Morgunblaðið - 11.01.1990, Side 49

Morgunblaðið - 11.01.1990, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANUAR 1990 49' VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS SLITIN DEKK Til Velvakanda. Það hafa skapast miklar umræð- ur um það hvort nagladekk séu nauðsynlegt en margir vilja meina að snjódekkin dugi vel þó þau séu ónegld. Sjálfur hætti ég við nagla- dekkin fyrir nokkrum árum og hef komist allra minna ferða. Hins veg- ar er nauðsynlegt að dekkin séu í góðu ásigkomulagi. Nokkuð er allt- af um það að menn séu á sumar- dekkjum í úmferðinni og er það ótækt þegar færð versnar. Þeir sem ekki hafa búið bíla sína snjódekkjum ættu ekki að hreyfa bílinn í hálku. Ég hef tekið eftir því að ökumenn eru kærulausir varðandi það að endurnýja dekk og eru það allt of margir sem aka um á gatslitnum dekkjum. Snjódekk sem mest allt mynstur er farið úr koma að litlu gagni. Ólafur Óvönd- uð vinnu- brögð Til Velvakanda. Ein lítil sag-a af samskiptum mínum við símaþjónustu þessa lands. í ágúst 1989 þurfti ég að láta vekja hjá mér vegna ferðalags bróður míns til útlanda. Hann varð andvaka og sofnaði ekki þá nótt, en viti menn, síminn hringdi aldr- ei. Ég hringdi strax daginn eftir og kvartaði yfir þessu og einnig lagði ég áherslu á að kostnaður yrði ekki lagður á reikning minn. Það fyrsta sem ég sá á mínum næsta símareikningi voru kr. 65 fyrir þjónustu við að vekja. Þetta vekur upp þá hugsun, vegna óvandaðra vinnubragða hjá síma- þjónustunni, hvað erum við að borga í ósundurliðuðum fjárhæð- um á símareikningum okkar, kannski margar 65 krónur sem okkur ekki ber? Margrét Elíasdóttir HVÍLÍK MISKUNN SEMI Kæri Velvakandi. Gjörvöll heimsbyggðin hefur ný- lega haldið jólin hátíðleg. Þessa miklu hátíð ljóss og friðar, minning- arhátíð guðssonarins, Jesú Krists. Á þessari miklu hátíð opnaði ég heilaga ritningu, bók bókanna, og las í orði Guðs í Jóhannesarguð- spjalli 17. kafla þar sem segir frá því er Jesús var að biðja til Guðs föðurs á himnum. Sannlega má þar sjá hve Jesús elskar okkur synduga mennina. Bænin hans til Guðs vitn- ar um óflekkaðan kærleika, tak- markalausa elsku hans sem sagði í þjáningu sinni á krossinum: Faðir fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra. Eða þegar faríseamir og fræði- mennirnir komu til hans með kon- una sem staðin var að hórdómi og sögðu að slíkar konur ætti að grýta. Þá mælti hann hin fleygu orð: Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. Engum steini var þá kastað, en Jesús mælti við konuna: Ég sak- felli þig ekki heldur. Far þú. Syndga ekki framar. Hvílík miskunnsemi! Enda var þetta maðurinn og guðsson sem sagði: Biðjið fyrir þeim sem of- sækja yður. Ef þér fyrirgefið mönn- unum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yð- ur. Verið glaðir og fagnið, því að laun yðar eru mikil á himnum. Það er ekki fyrir ekki neitt að orð hinnar helgu bókar er stundum nefnt Hið lifandi orð, því svo mátt- ugt er það og kröftugt. Minnumst þess að Jesús elskar okkur. Elskum því hvort annað í sönnum kærleika Krists frelsara okkar og tökum undir orð Símonar Jóhannessonar, sem við þekkjum betur undir nafn- inu Pétur og Jesús fól forystu hins krisna safnaðar: Drottinn, þú veist allt. Þú veist að ég elska þig. Einar Ingvi Magnússon Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn og auka einbeitingu við lestur? Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum? Vilt þú auðvelda þér námið með auknum lestrarhraða og bættri námstækni? Svarir þú játandi, skaltu láta skrá þig á næsta hraðlestramámskeið sem hefst fimmtudaginn 25. janúar nk. Skráning öll kvöld frá kl. 20.00-22.001 síma 641091. HRAÐLESTRARSKOLINN ~Bridsskóiinn Ný námskeió hefjast 22. og 23. janúar Boðið er upp á námskeið í byrjenda- og framhaldsflokki Hvert námskeið stendur yfir í 11 kvöld, einu sinni í viku. Kennsla í byrjendaflokki fer fram á mánudagskvöldum milli kl. 20.00 og 23.00, en í framhaldsflokki er spilað á þriðjudagskvöldum frá kl. 20.00 til 23.30. Vönduð námsgögn fylgja. Námskeiðin fara fram í húsi Sóknar, Skipholti 50a. Frekari upplýsingar og innritun í síma 27316 milli kl. 15.00 og 18.00 virka daga og milli kl. 13-18 sunnud. Heba heldur víð heilsunni Námskeið hefjast 15. janúar Bjódum upp á: Dag- og kvöldtíma í þolaukandi (aerob.), vaxtarmótandi, liðkandi og megrandi leikfimi með músík (víxlþjálfun). Breytilegir flokkar: 1. 2. 3. Almennir Vöðvabólga Hebu-línan Rólegir Bakverkir átak Hraðir Trimmform í megrun STÓRAR KONUR Innritun og upplýsingar um flokka í símum 642209 og 641309 (Elísabet). Ath! Nýtt símanúmer 642209. Kennari: Elísabet Hannesdóttir, íþróttakennari. Heilsurcektin Heba Auðbrekku 14. Kópavogl. Margar tegundir Margir litir Margar stærðir V/S4® Góð greiðslukjör Húsgagná'hollln Teg: Sole/2 - svört/grá - breidd 272 cm REYKJAVfK J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.