Morgunblaðið - 18.01.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.01.1990, Blaðsíða 13
SKYNDIVERÐLÆKKUNARVEISLA á frábœrum fótum frá merkjum sem gefa línuna Góðan dagim! MQRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAqyR,18. JANÚAR 1990 , Láttu það eftir þér að líta inn! MrtMRMðtl meeýjcm & (HUtct'uz&oéönK LAUGAVEGI 39 • SÍMI 11388 SVFR SVTR SVFR SVTH iSVFR SVXR SVIR SVFH SVFH SVTR SVFH Dagskrá: Ávarp, Jón G. Baldvinsson formaður SVFR. Verðlaunaafhending. Ómladdi Ómladda, splunkunýr skemmtiþáttur Ómars og Ladda. Hátíðarfluga kvöldsins. Vísubotnakeppni. Glæsilegt happdrætti. Hljómsveitin Einsdæmi leikur fyrir dansi til kl. 3. Matseðill: Laxavafningar með kryddjurtum og sítru- sósu. Kampavínsísmusl. Heilsteiktur lambahryggur með gljáðum lauk. Ferskt ávaxtasalat með ískremi Veislustjóri: Ingvi Hrafn Jónsson. Húsiðopnað kl. 19. Miðasala ífélagsheimili SVFR, Háaleitisbraut 68, laugardaginn 20. janúar frá kl. 12-15. Borðapantanir á sama stað. Sími 686050. ■ J OPIÐ HUS í félagsheimili SVFR föstudaginn 19. janúar. Húsið opnað kl. 20.30. Sigurður Guðjónsson, fiskifræðingur: Eldisfiskur í lax- veiðiám. Félagar, mætið vel og takið meðykkur gesti. Fræðslu- og skemmtinefnd SVFR. Básúna og bassi _________Tónlist____________ JónÁsgeirsson Við Tónskólann, sem Sigur- sveinn Davíð Kristinsson, tón- skáld, stofnaði, hafa margir þeir sem nú hasla sér völl sem fulln- uma tónlistarmenn fengið grunnmenntun sína og meðal þeirra eru Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari og Sigurður Sveinn Þorbergsson básúnuleik- ari, en þeir héldu tónleika um síðustu helgi í Tónskólasalnum nýja í Hraunbergi 2. Hávarður stundaði framhaldsnám í Frakkl- andi og starfar nú í Belgíu, en Sigurður Sveinn sótti sína fram- haldsmenntun til Englands og leikur með Sinfóníuhljómsveit íslands. Báðir eru þeir góðir tónlistar- menn, ráða yfir góðri tækni og léku viðfangsefnin af öryggi. Hávarður lék tvö „klassísk“ verk, Konsertíno eftir Hoffmeister og leikandi létta Tarantellu eftir bassasnillinginn og hljómsveitar- stjórann Giovanni Bottesini. í báðum verkunum, svo og í ein- leikskadensu eftir Teppa Hauta- aho, sýndi Hávarður leikni sína og sérlega fallega tónun í hæga þættinum í verki Hoffmeisters. Undirleikari á píanó var Brynja Guttormsdóttir. Sigurður Sveinn lék Rómönsu eftir Weber, Sónötu eftir ein- hvern Sclek (eins og stóð í efnis- skrá), Ballöðu eftir Frank Martin og sónötu eftir Sackman. Besta tónsmíðin á þessum tónleikum var Ballaðan eftir Frank Martin og trúlega er ekki um mörg ein- leiksverk að ræða fyrir básúnu og fæst þeirra sem til eru eftir meiriháttar tónsmiði. Sigurður Sveinn lék verkin mjög vel allt að því óaðfinnanlega og er Ijóst að hér er á ferðinni mjög góður básúnuleikari. Undirleikari hjá Sigurði Sveini var Clare Toomer. I heild voru þetta skemmtileg- ir tónleikar, vel framfærðir, þó flest verkin stæðu á fremur grannvöxnum undirstöðum og jafnvel lítt nothæf til annars en að gefa einleikurum tækifæri til að sýna leikni sína, sem og þeir gerðu með ágætum. Sigurður Sveinn Þorbergsson Hávarður Tryggvason Stangaveiðifélag Reykjavíkur heldur árshátíð sína í Súlnasal Hótels Sögu föstudaginn 2. febrúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.