Morgunblaðið - 18.01.1990, Page 17

Morgunblaðið - 18.01.1990, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1990 17 Hagrænar ástæður Nú hefur verið gerð nokkur grein fyrir rökrænum og siðferði- legum ástæðum fyrir því, að öld- ungis fráleitt er að jafna saman verðtryggingu fjármagns og launa. En fyrir þessu eru líka hagrænar ástæður, fullgildar einar sér, en það yrði of langt mál að færa þær fram hér. Aðeins skal bent á, að verðtrygging hlýtur að örva sparn- að, enda er hann marklaus ella í óðaverðbólgu. Þessarar örvunar þarf ekki með til að fólk sækist eftir launum! Sparnaður er bæði þjóðarnauðsyn (og einu rök próf. Olafs Björnssonar fyrir verðtrygg- ingu!) og nauðsyn hvers og eins persónulega. Hvað gætu fyrir- greiðslupólitíkusar gert, ef enginn legði fé fyrir? Hvað gætu skjól- stæðingar þeirra gert, skuldararn- ir, ef ekkert fé fengist að láni? Það er blöskrun að sjá og heyra svívirð- ingar Stefáns Valgeirssonar og annarra pólitikusa um fjármagn og fjármagnseigendur, um ógöfug- an „pappírs-auð“ og okur o.s.frv., svo ákaf le^ð: sem þeir sömu striga- kjaftar sækjast eftir að fá til eigin nota eða til að gefa skjólstæðing- um sínum þá hina sömu peninga sem þeir bölva í hinu orðinu. Enga kröfu eiga þeir á hendur öðrum um að spara né heldur um að lána. Sparendúr þurfa ekki að bera kinn- roða fyrir ráðdeild sína, né sitja þegjandi undir brigzlum. Sparnað- ur er þjóðarnauðsyn. — En nóg um það hér. Rökvísi verkfræðinga - og foringja launþega Að lokum skal bent á, að spa- rifé er einatt afrakstur margra ára, jafnvel heillar ævi, en laun taka aðeins til eins árs í senn frá samningsgerð. Hér er ekki verið að halda því fram, að rangt sé að verðtryggja laun (né heldur vexti!). Það er hér einfaldlega ekki til skoðunar. Ein- ungis er hér leitazt við að skýra, að verðtrygging fjármagns og launa er ekki hið sama og það er út í hött að halda því fram, að ekki sé réttmætt að tryggja fé nema laun séu líka tryggð. Þeir sem skilja þetta ekki, sem er fremur einfalt mál, geta ekki vænzt þess að skynsamir kjósend- ur treysti þeim til að skilja og meta réttilega þau þjóðmál sem flóknari eru. Engu fremur er þeim treystandi, ef þeir að vísu skilja, en látast ekki gera það í því skyni að veita atkvæði -eða vinsældir meðal undirmálsfólks. Það er skelfilegt, að maður sem fjallar um mál með þeim hætti sem Júlíus Sólnes gerir í áðurnefndri grein í Dv — en hún hefur einung- is að litlu leyti verið gagnrýnd hér — skuli eiga þess kost að verða ráðherra, meira að segja ráðherra vísitölumála — og senn umhverfis- mála, þar sem ekki mun veita af skarpari hugsun, framsýni — og rökvísi. Það er skelfilegt, að fleiri alþingismenn og ráðherrar og for- ystumenn stærstu launþegahópa (nú síðast Ögmundur Jónasson foringi og trúnaðarmaður þeirra gáfumanna sem þjóna ríki og sveit- arfélögum) skuli vera undir sömu sök seldir um skilning — ellegar sannsögli — svo sem þeir gerast berir að. A.m.k. þrír verkfræðingar hafa gengið fram fyrir skjöldu í því að ófrægja verðtryggingu fjár- magns — enginn slíkur hefur opin- berlega varið hana, það ég bezt veit. Væntanlega er þetta tilviljun, en ekki vísbending um að verk- fræðingar séu órökvísir eða fræði þeirra bág. En vel mætti stétt þeirra eiga hér betri hlut. Reyndar háskólamenntaðir menn yfiríeitt, ef menntun þeirra er einhvers virði. Höfundur er bankamaður. FACIT SILVER REED EZ-45 1. 500 stafa leiðréttingarminni 2. Hraðvirk og hljóðlát 3. Lágt lyklaborð 4. Uppsetningarminni 5. Mismunandi leturgerðir 6. O. fl. o. fl. Góð ritvél er besti vinur ritarans SKRIFSTOFUVÉLAR GÍSLI J. JOHNSEN HF. Skrifstofuvélar Gísli J. Johnsen hf. bjóða fjölbreyttasta úrval ritvéla á markaðnum. Lítið inn, við eigum öruggiega ritvélina sem hentar best og hjá okkur fást allir fylgililutir og við leggjum metnað okkar í góða pjónustu. MESSAGE C-20 VERSLUN HVERFISGÖTU 33 SÍMI: 623737 VERSLUN NÝBÝLAVEGI 16 SÍMI: 641222

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.