Morgunblaðið - 18.01.1990, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JAJWAR 1990
25
Byltingin í Rúmeníu:
„Þú ættir að skjóta þá og
geyma líkin í kjöllurunum“
- sagði Elena Ceausescu á íúndi í stjórnmálaráði rúm-
enska kommúnistaflokksins 17. des. sl.
HANZ
■z.
Á mikilvægum fundi í stjórnmálaráði rúmenska kommúnistaflokksins
17. desember sl. hótaði Nicolae Ceausescu að láta skjóta nokkra
ráðherra fyrir að hafa ekki hlýtt fyrirskipunum um, að skotið skyldi
á mótmælendur, og Elena, kona hans, krafðist þess, að mótmælend-
umir fengju „aldrei framar að líta dagsins ljós“. Var skýrt frá þessu
í rúmenska blaðinu Romania Libera og frásögnin endurprentuð í
breska blaðinu The Guardian.
í afriti af umræðunum í stjórn-
málaráðinu kemur fram, að Vasile
Milea, fyrrum varnarmálaráðherra,
Tudor Postelnicu, fyrrum innanrík-
isráðherra, og Iulian Vlad, fyrrum
yfirmaður öryggissveitanna, Secu-
ritate, hafi áður verið búnir að
heita því að framfylgja skipunum
Ceausescus en hér fer á eftir úr-
dráttur úr orðaskiptunum:
Ceausescu: „Ég þykist vita, að
útlendingahóparnir og útlendu
njósnaf lokkarnir taki þátt í samtök-
unum [til varnar prestinum Laszlo
Tökes í Timisoara]. Við vitum, að
jafnt í austri sem vestri hafa menn
verið að tala nauðsyn á breytingum
í Rúmeníu og nú hafa þessi öfl
tekið höndum saman og komið af
stað uppþotum. [Lögreglan og her-
inn] hafa staðið sig frámunalega
illa. Ég ræddi við flokksfélaga í
Timisoara og sagði þeim að sýna
valdið með því að fylkja skriðdrek-
um í miðborginni. Ég gaf þessa
.skipun og þið hlýdduð henni ekki.
Ég held helst, að sveitir innanríkis-
ráðuneytisins [lögreglan og örygg-
issveitirnar] hafi verið óvopnaðar.“
Postelnicu: „Já, þær voru óvopn-
aðar að undanskildum landamæra-
vörðunum."
Ceausescu: „Hvers vegna? Ég
hef sagt, að þær verði allar að vera
vopnaðar. Hvers vegna senduð þið
óvopnaðar sveitir, hver gaf þá skip-
un? Ég hef alltaf talið það deginum
ljósara, að öryggissveitirnar séu
vopnaðar þegar verið er að senda
þær eitthvað en þið senduð þær til
að berjast með hnefunum einum.
Hvers konar öryggissveitir eru
þetta? Og lögreglan á að vera
vopnað lögum samkvæmt.“
Postelnicu: „Félagi aðalritari,
lögreglan er vopnuð."
Ceausescu: „Éf hún er vopnuð á
hún að skjóta og sitja ekki undir
árásum manna. Hvernig getur
svona nokkuð gerst [innrás mót-
mælenda í Timisoara inn í aðal-
stöðvar kommúnistaflokksins]?
Hvað voru foringjarnir þínir að
gera, Milea? Hvers vegna skárust
þeir ekki í leikinn? Hvers vegna
skutu þeir ekki?
Milea: „Ég lét þá ekki hafa skot-
færi.“
Ceausescu: „Hvers vegna léstu
þá ekki hafa skotfæri? Skotfæra-
lausir geta þeir bara verið heima
hjá sér. Hvers konar varnarmála-
ráðherra ertu? Hvers konar inn-
anríkisráðherra ertu, Postelnicu?"
Elena: „Ástandið er mjög alvar-
legt.“
Ceausescu: „Það er mjög alvar-
legt og þið eruð allir sekir.“
Elena: „Varnarmálaráðherrann
og innanríkisráðherrann sinntu ekki
starfi sínu.“
Ceausescu: „Fámennur ruslara-
lýður vill tortíma sósíalismanum og
þið hagið ykkur eins og börn. Fidel
Castro hafði rétt fyrir sér. Það er
ekki hægt að þagga niður í óvinin-
um með því að tala við hann eins
og sálusorgara, heldur með því að
brenna hann.“
Elena: „Þeir eru huglausir."
Ceausescu: „Þeir eru ekki aðeins
huglausir og sem yfirmaður hersins
lít ég svo á, að þið hafið gerst
sekir um landráð og svik við hags-
muni lands og þjóðar og sósíalis-
mans.“
Vlad: „Þú hefur rétt fyrir þér,
félagi aðalritari, þannig er það.“
Vlad skýrir Ceausescu frá því, að
öryggissveitirnar hafi haft kylfur
og táragas.
Ceausescu: „Hvers vegna voru
þær óvopnaðar?"
Vlad: „Við vissum ekki, að svo
væri.“
Ceausescu: „Á þessari stundu,
ef framkvæmdastjórnin samþykkir,
er varnarmálaráðherranum, inn-
anríkisráðherranum og yfirmanni
öryggissveitanna vikið frá. Héðan
í frá mun ég sjálfur stjórna hernum.
Undirbúið tilkynningu þess efnis
nú strax. Það verður að drepa
þennan óþjóðalýð, ekki berja á
honum. [Nú sneri hann sér að
mönnunum, sem hann var að reka]
Vitið þið hvað ég ætla að gera við
ykkur? Láta skjóta ykkur. Það er
ekki hægt að koma á lögum og
reglu með kylfum. Ég mun strax
skipa svo fyrir, að allir verði vopn-
aðir.“
Elena: „Þú ættir að skjóta þá
[mótmælendur] og geyma líkin í
kjöllurunum [öryggissveitanna].
Enginn þeirra ætti framar að líta
dagsins ljós. Við verðum að grípa
til róttækra ráðstafana, við getum
ekki sýnt neina miskunn.“
Ceausescu: „Við munum beijast
þar til yfir lýkur.“
Vlad: „Við héldum, að um væri
að ræða einangraðan vanda, sem
unnt væri að leysa án skotfæra.“
Ceausescu: „Aldrei hélt ég, að
þið mynduð skjóta púðurskotum.
Þeir, sem fóru inn í aðalstöðvar
flokksins [í Timisoara), hefðu ekki
átt að komast þaðan út lifandi."
Elena og Nicolae Ceausescu
TILBOÐSDAGAR
15-20% afsláttur af öllum vörum
KDSTABODA
KRINGLUNNI, SÍMI 689122.