Morgunblaðið - 11.01.1990, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1990
5^
faém
FOLK
■ TINDASTÓLL og Haukar
áttu að leika í úrvalsdeildinni á
Sauðárkróki í fyrrakvöld. Leiknum
var frestað vegna ófærðar og verð-
ur í kvöld kl. 20.00
■ HENNING Henningsson,
knattspyrnumaður úr FH, hefur
ákveðið að leika með KS frá Siglu-
firði í 2. deild í sumar. Henning
er fjölhæfur íþróttamaður því hann
er einn lykilmanna í úralsdeildarliði
Hauka í körfuknattleik.
■ TVEIR íslendingar, búsettir í
Kaupmannahöfn, Viðar Birgis-
son og Óttar Ottósson, hafa
ákveðið að standa fyrir hópferð á
heimsmeistarakeppnina í hand-
knattleik í Tékkóslóvakíu. Verð
fyrir 11 daga ferð með hóteli í
Bratislava og Prag, hálfu fæði,
rútuferðum og miðum á leikina er
28.000 kr. en lagt er upp frá Kaup-
mannahöfn. Þeir sem hafa áhuga
geta haft samband við þá félaga í
síma 9045-42652096 eða 9045-
33321244.
■ UM ÁRAMÓTIN fór fram golf-
mót á vegum Samvinnuferða-
Landsýnar á Benidorm. í karla-
flokki sigraði Bergur Eggertsson
á 83 höggum og Jón Friðriksson
var í 2. sæti með 96 högg. í kvenna-
flokki sigraði Margrét Sveins-
dóttir með 104 högg.
■ SKAGAMENN sigruðu í Litlu
bikarkeppninni í knattspymu inn-
anhúss sem fram fór í Kópavogi
um helgina. Skagamenn unnu
Keflvíkinga 5:3 í úrslitaleik. Víðir
hafnaði í 3. sæti eftir sigur á
Stjörnunni, 4:3. Næstu lið voru
Breiðablik, Selfoss, FH og loks
Haukar.
■ MEISTARARNIR í NFL-
deildinni, San Francisco 49ers
tryggðu sér sæti í úrslitaleik Lands-
deildarinnar með stórsigri á Minne-
sota Vikings,
Frá Gunnarí 41:13, um helgina.
Valgeirssyni í Minnesota hefur
Bandaríkjunum verið tai;ð besta
varnarlið deildarinn-
ar en réði ekki við hinn snjalla Joe
Montana, leikstjórnanda San
Francisco. Liðið mætir Cleveland
Browns í úrslitaleiknum um næstu
helgi en Cleveland sigraði Buffalo
Bills, 34:30.
■ MIKIL spenna var í leik New
York Giants og Los Angeles
Rams í New York. Framlengja
þurfti leikinn og Willy Anderson
gerði sigurmark LA Rams eftir að
hafa fengið sendingu af 30 metra
færi. Anderson greip boltann
hlaupandi og hélt áfram og hægði
ekki á sér fyrr en hann var kominn
inn í búningsklefa! Anderson vildi
eiga boltann sem minjagrip og vildi
því ekki sleppa honum. LA Rams
mætir Denver Broncos í úrslitum
í Ameríkudeildinni en Denver sigr-
aði Pittsburg Steelers, 24:23. Sig-
urvegarar í úrslitaleikjunum tveim-
ur mætast í stóra leiknum „Super
bowl“ sem fram fer eftir þijár vik-
ur.
■ PA UL Azinger sigraði í Meist-
arakeppninni í golfi sem fram fór
í Kaliforníu um helgina. Hann lék
síðasta hringinn á þremur höggum
undir pari og skaust þannig framúr
Ástralíumanninum Ian Baker-
Finch. í heild lék Azinger 54 holur
á 13 undir pari og en Baker-Finch
á 11 undir pari. Mark Calcavec-
chia hafnaði í 3. sæti.
■ SOVÉSKA fréttastofan TASS
hefur valið tenniskonuna Steffi
Graf íþróttamann ársins í heiminum
1989.
FÉLAGSMAL
Firmakeppni Víkings
Hin árlega félaga- og firma-
keppni Víkings í innanhúss-
knattspyrnu verður haldin helgina
13.-14. janúar. Skráning í síma
83254 og 676073.
SKIÐI
Alþjóðleg mót í BláQöllum
FlS-mótin sem fram áttu að
fara á ísafirði og í Reykjavik
í apríl hafa veriðfeld niður. i
stað þess verða tvö alþjóðleg
mót í Bláfjöllum í framhatdi
af Vetrariþróttahátíðinni á
Akureyri.
Tvö FlS-mót verðp í Bláfjöllum
3. apríl í framhaldi af Vetrar-
íþróttahátíðinni. Eins og áður hef-
ur komið fram verða alþjóðleg
Fis-mót samhliða Vetrarhátíðinni
á Akureyri og Dalvík 27. mars
til 1. aprfl.
Niðurröðun FlS-mótanna hér á
landi verður sem hér segir:
29. mars: Stórsvig karla á Dalvík
og stórsvig kvenna á Akureyri.
30. mars: Stórsvig kvenna á
Dalvík og svig karla á Akureyri.
31. mars: Svig karla á Dalvík og
svig kvenna á Akureyri.
1. apríl: Svig kvenna og karla á
Akureyri.
3. apríl: Svig kvenna og karla í
Bláfjöllum.
Sigurður Einarsson, formaður
SKÍ, segir að viðmiðunarpunktar
(FlS-stig) fyrir alþjóðamótin hér
verði nú 40 stig, en voru 60 í
fyrra. Það má því gera ráð fyrir
að mótin verði sterkari ( ár. Búist
er við að erlendir keppendur verði
ekki færri en á síðasta ári.
Skíðamót íslands fer fram í
BiáQöllum helgina eftir páska, 18.
til 22 apríl. Andrésar-andar leik-
amir fara fram á Akureyri sömu
daga og landsmótið.
KNATTSPYRNA
HANDBOLTI
Guðmundur kom
St. Mirren á bragðið
Derby tapaði heima iyrir Port Vale
Guðmundur Torfason
Guðmundur Torfason bætti enn
einu markinu í safnið í gær-
kvöldi og kom samheijum sínum í
St. Mirren á bragðið í 2:0 sigri
gegn Dunfermline í skosku úrvals-
deildinni. Guðmundur skoraði eftir
fimm mínútna leik og er í hópi
markahæstu manna deildarinnar.
Átta leikir fóru fram í 3. umferð
ensku bikarkeppninnar og bar helst
til tíðinda að Port Vale sló Derby
út — vann 3:1 á Baseball Ground
og voru öll mörkin gerð í seinni
hálfleik.
Aston Villa, sem mætir Port
Vale í 4. umferð, átti í mestu erfið-
leikum með Blackburn, sem m.a.
tókst ekki að skora úr vítaspymu.
Önnur úrslit voru samkvæmt „bók-
inni“.
Rögnvald Stefán
Stefán og Rögn-
vald dæma
ámótií
Tékkóslóvakíu
STEFÁN Amaldsson og Rögn-
vald Erlingsson, handknattleiks-
dómarar, hafa þegið boð tékkneska
handknattleikssambandsins, um að
dæma á alþjóðlegu kvennamóti sem
hefst í lok þessa mánaðar.
■Þá má geta þess að frágengið
er að tékkneskir dómarar koma
hingað til lands og dæma leikina
gegn Rúmenum í byijun febrúar,
ef af þeim verður.
■ LEE Chapman var í vikunni
seldur frá Nottingham Forest til
Leeds United sem er efst í 2.
deild. Wilkinson, framkvæmda-
■^■■■1 stjóri Leeds og fyrr-
Frá Bob um stjóri hjá Sheffi-
Hennessy eld Wednesday,
lEnglandi greiddi 400 þúsund
pund fyrir Chap-
man og er hann fimmti fyrrum leik-
maður Sheffield Wednesday sem
Wilkinson kaupir til Leeds. Haiin '
hefur greitt 3,5 milljónir punda fyr-
ir leikmenn, síðan hann tók við
stjórninni á Elland Road fyrir 16
mánuðum. Chapman, sem er
þrítugur, gerði 19 mörk í fyrra fyr-
ir Nottingham Forest og níu það
sem af er þessu tímabili. Hann gerði
alls 78 mörk fyrir Wednesday í
183 leikjum.
■ MICKY Hazard var í gær seld-
ur frá Chelsea til Portsmouth fyr-
ir 100 þúsund pund, en fyrir
skömmu hafnaði hann tilboði frá
Newcastle.
■ ROY Aitken, fyrirliði skoska
landsliðsins og Celtic, tók boði
Newcastle, sem bauð 500.000
Sund í kappann.
I IAN McCall var seldur frá
Glasgow Rangers til Bradford
City fyrir 200.000 pund.
■ LÓU Macari bauðgt til að segja
af sér fyrir bikarleik West Ham
gegn Torquay, en nokkrir leik-
menn og starfsmenn West Ham
fengu hann til að vera áfram. Eftir
tapið situr hann hins vegar í enn
heitara sæti.
■ CARDIFF fékk 50.000 pund í
aðgangseyri á bikarleiknum gegn
QPR og hafði félagið ekki fengjj^
svo mikla peninga úr miðalúgunum
í langan tíma. Það var skammgóður
vermir, því þegar peningakassarnir
voru opnaðir á mánudag, komust
menn að því að innbrotsþjófar höfðu
verið fyrri til.
HANDBOLTI
120tillögurað
merki HM ’95
Skilafrestur í samkeppni um
merki fyrir heimsmeistarakeppnina
i handknattleik, sem verður hér á
landi 1995, rann út fyrir skömmu.
Alls bárust 120 tillögur að merki
keppninnar, að sögn Jóns Hjaltalíns
Magnússonar, formanns HSÍ. Jón
sagði að tilkynnt yrði í lok mánaðar-
ins hvaða merki yrði valið.
UtiHuw
FOLK
■ ANDREAS Brehme var kjör-
inn knattspyrnumaður ársins 1989
hjá Kicker, en hann leikur með
Inter Mílanó á Ítalíu. Þá varð
hann stigahæsti
FráJóni leikmaður í einkun-
Halldóri nagjöf eins ítalska
Garðarssynii íþróttablaðsins fyrir
V-Þýskalandi ^,.jð f fyrra 0g 0far.
lega á blaði hjá öðrum.
■ LANDSLIÐ V-Þjóðverja skip-
að leikmönnum 21 árs og yngri, sem
var í riðli með íslendingum í Evr-
ópukeppninni, var í Kamerún um
síðustu helgi og lék tvívegis við
A-landslið heimamanna. Þjóðver-
jarnir unnu fyrri leikinn 1:0 og
þeim síðari lauk með 1:1 jafntefli.
Islendingar gerðu jafntefli við
þetta þýska lið ytra í haust.
■ BERTI Vogts, sem tekur við
v-þýska landsliðinu eftir HM á It-
alíu, hefur boðið Rainer Bonhof
starf aðstoðarþjálfara. Þeir léku um
árabil saman hjá Gladbach. Bon-
hof er nú aðstoðarþjálfari hjá Bay-
er Uerdingen og hefur verið boðið
að verða framkvæmdastjóri þar.
KNATTSPYRNA
Piontek til
Hamburger?
Danska knattspyrnusambandinu
finnst peningakröfur hans of háar
SEPP Piontek, landsliðsþjálfari Danmerkur íknatt-
spyrnu, verður að slá verulega af kröfum sínum um
laun, til þess að danska knattspyrnusambandið sé
tilbúið að gera nýjan samning við hann.
Við getum ekki gengið að kröfum Piontek, eins og þær
eru nú,“ segir Carl Nielsen, formaður danska knatt-
spyrnusambandsins. Sá orðrómur er nú uppi að Hamburg-
er SV hafi mikinn hug á að fá Piontek sem yfirþjálfara hjá
félaginu, eftir að félagið rak Willie Reimann fyrir sl. helgi.
Eins og menn vita þá er Piontek V-Þjóðveiji og hann hefur
alltaf sagt að hann hafi hug á að gerast þjálfari í V-Þýska-
landi er hann hættir með danska landsliðið. Sepp Piontek
ÚRSLIT
Handknattleikur
2. deild karla:
Haukar—ÍBK.....................30:20
Knattspyrna
3. umferð ítölsku bikarkeppninnar:
Ascoli—Inter Mílanó.,.............2:1
Nápólí—Bologna...................2:0
AC Mílanó—Messina...............6:0
Spænska bikarkeppnin, 8-Iiða úrslit:
Real Madrid—Real Valladolid.....3:0
Sporting Gijon—Cadiz.,..........0:0
Real Zaragoza—Valencia..........2:1
Gnska bikarkeppnin, 3. umferð:
Aston Villa—Blackburn...........3:1
Bradford—Charlton...............0:3
Crewe—Chelsea...................0:2
Derby—Port Vale............... 2:3
Everton—Middlesbrough......... 1:1
Norwich—Exeter..................2:0
Oldham—Birmingham...............1:0
QPR— Cardiff....................2:0
Skoska úrvalsdeildin:
St. Mirren—Dunfermline..........2:0
Vináttuleikur í Frakklandi:
Mónakó—Argentína................2?0
(Jose Toure 24., Youssouf Fofana 55.)
SKOTFIMI
STÍboðar
til skotþings
Fyrsta þing sambandsins í þrjú ár
Skotsamband íslands hefur
boðað skotþing 10. febrúar
næstkomandi. Eins og komið hef-
ur fram í Morgunblaðinu hefur
skotþing ekki verið haldið síðan i
desember 1987. Stjórn Skotfélags
Reykjavíkur fór fram á það við
ÍSI í desember sl. að stjóm ÍSÍ
tæki við stjórn málefna skotsam-
bandsins. Stjórn ÍSÍ ákvað í fram-
haldi af því að gefa STÍ frest fram
til 10. janúar til að auglýsa skot-
þing — a'nnars mundi ISÍ sjá um
að boða þing og þar með taka við
stjórn sambandsins.
Sigurður Magnússon,
framkvædastjóri ISI, staðfesti í
samtali við Morgunblaðið í gær
að STÍ hafi sent út formlegt fund-
arboð í fyrradag vegna skotþings.