Morgunblaðið - 18.01.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.01.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANUAR 1990 29 Greiðslufrestur á virðisaukaskatti í tolli: Todmobile á Hótel Borg HLJÓMSVEITIN Todmobile heldur tónleika á Hótel Borg í kvöld og opnar húsið kl. 22.00. Þetta verða aðrir tónleikar Todmobile, en sveitin, sem skipuð er þeim Eyþóri Amalds, Andreu Gylfadóttur og Þorvaldi Þorvalds- syni, sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu stuttu fyrir jól, og seldist allvel. Til aðstoðar hafa þau ýmsa tónlistarmenn og svo verður einnig í kvöld. * Astæðulaust að baukar taki nema hverfandi gjald fyrir ábyrgðir - efþeir hafa góða reynslu af fyrirtækjunum, segir fjár- málaráðherra í bréfi til samtaka innflytjenda FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Ólafúr Ragnar Grímsson, hefúr svarað fyrirspurn samtaka innflytjenda frá 4. janúar síðastliðnum úm þá kröfú fjármálaráðuneytisins að bankaábyrgð þurfí til að fá greiðslu- írest á virðisaukaskatti í tolli, en samtökin mótmæltu kröfúnni sem óþarfri og kostnaðaraukandi. Ráðherrann segir að ekki sé talið skyn- samlegt að falla frá almennu kröfúnni um ábyrgðir, eðlilegra sé að fella niður kröfú um þær hjá tilteknum atvinnugreinum eða einstök- um fyrirtækjum, ef reynslan sýni að ekki verði þörf fyrir þær. Varð- andi kostnaðinn segir hann að óeðlilegt sé að bankar taki allt að 2% gjald fyrir ábyrgðirnar, af fyrirtækjum með áratuga viðskipta- reynslu við bankana. „Ef reynsla banka er góð af viðskiptum við fyrirtæki er ástæðulaust að taka nema hverfandi gjald vegna veittra ábyrgða,“ segir i svarbréfí ráðherrans. Þórshöfn: Nokkuð gott atvinnuástand Þórshöfn. SÍÐASTLIÐINN mánudag landaði togarinn Stakfell 109 tonnum af ísfíski. Skipið frystir nú einungis helming aflans um borð, en frysti hann áður allann. Þessi breyting á rekstri skipsins þýðir aukna at- vinnu fyrir heimamenn í landi, en bátaafli undanfarið hefúr verið mjög lítill. Hraðfrystistöð Þórshafnar auglýs- ir nú eftir fólki til fiskvinnslu og mun þar verða áfram næg vinna, því Stakfell hélt aftur á veiðar í gær, miðvikudag. Hjá atvinnuleysisskráningu feng- ust þær upplýsingar að fyrir viku hefðu átta menn verið á skrá, en líklega mun sú tala lækka með þess- ari auknu vinnu í Hraðfrystistöðinni. Segja má að atvinnuástand á Þós- höfn sé því nokkuð gott miðað við árstíma. L.S. Morgunblaðið kannaði með hvaða hætti umræddar ábyrgðir eru veittar í Búnaðarbanka, Islands- banka og Landsbanka. Allir bank- arnir taka gjald íýrir ábyrgðirnar, ákveðið hlutfall af upphæðinni sem ábyrgð er veitt fyrir. Þeir líta á ábyrgðirnar sem hveija aðra lána- fyrirgreiðslu, hvað varðar áhættu, og þess vegna er gjaldið tekið og trygginga krafist. Hjá Bunaðarbanka er ábyrgðar- gjald fyrir fyrstu sex mánuði gild- istíma ábyrgðarinnar 1,25% af upp- hæðinni. Fyrir hveija byijaða þijá mánuði til viðbótar er tekið 0,25% gjald. Afgreiðslugjald vegna skjala- kostnaðar er 750 krónur. Þar sem gjaldfresturinn er veittur tímabund- ið fram eftir árinu, mun Búnaðar- bankinn segja upp ábyrgðunum með þriggja mánaða fyrirvara, þannig að þær falli úr gildi 31. ágúst. íslandsbanki veitir ábyrgð til allt að sex mánaða og er gjaldið 1,25%, að viðbættum 1.000 krónum vegna skjalakostnaðar. Ábyrgðimar eru uppsegjanlegar af hálfu bankans með þriggja mánaða fyrirvara. Landsbankinn tekur 1% ábyrgð- FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM 17. janúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 88,00 88,00 88,00 1,072 94.368 Þorskur(óst) 90,00 65,00 74,59 6,095 454.560 Þorskur(smár) 29,00 29,00 29,00 0,045 1.305 Ýsa 126,00 120,00 122,08 3,389 413.724 Ýsa(ósl.) 91,00 50,00 81,12 6,751 547.583 Ýsa(smá) 25,00 25,00 25,00 0,023 575 Ufsi 48,00 48,00 48,00 6,778 325.364 Lúða 310,00 265,00 289,94 0,208 60.163 Langa 53,00 49,00 52,05 1,217 63.343 Karfi 42,00 42,00 42,00 4,562 191.591 Keila (ósl.) 29,00 29,00 29,00 1,122 ' 32.538 Langa(ósL) 49,00 49,00 49,00 0,437 21.413 Steinbítur (ósl.) 51,00 51,00 51,00 0,069 3.495 Rauðmagi 70,00 70,00 70,00 0,008 525 Samtals 69,57 31,774 2.210.547 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur(sL) 79,00 72,00 76,69 16,280 1.248.605 Þorskur(ósL) 68,00 52,00 65,67 19,597’ 1.286.972 Ýsa (sl.) 117,00 94,00 100,17 10,214 1.023.125 Ýsa(ósL) 88,00 78,00 81,02 2,022 163.821 Ýsa(ósl.1 n.) 92,00 69,00 79,83 2,847 227.287 Langa 50,00 50,00 50,00 2,131 106.562 Keila 17,00 12,00 13,28 1,007 13.369 Karfi 41,00 41,00 41,00 0,182 7.462 Ufsi (ófl.) 46,00 42,00 43,27 83,297 3.604.332 Ufsi(ósL) 40,00 40,00 40,00 1,002 40.080 Lúða (smá) 295,00 270,00 277,65 0,939 260.715 Lúða (stór) 350,00 290,00 311,49 0,101 31,460 Lúða (milli) 400,00 330,00 389,90 0,799 311.530 Skarkoli 100,00 100,00 100,00 0,059 5.900 Steinbítur 59,00 40,00 57,43 4,412 253.392 Undirmál 20,00 15,00 ■ 15,67 0,625 9.795 Samtals 59,33 143,511 8.514.248 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 74,00 66,00 70,78 14,520 1.027.760 Þorskur 83,00 49,00 78,62 73,852 5.806.523 Ýsa 116,00 87,00 98,86 3,864 381.980 Ýsa 76,00 76,00 76,00 0,150 11.400 Hlýri/Steinb. 64,00 64,00 64,00 0,607 38.848 Langa 55,00 55,00 55,00 0,123 6.765 Lúða 385,00 300,00 339,42 0,090 30.378 Karfi 46,00 40,00 44,94 2,915 131.000 Keila 32,50 22,50 24,29 5,131 124.622 Steinbítur 75,00 59,00 70,71 1,110 78.490 Skarkoli 70,00 70,00 70,00 0,037 2.590 Skata 68,00 68,00 68,00 0,010 680 Samtals 74,61 102,408 7.641.036 argjald og veitir ábyrgðina til tveggja mánaða í senn. Bankinn krefst tryggingarvíxils með ábyrgð- armanni og er tekið af honum 0,25% stimpilgjald. í Búnaðarbanka og íslandsbanka er metið í hveiju tilviki hvaða trygg- inga er krafist fyrir ábyrgðinni. Af tryggingavíxli greiðast 0,25% í stimpilgjald. Sé krafist fasteigna- veðs þarf ennfremur að greiða þing- lýsingarkostnað. I bönkunum fengust þær upplýs- ingar að algengast væri að ábyrgð- irnar séu veittar fyrir upphæðum, sem hlaupa á einni milljón króna til þriggja milljóna. Dæmi em um að í einstökum tilvikum sé um allt að átta milljónir króna að ræða. Þessar upphæðir jafngilda nokkum veginn þeim virðisaukaskatti sem innheimtur er af innflutningnum, sé virðisaukaskatturinn hærri, þarf að staðgreiða það sem er umfram ábyrgðirnar, eða fá viðbótar ábyrgð fyrir upphæðinni. Svarbréf fjármálaráðherra um ábyrgðarkröfuna er sent til Félags íslenskra iðnrekenda, Kaupmanna- samtaka íslands, Sambands íslenskra samvinnufélaga, Félags íslenskra stórkaupmanna, Lands- sambands iðnaðarmanna og Versl- unarráðs íslands. í bréfi ráðherra segir meðal ann- ars: „Rétt er að minna á að hér er um að ræða gjaldfrest á skatti en á undanförnum ámm hefur verið lögð síaukinn áhersla á aukið ör- yggi við innheimtu á opinberum gjöldum. Ráðuneytið telur því nauð- synlegt að þegar veittur er almenn- ur gjaldfrestur á sköttum sé sé far- ið af stað með gát og að sama regla gildi fyrir alla því að ekki er hægt að meta það fyrirfram hveijir iriuni koma til með að standa í skilum og hveijir ekki. Ráðuneytið telur því ekki skynsamlegt að hverfa frá þeirri ákvörðun að krefjast trygg- inga fyrir þeim lánum sem eru veitt með þessum hætti. Benda má á að ef í ljós kemur að ríkissjóður tapaði verulegum fjárhæðum vegna gjald- frests í tolli gæti það haft áhrif á ákvörðun um hvernig gjaldfrestur muni verða á næstu árum. Ráðu- neytið telur eðlilegra að fella niður kröfu um tryggingar ef reynslan af skilum sýnir að ekki sé þörf á þeim í tilteknum atvinnugreinum eða hjá einstökum fyrirtækjum.“ Þá segir í bréfinu að skoðun ráðuneytisins sé að bankar þurfi ekki að taka jafn hátt gjald fyrir ábyrgðimar og fram kemur í bréfi samtakanna til ráðherra, eða 1,5% til 2%. „Hafi fyrirtæki verið í við- skiptum við banka um ára eða ára- tuga skeið er óeðlilegt að tekið sé jafn hátt gjald og kemur fram í bréfi yðar. Ef reynsla banka er góð af viðskiptum við fyrirtæki er ástæðulaust að taka nema hverf- andi gjald vegna veittra ábyrgða," segir þar. Ennfremur: „Ef lána- stofnanir krefjast gjalds vegna veittra ábyrgða er það vegna þess að viðkomandi lánastofnun telur að viss áhætta felist í því að veita ábyrgð, en ljóst má vera að ekki er ástæða til þess að ríkissjóður taki á sig þessa ábyrgð án nokk- urra trygginga." Fjármálaráðherra: Hef engin afskipti haft af skattamálum „Þýsk-íslenzka“ MORGUNBLAÐINU barst í ^ær eftirfarandi yfirlýsing frá Olafí Ragnari Grímssyni Qármálaráð- herra: „Vegna ummæla Ómars Krist- jánssonar framkvæmdastjóra í fjöl- miðlum að undanfömu og vegna yfirlýsinga frá hlutafélaginu „Þýzk- íslenzka" í Morgunblaðinu í dag tel ég rétt að taka fram að ég hef hvorki fyrr né síðar haft afskipti af meðferð embætta ríkisskattstjóra og ríkissaksóknara á skattamálum „Þýzk-íslenzka“. Frétt af ákæm á hendur fyrirtækinu barst mér í fjöl- iniðlum, enda em úrslit þessa máls á engan hátt á valdi ráðherra. Rétt er að benda forsvarsmönnum „Þýzk-íslenzka“ á að skattamál fyr- irtækisins em nú fyrir dómst'ólum, og er því eðlilegt að vörn í málinu fari fram á þeim vettvangi. Lokun fyrirtækisins í júní sl. vegna vanskila á söluskatti er þessu máli óviðkomandi. Hinn 8. júní voru gefin út almenn fyrirmæli til inn- heimtumanna ríkissjóðs um hertar aðgerðir vegna vanskila á sölu- skatti, og var „Þýzk-íslenzka“ i hópi þeirra fyrirtækja sem ekki höfðu gert skil. Fyrirtækið hafði kært álagningu til ríkisskattanefndar, en hún hafði vísað kæmnni frá án þess að fella niður álagningu söluskatts á fyrirtækið. Þegar fyrirtækið greiddi umrædda söluskattsskuld vom innsiglin rofin. Fullyrðingar um sérstakar póli- tískar ofsóknir í garð fyrirtækisins em úr lausu lofti gripnar. Ég hef fylgt þeirri stefnu sem fjármálaráð- herra að móta almennar reglur um skattamál og innheimtu, en hef forð- ast afskipti af málefnum einstakra aðila, og aldrei blandað mér inn í meðferð rannsóknarembætta eða embætta dómskerfisins á einstökum málum. Slíkt er ekki á verksviði fjár- málaráðherra. Ég hlýt því að vísa á bug dylgjum Ómars Kristjánssonar í fjölmiðlum síðustu daga, bæði í minn garð og einnig gagnvart fjármálaráðuneyt- inu og þeim embættismönnum sem undir það heyra.“ Ólafúr Ragnar Grímsson Bókaútgefendur: Allar bækurnar koma til greina MORGUNBLAÐINU hefúr borist eftirfarandi yfírlýsing um íslensku bókmenntaverðlaunin frá Jóni Karlssyni, formanni Félags íslenskra bókaútgefenda. Símsvari Loðnu- neftidar SKRIFSTOFA Loðnunefndar er opin alla virka daga milli 8.00 og 17.00. Þess á milli eru þar gefnar upplýsingar í símsvara. Loðnunefnd býr yfir upplýsingum um gang loðnuveiðanna, afla ein- stakra skipa, laust löndunarrými og þá löndunarstaði, sem ákveðnir eru hveiju sinni. Þessar upplýsingar liggja venjulega fyrir upp úr hádegi og eru þá lesnar inn á símsvarann, en númer hans er 91-22204. „Að gefnu tilefni vill Félag íslenskra bókaútgefenda lýsa því yfir, að allar bækur, sem tilnefndar voru sem athyglisverðustu bækur ársins 1989, komi að sjálfsögðu til greina við úthlutun íslensku bók- menntaverðlaunanna. í reglum verðlaunanna er aðeins talað um athyglisverðustu bækurnar og síðan val bestu bókarinnar, en hvergi kemur fram að orðið bókmenntir beri að skilja í þrengsta skilningi sem skáldverk, enda var það ekki gert við tilnefningar í fyrri umferð. Dómnefnd valdi eftirtaldar tíu bækur sem athyglisverðustu bækur ársins 1989 og skal síðari dómnefnd velja verðlaunabókina úr þeim hópi. Ég heiti ísbjörg ég er ljón. Höf- undur Vigdís Grímsdóttir. Fransí biskví. Höfundur Elín Pálmadóttir. Fyrirheitna landið. Höfundur Einar Kárason. Götuvísa gyðingsins. Höf- undur Einar Heimisson. Islensk orð- sifjabók. Höfundur Ásgeir Bl. Magnússon. Náttvíg. Höfundur Thor Vilhjálmsson. Nú eru aðrir tímar. Höfundur Ingibjörg Haralds- dóttir. Snorri á Húsafelli. Höfundur Þórunn Valdimarsdóttir. Undir eld- fjalli. Höfundur Svava Jakobsdóttir. Yfir heiðan morgun. Höfundur Stefán Hörður Grímsson."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.