Morgunblaðið - 18.01.1990, Síða 22

Morgunblaðið - 18.01.1990, Síða 22
22^- MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1990- STRIÐ OG FRIÐUR Stórmynd gerð undir stjórn S. Bondartsjúks eftir skáld- sögu Tolstojs verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, laugardaginn 20. janúar. Sýning myndarinnar hefst kl. 10.00 árdegis og lýkur um kvöldmatarleytið. Rússn- eskir réttir, kaffi og te í hléum. Aðgangur aðeins gegn framvísun aðgöngumiða. Fáeinir ósóttir miðar á Vatnsstíg 10 kl. 17.00-18.30 í dag, fimmtudag. MÍR. LEADING EDGE heimilis- og fjölskyldutölvan frá Banda- ríkjunum, sem hlotið hefur frábæra dóma fyrir öryggi og góða hönnun, er komin til íslands. Leading Edge er nú boðin á sér- stöku kynningarverði. Tæknilegar upplýsingar: Örgjörvi Klukkutíðni Uppbygging Minni (RAM) Diskettudrif 5,25“ Harður diskur Meðalsóknartími Skjár Fjöldi stækkunarraufa Hlið/raðtengi Stýrikerfi mS-DOS Verð m. virðisaukaskatti D 8088 8MHZ XT 512 kb 360 kb 30 Mb 65 ms hrc. s/h 4 1/1 3.2 125.000,- Umboðsmenn fyrir COMPAQ og ELCAD Armúla 1, sími 8-25-55, 108 Reykjavík. Fyrirhugaðar kosningar í Burma: Leiðtoga stj órnarandstöð- unnar meinuð þátttaka DnnfvnAn Pmitnn Rangoon. Reuter. HERSTJÓRNIN í Burma hefur ákveðið að einum helsta leið- toga stjórnarandstöðunnar, Aung San Suu Kyi, verði ekki heimilað að bjóða sig fram í kosningum sem boðað hefiir verið til í maímánuði. Skýrt var frá þessu í gær en ástæðan var sögð sú að Aung San hefði átt samvinnu við félaga í ólög- legum stjórnmálasamtökum. Aung San Suu Kyi er 44 ára gömul en hún hefur verið í stofu- fangelsi í Rangoon frá því í júlí mánuði. Hún er leiðtogi Lýðræðis- fylkingarinnar sem stóð fyrir miklum mótmælum gegn her- stjórninni í landinu árið 1988. Þau mótmæli braut herafli lands- ins á bak aftur í septembermánuði það sama ár. Aung Sann Suu Kyi er dóttir Aung San sem stjórn- aði frelsisbaráttunni gegn Bretum eftir síðari heimsstyrjöldina. Talsmaður Lýðræðisfylkingar- innar kvað andstæðing Aun Sang Suu Kyi úr Sameiningarflokknum hafa borið ákæru þessa upp á hendur henni en samkvæmt kosn- ingalögum sem herstjórnin setti má enginn sá sem átt hefur sam- skipti við félaga í ólöglegum samtökum bjóða sig fram í kosn- ingunum í maí, sem verða hinar fyrstu í landinu í 29 ár. Stjórnvöld hafa þráfaldlega sakað Aung San Suu Kyi um samvinnu við öfl sem hyggist steypa stjórn landsins. Ekki er gert ráð fyrir að unnt sé Cinhell vandaóar vörur Loftpressur FYRIR LIGGJANDI ALLTAF SAMA LÁGA VERÐIÐ Skeliungsbúðin Siðumula 33 símar 681722 og 38125 Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum ívetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 20. janúar verða til viðtals Júlíus Hafstein, formaður íþrótta- og tómstunda ráðs Reykjavíkur, umhverfismálaráðs, ferðamálanefndar og í stjórn Dagvistar barna, Þórunn Gestsdóttir, formaður jafnréttisnefndar, varaformaður ferðamálanefndar og umhverfismálaráðs, og Ingólfur Steinar Sveinsson, í stjórn heilbrigðisráðs og Sjúkrasam- lags Reykjavíkur. y y y y y y y y y y y y y Reuter Aung San Suu Kyi, leiðtogi Lýð- ræðisfylkingarinnar í Burma. að afrýja úrskurði sem þessum en talsmaðurinn kvað f lokksstjórnina hafa sent kosninganefnd stjórn- valda bréf þar sem farið væri fram á að bannið yrði afturkallað. Öryggisgæsla var aukin á göt- um Rangoon er stjórnarandstæð- ingum barst þessi tilkynning en fjölmiðlar, sem lúta ströngum rit- skoðunarreglum, skýrðu ekki frá þessu. Búist er við að um 100 flokkar taki þátt í kosningunum. Erlendir stjórnarerindrekar í Burma segja að herstjórnin hafi búið þannig um hnútana að flokkar stjórnar- andstæðinga muni eiga erfitt uppdráttar í kosningabaráttunni. Sú yfirlýsing stjórnvalda að kosn- ingarnar verði öldungis fijálsar fái því ekki staðist. Atvinnuleysið vex stöðugt í Noreg’i Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. FRA áramótum hefúr atvinnulausu fólki í Noregi fjölgað um 1.000 á dag og heildartalan er nú komin yfir 100.000 í fyrsta sinn frá því í kreppunni á fjórða áratug aldarinnar. Síðastliðinn mánudag 15. janúar voru 105.000 manns án atvinnu í Noregi en það svarar til 4,8% af vinnufæru fólki. Er atvinnuleysið mest í Finnmörku eða 9% en á það er bent, að ríkið hefur í raun tekið upp á sína arma um 60.000 manns og því óttast margir, að þegar líði á veturinn verði í raun hægt að tala um 200.000 atvinnuleysingja í landinu. Þessar tölur hafa að sjálfsögðu ekki farið framhjá stjórnmálamönn- unum og í umræðum á þingi sagði Jan P. Syse forsætisráðherra, að þær væru „skelfilegar". Hann greindi hins vegar frá því, að í sambandi við kjarasamningana á vori komanda ætlaði ríkisstjórnin að leggja fram víðtæka áætlun um úrbætur í atvinnuleysismálum. Stéttarfélögin hafa að undan- förnu verið að kynna hugmýndir sínar um nýja kjarasamninga og ætla almennt að fara fram á veru- lega kauphækkun. Segja þau kaup- máttinn -hafa minnkað mikið og benda á, að 1988 hafi þau enga hækkun fengið og 1989 ekki nema sem svarar til 16.800 ísl. kr. Þá krefjast þau þess einnig, að vegna ástandsins í atvinnumálum komi ríkisstjórnin inn í viðræðurnar í vor en Syse hefur vísað því á bug. ■ KA UPMANNAHOFN - Út- gáfu f lokksblaðs danskra kommún- - ista, Land og folk, verður hætt og 80 starfsmönnum þess sagt upp frá 1. febrúar nk., að sögn danska blaðsins Ekstrabladet. Mun ætlunin að hefja útgáfu síðar og verður blaðið þá mun smærra og starfs- menn örfáir. Danski kommúnista- flokkurinn hefur lengi átt við mik- inn fjárhagsvanda að stríða og hefur m.a. neyðst til að selja hús- eignir sínar í miðborg Kaupmanna- hafnar. ■ KAUPMANNAHÖFN - Um síðustu helgi var 33 ára Brasilíu- maður handtekinn á Kastrup-flug- velli en í farangri hans fundust 13 kíló af heróíni. Lætur nærri að söluverð þess sé 26 milljónir dan- skra króna eða 242 milljónir ísl. króna. Maðurinn, sem kom með flugi frá Ríó de Janeiró í Brasilíu, var dæmdur í 26 daga varðhald. ■ KAUPMANNAHÖFN - Um- hverfisverndarsamtökin Green- peace hófu á mánudag baráttu gegn mengun Norðursjávar. Skip sam- takanna, Síríus, sigldi fyrst á svæði þar sem Bretar kasta iðnaðarúr- gangi í sjó undan ósum árinnar Tyne í Norður-Englandi en baráttu- herferðinni lýkur í höfninni í Haag við upphaf ráðstefnu um mengun Norðursjávarins þar í borg 8.-9. mars nk. ■ ESBJERG - Hollenskur drátt- arbátur kom með þijá sovéska kafbáta af Whisky-gerð til Esbjerg á mánudag. Þar verða þeir rifnir í brotajárn. Danskur brotajárnskaup- maður keypti bátana í Tallinn í Eistlandi, en sovéski flotinn hafði lagt þeim. Kafbátur af þessari gerð strandaði á sínum tíma í sænska skeijagarðinum. ■ NUUK - NÍUNDA morðið það sem af er þessu ári á Grænlandi var framið sl. laugardag er 29 ára maður myrti 49 ára móður sína í bænum Ilulissat, senr áður hét Jakobshavn og er með stærri bæj- um í landinu, með um 4.000 íbúa. Við yfirheyrslur gaf maðurinn þá skýringu að hann hefði verið ofur- ölvi og lent í deilum við móður sína. Hefði hann fyrst tekið hana hálstaki og síðan stungið hana mörgum sinnum með hnífi. Áfengi hefur komið við sögu í öllum morð- málunum. Auk þess hefur ofneysla áfengis leitt til dauða tveggja kvenna á Austur-Grænlandi frá áramótum. Báðar ætluðu á milli húsa en duttu á götu og gátu ekki staðið upp. Þær urðu úti. ■ KA UPMANNAHÖFN - Eig- endur Sheraton-hótelanna hafa ákveðið að fjölga hótelum sínum í Evrópu á næstu fimm árum þannig að gistirými verði tvöfait meira að þeim tíma liðnum en nú er. Shera- ton-hótelin eru nú 28 talsins en ákveðið er að reisa ný hótel í Newcastle á Engla'ndi og Flórens á Ítalíu á næsta ári: Síðan verða byggð hótel í Antalyu í Tyrklandi, Algarve í Portúgal, Marbella á Spáni, Genúa á Ítalíu og við Manc- hester-f lugvöll í Englandi. Auk þess er verið að athuga með möguleika á hótelbyggingu á Islandi og ann- ars staðar á Norðurlöndum, m.a. í Árósum í Danmörku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.