Morgunblaðið - 11.01.1990, Page 38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR; 11. JANÚAR 1990
38
Minning:
Guðbjörg Guðjóns-
dóttirfrá Aiimmúpi
Fædd 20. ágúst 1897
Dáin 31. desember 1989
Hver fögur dyggð í fari manns
er fyrst af rótum kærleikans.
Af kærleik sprottin auðmýkt er,
við aðra vægð og góðvild hver
og friðsemd hrein og hógvæit geð
og hjartaprýði stilling með.
(Kingo, - H. Hálfd.)
Þessar ljóðlínur komu mér í hug
er ég hugðist festa á blað örfáar
minningar um tengdamóður mína,
Guðbjörgu Kristjönu Guðjónsdóttur
frá Arnarnúpi í Dýrafirði, er lést
31. desember 1989. Fædd var hún
20. ágúst 1897 að Arnarnúpi, eist
13 barna sæmdarhjónanna Guðjóns
Þorgeirssonar og konu hans, Elín-
borgar Guðmundsdóttur er þar
bjuggu. 011 urðu þau systkini þekkt
fyrir samviskusemi, vandvirkni og
dugnað, enda eftirsótt til verka.
Eftirlifandi eru nú 5 af- þessum
hópi. Þar sem Guðbjörg var elst fór
hún snemma að leggja lið við bú-
störfin og mun snemma hafa komið
í ljós áhugi hennar á vinnunni og
löngun til að láta muna um sitt
framlag. Snemma mun fólki nafn
þótt eftirtektarvert hve henni var
umhugað um að bæði mönnum og
málleysingjúm liði vel.
Guðbjörg giftist Kristjáni Guð-
mundssyni, bónda á Höfn í Dýra-
firði, 26. september 1919. Á Höfn
hófu þau búskap og bjuggu þar til
vorsins 1922 er þau fluttu að Am-
arnúpi og bjuggu þar á hálfri jörð-
inni á móti foreldrum hennar en
síðan allri til ársins 1956. Er heilsa
Kristjáns bilaði færðu þau sig til
Reykjavíkur og áttu þar heima
síðan, uns Kristján lést árið 1973.
Fljótt kom í ljós er Guðbjörg fór
að stjórna hve einstök skapgerð
hennar var. Hógværð, mildi og
kærleikur voru henni í blóð borin.
Þau eignuðust níu böm, átta kom-
ust til fullorðinsára, fimm éru eftir-
lifandi.
Guðbjörg var einstök móðir,
umhyggjan, kærleikurinn og mildin
var hennar leiðarljós. Þess nutu líka
öll þau börn sem á heimilið komu
en þau voru mörg og sum til fullorð-
insára. Bamaskólinn í Keldudal var
farskóli og auk þess sem kennarinn
hafði samastað á heimilinu fylgdu
honum oft börn. Þá voru líka vistuð
börn þar frá þeim bæjum sem lengst
áttu að í sveitinni af þeim sem
sækja áttu þennan skóla.
Guðbjörg var sanntrúuð kona
sem lagði kirkju sinni að Hrauni lið
eftir mætti. Þar stýrði hún söng
við hveija athöfn. Nokkra tilsögn
hafði hún fengið í orgelleik hjá 01-
afí Ólafssyni, kennara á Þingeyri.
Kristján var líka meðhjálpari við
kirkjuna og saman gengu þau með
prestinum til og frá kirkju í hvert
sinn er messað var eða önnur at-
höfn gerð, enda Amamúpur talinn
sjálfsagður viðkomustaður prests-
ins. Þegar mágkona hennar, Ingi-
björg Markúsdóttir, missti mann
sinn eftir skamma sambúð, kom
hún með son sinn 1 árs að Arnar-
núpi og áttu þau þar heimili æ
síðan. Sama má segja um Bjarna
Guðbjömsson sem var henni sem
uppeldisbróðir. Amma hennar tók
hann sem bam og við heimilið var
hann ávallt tengdur.
Bæði þessi trúu og dyggu hjú
fluttu með þeim til Reykjavíkur og
áttu heimili hjá þeim þar. Allrar
aðhlynningar nutu þau sem Guð-
björg gat þeim í té látið, þar til
Bjami fór á sjúkradeild Hrafnistu
í Reykjavík, enda heilsan að bila
hjá þeim öllum. Eftir að Kristján
lést fluttist Guðbjörg í Hafnarfjörð
til dóttur sinnar og tengdasonar.
Var hún hjá þeim í tólf ár eða þar
til hún fór á Hrafnistu í Reykjavík.
Aldrei féll Guðbjörgu verk úr
hendi og lítill tími vannst til bók-
lestrar. Yndi hafði hún þó af lestri
góðra bóka. Hún var hafsjór af fróð-
leik enda stálminnug. Aldrei gengu
pijónarnir hraðar en ef lesið var
gott efni í útvarpinu eða lesin var
saga á vökunni. Þess nutu líka börn-
in, barnabörnin og barnabarnaböm-
in. Enginn kann tölu á háleistunum,
sokkunum og vettlingunum sem
hennar gjöfulu hendur framleiddu
og ekki gleymist bros þessa hóps á
afmælum, jólum og við mörg önnur
tækifæri er handfjatlaðir voru
mjúkir pakkar frá ömmu Guggu.
Vettlingar dregnir á hendur og dá-
samaðir fyrir mýkt og hlýju. Allir
munir sem Guðbjörg vann sýndu
að þar var að verki sú sem ekki
sætti sig við neitt meðal gott. Allt
varð að vera fullkomið.
Hversu margt mætti ekki skrifa
um þessa konu sem einskis krafðist
fyrir sjálfa sig, en átti svo ómældan
kærleika og mildi að miðla öðrum.
Það má líka geymast í hugum af-
komenda hennar og vina. Eg vil
að endingu senda hjúkrunarfólki á
Hrafnistu kærar kveðjur og þakkir
fyrir ólýsanlega nærgætni og alúð
sem það sýndi henni til hinstu
stundar.
Af heilum hug kveð ég kæra
tengdamóður.
Hjörleifur Guðmundsson
Elskuleg föðursystir mín og fóst-
urmóðir er látin. Hún lést á gaml-
árskvöld á 93. aldursári og hafði
því lifað langa ævi.
Mér er ljúft að minnast hennar
svo margar hlýjar og ljúfar minn-
ingar á ég um hana, ástúð hennar,
kærleikur, umhyggja og umburðar-
lyndi hennar var einstök. í minum
huga var hún ímynd alls hins góða
sem strauk hendi um vanga, þerr-
aði tár og huggaði ef eitthvað bar
út af. Hún var sanntrúuð kona sem
setti allt sitt traust á handieiðslu
guðs, sótti sinn innri styrk í trúna.
Arnarnúpsheimilið var alltaf fjöl-
mennt. Það voru ekki einungis
hennar börn heldur oftast eitt eða
tvö aðkomubörn sem dvöldu þar um
lengri eða skemmri tíma, sum í
mörg ár. Þó hún væri húsmóðir á
stóru heimili þar sem í mörg horn
var að líta, þá var hún líka hinn
trausti og góði uppalandi sem stöð-
ugt kenndi okkur að vera ávallt
heiðarleg og sönn í öllum okkar
orðum og gjörðum.
Guðbjörg var fædd 20. ágúst
1897 að Arnamúpi í Keldudal í
Dýrafírði. Foreldrar hennar voru
Elínborg Guðmundsdóttir og Guð-
jón Þorgeirsson sem þar bjuggu.
Hún var elst 13 systkina og er hún
sú áttunda af þeim sem hverfur
héðan. Guðbjörg ólst upp á Arnam-
úpi til fullorðinsára, eða þar til að
hún giftist 26. september 1919
Kristjáni Guðmundssyni frá Höfn í
Dýrafirði. Þau bjuggu fyrstu þijú
árin í Höfn en fluttust þá að Árn-
amúpi þar sem þau bjuggu í rúm
þijátíu ár eða þar til þau brugðu
búi og fluttust til Reykjavíkur árið
1956. Þau settust að á Tunguvegi
7 þar sem þau áttu heima í 12 ár.
Þá eignuðust þau litla íbúð í Stóra-
gerði 1 og áttu þar heima þar til
Kristján lést í desember 1973. Þá
fluttist Guðbjörg til Sigríðar dóttur
sinnar og eiginmanns hennar, Hjör-
leifs Guðmundssonar, og var hjá
þeim þar til hún fór á öldrunar-
heimili DAS árið 1985 og dvaldi
þar það sem eftir var.
Guðbjörg og Kristján eignuðust
níu börn. Fyrst tvíbura, annar lést
strax eftir fæðingu en hinn, Guð-
mundur Jón, lést 2. október 1988.
Hann var kvæntur Ásmundu Ólafs-
dóttur; Guðmunda, hún var gift
Óskari Magnússyni. Þau eignuðust
tvo syni. Guðmunda lést 1959;
Guðjón, hann er kvæntur Rann-
veigu Ólafsdóttur og eiga þau fímm
börn; Sigríður, hún er gift Hjörleifi
Guðmundssyni. Þau eiga fímm
börn; Elías, hann er kvæntur Önnu
Óskarsdóttur. Þau eiga fimm börn;
Bjarni, hann er kvæntur Ester ís-
aksdóttur og eiga þau þijú börn;
Ingvar Stefán, hann var kvæntur
Aðalheiði Björnsdóttur. Þau eignuð-
ust þijá syni. Stefán lést 1979;
Björgvin, hann er kvæntur Matt-
hildi Gestsdóttur. Þau eiga þijú
börn. Þá ólst upp hjá þeim á Árn-
amúpi sá sem þetta skrifar frá eins
árs aldri til fullorðinsára.
Þau Guðbjörg og Kristján höfðu
búið saman í farsælu hjónabandi í
52 ár þegar Kristján lést. Þau skil-
uðu miklu og góðu ævistarfí. Guð-
björg var ávallt við góða heilsu þar
til seint á árinu 1988 að hún fékk
heilablæðingu og náði sér ekki eftir
það, enda aldurinn orðinn hár og
hún þrotin að kröftum. Hún var
hógvær og hljóð á hveiju sem gekk
og hafði mikinn innri styrk, trúði á
handleiðslu guðs. Það var alltaf
mikil birta og fegurð yfír henni.
Á Arnarnúpi fæddist hún og ólst
upp. Þar fæddi hún börnin sín og
kom þeim til fullorðinsára. I
Keldudal stendur kirkjan hennar
þar sem hún hafði forsöng við mess-
ur og Kristján var meðhjálpari. Af
þeim fjórum ábúendum sem voru í
Keldudal þegar við vorum að alast
upp er hún sú síðasta sem hverfur
héðan úr heimi.
Að leiðarlokum þakka ég Guggu
minni fyrir handleiðsluna og það
veganesti sem hún gaf mér út í lífíð.
I mínum huga mun hún ávallt
geymast sem mild og kærleiksrík
móðir.
Guð blessi minningu hennar.
Markús Stefánsson
í dag er til moldar borin Guð-
björg K. Guðjónsdóttir. Löngu og
gifturíku ævistarfí er lokið. Þótt
Ijóst hafi verið um nokkurn tíma
að hveiju stefndi er kveðjustundin
sár. Á slíkri stundu vakna upp
minningar frá liðnum tíma.
Minning tengdasonar um hlýjar
móttökur á kærleiksríku heimili að
Arnarnúpi og síðar í Reykjavík svo
og ómetanlegur stuðningur á mikl-
um erfiðleikatíma. Hugljúfar minn-
ingar dóttursona um bjarta sumar-
daga í Dýrafirði hjá ömmu og afa
við leik og störf. Eftir flutning
þeirra suður til Reykjavíkur vildi
svo vel til að stutt var á milli heim-
ila okkar. Við bræðurnir sóttum
mikið til ömmu og afa inn á Tungu-
veg. Vegna veikinda móður okkar
og síðar fráfalls hennar áttum við
okkar annað heimili hjá þeim um
skeið. Nutum við ástríkis og umönn-
unar ömmu og afa á þessum erfíðu
tímum. Einstök hlýja ömmu og
góðvild gerði söknuð okkar létt-
bærari. Oft höfum við eflaust reynt
á þolinmæði hennar en ekki minn-
umst við þess að ró hennar hafi
verið raskað. Ávallt munum við
minnast skilnings ömmu og upp-
byggilegra samtala sem lýstu henn-
ar jákvæða og kærleiksríka hugar-
fari.
Það lýsir mannkostum þessarar
mætu konu hið hlýja viðmót er hún
sýndi Sigríði og hennar bömum og
sá vinskapur sem þróaðist með þeim
eftir að heimilishald hófst á ný í
Hamarsgerði. Ekki var gert upp á
milli okkar barnanna enda litu
stjúpbömin og síðar systir okkar,
Guðmunda, sem hlaut nafn móður
okkar, til Guðbjargar sem ömmu.
Amma bar mikla umhyggju fyrir
bömum sínum og fjölskyldum
þeirra. Fylgdist hún vel með högum
allra. Gott var að koma til hehnar
og frétta af frændfólkinu. Þrátt
fyrir ýmislegt mótlæti lét amma
ekki bugast. Þungbært varð henni
. fráfall eiginmannsins og missir
fjögurra barna. Hennar innri styrk-
ur kom þá best í ljós og auðnaðist
henni að telja kjark í aðra sem einn-
ig áttu um sárt að binda.
Á slíkri kveðjustund er erfítt að
tjá þakklæti í orðum fyrir alla þá
hlýju og þann stuðning sem við
höfum orðið aðnjótandi. En ljúfar
minningar um góða og heilsteypta
ömmu og tengdamóður munu ætíð
lifa með okkur.
„Far þú í friði
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt."
(V. Briem)
Óskar, Guðmundur
og Kristján.
Ég var á fimmta árinu í fyrsta
sinni sem ég trítlaði um hlaðið á
Arnarnúpi. Eg var að koma frá
Bolungarvík til afa míns og ömmu
sem bjuggu á Skálará. Ekki bara
í heimsókn heldur til þess að vera.
Síðan eru liðin 68 ár. 11 ár átti ég
heima í þessum dal sem ber með
réttu nafnið Keldudalur og stendur
utarlega við Dýrafjörð sunnanverð-
an, þar sem Arnarnúpurinn gnæfir
í ögrandi tign yfir dalnum, þar sem
Skálará kúrir undir brekkum skál-
arinnar, milli Saurhornsins og
Hundshornsins hinum megin árinn-
ar sem hlykkjast eftir dalnum endi-
löngum. Þessi dalur. Þessi af-
skekkti, hýri en hijúfi dalur var
sögusvið þessarar hugljúfu konu,
sem við fylgjum nú til grafar.
Þegar árin mætast. Heilsast og
kveðjast líður mörgum í barm ang-
urværð og tregi. Margur saknar og
fagnar í senn. Saknar ljúfra stunda
frá vori bernsku sinnar þegar ævin-
týrin gerðust af minnsta tilefni.
Fagnar með þeim sem þungar byrð-
ar hafa axlað og fá nú hvílt sín
lúnu bein, brunnin að skari.
Þegar gamla árið kvaddi að þessu
sinni rann einnig „í aldanna skaut“
lífsþráður konunnar, sem í mínum
huga var síðasta konan í dalnum.
Guðbjörg Guðjónsdóttir frá Arnar-
núpi lést á gamlársdag á 93. aldurs-
ári.
Arnarnúpur er fornt höfuðból í
Keldudal sem margan íslendinginn
hefír alið og komið vel til manns.
í þeim hópi er Guðbjörg Bjamadótt-
ir, móðuramma þessarar Guðbjarg-
ar sem ég er að skrifa um og heit-
in er eftir henni. Auðvitað. En Guð-
björg Bjamadóttir var kvenhetja
svo ekki sé meira sagt. Hún var
búandi á Arnarnúpi um langan tíma
að manni sínum látnum sem hún
missti í miklum harmleik í brimlend-
ingu við Skaga. En þótt hún missti
þar bónda sinn, vinnandi menn af
búinu og skip sitt, lét hún ekki bilb-
ug á sér finna. Af reisn og mildi
leit hún einnig til þess að aðrir
höfðu líka misst í þessum harmleik.
í þeim hópi var Ragnheiður Péturs-
dóttir föðuramma mín. Hún missti
þar mann sinn og fyrirvinnu. Stóð
uppi með fjögur börn og vafalaust
ónóg þeim til framfæris. Þá brá
Guðbjörg á það ráð að hún tók alla
fjölskylduna til sín að Arnarnúpi,
ura einhvern tíma á meðan þau
réðu ráðum sínum. Það virðist hafa
bjargað einhverju á bágri stund.
Það eru meira en 100 ár síðan hún
vann þetta miskunnarverk. Þannig
steig þessi kona fram af mannúð
og myndugleik, fram úr mistri þess
þjóðlífs sem alltof lítinn gaum gaf
að áföllum heimilanna í landinu,
þegar örlögin laust þau með harm-
inum og splundraði þeim. Það þurfti
ekki brimlendingu til. Alltaf vofði
það sama yfír með hvaða hætti sem
fyrirvinnan brást. Sólin virtist til
sævar gengin um hádegisbil. Eng-
inn styrkur. Engin gleði, aðeins
harmur í litlum bæ.
Inn í þetta aldarfar barst dóttur-
dóttirin Guðbjörg Guðjónsdóttir og
mótaðist af því. Hún fæddist á
Arnarnúpi. Hún ólst upp á Arnar-
núpi, skaut þar föstum rótum sem
hún hlúði vel að svo að þær hrísluð-
ust um allan dalinn. „Á velli tíndu
brúðir blíðar blóhi og krýndu unn-
ustann.“ Liðlega tvítug giftist hún
Kristjáni Guðmundssyni frá Höfn
og settu þau saman heimili og
dvöldu þar næstu tvö árin. Þar
fæddist þeim þeirra fyrsta barn.
Þau tóku sig upp þaðan. Þau
byggðu sér bú í bænum lága, undir
núpnum háa, sem gnauðaði og
hvein. Hjalaði blítt og hvíslaði
draumfögrum óð í eyru fólksins sem
eijaði við rætur hans í mikilli önn.
Hann söng það í svefn meðan blær-
inn lék við blóm og strá og lömbin
léku um laut og barð. Máninn glotti
eins og venjulega í ævintýrum.
En hér stóðu bernskurætur Guð-
bjargar. Hér stóð hún á æskureit
sínum, heimavelli er það víst kallað
um þessar mundir.
Hún vann hjúskaparheit sitt
drengskaparmanni, sem setti svip
prúðmennsku og göfuglyndis á
mannlífið í dalnum. I tíma og ótíma
var hann kallaður til ef eitthvað
bjátaði á á hinum bæjunum vítt og
breitt um sveitina alla. Kýr fengu
doða og slen. Ær gátu ekki borið.
Hrútur þembdist upp þegar verst
gegndi. Hestar fengu fótarmein og
heltust og jafnvel mannfólkið fékk
gigt og innvortis kreppu og fannst
það þá hyggilegra að Ieita hans
ráða, áður en meira væri að gert.
Ef kona gat ekki fætt var hann
kallaður til aðstoðar lækninum og
yfírsetukonunni. Allt þetta og miklu
meira var honum falið að leysa úr
og oftar en ekki tókst honum það.
Ótal sinnum trítlaði ég að Arnar-
núpi með álíka útköll og hér eru
nefnd í þau 11 ár sem ég átti heima
á Skálará.
Kristján var maður með sögu
góðviljans, manndóms og göfug-
lyndis að baki sem stóð meðan stætt
var í ljúfum dal við ysta haf.
Guðbjörg hlaut í vöggugjöf heiða
og tæra sál eftir því sem það verð-
ur skilgreint á mannlegan mæli-
kvarða. Hún ræktaði með sér
tryggð og trúfesti við guð sinn,
þann guð sem hún var skírð til.
Kannski var það þess vegna sem
hún átti aldrei í árekstrum eða úti-
stöðum við neinn. Ekki einu sinni
börnin sín þótt hún þyrfti að aga
þau, né vinnuhjú sín en sum þeirra
fórnuðu ævistarfi sínu með henni
og fyrir hana. Geðprýði hennar kom
í veg fyrir það. Ef til vill var það
vegna tilbeiðslu við guð sinn sem
frá henni stafaði ávallt ró og frið-
ur, hvort heldur að hún var í önnum
eða á þeim fáu stundum sem hún
hafðist ekki að. Máske var það þess
vegna að hún átti mannúð og ná-
ungakærleik í ríkari mæli heldur
en margur annar, svo að eftir var
tekið. Samviska hennar leyfði það
ekki að hún færi í neinu í bága við
átrúnað sinn. Ef til vill var það af
nálægð við guð sinn sem hún var
sterk í harminum og hógvær í gleð-
inni. Hún var mannbætandi kona.
Hún möglaði aldrei eða sífraði um
þröngan kost í hlutskipti sínu þótt
átta börn þeirra hjóna væru á gólfí
í torfbæ með litlu rými. Heldur tóku
þau þijú eða fleiri börn í fóstur af
frændliði sínu þegar þar kreppti að,
sem dvöldust þar um lengri eða
skemmri tíma hjá þeim.
En það var eins og blessun fylgdi
hveiju þeirra barni sem í heiminn
kom. Bú þeirra blómgaðist og þau
byggðu sér nýjan bæ. Börnin þeirra
komu svo þaðan út í mannlífið með
bros á vör, prúð og mannvænleg, í
leit sinni að bústað og bólfestu á
glæstari ökrum og víðari völlum
heldur en dalurinn þeirra gat Iátið
þeim í té. Þannig hefír það lengi
gerst með þjóðinni og gerist enn.
Þau hafa alltaf borið uppruna sinn
með sér og gerst verðugir fulltrúar
dalsins sem ól þau og reynst hið
traustasta og trúverðugasta fólk á
vinnumarkaðinum og sjaldan eða
aldrei skipt um vinnustað, sem seg-
ir sína sögu þar um, Þijú þeirra eru
látin langt um aldur fram en fimm
þeirra halda uppi merki þessa
vammlausa fólks og standa eins og
fagrir laukar í ættboga Guðbjargar
Bjarnadóttur, langömmu þeirra,
sem er afar mannmargur og vel
skipaður af farsælu fólki.
Guðbjörg Guðjónsdóttir var lauf-
sproti á þeirri eik mannlífsins sem
dalalífið eitt getur mótað „inn milli
fjallanna“, þar sem hún átti heima
í meira en 60 ár. Þar stóðu rætur
hennar sem hún hafði ekki bolmagn
til að rífa eða slíta upp og taka