Morgunblaðið - 11.01.1990, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 11.01.1990, Qupperneq 41
41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1990 Þuríður Guðmunds dóttir - Minning Fædd 4. janúar 1921 Dáin 4. janúar 1989 Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki. Þessi kærleiksóður Páls postula kemur mér í hug þegar ég minnist tengdamóður minnar og fá orð finnst mér lýsa betur hugarfari hennar. Bubba fæddist á Syðra-Lóni á Langanesi og þar átti hún alla tíð sterkar rætur. Hún var trú uppruna sínum og ræktaði minningar liðinn- ar tíðar og látinna samferðamanna jafnt og þeirra sem enn voru hérna megin tjaldsins mikla. Það vega- nesti sem hún hlaut í foreldrahúsum reyndist henni haldgott fyrir það hlutverk sem hennar beið í lífinu. Æskuheimilið var mannmargt og myndarskapur og rausn í forsæti. Mér sýnist að þar muni íslensk al- þýðumenning hafa risið hátt enda fylgdi slíkt svipmót ætíð Bubbu. Hún var vel lesin og unni fögrum skáldskap og fagurri tónlist. Sér- stakt dálæti hafði hún á fallegum söng og naut þess sjálf að syngja bæði fyrir sig og börnin sín svo og í kór. Hún var af þeirri kynslóð sem kunni að meta það að hafa gengið í skóla umfram það sem skylt var. Þeirri kynslóð sem leit á þá fræðslu sem veitt var í skólunum sem dýr- mætan ijársjóð er manni bar að varðveita og ávaxta. í þá daga lærðu menn ekki fyrir kennarann eða foreldra. Menn lærðu til að læra. Til marks um afstöðu hennar til menntunar má nefna það að þau hjón áttu 10 miða í Happdrætti Háskólans frá upphafi. Enda þótt hún ynni nánast aldrei neitt þá áleit hún það skyldu sína að spila með allt til hinstu stundar því Háskólinn var búinn að skila sonum hennar sem menntamönnum út í lífið. „Það er skylda mín að styrkja þessa stofnun," sagði hún stundum. Bubba giftist Birni Óla Péturs- syni árið 1941. Þau áttu saman 36 ár, en Björn lést árið 1977 eftir stutt en erfið veikindi. Hjónaband þeirra var farsælt og það var henni mikið áfall þegar Björn var burt- kallaður svo óvænt og óvægið. Þá riðaði stóra eikin en rétti sig. Efni- viðurinn var seigur enda áður hertn ur í sársauka og trega þegar einka- dóttirin, Herborg, lést barnung eft- ir mikið veikindastríð. Við fráfall Björns kenndi Bubba þess sjúk- dóms, Parkisonsveikinnar, sem síðan setti mark á líf hennar í æ ríkari mæli. Hún barðist hetjulega og gaf sig hvergi fyrr en í fulla hnefana. Hún notaði vel þær stund- ir þegar rofaði til og vann að hugð- arefnum sínum en kvartaði ekki þótt hún yrði að ganga frá hálfnuðu verki. Einkunnarorð hennar voru: „Horfðu á björtu hliðarnar," og mættu margir taka sér þau til umhugsunar. Hún gat stundum hlegið að sjálfri sér enda þótt hvorki henni né öðrum væri hlátur í hug vegna sjúkleika hennar. En þetta var hennar háttur á að bera þann kross sem á hana var lagður. Hún hélt andlegri reisn sinni til hinstu stundar. Mesta gleði hennar í lífinu var að þjóna öðrum, að hjálpa og veita af kærleiksbrunni hjarta síns. Að muna eftir sjálfri sér var ekkert atriði ef hún gat séð um að öllum í kringum hana liði vel, því vellíðan hennar fólst í umönnun annarra. Heimiii hennar var lengst af mann- margt og höföinglegt. Synirnir voru íjórir, hraustir myndarstrákar sem borðuðu vel og tóku til hendinni við leik og störf og voru í því tilliti eftirmynd föður síns. Sjálf vann Bubba ekki hratt en afköst hennar voru mikil og afrakstur vinnunnar glæsilegur og góður. í kringum umsvif Björns í atvinnulífinu var gestagangur mikill og það veit ég fyrir víst að ósjaldan bar það við að óvæntir gestir bættust að matar- borðinu án þess að hún hefði um það hugboð. Þeir settust ávailt að veisluborði því henni var einstak- lega lagið að framreiða slíkt þó með stuttum fyrii-vara væri. Hún leysti alla hluti vel af hendi. Það að færa ýsustykki upp á fat var gert með sömu alúðinni og að skreyta kalk- úninn á gamlárskvöld. Bubba og Björn keyptu ásamt fleirum jörðina Hvalsá í Hrútafirði át'ið 1971. Margar yndisstundir áttu þau hjón þar svo og öll fjölskyldan og aðrir vinir og vandamenn. Fjöldi heimilismanna á Hvalsá þær vikur á sumrin sem þessi fjölskylda var þar við stjórnvölinn hefur sjálfsagt yfirleitt verið um 15 manns að meðaltali og það segir sig sjálft að mörg voru handtökin í kringum svo stóran hóp. En þarna var Bubba í essinu sínu að hlúa að sinurn nán- ustu, ekki síst yngstu kynslóðinni. Stundum var brugðið á leik og veit ég að mörg okkar minnast þess þegar við höfðum kvöldvöku og all- ir áttu að leggja eitthvað af mörk- um. Þá var það amma Bubba sem sjmdi látbragðsleik af mikiili snilld. Ahorfendur spreyttu sig á að finna út hvað hún væri að sýna en án árángurs. En amma Bubba hló sig alveg máttlausa og hélt áfram að leika þar til að lokum að hún stundi upp: „Sjáið þið ekki að ég er að hreinsa túnið og bera af því!“ Bubba var alltaf tii í glens og gaman í góðra vina hópi enda þótt hún væri dagfarsprúð með afbrigðum og orð- vör og stillt í viðræðu. Sporin hennar Bubbu lágu ekki upp metorðastiga þjóðfélagsins því hennar staða var að styðja aðra til dáða. Sú staða hefur engan titil en þó eru ekki allir færir um að gegna henni. Hver er fær um það nema hafa sjálfur af einhverju að miðla? Þeir sem kynntust henni vissu af raun að þeir fóru aldrei bónleiðir til búðar frá hennar garði og ég t.rúi að margir minnist nú notalegra samverustunda með henni þar sem daglega lífið var rætt og þegar upp var staðið var ró og friður í hverri sál þótt engin áþreifanleg vandamái hefðu verið leyst. Eru það ekki svona stundir sem auka lífinu gildi og við þurfum að skapa okkur oftar í amstri hversdagsins? Stundir þeg- ar manngildið fær að ráða og gríma athafnanna feliur. Fyrir mánuði flutti Bubba í nýtt húsnæði á Grandavegi 47 sem byggt var í samvinnu við Félag aldr- aðra í Reykjavík. Henni var það ekki sársaukalaust að taka upp rót- gróið heimili sitt en henni var ljóst að þetta var óumflýjanlegt og nauð- synlegt þar sem kraftar hennar fóru þverrandi. Einkanlega voru stigarnir á Lindarbraut henni erfið- ir en í nýju íbúðinni hafði hún lyftu og dásamaði hún það oft. Ég held að hún hafi verið farin að líta með von til betri tíma þótt ekki væri nema um stundarsakir en þá var sandurinn úr stundaglasinu hennar runninn niður. Ástvinamissir er sár og þegar höggið ríður þá kemur það ævinlega á óvart. Svo var einnig nú þótt heilsu Bubbu hefði hrakað þegar til lengri tíma er litið. Síðustu dag- arnir voru henni þó ekki erfiðari en aðrir nema að síður væri. Hún hafði á orði að 2. janúar hefði ver- ið sér sérstaklega góður dagur. Við vorum öll svo ánægð yfir að hún væri komin í íbúð þar sem hún gæti auðveldlega komist allra sinna ferða án erfiðleika. En Drottins ætlun var önnur en að hún dveldi þarna lengi. Hann kallaði hana til sín og leysti hana undan þeim erf- iðu raunum sem bíða margra Park- insonsjúklinga. Að hans dómi var komið nóg og um það erum við áreiðanlega öil sammála. Fyrst að henni auðnaðist ekki að fá bata á veikindum sínum þá getum við glaðst með henni að vera nú laus við þau og mega svífa á vængjum morgunroðans inn í blæinn til fund- ar við ástvinina sem á undan eru farnir. Við tengdadæturnar sendum henni hjartans kveðjur og þakklæti fyrir alla hennar ást og umhyggju, fyrir áð skilja eftir svo fagrar minn- ingar í hjörtum okkar sem raun ber vitni og fyrir að vera sú mannkofeta- manneskja sem hún var. Kristín Jónsdóttir „Fjærst í eilífðar útsæ, vakir eylendan niín. Nóttlaus voraldar veröld þar æm víðsýnið skín.“ Þessar ljóðlínur Stefáns G. flugu mér í hug er ég frétti andlát mág- konu minnar, Þuríðar Guðmunds- dóttur. Þuríður fæddist á Syðra-Lóni í Norður-Þingeyjarsýslu 4. janúar 1921, dóttir þeirra merku hjóna Herborgar Friðriksdóttur frá Syðri-Bakka í Kelduhverfi og Guð- mundar Vilhjálmssonar bónda og kaupfélagsstjóra á Syðra-Lóni. Syðra-Lónsheimilið var orðlagt fyrir gestrisni og myndarskap enda vel efnað menningarheimili í þjóð- braut. Þuríðut' átti því glaða og góða æsku í hópi yngri systkina sinna. Þuríður vat' viðkvæm og unni mjög fegut'ð vorsins og björtu vor- nóttanna þar sem sólin gengur aldr- ei til viðar. Heillaði æðurin og umönnun æðarvarpsins hug henn- at'. Þuríður gekk venjulega leið gegnum barna- og unglingaskóla. Einnig hafði faðir hennar heimilis- kennara til að kenna orgelleik og tungumál. Var því á þessu stóra heimili mikið leikið á orgel og sung- ið. Þuríður stundaði nám við héraðs- skólann á Laugarvatni einn vetur og lauk báðum deildarbekkjum skólans um vorið. Hugur hennar mun hafa staðið til frekara náms en af því vat'ð þó ekki. Ung að aldri trúlofaðist hún og giftist miklum myndarmanni, Birni Péturssyni frá Höfnum við Bakkaíjörð, síðan eig- anda ásamt öðrum verslunarinnar Karnabæjar hér í borg. Eignuðust þau hjónin fimm börn, fjóra syni og eina dóttur. Þau eru: Haukur viðskiptafræðingur, Pétur viðskiptafræðingur, Sigurður efna- verkfræðingur og yngstur Stein- grímur læknir. Sú sorg hvíldi þó yfir fjölskyld- unni að einkadóttirin Herborg var vanheil frá fæðingu og lést á sjö- unda ári 1953. Voru þessi veikindi Herborgar litlu og andlát hennar mjög þungbær fyrir þau hjónin. Þuríður helgaði húsmóðurstörf- unum og uppeldi barnanna krafta sína. Var heimili þeirra Björns annálað fyrir gestrisni og glæsi- brag. Þuríður var fíngerð og ljúf kona. Þrátt fyrir að kynni okkar Þuríðar hafi staðið yfír meira en fjörutíu ár, þá er samverustund á Heilsu- hæli NLFÍ í Hveragerði síðastliðið haust mér sérstaklega minnisstæð, og er ég nú þakklátur fyrir þann tínw. Ég vil fyrir hönd fjölskyldu minnar votta aðstandendum Þuríð- ar dýpstu samúð. Guð blessi minningu hennar. Dauði ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt i Kristi krafti ég segi kom þú sæll, þá þú vilt. H.P. * ^ Reynir Ármannsson Þegar ég leit upp var sólin sem rautt fjail upp úr hafinu ástin mín lá þar og svaf umkringdur logandi rósum Guðs í næstu andrá var þar aðeins hafið liljublátt og eitt ský eins og tár fortíðarinnar. (Sólarlag: Ragnhildur Ásgeirsdóttir) Þetta ljóð kom mér í hug er ég frétti að ævisól vinkonu minnar Þuríðar væri gengin til viðar, á einu augabragði. Fyrir rúmum 22 árum var stofnað á Seltjarnarnesi Kven- félagið Seltjörn. Þurðíður var ein af stofnendum þess félags. Fljót- lega eftir að störf þess hófust, vakti athygli mína kona glaðleg, hlý í viðmóti en þó ákveðin, og alltaf með í öllu er gera þurfti. Mér kom strax í hug að konan væri góður bakhjarl félagsins, og hún væri ein af þeim sem bæru starf félags sem þessa uppi. Þetta voru ekki hugar- órar einir, því átti ég og við allar eftir að kynnast betur. Árið 1976 varð ég formaður Kvenfélagsins Seltjarnar og Þuríð- ur varaformaður, og nú kynntist ég því vel hvern mann hún hafði að geyma, ég ung og óreynd, hún þroskuð og lífið búið að marka sín spor. Okkar samskipti urðu mjög góð og náin. Hún uppörvandi og hvetjandi stóð sem klettur mér við hlið öll árin mín í stjórn, þau eru ekki ófá hlýju handtökin eða blíðu brosin er ég hef fengið sem ég þakka af alhug. Úr félagsstarfi er margs að minnast og ávallt var Þuríður mjög hress og jákvæð hvort heldur var á fundum, að hella á kaffi við kaffi- sölu, hita súkkulaði á jólatrés- skemmtun, baka kleinur, vinna við basar, selja kerti, safna fyrir kirkju- stólum, ferðalög, við skólaslit, fána- beri á þjóðhátíð og margt margt fleira. Áð eiga slíka félagskonu er mikill auður hveiju félagi, og í bæjarfélagi sem Seltjarnarnes er slíkt starf ein af undirstöðum sjálf- stæðis. Þuríður Guðmundsdóttir var fædd og alin upp norður undir heimsskautsbaug. Þar eru veður oft hörð og vetur langir, og sumur geta orðið stutt en falleg. Þeir sem eru aldir upp við slíkat' aðstæður kunna oft öðruw fremur að njóta þeirrar fegurðar er landið hefur upp á að bjóða óg læra að verða sjálfum sér nógir. Þessir eiginleikar komu mjög skýrt í ljós hjá Þuríði. Mér er mjög minnisstæð Jónsmessunótt fyrir nokkrum árum er við hjónin ásamt Þuríði, syni hennar Hauki og Kristínu tengdadóttur áttum á rölti hér um Nesið og nutum bæði sólarlags og sólaruppkomu. Þetta er ógleymanieg nótt. Eiginmaður Þuríðar var Björn Pétursson, látinn fyrir nokkrum árum. Börn þeirra urðu 5, ein dótt- ir og fjórir synir. Dótturina misstu þau unga og harmaði hún hana mjög. Synirnir eru allir kvæntir og eiga afkomendur. Mjög náið sam- band var á milli fjölskyldunnar og það er einmitt í anda vinkonu minnar að falla frá gr hún var að undirbúa komu fjölskyldunnar, því stórt var hjarta hennar og ávallt veitandi. Við félagskonur vottum innilega samúð og þökkum öli hennar góðu og giftudijúgu störf. Ég vil þakka Þuríði ailt sem hún kenndi mér með lífi sínu, það verður geymt. Við hjónin vottum aðstandendum innilega samúð og það er einlæg ósk okkar afkomendum hennar til handa að þau megi í sem flestu líkjast ömmu sinni. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti. (Grafskrift: Ragnhildur Ásgeirsdóttir) Fari hún í friði. Kvenfélagið Seltjörn, Erna Kolbeins. Mínar elstu minningar um hana ömmu eru þær þegar við Björn Óli vorum að læðast yfir holtið til henn- ar og fá hana til að baka handa okkur pönnukökur. Við vorum ekki eldri en svo að ég átti í erfiðleikum með að valda þungri pönnunni og ég undraðist hvernig hún gat bakað án afláts ofan í okkur, glorsoltna, og haldið á pönnunni í aðeins ann- arri hendinni. Þegar ég kynntist henni betur með árunum komst ég að því að hún bjó einnig yfir andlegum styrk. Hún var stolt og hún hafði ákveðn- ar skoðanir 'á ýmsum málum. Ég man t.d. að það mátti aldrei skamma okkur krakkana í fjöl- skylduboðum. Þegar gauragangur- inn og fyrirferðin í okkur var sem mest og einhver gerði sig líklegan til þess að sussa á okkur, þá var hún vön að segja: Svona, leyfið þið krökkunum að leika sér. Hún var líka reiðubúin að gera gott úr öllu ef einhvers staðar kvað við brot- hljóð eða grátur. Þær voru líka góðar krásirnar sem við börnin fengum alitaf hjá ömmu. Það var sama á hvaða tíma dags við komum, alltaf fengum við eitthvað í svanginn hjá henni; líka þegar við vorum ekki svöng. Hún byijaði venjulega á að afsaka sig með því að hún ætti ekkert með kaffinu handa okkur. Því næst töfr- aði hún fram að minnsta kosti eina ef ekki tvær tertur, smákökubox og gjarnan fylgdu með tebollur, vínarbrauð eða kleinur. Það einkenndi hana ömmu Bubbu að hún vildi alltaf fylgjast með áhugamálum okkar. Hún hafði áhuga á öllu sem við tókum okkur fyrir hendur hvort heldur það var fiðluleikur, fimleikar, píanónám eða hvernig okkur gekk í skólanum og í félagslífinu. Hún hafði líka þann eiginleika að þekkja muninn á því að heyra eða að hlusta, þannig að við fundum alltaf að okkur var veitt óskipt athygli. Við barnabörnin eigum öll góðar minningar um hana ömmu Bubbu. Hún reyndist okkur öllum mjög vel og fyrir það viljum við nú þakka henni um leið og við óskum henni velfarnaðar handan þokunnar og vonum að við hittumst einhvern tímarin á ný. Fyrir hönd barnabarnanna, Höskuldur Ari Hauksson + Eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN B. BALDVINSSON fv. deildarstjóri, Hagamel 27, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 12. janúar kl. 10.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Hjúkrunarheimilið Skjól. Anna Guðmundsdóttir, Baldur F. Guðjónsson, Hilmar G. Guðjónsson, Baldvin L. Guðjónsson, Valgerður J. Guðjónsdóttir, Jóhannes Þ. Kristinsson, Loio M. Guðjónsson, Þórunn Kristjánsdóttir, Halla E. Stefánsdóttir, Ingvar Bjarnason, Anna Jóhannsdóttir og barnabörn. f

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.