Morgunblaðið - 18.01.1990, Síða 15

Morgunblaðið - 18.01.1990, Síða 15
■ HREPPSNEFND Reyðar- fjarðarhrepps vill koma fram eftir- farandi ályktun um orkufrekan iðn- að: Nýtt álver kallar á virkjun í Fljótsdal. Hreppsnefnd telur að nýta beri meginhluta orku fjórð- ungsins innan hans enda ástæðu- laust að flytja orkuna lengra en þörf er. Hreppsnefnd óttast, að verði meginhluti orkunnar fluttur burtu, nú í þessum áfanga verði haldið áfram á þeirri braut. Reyðar- fjörður uppfýllir vel þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar fyrir stóriðnað. Flutningslínur frá virkj- unum geta vart verið styttri, sam- göngur á landi allgóðar, stutt á væntanlegan alþjóðaflugvöll. Land- rými til iðnaðar nægilegt og einnig fyrir íbúðabyggð. Hafnarskilyrði ein hin bestu á landinu og líklega hvergi ódýrara að byggja höfn. Sigling til Evrópu er u.þ.b. sólar- hring skemmri hvora leið en frá. Faxaflóa. Hafíshætta hverfandi. Hreppsnefnd Reyðarfjarðarhrepps mótmælir þeirri skoðun, sem oft er haldið fram, að fámenni Reyðar- fjarðar og næstu nágrannabyggða útiloki nánast að reisa fyrirtæki á borð við álver þar. Hreppsnefnd hefur mun meiri áhyggjur af áhrif- um stöðnunar á svæðinu en af tíma- bundnum þensluáhrifum, __ sem vissulega mundu leiða af byggingu stórfyrirtækis, og lýsir sig reiðu- búna til að leysa þau vandamál í samvinnu við nágrannabyggðir. ___________Brids______________ Arnór Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja Meistaramót félagsins í tvímenningi hófst sl. mánudag með þátttöku 18 para. Spilaður er barometer, fimm spil milli para. Efstu pör eftir 5 umferðir af 17: Eysteinn Eyjólfsson — Pétur Júlíussön 43 Jóhannes Sigurðsson — Birkir Jónsson 42 Grethe íversen — Sigríður Eyjólfsdóttir 32 Haraldur Brynjólfsson — Gunnar Siguijónsson 27 Gísli Torfason — Magnús Torfason 23 Næstu 6 umferðir verða spilaðar nk. mánudagskvöld kl. 20. Keppnisstjóri er Hafsteinn Ögmundsson. Reykjanesmót í sveitakeppni Laugardaginn 27. janúar nk. hefst Reykjanesmótið í sveitakeppni. Spilað verður í Flensborgarskólanum og hefst keppnin kl. 10 að morgni. Þátttökugjald verður 6000 kr. fyrir sveitina, en mótið mun gefa 3-4 sveit- um þátttökurétt í undankeppni íslands- mótsins. Þá kemur fram í tilkynningu BRU að meirihluti keppenda í hverri sveit verði að vera af Reykjanessvæð- inu. Þátttökutilkynningar berist til Gísla ísleifssonar (Bridsf. Suðumesja), Karls Einarssonar (Muninn Sandg.), Þor- steins Berg (Bridsf. Kópavogs) eða Friðþjófs Einarssonar (Bridsf. Hafnar- fjarðar) fyrir 25. janúar nk. Áskriflarsimim er 83033 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANUAR 1990 15 HAGSTÆDUSTU BILAKAUP ARSINS AÐEINS KR. 795.000 3'/2 ÁRS LÁNSTI MI •A, stgr. Nú eigum við aðeins örfáa bfla eftir af árgerð 1988 á þessu ótrúlega verði. Auk hagstæðs verðs, auðveldum við kaupin með því að lána hluta eða jafnvel allt kaupverð bílsins í 31/2 ár á hagstæðum bankalánum.** Komdu í reynsluakstur strax og kynntu þér frábæra aksturseiginleika Chevrolet Monza. *Fasteignaveð er nauðsynlegt, ef allt kaupverðið er lánað. **Verð miðast við staðgreiðslu og án afhendingarkostnaðar. BíLVANGURsf Höfðabakka 9, símar 687300 - 674300 (bein lína) ADAm# JAKKAFOT FRÁ KR. 9.900,- STAKIR JAKKAR FRÁ KR. 6.900.- ADHffl# STAKAR BUXUR FRÁKR. 1 .900.-SKYRTUR FRÁ KR. 1.500.- HERRAHÚSIÐ, LAUGAVEGI 47, S. 291 22 - 1 7575 - OPIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 10-14.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.