Morgunblaðið - 18.01.1990, Side 20

Morgunblaðið - 18.01.1990, Side 20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1990 Hafskips- og Utvegsbankamál: Óskar Þórmundsson yfirlög- regluþjónn rannsóknarlögregl- unnar á Keflavíkurflugvelli. RL Keflavíkurflugvelli: * Oskar Þór- mundsson skip- aður yfirlög- regluþjónn ^ Keflavík. ÓSKAR Þórmundsson hefiir af utanríkisráðherra verið skipaður yfirlögregluþjónn rannsóknar- lögreglunnar á Keflavíkurflug- velli frá og með 15. janúar 1990 að telja. Óskar er 39 ára og hefur hann undanfarin ár starfað sem lögreglu- fulltrúi í rannsóknarlögreglunni í Keflavík. Hann á að baki 19 ár sem lögreglumaður, fyrst sem götu- lögregluþjórm í Reykjavík. Sam- býliskona Óskars er Helga Bjöms- dóttir flugfreyja, þau eiga 6 börn ogeru búsett í Ytri-Njarðvík. Óskar Þórmundsson tekur við af Sigurði Sigurðssyni sem lét af störfum vegna aldurs um áramót. BB Verkföll, vamarliðsflutningar og óðaverðbólga ónýttu áætlanir - sagði Halldór Guðbjarnason HALLDÓR Á. Guðbjarnason fyrrum bankastjóri Útvegsbanka íslands, sem ákærður er fyrir brot í opinberu starfi í tengslum við starf sitt vegna samskipta Hafskips og Útvegsbankans, var yfirheyrður í saka- dómi á þriðjudag af ákæruvaldi og veijendum. Einnig komu fyrir dóm- inn sem vitni þrír fyrrum stjórnarmenn í Hafskip: Víðir Finnbogason, Páll G. Jónsson og Pétur Björnsson. Halldór sagði að bankamenn hefði gengið út frá því að við reiknings- skil fyrirtækisins væri beitt almenn- um reglum en bankinn hefði ekki gert sérstaka könnun á því enda ekki verið talin ástæða til að yfirfara gögn sem kæmu frá löggiltum endur- skoðanda. Halldór sagði að banka- menn gerðu ekki annað en að kanna slík gögn ef þeir ynnu alltaf með því hugarfari að verið væri að beita blekkingum. Halldór var spurður um niðurstöður Inga R. JÓhannssonar löggilts endurskoðanda Útvegsbank- ans í skýrslu frá desember 1985 að rangt væri í ársreikningi Hafskips 1983 að hagnaður hefði orðið 22 milljónir heldur væri rétt að tap hefði orðið 14,8 milljónir. Halldór sagði að þessi skýrsla væri samin þegar gjaldþrot Hafskips hefði legið fyrir. í byrjun sama árs hefði endur- skoðandinn ekki talið ástæðu til að bankinn afskrifaði útlán til fyrirtæk- isins vegna góðrar framlegðar 1983 og fyrirsjáanlegrar hlutafjáraukn- ingar. Um skekkjur í áætlunum um rekstrarafkomu Hafskips 1984 sagði Halldór að í upphafi hefði verið gert ráð fyrir hagnaði en miklar og óvæntar breytingar hefðu orðið á rekstrarumhverfi félagsins á því ári; verkföll farmanna og opinberra starfsmanna, missir varnarliðsflutn- inga, svonefnt Rainbow Navigation mál, og þær miklu breytingar sem orðið hefðu á gengi krónunnar í óða- verðbólgu. Halldór var spurður hvort eðlilegt hefði verið að veita fyrirgreiðslu vegna Atlantshafssiglinga Hafskips án þess að gera könnun á forsendum rekstrarins. Hann sagði að unnið hefði verið að undirbúningi sigling- anna í tvö ár og hefði einhvers stað- ar í landinu verið að finna menn sem þekktu til þessara hluta þá hefðu það verið Hafskipsmenn. Haf- skip hefði verið stórt almennings- hlutafélag og gengið hefði verið út frá því að skipt væri við heiðarlega menn. Hann kvaðst ekki telja ástæðu til að ætla annað en að allar upplýs- ingar hefðu verið settar fram í góðri trú. í svari við spurningum um hvern- ig stöðvun útlána til Hafskips hefði borið að höndum kom fram að í október 1984 hefði verið ákveðið að bankinn tæki tryggingu í öllum til- tækum eignum Hafskips sem óveð- settar voru bankanum. Þannig hefði bankinn eignast veð í ýmsum eignum sem ekki hefðu staðið í sambandi við nýjar lánveitingar. Hann sagði að þetta hefði verið ákveðið um það leyti sem fram hefði komið að skuld Hafskips við Útvegsvbankann væri 17 milljónir umfram tryggingar en á bæri að líta að inni þeirri tölu væru áfallnir vextir og dráttarvextir ekki sundurgreindir. Þá kom fram hjá Halldóri að í skuldayfirliti Haf- skips hefðu verið taldir viðskiptavíxl- ar, 24,3 milljónir, sem keyptir hefðu verið af fyrirtækinu og væru því í raun kröfur á hendur öðrum aðilum. Hann sagði að málefni Hafskips hefðu oftsinnis verið rædd á bankar- áðsfundum og frá októbermánuði 1984 einnig reglulega við banka- stjórn Seðlabanka Islands. Hann sagði að á fundi með bankastjórn Seðlabankans sumarið 1985 hefðu Útveggsbankamenn óskað eftir að bankaeftirlit kannaði viðskipti bank- ans og Hafskips og hefði það verið í fyrsta skipti á sínum starfstíma sem bankaeftirlitið hefði kannað nokkurn þátt í rekstri Útvegsbank- ans. Halldór sagði bankastjóm aldrei hafa verið beitta þrýstingi af hálfu stjórnvalda, bankaráðs eða annarra til að veita Hafskip fyrirgreiðslu. Fram kom hjá Halldóri Guðbjarna- syni að eftir stöðvun útlána í októ- ber 1984 hefði verið veitt lán til uppgreiðslu á eldri skuld og lánað hefði verið út á hluta aukins hlutafj- ár á árinu 1985. Hann sagði að milliuppgjör fyrstu átta mánaða árs- ins 1984 hefði ekki valdið því að fyrirgreiðsla var stöðvuð en heldur hefðu engin lán verið veitt út á upplýsingar í uppgjörinu en forsvars- mönnum Hafskips er gefið að sök að hafa rangfært milliuppgjör þetta í því skuni að tryggja félaginu áfram lánstraust og fyrirgreiðslu hjá Út- vegsbankanum. Fyrrgreindar ytri aðstæður á árinu 1984 hefðu valdið fyrirtækinu 50-100 milljón króna tjóni og miklum greiðslufjárvanda. Útvegsbankinn hefði talið hagsmun- um sínum best borgið með því annað hvort að selja fyrirtækið í fullum rekstri eða auka hlutafé þess. Spum- ingu veijenda um hvort hann teldi forsvarsmenn Hafskips hafa beitt sig blekkingum svaraði Halldór neit- andi. Einnig komu fyrir dóminn vitnin Víðir Finnbogason, Páll G. Jonsson og Pétur Björnsson sem allir sátu um lengri eða skemmri tíma í stjóm Hafskips, síðustu ár fyrir gjaldþrot þess. Meðal þess sem fram kom í máli þeirra var að gögn félagsins hefðu jafnan verið aðgengileg þeim stjómarmönnum sem hefðu viljað kynna sér stöðu fyrirtækisins, að almennt væri litið á milliuppgjör sem vinnuplögg sem ekki væru jafnvön- duð og ársreikningar. Þeir sögðust ekki telja að reynt hefði verið að blekkja þá um stöðu fyrirtækisins með milliuppgjömm eða ársreikning- um. Þá sögðu þeir verkföll, Rainbow Navigation málið og gengisþróun hafa orðið félaginu þung í skauti. Nokkrum spurningum sögðust vitnin ekki treysta sér til að svara vegna þess hve langt væri um liðið frá atburðum. Skotland: Magnús Magnússon í forsæti nýs náttúruverndarráðs St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímanns- syni, fréttaritara Morgunblaðsins. Mag'nús Magnússon, sjónvarps- maður, verður forseti nýs skozks náttúruverndarráðs, sem að líkindum verður komið á laggirn- ar árið 1992. Á mánudaginn kynnti Malcolm Rifkind, Skotlandsmálaráðherra, þá ákvörðun sína, að Magnús Magnús- son yrði forseti nýs náttúruverndar- ráðs í Skotlandi. Magnús tekur við formennsku í undirbúningsnefnd að stofnun ráðsins 1. apríl nk. Nú er starfandi Náttúruverndar- ráð Bretlands, sem hefur haft umsjón með náttúruvernd á Englandi, Skotl- andi og í Wales. Ákveðið hefur ver- Bruninn í Gúmmívinnustofiinni: Magnús Magnússon Ber ekki mikla virðingu fyrir skýrslu Brunamálastofíiunar - segir framkvæmdaslj óri Gúmmívinnustofimnar Framkvæmdastjóri Gúmmívinnustofúnnar segist ekki bera mikla virðingu fyrir skýrslu Brunamálastofnunar um brunann í fyrirtæki hans fyrir ári, enda sé ýmislegt í henni rangt. í skýrslunni er aðal- ábyrgð þess hvernig fór lögð á eigendur Gúmmívinnustofúnnar vegna breytinga á húsnæðinu og ónógra brunavarna. Þá eru þættir í starfi slökkviliðsins gagnrýndir, en slökkviliðssljóri vísar þeirri gagnrýni á bug. „Mér finnst ýmislegt rangt í þess- ari skýrslu og ber ekki mikla virð- ingu fyrir henni,“ sagði Viðar Hall- dórsson, framkvæmdastjóri Gúmm- ívinnustofunnar, þegar hann var spurður álits á skýrslu Brunamála- stofnunar. „Það er til dæmis fullyrt, að eigendur Gúmmívinnustofunnar hafi virt að vettugi reglugerð um brunavamir og bmnamál. Þetta er alrangt, enda vom teikningar lagðar fyrir bygginganefnd, þar sem slökkviliðsstjóri á sæti. Þá er einnig rangt að ekki hafi verið farið eftir samþykktum teikningum og húsinu breytt í byggingu. Norðurhúsið var ekki byggt fyrr en síðar og þegar lagerinn var kominn þangað var opnað á milli, að vísu án tilskilinna leyfa. Þar hefðum við vissulega átt að setja eldvamarhurð. Eldvama- reftirlitið hafði gert athugasemdir við það og við fengum frest til þess. Sá frestur var ekki liðinn þegar braninn varð. Þá geta sjónarvottar borið að eldurinn breiddist ekki yfir í lagerinn um þetta gat, heidur frá eldsupptökum yfir í húsnæði Glóbus og þaðan yfir eldvamarvegg í lager- inn. Skýrslan vekur líka athygli á því að giuggar í kverk vom hættuleg- ir, því þar barst eldur auðveldlega á milli, en teikningar með þessum gluggum fóra í gegn hjá bygginga- nefnd, svo það er ekki eingöngu við eigendur Gúmmivinnustofunnar að sakast." Viðar segir að bmnamálastjóri hafi ávailt talað um að húsinu hafi verið breytt frá upphaflegum teikn- ingum. „Upphaflega var teiknað hús, sem Bílafell ætlaði að reisa á lóðinni og hýsa átti bifreiðaverk- stæði,“ sagði hann. „Þegar Gúmmí vinnustofan keypti sig inn í Bílafell vom lagðar fram nýjar teikningar í hennar nafni og þær vom samþykkt- ar. Branamálastjóri virðist enn vera að ragla þessu tvennu saman. Þá er furðuleg breyting orðin, því fyrir um hjilfu ári funduðum við með bmna- niálastjóra og slökkviliðsmönnum og þar kom fram mikil gagnrýni á siökkviliðið. Núna sýnist mér að slökkviliðið sé aukaatriði en ráðist sé á eigendur Gúmmívinnustofunnar í þess stað. Ég veit ekki af hverju þessi breyting stafar," sagði Viðar Halldórsson, framkvæmdastjóri Gúmmívinnustofunnar. Ekki leitað til sérfróðra manna „Ég er undrandi á vinnubrögðun- um við gerð þessarar skýrslu Bmna- málastofnunar, því það var ekki leit- að til sérfróðra manna sem þekkja til slökkvistarfa," sagði RúnarBjarn- ason, slökkviliðsstjóri í Reykjavík. Eitt þeirra atriða, sem nefnt er í skýrslu Brunamálastofnunar, er sambandsleysi innan slökkviiiðsins og nefndi bmnamálastjóri að vara- slökkviliðsstjóra hefði til dæmis ekki verið kunnugt um kjallara undir hús- inu, þó slökkviliðsstjóri hefði vitað um hann. „Ég veit ekki hvernig þeir finna þetta út,“ sagði Rúnar. „Ég kom á staðinn 15 mínútum eftir að varaslökkviliðsstjóri kom þangað og fyrsta verk mitt var að láta hann vita af þessu. Jafnframt tók ég ákvörðun um að enginn færi jnn í húsið vegna gífurlegrar hættu.“ í skýrsiunni er enn fremur nefnt, að slökkviliðsstjóri, sem sæti á í bygginganefnd, hafi ekki gert neinár athugasemdir við teikningar hússins. Rúnar segir, að upphaflega hafi verið lagðar fram teikningar sem gerðu ráð fyrir bílaverkstæði með góðum eldhólfum, steinsteyptum veggjum og eldvarnarhurðum. Því hafi hann ekki seð neina ástæðu til athugasemda. „Ég vissi hins vegar síðar að bmnavarnir vom kolómögu- legar í húsinu og ég hefði ef til vill átt að ganga harðar fram í því að þar yrði bætt úr,“ sagði hann. Slökkviliðsstjóri sagði að eftir brunann hefðu menn endurskoðað vinnubrögð sín og eldvarnareftirlitið legði nú meiri áherslu en áður á þá staði, þar sem mikil eldhættá væri og mönnum stafaði lífshætta af. Hann bætti því við, að þó það væri góðra gjalda vert að vinna skýrslu sem sögulega heimild um bmnann þá teldi hann ekki vandað til vinnu- bragða við skýrslugerðina. „Ég tel eðlilegt að við svona skýrslugerð leiti menn til útlanda og fái sér til ráðuneytis sérfróða menn. Hefði það verið gert hefði sjálfsagt komið í ljós að við eldsvoða í svona fyrirtæki verður ekki ráðið nema það takist á fyrstu mínútunum. Vangaveltur um að ýmislegt í slökkvistarfi hefði betur mátt fara em undarlegar. Það er kannski talið nauðsynlegt að ganga þannig fram að slökkviliðs- menn farist, en slík vinnubrögð verða ekki tíðkuð á meðan ég er slökkviliðs- stjóri,". sagði Rúnar Bjamason. ið, að leggja niður þetta ráð og stofna sérstakt náttúravemdarráð fyrir Skotland og sameina um ieið þær opinberu stofnanir í Skotlandi, sem um náttúruvernd fjalla. Magnús Magnússon verður í forsæti þessa ráðs þegar og ef það tekur til starfa. En stofnun þess veltur á samþykki neðri málstofu brezka þingsins. Mælt er fyrir um stofnun ráðsins í fmmvarpi til laga um umhverfisvernd, sem nú liggur fyrir þinginu. Náttúraverndarmenn hafa lagzt gegn þessum breytingum og segja það muni veikja ráðið að vera bund- ið við Skotland. Meðal annars hefur Fuglavemdunarfélag Bretlands, en Magnús Magnússon er forseti þess, andmælt þessum breytingum. Malcolm Rifkind lagði áherzlu á, að Magnús væri með í mótun hins nýja ráðs frá upphafi og þekking hans á náttúravemd og fjölmiðla- kunnátta ættu að nýtast honum til að efla traust á ráðinu og styrkja vald þess. Náttúruverndarmenn segja við skozka fjölmiðla, að Magnús hafi lagt náttúmvemd gott lið við að vernda mýrarfláka nyrst í Skotlandi gegn skógræktarmönnum, sem vildu ræsa mýrarnar fram og planta skógi. Þeir segja einnig, að Magnús sé mjög vel hæfur til að fara fyrir þessu ráði, ef stjórnvöld láta verða af þessari breytingu. Magnús lýsti ánægju sinni með tilnefninguna í viðtölum við skozka fjölmiðla. Hann taldi náttúrurvernd vera lykilatriði við að bæta lífsgæði í Skotlandi. Hann sagðist hafa verið mótfallinn breytingunni á Brezka náttúruvemdarráðinu, en hins vegar væri Skotland sérstakt að mörgu leyti og líktist Skandinavíu fremur en Englandi eða Wales.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.