Morgunblaðið - 18.01.1990, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 18.01.1990, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1990 Mataræði og áhættuþætt- ir kransæðasjúkdóma eftir Jón Gíslason Inngangsorð Rannsóknir á íslandi og í öðrum löndum hafa sáynt að helstu áhættu- þættir hjarta- og æðasjúkdóma eru hátt kólesteról í bióði, reykingar og hár blóðþrýstingur (háþrýstingur). Offita virðist hins vegar ekki töl- fræðiiega marktækur áhættuþáttur kransæðasjúkdóma hér á landi, en hún getur haft áhrif á áhættuþætti, s.s. blóðfitu og háþrýsting. Þó svo erfðir geti ráðið miklu um áhættu- þætti, þannig að sumum einstakling- um sé meiri hætta búin en öðrum, þá hefur fjöldi rannsókna sýnt að mataræði hefur áhrif á kólesteról í blóði og að ofgnótt salts í fæðu getur haft áhrif á háþrýsting. Þá er ljóst að lítil hreyf ing, rangt fæðuv- al og ofát getur leitt til offitu. Áhrif fæðunnar á áhættuþætti geta verið mest hjá þeim sem vegna erfða hafa hækkaða blóðfitu eða háþrýsting og þeir verða því að huga sérstaklega að sínu fæðuvali. Þegar um erfðir er að ræða getur svörun við breyttu mataræði þó í vissum tilvikum verið minni en hjá öðrum, þannig að einnig er nauðsynlegt að beita lyfjagjöf. Umfangsmiklar rannsóknir, sem m.a. hafa verið framkvæmdar í nágrannalöndum okkar, benda til þess að með ráð- leggingum um rétt fæðuval megi hafa áhrif á áhættuþætti og tíðni hjarta- og æðasjúkdóma. Þá hafa hóprannsóknir Hjartavemdar sýnt að áhættuþættir hjarta- og æðasjúk- dóma hafa færst til betri vegar frá því þær rannsóknir hófust fyrir rúm- um tveimur áratugum. Þessa þróun má án efa rekja til margra þátta og þar á meðal fræðslu og áróðurs um rétt fæðuval. Þegar haft er í huga að nær helmingur dauðsfalla hér á landi er af völdum hjarta- og æðasjúkdóma, er öllum ljóst að rétt er að breyta lifnaðarháttum í sam- ræmi við þær ráðleggingar sem gefnar em vegna áhættuþátta þess- ara sjúkdóma. Fitan í fæðunni Mikilvægustu orkuefni fæðunnar eru fita, prótein (eggjahvíta) og kolvetni, s.s. sterkja og sykur, og gefur fitan rúmlega helmingi meiri orku en prótein og kolvetni fyrir hvert gramm sem neytt er. íslend- ingar borða oft orkuríkan mat, þar sem hlutfall fitu og sykurs er hátt í okkar fæðu. Neysla orku getur þá orðið meiri en brennslan (þörfin) og afleiðingin er sú að við fitnum. Vert er að hafa í huga að orkurík fæða getur verið bætiefna- og trefjaefnas- nauð, þannig að ókostir fituríkrar fæðu er nokkrir og geta því leitt til annarra sjúkdóma en þeirra sem hér er helst rætt um. Það, sem mestu máli skiptir varð- andi umræðu um fitu og kransæða- sjúkdóma, em áhrif fitunnar á kól- esteról í blóði. Á meðal álmennings er oft rætt um harða og mjúka fitu. Harða fitan er mettaða fitan sem finnst í dýraafurðum s.s. kjöti og mjólkurvörum. Mjúka fitan er fjöl- ómettuð fita sem við fáum fyrst og fremst úr jurtaolíum og fiskmeti. Mikil neysla harðrar fitu eykur kól- esteról í blóði, en fjölómettuð fita hefur öfug áhrif á blóðfituna. Sam- kvæmt manneldismarkmiðum fyrir íslendinga er rétt að minnka fitu- neyslu, auk þess sem hlutfalli milli mjúku og hörðu fitunnar verði breytt, þannig að mjúka fitan vegi meira en hún gerir nú. Þessum markmiðum má ná með því að borða meira af komvörum, grænmeti og ávöxtum, auk þess að borða fisk, velja magurt kjöt, magrar mjólkur- vörur og fituminna og mýkra viðbit, sem einnig er rétt að nota í minna HJARTA- VERND 25 ÁRA mæli en oft er gert. Matreiðsla, s.s. fitusteiking matvæla, hefur einnig veruleg áhrif á fituinnihald fæðunn- ar og þetta ber að hafa í huga við matreiðslu. Rannsóknir síðustu ára benda til þess að mjúk fita úr fiskafurðum geti átt þátt í að minnka hættu á kransæðasjúkdómum ef slík fæða er höfð reglulega á borðum. Fitan er samsett úr fitusýrum og eru það tvær slíkar sem talið er að geti haft þessi áhrif. Lýsi er afurð sem inni- heldur þessar fitusýrur og einnig er framleitt lýsisþykkni sem er sérlega ríkt af þessum sýrum. Það er því full ástæða til að hvetja fólk til að taka lýsi og borða fisk reglulega. Matarsalt Áhrif salts á blóðþrýsting eru að líkindum mest hjá þeim sem er hætt við háþrýstingi vegna erfða. Hins vegar er ljóst að hér á landi er neysla matarsalts margfalt meiri en þörf er á og því full ástæða til að ráðleggja minni neyslu á söltum mat og þá um leið minni notkun matarsalts á heimilum. Matarsalt er natríumklóríð (NaCl), sem í vatnslausn greinist í natríum (Na) og klóríð (Cl). Bæði þessi efni gegna mikilvægu hlutverki í líkamanum, en eins og með flest önnur efni er ekki gott að neyta þeirra langt umfram þörf. Það er natríum sem getur haft áhrif á blóð- eoy þrýsting og kemur þetta efni ekki eingöngu úr matarsalti, heldur finnst það náttúrulega í fæðunni og berst einnig í hana með ýmsum aukefnum. Samkvæmt manneldismarkmið- um fyrir íslendinga er hæfilegt að neysla matarsalts sé undir 8 grömm- um á dag. Þetta samsvarar u.þ.b. 3 grömmum af natríum, en hvernig er hægt að áætla daglega neyslu þessara efna? Upplýsingar um natr- íuminnihald matvæla má fá í nær- ingarefnatöflum, en einnig skal magn natríums koma fram þegar næringargildi er merkt á umbúðir matvæla. Merking þessi er þó ekki komin á allar vörur þar sem næring- argildi er tilgreint, en þar sem það er merkt er það gefið upp í 100 grömmum eða tilteknum skammti fæðunnar. Skal þá heildarmagn natríums koma fram, þ.e. bæði það sem er náttúrulegt í vörunni og það sem gæti verið viðbætt sem matar- salt eða sem hluti aukefna. Merking innfluttra matvæla á frá og með byijun árs 1990 eingöngu að vera á ensku eða Norðurlandamáli, öðru en finnsku. Natríum- og saltmerk- ingar á umbúðum vörutegunda frá öðrum Norðurlöndum ættu ekki að valda erfiðleikum, en á umbúðum sem marktar eru á ensku er natríum merkti sodium. Þar sem natríum vegur aðeins u.þ.b. 40% af þunga matarsalts (1 g NaCl = 0,4 g Na), verður að margfalda uppgefið natr- íummagn með 2,5 sé óskað eftir upplýsingum um samsvarandi magn af matarsalti. Unnar matvörur innihalda yfir- leitt margfalt meira natríum en ferskvara, bæði vegna notkunar matarsalts og aukefna. Sem dæmi um matvörur sem innihalda umtals- vert magn natríums má pefna unnar kjötvörur s.s. bjúgu, pylsur, hangi- kjöt, skinku og saltkjöt, unnar fisk- afurðir s.s saltfisk, síldarrétti, kavíar og gaffalbita, morgunverðarkorn s.s. kornflex og eheerios, mjólkur- vörur s.s. smjör, smjörva og osta, og einnig ýmsar aðrar vörur eins og smjörlíki, kartöfluflögur, salts- Jón Gíslason „Mikíl neysla harðrar fitu eykur kólesteról í blóði, en fjölómettuð fita hefur öfug áhrif á blóðfituna.“ tengur, saltaðar hnetur og pakka- súpur. Streita og líkamsrækt Streita getur haft áhrif á áhættu- þætti sjúkdóma, s.s. reykingar og háþrýsting. Matarvenjur okkar geta einnig orðið fyrir áhrifum ef streita er mikil, en áhrifin geta verið mis- jöfn og því einstaklingsbundin. Undir álagi borða sumir lítið, aðrir á óreglulegum tímum og enn aðrir leita sáluhjálpar í mat og afleiðingin verður ofát. Öll höfum við gott af að setjast niður og hugsa um lífsmynstur okkar og líðan. Líkamsrækt nýtur síaukinna vin- sælda hér sem annars staðar og hafa á undanförnum árum skapast meiri möguleikar til margskonar íþróttaiðkana og útiveru. Hreyfing styrkir líkamann, eykur vellíðan og vinnur því gegn streitu. Hætta á offitu verður minni og regluleg líkamsrækt getur einnig haft jákvæð áhrif á kólesteról í blóði og stuðlað að lægri blóðþrýstingi. Við skulum því taka á með Hjartavernd undir einkunnarorðunum — vandið fæðuval — stundið líkamsrækt — forðist streitu Höfundur er næringarfræðingur, deildarstjóri hjá Hollustuvernd ríkisins. Fjármálaráðuneytið: Viðræður geta hafist um húsnæði Sigló í næstu viku FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ mun væntanlega helja viðræður um sölu eða ráðstöfun á húsnæði þrotabús Sigló hf. á Siglufirði í næstu viku. Tvö fyrirtæki, Siglunes hf og Sunna hf., hafa lýst áhuga sínum á hús- næðinu, en ríkissjóði voru slegnar eignir þrotabúsins á nauðungarupp- boði í nóvember. Að sögn Sveinbjarnar Óskarsson- ar deildarstjóra í ráðuneytinu er enn ekki að fullu ljóst hvaða eignir ráðu- neytið hefur til ráðstöfunar úr þrota- búi Sigló, en það kæmi væntanlega til með að liggja fyrir næstkomandi mánudag, og þá gætu viðræður um ráðstöfun þeirra hafist. „Eftir að það liggur fyrir hvað við getum boðið til sölu, þá erum við tilbúnir til að ræða við hvern sem er. Við verðum að fara að koma þessu frá okkur því menn verða að geta farið að undirbúa vertíðina, sem byijar um páskana," sagði Svein- björn. Leitiö tit okkar: SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SfMI 28300 NAMSKEIÐ UM VIRÐISAUKASKATTINN: M.a. er faríð f eftírfarandi atríðí: ► Mismunur vírðísaukaskatts og söluskatts ► Áhríf virðisaukaskatts ► Lög og reglugerðir ► Bréytíngar á bókhaldi og bókhaldsgögnum Næsta námskeið 23. og 24. janúar. Skráníng hafin í síma 626655. Viðskiptaskólinn HAGNÝTT NÁM - ÞEKKING SEM NÝTIST!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.