Morgunblaðið - 18.01.1990, Side 31
MORGU.NBLftÐIi) FÍMMTUDAGUR 18j JANÚAR1990 > ;
310$
LIFÐU LÍFINU LIFANDI
*
efbirArna
Helgason
Um jólin og áramótin hefir þjóðin
verið látin vita hversu mikið er af
alls konar stofnunum til bjargar og
hjálpar fólki sem illa er statt. Og
mér skilst að oftast eigi þetta fólk,
myndarlegt og dugandi, skaða sinn
að rekja til áfengis og annarrar vímu
sem ráðamenn þjóðarinnar veita inn
í landið í stórum straumum. Jafnvel
sjá menn nú að það er bjórinn sem
kveikt hefir víða í gömlum glæðum,
þ.e. þeim sem fyrir hjálp og trú á
frelsarann eru að ná áttum og hafa
fótað sig um hríð en síðan bjórinn
(sem svo margir telja skaðlausan)
kom til sögunnar hafa þeir alltof
margir hrasað aftur, þ.e. bjórinn
hefir kveikt í þeim. Og að ráðamenn
þjóðarinnar vilji ganga á undan með
góðu fordæmi kemur ekki til mála
því það er ómögulegt að telja allt
það af áfengi sem þeir hafa með
alls konar hætti komist yfir til
„embættismanna" og þurfa ekki að
gera grein fyrir hvernig hafi verið
notað. Þarna liggur hörmungin.
Og því miður benda þeir frekar
niður á við en upp og sárast af öllu
er hversu virðingin fyrir alþingi og
ráðamönnum dvín með hveijum
Árni Helgason
„Við sem viljum þjóðina
allsg-áða og heiðarlega
fáum ekki við gert
vegna þess að þeir sem
ráða vilja hafa ástandið
svona.“
degi. Og að mega ekki treysta því
sem þar er sagt. Enda má ef til
vill segja að þar leiði blindur blind-
an, því miður.
Ég hitti fyrir gamlan vin minn á
götu höfuðborgarinnar. Hann var
iila fyrirkallaður og kom mér það á
óvænt, því ég hélt að hann væri
kominn upþ á bakkann. Svona fór
það, sagði hann, valið milli frelsar-
ans og flöskunnar. Það er eins og
freistingarnar verði yfirsterkari, já
alltaf. Og hann grét. Þetta er ein
myndin.
Við sem viljum þjóðina allsgáða
og heiðarlega fáum ekki við gert
vegna þess að þeir sem ráða vilja
hafa ástandið svona. Þeir eiga ekki
að gæta bróður síns, en eiga þeir
þá að eyðileggja þá uppbyggingu
sem góðir þegnar þjóðarinnar hafa
staðið í undanfarið?
Ég las fyrir nokkrum árum bæk-
ur eftir Norman Vinc. Peale dr. í
snilldarþýðingu Baldvins Þ. Krist-
jánssonar og veit að þær eru til
enn. M.a. Lifðu lífinu lifandi og
Vörðuð leið til lífshamingju. Ósköp
væri nú gaman ef ráðamenn þjóðar-
innar og allir landsmenn vildu lesa
þessar bækur og nota sér leiðina
sem þar er vörðuð.
Höfíwdur er fyrrverandi póst- og
símstöðvarsljóri í Stykkishóimi.
■ FJÁRMÁLARÁÐHERRA hef-
ur skipað í stjórn Innkaupastofnun-
ar ríkisins og þijá fulltnía í stjórn
Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkis-
ins. Stjórn Innkaupastofnunar ríkis-
ins er skipuð þeim Hilmari Ingólfs-
syni, skrifstofustjóra, Loga Kristj-
ánssyni, verkfræðingi og Þórhalli
Arasyni, skrifstofustjóra í fjármála-
ráðuneytinu, sem er formaður
stjórnarinnar. Þeir eru skipaðir til
tveggja ára. Fulltrúar í stjórn Lífeyr-
issjóðs starfsmanna ríkisins eru
Adda Bára Sigfúsdóttir, veður-
fræðingur, Snorri Olsen, skrifstofu-
stjóri í fjármálaráðuneytinu og Þor-
steinn Geirsson, ráðuneytisstjóri
dómsmálaráðuneytisins. Þau eru
skipuð til þriggja ára. Aðrir i sjóð-
stjórninni eru Einar Ólafsson og
Ögmundur Jónasson frá BSRB og
Þorsteinn Jónsson frá BHMR.
Stjórnin skiptir sjálf með sér verk-
um.
■ AÐALFUNDUR Sjálfstæðis-
félagsins Skjaldar í Stykkishólmi
var haldinn í Félagsheimilinu 14.
janúar síðastliðinn og var hann vel
sóttur. Á fundinum var kjörin ný
stjórn og fráfarandi stjórn þökkuð
störf. Í stjórn voru kjörin: Sigurður
Skúli Bárðarson, formaður, Ríkarð-
ur Hrafnkelsson, gjaldkeri og Unn-
ur Valdemarsdóttir, ritari. Vara-
stjórn: Auður Stefnisdóttir og Njáll
Þorgeirsson. í kjördæmisráð: Ellert
Kristinsson, Árni Helgason, Ólafur
Sigurðsson og Hinrik Finnsson.
Einnig voru 10 manns kjörnir í full-
trúaráð.
■ UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ
heldur upplýsingafund um viðræður
Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA
og Evrópubandalagsins, EB, um
myndun Evrópska efnahagssvæðis-
ins, EES, í félagsheimilinu í Ól-
afsvík föstudaginn 19. janúar næst-
komandi kl. 21. Jón Baldvin
Hannibalsson, utanríkisráðherra,
hefur framsögu. Ennfremur mun
hann svara fyrirspurnum ásamt
embættismönnum utanríkisráðu-
neytisins, segir í fréttatilkynningu
frá utanríkisráðuneytinu.
SV/HV ER KOMŒt AFTUR
TILAÐVERA
Kynningarverð írá kr. 3.000 til 25. febrúar
Einhell
vandaöar vörur
ARGON-
SUÐUVÉLAR
A GOÐU VERÐI
Skeljungsbúðin
Síðumúla 33
símar 681722 og 38125
Vió kynnum þennan
glæsilega bíl um helgina
20.-21. janúar.
Fylgstu vel méð, því hér er á ferðinni
einn athyglisverðasti bíllinn á markaðnum
í dag og á verði, sem kemur á óvart.
Hann er einn vinsælasti bfllinn í dag,
en hef ur aldrei komið til íslands áður
Ljósmyndarar:
Guðmundur
Jóhannesson
Ingibjörg Kaldal
Smávegis um hrossanúmerin
eftirPétur
Hjálmsson
Á undanförnum mánuðum hafa
orðið miklar og hatrammar deilur
um ný hrossanúmer sem Búnaðar-
félag íslands hefur tekið í notkun.
Menn geysast fram á ritvöllinn og
í ræðupúltið og eira helst engu.
Talað er um nýju númerin eins og
þau verði hluti af hrossinu sem hlýt-
ur það og ræða af miklum fjálgleik
um ágæti gömlu númeranna eins
og þar væri um heilagan sannleika
að ræða.
Mér eru alveg óskiljanleg þessi
læti út af slíkum smámunum sem
þarna erir á ferðinni. Kannski er
þetta af því að þegar hross eru
annarsvegar, veitist mörgum erfitt
að halda stillingu sinni.
Ekki dettur mér í hug að reyna
að læra og að muna númer á hross-
um frekar en ég færi að reyna að
læra kennitölur manna. Ég hef allt-
af litið svo á, að með því að gefa
hrossi nafn og kenna það við fæð-
ingarstaðinn sé búið að auðkenna
það á þann veg sem okkur er auð-
veldast að muna.
Þegar þarf að finna hross í skrám
er venja að þeim sé raðað eftir staf-
rófsröð, og því er auðvejdast að
finna tiltekin hross samkvæmt því
kerfi. Auðvitað á alltaf að skrá
númer hrossanna samkvæmt nýja
númerakerfinu samhliða nafninu.
í nokkrum nýútkomnum bókum
um hross hafa höfundar gripið til
þess ráðs að gefa hrossum einhver
tilbúin númer eftir eigin geðþótta,
samkvæmt „gamla kerfinu". Auð-
vitað er hverjum höfundi bókar
frjálst að skrifa það sem er undir
eigin nafni. Skelfing finnast mér
samt skrifin setja niður við slíka
ritmennsku og tæplega verða
hrossaræktinni til framdráttar. '
Höfundur er ráðunautur hjá
Búnaðarfélagi íslands.
Leitið upplýsinga
Laugavegi178
sími: 689220
iiiliililll
llillll
úvú'ix
Lwtiislafilæ
íSktoSwSSkwSwí
..■.wk.i'íX.