Morgunblaðið - 18.01.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.01.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1990 Bankaráð Landsbanka íslands: Kristín hættir hjá Kaupþingi Fyrsti fundur nýkjörins bankaráðs í dag KRISTÍN Sigurðardóttir, sem kosin var fulltrúi Samtaka um kvenna- lista í bankaráð Landsbankans í desember sl., sagði í fyrradag upp starfi sínu sem deildarstjóri hjá Kaupþingi hf. vegna gagnrýni sem fram hefur komið á kosningu hennar í ráðið. Samtök um kvenna- lista héldu í gær félagsfund um málið. Þar voru lögð fram lögfræði- álit þriggja aðila þar sem Kristín var ýmist talin hæf eða vanhæf til setu í bankaráðinu eða að seta hennar væri óeðiileg vegna starfs hennar hjá samkeppnisfyrirtæki. Niðurstaða fundarins var sú að ekki væri rétt að Kristín sæti samtimis í bankaráðinu og starfi sínu þjá Kaupþingi. Fyrsti fimdur nýkjörins bankaráðs Landsbanka ís- lands verður haldinn í dag. Morgunblaðið/Þorkell Frá fundi Samtaka um kvennalista í gær um mál fulltrúa þeirra í bankaráði Landsbanka íslands. „Ég tók að mér þetta verkefni, án þess að ég sæi það fyrir að svona myndi fara, og verð bara að standa og falla með því,“ sagði Kristín Sigurðardóttir í gærkvöldi. „Ég átti að vísu von á því að svona spurningar kæmu upp en taldi að hægt yrði að útskýra málið og ljúka því þannig. Þegar það var ekki hægt taldi ég mig að vissu leyti bera ábyrgð á því hvemig komið var og yrði að leysa það sjálf,“ sagði Kristín. Kristín sagði að starfslokum sínum hjá Kaupþingi yrði hraðað eins og kostur væri, en hún yrði að ljúka verkefnum sínum og vænt- anlega setja nýja manneskju inn í starfið. Hún sagðist ætla að sitja fyrsta fund bankaráðsins í dag og vonaðist til að ekki sköpuðust vandamál í þessu millibilsástandi sem yrði á meðan hún væri að skila af sér starfinu enda myndi hún sýna fullan trúnað. Lögfræðiálitin þrjú sem lögð voru fyrir fund Kvennalistakvenna í gær voru frá Bankaeftirliti Seðla- banka Islands, Sigurði Líndal laga- prófessor og Friðrik Olafssyni skrifstofustjóra Alþingis. Banka- eftirlitið telur að Kristín teljist ekki vanhæf til setu í ráðinu. Niðurstaða Sigurðar Líndal er sú að Kristín teljist vanhæf til að sitja í banka- ráðinu samkvæmt grundvallarregl- um íslensks stjómarfarsréttar. Friðrik Ólafsson telur að seta henn- ar í ráðinu geti ekki talist andstæð lögum en hún sé óeðlileg. Niðurstaða fundar Kvennalist- ans var eftirfarandi: „Það er aug- ljóslega álitamál og umdeilanlegt hvort starf Kristínar Sigurðardótt- ur sem deildarstjóra innheimtu- deildar Kaupþings hf., samrýmist setu í bankaráði Landsbanka ís- lands. Fæstir telja það þó andstætt lögum og sú staðreynd að þeir þrír aðilar sem leitað var álits hjá kom- ast að mismunandi niðurstöðu, sýn- ir nauðsyn þess að setja skýrari reglur um almennt hæfi til setu í stjómum og ráðum á vegum ríkis- ins. Grundvöllur tortryggni virðist fyrir hendi og hugsanlegt að Kristínu verði gert erfitt fyrir í störfum sínum í bankaráðinu. Þar . vegur þungt sú staðreynt að tengsl stjómar Landsbréfa hf. og stjómar Landsbanka íslands virðast miklu meiri en talið var þegar tilnefning Kristínar var ákveðin. Sú tor- tryggni og þær efasemdir sem sáð hefur verið til hafa sétt Kvennalist- ann og Kristínu í erfiða stöðu. Við viljum ekki að um álitamál sé að ræða í þessu efni. Niðurstaðan er sú að þrátt fyrir lagalega stöðu sé það ekki rétt að Kristín gegni samtímis starfi deildarstjóra hjá Kaupþingi hf. og sitji í bankaráði Landsbanka íslands. Það hlýtur hins vegar að vera endanlegt mat Kristínar hvemig hún bregst við þessari niðurstöðu og eftir sem áður nýtur hún- fyllsta trausts kvennalistakvenna.“ Nýr meirihlutí myndaður innan stj órnar Stöðvar 2 Grundvöllur hlutafjárloforðs brostinn, segja fyrri aðaleigendur Eignarhaldsfélag Verslunarbankans seldi í gær 100 milljóna króna hlutafé í Stöð 2 sömu aðilum og keyptu 150 milljóna hlutafé í stöðinni í síðustu viku. Þeir ráða því 250 milljóna hlutafé af 505,5 milljóna hlutafé og fá jafnframt 3 menn í 5 manna stjórn hlutafélagsins sam- kvæmt samningi við Eignarhaldsfélagið. Jón Ottar Ragnarsson og Hans Kristján Arnason segja að með þessu hafi Eignarhaldsfélagið brotið samkomulag sem gert var um áramótin og þar með séu forsend- ur fyrir hlutafjárloforði þeirra gerbreyttar. Þeir sem keyptu 150 milljóna hlutafé í síðustu viku stofnuðu sam- eignarfélag, Fjölmiðlun sf., um þann hlut. í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði, að hann skiptist þannig: Har- aldur Haraldsson forstjóri Andra hf. með 50 milljónir, Jóhann J. Ólafsson stórkaupmaður og formaður Verslun- arráðs með 10 milljónir, Guðjón Oddsson kaupmaður og formaður Kaupmannasamtakanna með 5 millj- ónir, Víðir Finnbogason kaupmaður með 10 milljónir, Oddur Pétursson kaupmaður með 5 milljónir, íslenska útvaipsfélagið hf. með 6 milljónir, Ólafur Njáll Sigurðsson forstjóri með 3 milljónir, Bolli Kristjánsson kaup- maður með 17 milljónir, Jón Ólafsson forstjóri með 17 milljónir, Skúli Jó- hannesson kaupmaður með 17 millj- ónir og Garðar Siggeirsson kaup- maður með 10 milljónir. Fjölmiðlun sf. hefur nú ábyrgst 100 milljóna hlut til viðbótar. * Atakafundur innan Alþýðu- bandlagsins MIKLAR umræður og harðar voru í gærkvöldi á félagsfúndi Alþýðu- bandalagsins, þar sem tekist var á um það, hvort Alþýðubandalagið stæði eitt að framboði í næstu borgarstjórnarkosningum eða fari í sameiginlegt framboð með öðr- um minnihlutaflokkum, eins og Birting hefúr lagt til. Umræður stóðu enn á miðnætti og fyrirsjáanlegt að fundurinn stæði langt fram á nótt. Jón Ottar Ragnarsson forstjóri Stöðvar 2, Ólafur H. Jónsson aðstoð- arforstjóri og Hans Kristján Árnason ritari stjórnar Stöðvar 2 höfðu skrif- að sig fyrir 150 milljóna hlutafé. Þeir Jón Óttar og Hans Kristján sendu frá sér yfirlýsingu í gær- kvöldi, þar sem þeir segja að forsend- ur fyrir hlutafjárloforði þeirra séu nú gerbreyttar. Samningur Eignar- haldsfélags Verslunarbankans við nýja hluthafa hafi rýrt möguleika þeirra til að hafa virk áhrif á stjóm fyrirtækisins, og einnig minnkað möguleika Eignarhaldsfélagsins til þess sama. Þeir Jón Óttar og Hans Kristján segja að samningur Eignarhalds- félagsins við nýju eigenduma hafi verið gerður án samráðs við fyrri eigendur, þrátt fyrir að þeir hafi til- kynnt bankanum að þeir myndu efna hlutafjárloforð sitt strax í þessari viku. Þeir segja að samið hafi verið um stjórn og framkvæmdastjórn til nokkurra ára, og einnig um gagn- kvæman forkaupsrétt á hlutabréfum innbyrðis. Jón Óttar og Hans Kristján segja að þessi ákvörðun Eignarhaldsfé- lagsins sé í ósamræmi við þá samn- inga sem þeir haf i gert við Verslunar- bankann um hlutafjáraukninguna, þar sem ekki hafi verið stefnt að því að afhenda meirihluta félagsins ein- um tilteknum hópi aðila. Rökrétt nið- urstaða sé sú að hinn nýi meirihluti hljóti í framhaldi af þessu að taka við stjórnartaumunum á Stöð 2. Hluthafafundur íslenska sjón- varpsfélagsins hf. verður haldinn á laugardag. Þá mun bráðabirgða- stjóm félagsins, sem kosin var um síðustu áramót, láta af störfum en ný stjórn taka við. Stöðug fundahöld vom vegna þessa máls í gærkvöldi og tókst Morgunblaðinu ekki að ná tali af mönnum þess vegna. Reglugerðardrög um læknaþj ónustu: Læknar neita að mæta á samráðsfimd GUÐMUNDUR Ingi Eyjólfsson formaður samninganefiidar Læknafélags Reykjavíkur kvaðst í gærkvöldi ekki ætla að fara á samráðsfúnd í heilbrigðisráðu- neytinu í dag um drög að reglu- gerð heilbrigðisráðherra um fyrir- komulag læknisþjónustu, þar sem hann teldi að málið eigi heima á samningafúndi milli Trygginga- stofnunar og Læknafélagsins. Finnur Ingólfsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra segir að með slíkum hótunum sé komið aftan að heilbrigðisyfirvöldum, þar sem samráð hafi verið haflt um þær breytingar sem drögin boða. „Eftir bréfi sem ég var að fá núna, þá neitar Guðmundur Bjarnason heil- brigðisráðherra að ræða við okkur á vettvangi samninganefndar, hvað sem það svo þýðir," sagði Guðmund- ur. Hann sagði að hins vegar færu formenn læknafélaganna á fundinn. „Ég tel að með þessari reglugerð sé verið að koma á tilvísunarskyldu, sem er að vísu óbein skylda þar sem sjúklingi er refsað með gjaldtöku ef hann fer til sérfræðings án tilvísun- ar,“ segir Guðmundur. Hann segir skipulag sérfræði- læknisþjónustunnar gera hana hag- kvæma, þar sem stofur og öll að- staða sé samnýtt af mörgum lækn- um. „Við kærum okkur ekki um að láta einhveija stjómmálamenn leggja þetta í rúst.“ Finnur Ingólfsson segir reglugerð- ina byggja fyrst og fremst á skipu- lagsbreytingum og því áliti sam- starfsnefndar heimilislækna og sér- fræðinga að tryggja þurfi betur nauðsynlegt upplýsingaflæði milli heimilislækna og sérfræðinga og milli sérfræðinga innbyrðis til að auka gæði heilbrigðisþjónustunnar. „Auk þess að ferli sjúklings eigi að vera þannig, að samskiptin hefjist hjá heimilislækni." Finnur segir að menn ættu að bíða með tölur um hækkanir þar til reglu- gerðin hefur litið dagsins ljós, ábend- ingar hafi komið fram um hvað mætti betur fara og verið sé að skoða þá hluti. „Ég á von á því að þær tölur sem nefndar hafa verið eigi talsvert eftir að breytast." Hann kveðst ekkert vilja segja um efni reglugerðarinnar annað en að ekki sé um tilvísanaskyldu að ræða. „Tilvísanaskyldan var felld úr al- mannatryggingalögunum á Alþingi síðustu dagana fyrir jól. Það var gert vegna þess að tekist hafði sam- komulag milli heilbrigðisráðuneytis- ins, heimilislækna og sérfræðinga um nýtt fyrirkomulag í samskiptum þessara aðila. Þessi reglugerð byggir í öllum meginatriðum -á því sam- komulagi." „Aðgerðaleys- ið þrúgandi“ Skipverjar á Andra I spila brids á ytri höfninni í Dutch Harbour „VIÐ tökum þessu af stakri ró, enda ekkert annað að gera. Við liggjum við festar hérna úti á höfninni við Dutch Harbour og ger- um lítið annað en fara milli bryggju og króks því við þurfúm að sækja vatn í land. Við erum í stað þess að vera þátttakendur að- eins áhorfendur. Horfúm á báta og skip koma inn til löndunar, en nú er mikil ufsa- og kolaveiði hér,“ sagði Ásmundur Jónatansson, skipstjóri á verksmiðjuskipinu Andra I, í samtali við Morgunblaðið. Andri I tók á móti af la til vinnslu þijá síðustu daga ársins, en síðan hefur aðgerðaleysið ráðið ríkjum. „Útlitið er auðvitað ekki bjart. Segja má að við höfum siglt í 60 daga til lítils, að minnsta kosti enn sem komið er. Þetta skýrist þó vonandi allt næstu daga og við getum farið að taka þátt í slagn- um. Við styttum okkur mikið stundir með því að spila brids meðan við bíðum frétta. Reyndar er þorskveiðin ekki byijuð enn að neinu ráði. Hin eiginlega vertíð hefst ekki fyrr en síðar í mánuðin- um. Mikil veiði er hins vegar af ufsa og kola. Hér liggja þó margir bátar vegna þess, að það vantar verksmiðjuskip til að frysta kolann og því geta þeir ekki veitt eins og Morgunblaðið/HG Ásmundur Jónatansson, skipstjóri í brúnni á Andra I. þeir vildu. Við erum ekki búnir til kolavinnslu, en auk þess er tak- markaður áhugi meðal verksmiðju- skipa á honum vegna þess hve lítið fæst fyrir hann,“ sagði Ásmundur Jónatansson, skipstjóri. Nafni hans, Ásmundur Þórir Ólafsson, stýrimaður, tók í sama streng. „Við bjuggumst við því að mala gull hér um þessar mundir, en það er á annan veg. Við unnum aðeins þijá síðustu daga ársins, rétt til að prufukeyra græjurnar. Síðan hefur ekkert verið, en við berum okkur vel. Aðgerðarleysið er reyndar heldur þrúgandi og lítið er að sækja í land. Þetta líkist varla nokkurri mannabyggð, er eins og maður gæti ímyndað sér afskekktasta fjallaþorp frá síðustu öld,“ sagði Ásmundur Þórir. I I I I 1 I I I ! i I I r I i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.