Morgunblaðið - 11.01.1990, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 11.01.1990, Qupperneq 43
43 ■ að Gunnarsholti 1947 með tvo syni sína Þórhall og Svein, fæddir 1944 og 1946, en yngsti sonur þeirra, Halldór, er fæddur 1948 í Gunnars- holti. Þó rætur Valgerðar væru á Hvanneyri kunni hún vel breyting- unni á búsetu og fannst hin nýju verkefni heillandi. Strax á fyrstu árunum náði Sandgræðslan merk- um áföngum. Það ríkti mikil bjart- sýni um starfsemi Sandgræðslu ríkisins og gætti vaxandi skilnings þjóðarinnar á þýðingu starfsins og kom til ný trú á framtíðina. En hinn 4. febrúar 1954 dró skyndilega ský fyrir sólu með myrkva í Gunnarsholti. Runólfur var staddur með tveimur ungum sonum sínum í rafstöðvarhúsi — skammt frá íbúðarhúsinu — að huga að rafmagnsvél þegar vélin, með miklum snúningshraða, náði tökum á yfirhöfn hans og lést Run- ólfur samstundis, 44 ára. Engin orð fengu lýst þeim harm- leik, sem svo óvænt og skyndilega bar að. Valgerður var orðin ein með ungu drengina þrjá, 5, 7 og 9 ára. A þessari harmastund kom í ljós mikill styrkur Valgerðar og ásetn- ingur að helga líf sitt í tvíefldum mæli framtíð hinna föðurlausu sona sinna. Valgerður flutti.þá þegar með syni sína til Reykjavíkur og dvaldi um hríð hjá ættingjum. Síðar byggði hún hús í félagi við bróður sinn Þórhall að Selvogsgrunni 8 í Reykjavík. Þar bjó hún sonum sínum heimili, sem einkenndist af umhyggju og ástríki, jafnan opið fyrir vini, skólafélaga og ættmenni. Heimilið var þeim jarðvegur fyrir farsælan þroska á uppvaxtarárun- um. Um skeið annaðist Valgerður á heimili sínu móður sína, tengda- móður og Þorbjörgu Björnsdóttur fyrrv. ráðskonu á Hvanneyri. Synir Valgerðar hafa eignast sínar fjölskyldur. Þórhallur íþrótta- kennari í Reykjavík og vinnur að ýmsum féiagsmálum, er kvæntur Þórunni Sveinbjörnsdóttur for- manni Starfsmannafélagsins Sókn- ar og eiga þau þijú börn. Sveinn landgræðslustjóri, kvæntur Oddnýju Sæmundsdóttur hjúkruna- rfræðingi og eiga þau þrjá syni. Halldór dýralæknir, kvæntur Stein- unni Einarsdóttur meinatækni og eiga þau fjögur börn. Barnabörn Valgerðar eru tíu. Mikil fjölskyldugæfa ríkti á heim- ili Valgerðar og umvafði fjölskyldan hana umhyggju og kærleika í veik- indum hennar síðustu árin. Það minnir á að fjölskyldugæfa er til grundvallar þjóðargæfu. Þó rætur Valgerðar væru á Hvanneyri þá voru tengslin við Gunnarsholt órofin. Við fráfall Run- ólfs varð mágur hennar Páll Sveins- son sandgræðslus'tjóri — síðar land- græðslustjóri. Synir hennar voru á unglingsárum oft hjá honum á sumrin. Valgerður var gædd miklum mannkostum, góðum gáfum, hún var velviljuð, vinaföst og vel mennt- uð. Valgerður var virt og mikils metin af fjölskyldu Runólfs. Heimil- ishættir á Hvanneyri og í Gunnars- holti voru rómaðir eins og mætur maður skrifaði: „Allir, sem þau hjón sóttu heim hafa góðar minningar frá heimili þeirra." Líf og starf Valgerðar tengist með óvenjulegum hætti landbúnaði, gróðurvernd og landgræðslu. Fædd og uppalin á Hvanneyiý var Val- gerði í blóð borinn skilningur á þörfum landbúnaðarins og skildi hún því betur en ella þýðingu lífsstarfs Runólfs. Með vaxandi skilningi á störfum og áhrifum kvenna til heilla fyrir samfélagið er mikið og farsælt Minningarkort Blindrafélagsins, Hamrahlíö 17, sími 687333. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1990 lífsstarf Valgerðar á hennkr' dviði J virt, metið og þakkað. Um leið og konan mín og ég þökkum Valgerði langa vináttu vottum við sonum hennar og fjöl- skyldum þeirra og öðrum aðstand- endum hjartfólgna samúð okkar. Jóhannes G. Helgason Hún Vala frænka mín er látin. Hvernig er hægt í fátæklegum orð- um að kveðja konu eins og hana? Konu sem allt sitt líf í blíðu og stríðu var umvefjandi, gefandi, hjúkrandi, lítillát, stolt, fáguð, glæsileg. Öll lýsingarorð verða meiningarlaus þegar hennar er minnst vegna þess að hún var og er hetja, hetja í lífsins ólgusjó, þess- ari miskunnarlausu lífsbaráttu. Aldrei brast hana kjark né vilja og ekki er hægt að hugsa sér traust- ari eða betri vin en hana. Hún var drengur góður eins og sagt var um kvenskörunga í fornum sögum. Þrátt fyrir það andstreymi sem mætti henni á iífsleiðinni var hún alltaf kletturinn sem ekkert fékk brotið en ávallt veitti skjól. Skiln- ingsrík, hispurslaus og tiigerð átti hún ekki til né hégóma. Hún lifði lífinu í fullkomnum sannleika og staðfestu. Hrein og bein, full af ástríki og lílfsorku, án allrar beiskju. Orð hennar „Elsku hjartans mín“, sem hún ávarpaði mig ævin- lega með, koma mér í hug þegar ég nú kveð hana með söknuði. Eg votta sonum hennar og fjölskyldum þeirra mína innilegustu samúð. Svava Kveðja frá Bændaskólanum á Hvanneyri í dag verður til moldar borin frú Valgerður Halldórsdóttir, fyrrver- andi húsmóðir við Bændaskólann á Hvanneyri. Valgerður fæddist á Hvanneyri, dóttir skólastjórahjónanna þar, Halldórs Vilhjálmssonar og Svövu Þórhallsdóttur. Valgerður naut til- sagnar í bóklegum fræðum í æsku, eins og best mun hafa þekkst á þeim tíma. Hún dvaldi einnig í Danmörku og á Englandi til að mennta sig og búa sig undir lífsstarfið. Aðalundirbúning sinn sótti Valgerður til Noregs. Hún stundaði fyrst nám í eitt ár við húsm’æðr'askola !en hof nám Lið 1 Statens husmorlærerskole á Stabækk í Noregi í janúar 1934 og lauk þaðan prófi sem hússtjórnar- kennari í desember 1936. Valgerður tók við skólastjórn Hús'mæðraskól- ans á Laugalandi í Eyjafirði í jan- úar 1937 og var þar skólastjóri þar til 1940 er þau gengu í hjónaband, Runólfur Sveinsson, þáverandi skólastjóri Bændaskólans á Hvann- eyri. Valgerður varð því húsmóðir á skólaheimilinu Hvanneyri haustið 1940. Það hefur eflaust verið henni kærkomið að flytja aftur á æsku- heimili sitt að Hvanneyri. Jafnframt hefur henni þó sjálfsagt þótt sem hún væri komin í vandasamt hlut- verk þar sem hún var sest í sæti móður sinnar við hlið bónda síns. Bæði voru . þau kornung, hann þrítugur, hún 29 ára gömul. Val- gerður var húsmóðir á Hvanneyri til 1947 er Runólfur tók við starfi- landgræðslustjóra. Starf húsmóður á Hvanneyri var á þessum árum bæði vandasamt og virðulegt. Hún stóð fyrir heimilis- haldi á þessu stóra heimili. Valgerð- ur var vel undir þetta mikla starf búin, eins og að framan er rakið. Starf húsmóður var m.a. í því fólg- ið að veita forstöðu heimilishaldi sem á sumrum taldi 30—40 manns, taka á móti gestum, hvort sem um var að ræða bændur úr nágrenni Hvanneyrar, „gamla Hvanneyr- inga“, forystumenn landbúnaðar í héraði og á landsvísu, ráðamenn þjóðarinnar eða aðra gesti sem að garði bar. Hún bar einnig ábyrgð á „heimilinu" á vetrum og var því einnig húsmóðir skólasveina. Þessi upptalning sýnir að mikil ábyrgð var lögð á hina ungu húsmóður. Johannes Helgason, samtímamaður Runólfs, skrifaði m.a. um heimil- islíf 'Runólfs: „Valgerður er óvenju- leg mannkostakona, fíngerð, gáfuð og góðgjörn. Hún átti ríkan þátt í starfssigrum Runólfs." Valgerður bar alla tíð hlýjan hug til Hvanneyrar. Það sýndi hún oft. Eitt af síðustu verkum hennar var að gefa Bændaskólanum tvær kvik- myndir sem teknar voru af dagleg- um störfum á Hvanneyri á starfs- tíma Runólfs sem skólastjóra. Myndirnar eru ómetanlegar heim- ildir um búskaparhætti eins og þeir tíðkuðust þá. ■ 'Ég vil færa sonum Valgerðar, Þórhalli, Sveini og Halldóri, og öðr- um ættingjum mínar innilegustu samúðarkveðjur og vil fyrir mína hönd og Bændaskólans á Hvann- eyri votta minningu Valgerðar virð- ingu og þakka störf hennar fyrir skólann. Sveinn Hallgrímsson Hún tengdamóðir mín er látin. Ilún lést í svefni að morgni nýárs- dags sl. Fram í hugann streyma minningar frá þeim 29 árum sem við áttum samleið. Sem unglingur kom ég inn í lífsmynstur hennar og elsta sonar, Þórhalls, og varð heimagangur á Selvogsgrunni næstu árin. Á þeim árum var lífsbarátta Völu hörð, synirnir ung- ir, Halldór 12 ára, Sveinn 14 ára og Þórhallur 16 ára. Hún hafði aðeins verið í hjónabandi í tæp 14 ár þegar hún missti mann sinn, Runólf Sveinsson, í hörmulegu slysi 1954. Þá helgaði hún líf sitt drengj- unum sínum og síðar þeirra fjöl- skyldum. Til að styrkja stöðu heimilisins hafði hún tekið að sér eldri konu, Þorbjörgu, sem hafði verið ráðs- kona á Hvanneyri, æskuheimili hennar. Þorbjörg var í heimili á Selvogsgrunni þar til hún lést 15. nóv. 1962. Eftir að Þorbjörg dó leið ekki langur tími þar til Vala fór að aðstoða tengdamóður sína, Jóhönnu Margréti, og nokkru seinna flutti hún til hennar og var þar uns hún iést 2. júní 1968. Þeim kom alveg einstaklega vel saman og voru þetta góð ár í lífi Völu. Síðla það sumar veiktist Svava móðir Völu, sem mun þá ekki hafa treyst sér til að búa lengur á Fjólu- götunni og varð það úr að hún flutti til Völu dóttur sinnar haustið 1968 og var þar næstu 10 árin eða þar-til hún lést 22. janúar 1979. Þetta er einstakur lífsmáti að hafa hlúð að þremur eldri konum á heim- ili sínu og séð um þær allar af mik- illi reisn og sóma. Svona var Vala, traust og áreiðanleg, fórnfús og gestrisin. Einnig vann Vala fyrir ijölskyld- unni með því að baka fyrir veislur o.þ.h. enda vel menntuð til þess. Hún var með húsmæðrakennara- próf frá Stabekk í Ósló. Frá því fyrsta að synirnir fóru að vinna lögðu þeir sitt til við að halda fjöl- skyldunni saman. Á sama tímaiog gömlu konurnar bjuggu hjá henni gerði hún allt sem í hennar valdi stóð til að styrkja og styðja syni sína til náms. Systkini hennar og tengdafólk studdi þá einnig á náms- árunum. Elsti sonurinn Þórhallur lauk námi 1967 en hafði þá fyrir nokkru stofnað eigið heimili, Sveinn lauk námi 1973 og stofnaði heimili sama ár og Halldór lauk námi 1-973 en hafði stofnað heimili nokkrum árum áður. Fyrsta barnabarnið sitt, Áslaugu Valgerði, eignaðist hún 1964 og bar hún til hennar mikinn kærleik og metnað sem og til allra hinna barnabarnanna sem á eftir komu og eru þau 10 talsins. Eitt langömmubarn fæddist fyrir tveim- ur árum. Valgerður var afar metnaðarfull fyrir okkar hönd enda alin upp í þeim anda að sækja fram, vinna vel og Vera samviskusöm. Það væri margt öðruvísi í þessu þjóðfélagi ef fólk væri alið upp við þá sam- viskusemi, stundvísi og áreiðanleik sem tengdamóðir mín var alin upp við og innrætti sonum sínum óspart. Ég hef fáa hitt um ævina sem hafa verið þessum kostum búnir jafn ríkulega og hún Vala. Það má segja að eftir að hún varð ekkja hafi hún lifað fyrir aðra, þ.e. synina, gömlu konurnar, barnabörnin og systkini sín. Vala var mikil húsmóðir og einstaklega hæf við matseld. Allur matur varð að lostæti í höndum hennar og eigum við ótaldar minn- ingar úr eldhúskróknum á Selvogs- grunni. Einnig var hún snillingur í bakstri og urðu marsipantertur Völu þekktar um alla borg hér áður fyrr. Af henni hefur manni hlotnast að læra heilmargar kúnstic^ þessu sviði sem hefur reynst vel á lífsleið- inni. Við eigum margt að þakka Völu sem svo sterkt lifði fyrir fjöl- skyldurnar sínar. Síðasta árið var Völu erfitt, þung veikindi og að þurfa að fara frá Selvogsgrunni 8, sínu kæra heimili. Allt var þetta mjög þungbært en hún tók því með reisn er hún flutt- ist að Seljahlíð í ágúst síðastliðnum og naut þar ómetanlegrar umönn- unar til hinstu stundar. Ég þakka árin sem við áttum saman og soninn og eiginmanninn sem við eigum báðar. Friður sé með henni. Þórunn Sveinbjörnsdóttir Útför t MARÍU TÓMASDÓTTUR ferframfrá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 12.janúarkl. 13.30. Hörður Arinbjarnar, Ragnheiður Haraldsdóttir, Edda Arinbjarnar, María Arinbjarnar. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BENEDIKT TÓMASSON, læknir, lést miðvikudaginn 10. janúar. Maj-Lis Tómasson, Þorgerður Benediktsdóttir, Ragnhildur Benediktsdóttir, Ásgeir Jónsson, Hildur Ásgeirsdóttir, Ásdís Ásgeirsdóttir, Margrét Asgeirsdóttir, Edda Schriefer. t Útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR JÓHANNESDÓTTUR frá Garði, Skagaströnd, Hátúni 10b, verður gerð frá Fossvogskapellu föstudaginn 1 2. janúar kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á líknar- stofnanir. Ægir Einarsson, Anna Benónísdóttir, Guðlaugur Óskarsson, Sigrún Ágústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför ÞÓRHALLS BJARNASONAR. Dætur og fjölskyldur. t GRÍMUR VALDEMAR SIGURÐSSON, Fellsási, Mosfellsbæ, lést á heimili sínu 6. janúar. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju föstudaginn 1 2. janúar kl. 1 5.00. Lára Bjarnadóttir, Sigurður Jón Grímsson, Rósa Sveinsdóttir, Sólveig Lára Sigurðardóttir, Grímur Snæland Sigurðsson. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRHILDUR SKAFTADÓTTIR, Sörlaskjóli 56, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. janúar kl. 10.30. Inga Guðbergsdóttir, Guðmundur Hallgrímsson, Skafti Guðbergsson, Arna Stefánsdóttir, Guðbjörg Guðbergsdóttir, Einar Matthiasson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, MAGNÚSAR EINARSSONAR. Sérstakar þakkir til séra Tómasar Guðmundssonar, Kirkjukórs Hveragerðis og starfsfólks Hótels Ljósbrár. Bentina Kristín Jónsdóttir, Ási 3, Hveragerði. Lokað Skrifstofa okkar verður lokuð föstudaginn 12. janú- ar vegna jarðarfarar GUÐJÓNS B. BALDVINSSON- AR, fyrrverandi formanns félagsins. Starfsmannafélag ríkisstofnana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.