Morgunblaðið - 11.01.1990, Side 37

Morgunblaðið - 11.01.1990, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1990 37 hlutverki fullkomlega vaxin að veita börnum sínum það atlæti og upp- eldi sem sköpum skiptir í lífinu. Veit ég að vinnudagurinn hefur oft vérið langur hjá þeim báðum, en hitt veit ég líka að þau hafa ekki talið það- eftir sér. Þekki ég af langri viðkynningu að þau hafa ætíð veitt hvort öðru þann styrk sem hjón geta bestan veitt maka sínum. Ég minnist þess einkum hve Grímur var natinn við barnauppeld- ið. Og það voru ekki aðeins börn Gríms sem nutu barnelsku hans. Man ég glöggt í því sambandi að dætur mínar ungar sóttust eftir því að fá að sitja í fanginu á Grími og „horfa á eitt spil“ er við spiluðum heima hjá mér. Eftir nokkurra ára hlé vegna námsanna og fjarvista úr bænum tókum við spilafélagarnir í Fjarkan- um upp þráðinn að nýju á haustdög- um 1959. Þá var að vísu einn horf- inn úr hópnum, Geir Jónsson, lækn- ir, sem dvaldist erlendis við nám og störf og lést fáum árum síðar, löngu fyrir aldur fram. Hans skarð fyllti Sölvi Eysteinsson, skólabróðir okkar allra og bekkjarbróðir Gríms úr MA. Héldum við síðan hópinn sleitulaust í 30 ár. Vorum við að hefja 31. spilavertíðina þegar Grímur veiktist. Við spiluðum síðast heima hjá þeim Fríðu og Grími um það bil viku af nóvember. Virtist Grímur þá enn heill heilsu en hafði fundið til nokkurrar þreytu síðustu vikurn- ar, sagði hann mér síðar. Er ég hringdi til hans eftir hálfan mánuð til þess að boða til spilakvölds heima hjá mér, sagði hann mér að hann hefði kennt lasleika fyrir um viku og farið til læknis sem uppgötvaði að hann var kominn með alvarlega innvortis meinsemd og bjó hann undir það versta. Er skemmst frá því að segja að ítarleg rannsókn leiddi í ljós að um var að ræða krabbamein í ristli. Var Grímur skorinn upp rétt fyrir jólin en þá var það orðið of seint. Ég kom til hans á Þorláksmessu, var hann þá að vonum máttfarinn en þó óraði mig ekki fyrir því er ég kvaddi hann að svo skammt væri eftir. Það var okkar síðasti fundur. I 30 ár hittumst við spilafélag- arnir að jafnaði hálfsmánaðarlega yfir veturinn. Við spiluðum aðeins okkur til ánægju og tókum ekki þátt í keppni utan einn hausttíma fyrir nokkrum árum er við spiluðum hjá Skagfirðingafélaginu. Frá sjón- armiði keppnismanns hjökkuðum við alltaf í sama farinu, notuðum auk heldur Vínarsagnkerfið sem nú ku löngu úrelt. Engu að síður færði þetta okkur, eða a.m.k. mér, and- lega endurnæringu samfara skemmtuninni. Við blönduðum geði hver við annan og við eiginkonurn- ar og börnin og krufðum landsmál- in og heimsmálin til mergjar yfir kaffinu og kökunum _sem konurnar framreiddu af rausn. í þeim umræð- um var Grímur skeleggur málsvari lítilmagnans, þei’rra stétta þjóðfé- iagsins sem alltaf hafa átt og eiga sífellt í vök að veijast, því hann var einlægur liðsmaður baráttunnar fyrir jafnrétti, þjóðfrelsi og betra heimi. Og í vörn og sókn fyrir þann málstað tók Fríða þátt engu síður en Grímur, einkum í sambandi við kvennabaráttu síðustu ára. Þótt skoðanir væru stundum skiptar og mál sótt og varin af sannfæringu og kappi, féllu aldrei styggðaryrði, enda virtum við ætíð skoðanir hver annars. Og aldrei deildum við held- ur við spilaborðið. Minnisstæðust er mér þó helgardvöl sem við hjón- in áttum í Herdísarvík í maímánuði fyrir allmörgum árum. Þar var mik- ið spilað, spjallað, sungið og glaðst um bjarta vornótt. En nú ríkir ekki lengur stund gleði heldur sorgar. Fyrir hönd okk- ar spilafélaganna og fjölskyldna okkar votta ég eiginkonu Gríms, aldraðri móður hans, börnum, barnabörnum, systkinum og öðrum ættingjum og venslafólki innileg- ustu samúð. Megi sú vissa vera þeim huggun harmi gegn, að góðir menn lifa þótt þeir deyi. {Og þeir lifa ekki aðeins í minningunni. Þeir lifa í afkomendum sínum, í verkum sínum, í þeim áhrifum sem þeir höfðu á samferðamenn sína. Og áhrifin frá Grími voru góð og inunu vara meðan við lifum sem vorum svo gæfusöm að þekkja hann náið. Sigurður V. Friðþjófsson Grímur M. Helgason, forstöðu- maður handritadeildar Landsbóka- safns lézt 26. desember sl. af því meini er flestum verður að fjörtjóni fyrir aldur fram nú á tímum. Ég á því láni að fagna að hafa verið starfsfélagi Gríms undanfarin þijú ár, og mat ég hann því meira sem ég kynntist honum betur. Hann var maður dagfarsprúður og lét lítið yfir sér, en gjörhugull á það sem vera skyldi og fastur fyrir þegar á því reyndist þörf. Hann lagði mikla alúð við öli sín fræðiverk og bar mjög fyrir bijósti hag deildar sinnar og stofnunar. Það var ekki fyrr en um hádegis- bil 28. nóvember að hann stóð í síðasta sinn upp frá borði sínu í handritadeild og hélt heim, sökum sjúkleika. Má slíkt ótrúlegt þykja, eins þjáður og hann hlýtur að hafa verið orðinn, svo skammt sem hann átti eftir ólifað, en lýsir þeim styrk er hann bjó yfir til hinztu stundar. Þessi fáu kveðjuorð eiga aðeins að tjá, hversu mér þykir mikils misst við fráfall Gríms M. Helga- sonar. Ég veit að aðrir, sem lengur þekktu hann, munu gera ítarlega grein fyrir lífi hans og störfum við þes^si leiðarlok. Ég votta samúð mína ekkju hans, Hólmfríði Sigurðardóttur, börnum þeirra, barnabörnum, aldraðri móð- ur og venzlafólki. Ögmundur Helgason Macintosh - Kennarabraut Skemmtileg og fræðandi námskeið í tveimur áföngum, sérstaklega ætluð kennumm á öllum skólastigum, hefjast í janúar. Kvöld- og helgartímar. Menntun sem metin er til stiga hjá námsmatsnefnd og hægt er að sækja um styrk í endurmenntunarsjóði. Lögð er áhersla á notkun Macintoshtölvunnar við námsefnisgerð, nemendabókhald og verkefnagerð. Tölvu- og verkfræ&lþjónustan Hringdu og fáöu Grensásvegi 16 • Sími 68 80 90 námsskrá senda 01SAIA RUMFATNAÐUR ABREIÐUR SÆNGUR 140x200 A^cLns' dW 21.9M' iOpor- afa'rt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.