spurning um hvern-
ig hægt er að spila úr því sem
maður hefur, en það á eftir að
koma í ljós,“ sagði Gunnar, en vel
rættist úr á síðasta ári, sérstak-
lega var seinnihluti árs góður.
Gunnar sagði að ekki hefði verið
jafnmikil vinna í frystihúsinu í
desember síðan árið 1982. „Það
rættist vel úr haustinu, tíðin var
góð og við yfirborguðum tvo tog-
ara, Baldur og Dalborguna, þann-
ig að við höfðum stöðugt hráefni,
Guðmundur Sigurbjörnsson hafn-
arstjóri sagði að fækkunin kæmi
fyrst og fremst til af því hvérsu fá
loðnuskip komu til Krossaness vegna
lélegrar loðnuveiði. Reiknaði hann
með að um 150-200 skip kæmu til
hafnar á Akureyri vegna loðnuvertí-
ðarinnar á ári.
Á síðasta ári komu 860 skip til
hafnar á Akureyri og voru þau 988
þúsund brúttórúmlestir að stærð. Á
milli áranna 1988 og 89 varð 6%
fjölgun á skipakomum til hafna á
auk þess keyptum við um 180
tonna ýsukvóta.“ Gunnar sagði að
samdráttur í vinnslunni á milli ára
næmi um 500 tonnum, en um
7.000 tonn voru unnin á árinu
1988 á móti 6.500 tonnum á
síðasta ári.
Akureyri, en á árinu 1988 komu 936
skip í höfn og voru þau rétt rúmlega
ein milljón brúttórúmlestir að stærð.
Fækkun á skipakomum síðasta árs
sagði Guðmundur einkum stafa af
lélegri loðnuveiði, en reikna mætti
með um 60 færri skipakomum í haust
vegna þess. Þá sagði Guðmundur að
gróflega áætlað yrði Akureyrarhöfn
af um tveggja milljón króna tekjum,
m.a. vegna afla- og vörugjalda, ef
ekki verður brædd loðna í Krossa-
nesi á þessari vertíð.
Akureyrarhöfti:
Skipakomum fækkaði
um 8% á síðasta ári
SKIPAKOMUM í Akureyrarhöfn fækkaði um 8% á síðasta ári ef miðað
er við árið þar á undan. Á árinu 1989 komu 860 skip í höfh á Akureyri,
en þau voru 936 árið á undan.
Sýningin
„Komdu í
kvöld“ í
Hollywood
SÝNINGIN „Komdu í
kvöld“, sem var í veitinga-
húsinu Broadway í haust,
verður á næstunni sett upp
í Hollywood. Ákveðið hefur
verið að söðla um í Holly-
wood og miða staðinn og
skemmtiatriði þar við eldra
fólk en verið hefur.
í sýningunni „Komdu í
kvöld“ flytja fimm söngvarar
lög eftir Jón bankamann Sig-
urðsson. Söngvararnir eru
Ellý Vilhjálms, Þorvaldur
Halldórsson, Björgvin Hall-
dórsson, Hjördís Geirsdóttir
og Trausti Jónsson. Hljóm-
sveit Jóns Sigurðssonar leikur
undir. Sýningin verður á efri
hæð skemmtistaðarins og þar
verða gerðar ýmsar breytingar
til að taka á móti matargest-
um, en borinn verður fram
kvöldverður fyrir sýningu.
Eftir sýningu leikur hljómsveit
Jóns Sigurðssonar fyrir dansi,
en á neðri hæðinni leikur
hljómsveitin Lónlí Blú Bojs.
Sýningin „Komdu í kvöld“
verður í fyrsta sinn í Holly-
wood föstudaginn 19. janúar.
Frekari upplýsingar og borða-
pantanir era í Hollywood.
Lónlí Blú Bojs leika hins vegar
í fyrsta sinn í Hollywood um
næstu helgi, 12. og 13. janúar.
Eddie Skoller á hljómleikum.
Eddie Skoller
kemur hingað
í annað skipti
HINN þekkti danski
skemmtikraftur, grínisti,
háðfugl og söngvari Eddie
Skoller er væntanlegur til
íslands og mun halda hljóm-
leika í Gamla bíói 20. og 21.
janúar næstkomandi auk
þess sem hann skemmtir á
Herrakvöldi Lionsklúbbsins
Njarðar 18. janúar en á veg-
um hans kemur Eddie Skoll-
er nú öðru sinni.
Eddie Skoller er danskur
en reyndar var faðir hans
rússneskur gyðingur, en móðir
hans sænsk, og hann fæddist
í Bandaríkjunum 1944, en ólst
upp í Danmörku frá 6 ára
aldri. Hann útskrifaðist úr
Verzlunarháskólanum í Kaup-
mannahöfn með ágætiseink-
unn, en leiddist skrifstofuvinn-
an og langaði að skemmta
fólki.
Fyrir 20 árum skemmti
hann í Tivoli í Höfn, og það
tókst með slíkum ágætum, að
síðan hefur hann getað helgað
líf sitt þeirri köllun að
skemmta fólki.
Hljómleikarnir í Gamla bíói
20. og 21. janúar hefjast kl.
20.30, en miðasala er frá 11.
janúar kl. 15-19.,
(Fréttatilkynning)