Morgunblaðið - 11.01.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.01.1990, Blaðsíða 39
39*K - með sér þegar hún yfirgaf dalinn að lokum. Þær standa þar enn. Allt annað gat hún gefið frá sér með ljúfu viðmóti sínu til hinstu stundar. Saga hennar er saga dáls- ins meðan hún átti heima á óðali sínu, Arnarnúpi. Óskráð saga. Það semihér er sagt er aðeins tafs og tætingur sem mótast af unggæðis tilfinningum og bernsku- minningum drengs ineð lítilfjörleg- an penna í hendi á gamalsaldri. Ekki saga mikillar konu. En ég vildi geta komið því til skila að hún var táknrænt dæmi um það fólk í landinu, frá hinum ystu byggðum sem af hljóðlátri hógværð vann ævistarf sitt og færði þjóðinni sína mestu og stærstu sigra með mann- gildi sínu, án þess að standa „kross- að“ á menningarinnar palli. Það er mitt viðhorf en ekki hennar. Eg kveð þessa konu með heilli þökk fyrir þau ár sem ég átti heima í nágrenni við hana. Mörgum, mörgum árum seinna mætti ég henni á förnum vegi. Þá fagnaði hún mér eins og hún hefði fundið eitthvað dýrmætt sem hún hafði glatað. „Ne-ei. Ert það þú blessaður drengurinn," sagði hún án þess að gera mun á því að þá heilsaði hún sköllóttum manni nær sextugu en ekki rauðhærða villingnum heima á Skálará. Slík var tryggð hennar við umkomuleysið. Mér finnst þessi kona fara með steindri fegurð móti himni _og sól og bið henni velfarnaðar. Ég bið þann guð sem hún tilbað, þann guð sem hún ákallaði á raunastundum, þann guð sem hún fól börnin sín, að vísa henni veg á nýrri vegferð. Við höfum það fyrir satt: „Að í dauðanum stendur þú einn.“ Aðrir svara ekki fyrir þig. Guð veri með henni. Skarphéðinn Össurarson Mig langar með þessum orðum að minnast elskulegrar ömmu minnar, Guðbjargar Kristjönu Guð- jónsdóttur, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík að kvöldi gamlársdags sl. Þannig hagaði nefnilega til að eftir að afi Kristján lést árið 1973 fluttist hún í hús foreldra minna og var þar í 12 ár eða þangað til hún fluttist á Hrafnistu í Reykjavík. Við amma urðum því nokkurs kon- ar nágrannar ef svo má að orði komast, því herbergið hennar var við hliðina á mínu. Heimsóknir í herbergið hennar ömmu urðu bæði margar og skemmtilegar og þar ríkti allt önnur stemmning en annars staðar í hús- inu. Þar hékk gamla veggklukkan hennar og tifaði samviskusamlega, gamlar myndir stóðu á kommóðu og á borðum og margar bækur í hillum. Fyrst í stað þótti mér þó einna merkilegast hvað hún átti alltaf mikið súkkulaði í kistunni sinni. Það var alltaf jafn gaman að ræða við ömmu og hlusta á hana, því hún var bæði fróð og sagði skemmtilega frá. Fátt þótti mér U'ka eins skemmtilegt og að heyra hana rifja upp mannlífið í sveitinni og skondin atvik er því tengdust. Þá var ekki síður gaman að spjalla við hana, því við gátum rætt allt milli himins og jarðar. Henni ömmu minni var dugnað- urinn í blóð borinn og sjaldan sat hún auðum höndum. Þá reyndi hún eftir mætti að hjálpa til við þau verk sem þurfti að vinna og svo pijónaði hún líka alveg hreint ótrú- lega mikið. Eftir því sem árin liðu þá skildist mér hversu einstök manneskja hún amma var. Hvernig hún setti kær- leikann ofar öllu öðru og hversu umhyggja hennar fyrir velferð síns fólks var takmarkalaus. Hin verald- legu gæði voru léttvæg í hennar augum en hamingja og vellíðan þess mun eftirsóknarverðari. Ég kveð ömmu með þökk. Guð blessi minningu hennar. Sverrir Hjörleifsson KARLMANNAFÖT , verð kr. 5.500,- og 9.990,- Terylenebuxur, stærðir upp í 128 cm, verð kr. 1.995,- Sokkar og bindi. Skyrtur, stærðir 39-46. Kuldaúlpur, blússur, peysur, hattar og húfur. Mikið úrvai, gott verð. Andrés, Skólavörðustíg 22a, s. 18250. MOTTU 06 TEPPA 20-50% Gram Teppi afslattur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.