Morgunblaðið - 18.01.1990, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 18.01.1990, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1990 ur næsta vor. Þetta var mynd af Bárðarlaug og Snæfellsjökli í bak- sýn. Ég spyr hvað myndi eigi _að kosta og hann segir tíu þúsund. Ég segi að þetta sé alltof dýr mynd -- fyrir okkur og spyr hvort nokkur leið sé að hann geti látið okkur fá helmingi ódýrari mynd. Jú hann hélt það nú óg sagðist getá selt þessa mynd strax. Stuttu seinna fór hann suður til að ná sér í liti og kom með aðra mynd sem kostaði fimm þús- und, hún var frá Þingvöllum. Ég fór að tala um borgun og þá sagði Kjar- var: „Þú mátt borga mér 200 krónur svo þú geti ekki sagt að ég hafi gefið þér hana.“ Meira þurfti ég ekki að borga. Og ekki nóg með það, hann fær mér tíu þúsund krón- ur, hann var þá búinn að selja fyrri myndina og gaf kirkjunni söluverð hennar. Þetta var geysilega stór gjöf þá. Við héldum honum samsæti í litla húsinu hjá mér litlu síðar og þar voru honum gefnar land til að byggja á en af því varð aldrei eins og fyrr sagði. Kjarval kom hér árlega um tveggja áratuga skeið. Ég man að 1951 kom hann með Svein son sinn með sér. Konan mín var lasin. Kjarv- al kom inn í stofu og sá að hún var í rúminu. Þá sagði hann strax: „Heyrðu ég verð að sækja vatn út í bíl sem er úr læk sem er alveg lif- andi, hún verður endilega að drekka það.“ Hún drakk auðvitað vatnið smám saman sem var tekið úr einum að 20 lækjum í Smálækjarhlíð fyrir austan Stapahraun. Kjarval sagði að það væri lífsins lind í þessum læk. Kjarval var mjög sérstakur maður. Ég var með kartöflugarð í hallanum fyrir neðan kirkjugarðinn. Kjarval sagði að ég mætti ekki hafa kartöflugarðinn fyrir neðan kirkju- garðinn. Það gætu komið vessar úr kirkjugarðinum í kálgarðinn. Hann var þá búinn að skrifa í blöðin út af kálgörðunum ,við Fossvogskirkju- garð. Hann vildi láta fjarlægja kál- ~ garðana en þeir sem réðu sinntu því ekki og hann var voðalega vondur út í Reykjvíkinga út af þessu. Hann borðaði ekki kartöflurnar úr þessum garði mínum og sendi me’r kartöflu- poka úr Borgarnesi þegar hann fór suður aftur. En svo færði ég garðinn starx. Ég hafði nóg land. Haustið eftir kom Kjarval vestur aftur og kom strax niður í skemmu til mín þar ég var eitthvað að sýsla og sagði við mig: „Ég þakka þér fyrir það sem þú hefur gert, að færa garðinn, þeir ættu að hafa þig til fyrirmyndar Reykvíkingar. Nokkru seinna fór ég suður og heimsótti hann í Lækjargötuna. Hann var mér þá einsog endranær eins góður og besti faðir. Hann vildi nú endilega láta mig gista hjá sér. Hann var með autt járnrúm og í því svaf ég. Og ekki var við það kom- andi að ég fengi að fara um morgun- inn nema að hann borgaði fyrir mig bíl, ekki að tala um. Þannig var það alltaf þegar ég heimsótti hann, sem var oft. I þessari ferð fór ég með Kjarval á Borgina og við hittum þar Magnús Kjaran. Kjarval kynnti mig fyrir Magnúsi og fór svo strax að tala um kálgarðana og varð svo vondur að ég hafði aldrei séð hann slíkan. Hann barði í borðið fyrir framan MÍgnús og sagði að hér væri hann með bónda vestan af Snæfellsnesi sem hefði strax færst kálgarðinn sinn þegar hann hefði beðið um það en Reykvíkingar færðu sína garða ekki. Reykvíkingar þætt- ust vera menn en væru ekki neitt.“ Eins og fyrr kom fram í þessari grein þá varð Finnbogi Lárusson 80 ára þann 8. oktober s.l. Söfnuður Hellnasóknar hélt Finnboga fjöl- mennt. samsæti í Arnarbæ á Arnar- stapa. Sóknamefndin afhenti þar Finnboga skrautritað heiðursskjal og margar góðar gjafir bárust hon- um aðrar. Fyrir þetta og annan hlý- hug sem honum var sýndur er Finn- bogi þakklátur og bað mig fyrir þá orðsendingu ti! vina sinna og velunn- ara að þeir hefðu með vinarhug sínum gert honum og konu hans þennan dag ógleymanlegan. Öllu þessu fólki og sóknarpresti sínum biður Finnbogi guðs blessunar. TEXTI GUÐRÚN GUÐLAUGS- DÓTTIR ekki. Hann kom venjulega hingað á haustin. Lengi varð hann að fara vegleysur hingað frá Stapa því við fengum ekki veginn yfir hraunið fyrr en árið 1949. Hann kom jafnan með mikið af dóti, litum, lérefti og gríðarstór bretti sem hann lét mynd- irnar standa á þegar hann var að mála úti í náttúrunni. Hann málaði myndirnar sínar á staðnum og þann- ig fékk hann þessa eðlilegu liti. Hann endurbætti þær hins vegar heima í vinnustofu sinni. Ég stóð oft hjá honum þegar hann var að mála. Ég fékk að vera hjá honum þó hann væri yfirleitt ekki ánægður með að hafa fólk hjá sér. Hann gerði sér mikinn mannamun, ef hann sá einhvern sem hann hélt að ætlað að koma til hans þá bandaði hann á móti. Ég dótið hans á hestum frá Stapa þegar hann kom til að mála og sömu- leiðis þegar við fóru eitthvað um, t.d.út í Dritvík. Við höfðum lítið tjald sem við höfðum á bakkanum fyrir ofan víkina en hann var fram á Dritvíkurflögum að mála geysistóra mynd, Dritvíkina og jökulinn í bak- sýn. En jökullinn viidi ekki taka ofan sem kallað var, það var þoka á á honum og Kjarval beið talsvert eftir að fá jökulinn hreinan. Ég vaktaði börn saman en hún átti tvo syni sem hún kom með hingað og við höfum alið upp. Annar þeirra, Reynir Bragason, býr hér nú ásamt Jón- asínu Oddsdóttur konu sinni og þremur börnum, Oddi, Fanneyju og Finnboga. Hinn sonurinn býr ógiftur í Reykjavík. Ég á eina systur á lífi, Guðfinnu, sem löngum bjó í Breiðuvík. Sigríður.systir mín er lát- in. Séra Kjartan Kjartansson varð fyrsti presturinn sem þjónaði hér en sat á Staðastað, hann var prestur hér í 19 ár. Hann var faðir Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara og afi Kjartans Ragnarssonar leikrita- skálds. Hann var uppfyndingasamur með afbrigðum og fann m.a. upp beijatínuna. Hann fann líka uppá að beita með rauðu gúmmíi. Honum þótti gaman að fara á sjóinn. Hann bjó hér í Gíslabæ eftir að hann hætti prestskap. Hann var stundum að segja við sjómennina að þeir ættu að beita rauðu gúmmíi eins og hann gerði með góðum árangri. En það var hlegið að honum þar til nylonið kom með krókum með allavega gúmmíbeitum alla vega á litinn, þær rauðu þó bestar. Eftir séra Kjartan kom hingað séra Guðmundur Helga- son, hann var stuttan tíma. Síðan Hinn nýstofnaði Hellnakirkjukór fyrir utan kirkjuna sína Fmnbogi Lárusson við slatt a yngn árum. Brekkubær í baksýn Finnbogi asamt nafna sínum og Fanneyju litlu Gamla íbúðarhúsið á Laugarbrekku. Nýja kirkjan í baksýn Verslunarrekstur og hjónaband Árið 1946 stofnaði Finnbogi versl- un á Hellnum ásamt Kristni Kristj- ánssyni. „Þetta var hugsjón," segir Finnbogi þegar talið berst að versl- uninni. „Okkur fannst það myndi vera þægindi fyrir fólkið í kringum okkur að hafa verslun. Þá var ekki um annað að gera en flytja allt sjó- leiðis þannig að þetta var töluverðum erfiðleikum bundið. En við gerður þetta svona af bríaríi eins og sagt er, okkur langaði til að prófa. Við versluðum með alla matvöru, hrein- lætisvöru og svo smávöru ýmiskon- ar, meira að segja jólavörur. Ég var aldrei neitt innanbúðar sem teljandi var, Kristinn sá um það. Við byggð- um hús í Bárðarbúð hér í Hellnum. Ágóðinn af versluninni var aldrei mikill en við sluppum þó skaðlausir. Ég hætti að versla með Kristni um það leyti sem ég gifti mig árið 1950. Kristinn hélt áfram að versla fram á 8. áratuginn og fór seinna líka að taka á móti fiski og byggði f iskverk- unarhús. Núna er engin verslun hérna en við verslum mikið við Bor- garnes og útibú þaðan á Helliss- andi.“ Fanney Jóhannesdóttir heitir kona Finnboga Lárussonar. Hún er fædd og uppalin að Teigi í Dalasýslu, dótt- ir Jóhannesar . Guðmundssonar barnakennara og þekkts ræktunar- manns. „Ég var orðin 41 árs þegar við Fanney giftumst," segir Finn- bogi. „Ég hafði margt að sýsla á þessum árum eins og fram hefur komið og við skulum bara segja að ég hafi ekki haft tíma til þess að gifta mig fyrr. Fanney var ráðskona suður í Reykjavík þegar við kynnt- umst fyrst. Frænka mín ein fékk hana til þess að koma hingað til mín sem ráðskonu. Áður hafði ég haft þýska ráðskonu en tapaði henni til manns á næsta bæ eftir hálft annað ár. Móðir mín dó meðan sú þýska var hér en faðir minn dó árið 1952. Ég fór suður til þess að sækja Fanneyju og það má segja að fljótt gengi saman með okkur. Við giftum okkur vorið 1950. Við eigum engin kom séra Þorgrímur Sigurðsson sem þjónaði hér í 29 ár. Eftir hann kom séra Rögnvaldur Finnbogason. Þetta eru þeir prestar sem ég hef haft mest samstarf við um dagana. Auk þess voru hér um tíma þeir séra Árni Bergur Sigurbjörnsson og séra Hreinn Hákonarson. Sögur af Jóhannesi Kjarval Ég hef haft samband við óhemju margt fólk um dagana. Hingað hef- ur komið margt fólk til þess að skoða sig um og ég hef farið margar ferð- irnar með ferðafólki um þessar slóð- ir hér. Sumir hafa dvalið hér tíma og tíma en enginn er mér eins eftir- minnilegur og Jóhannes Kjarval. Hann hafði mikið uppáhald á um- hverfinu hér. Hann keypti meira að segja hér land, Einarslón, hann keypti það og gaf það svo seinna. Hann ætlaði sér upphaflega að byggja þar en af því varð þó ekki. Seinna gáfum við honum land í Hellnalandi og þar ætlaði hann líka að byggja en af því varð heldur hann svo hann flæddi ekki, því það var ekki hægt að komast í land eft- ir að var orðið meira en hálfaðfallið. Þegar mér fannst vera orðið það aðfallið að ekki væri þorandi að vera lengur kallaði ég til Kjarvals. Hann var á bússum upp í klof en ég var í engum stígvélum. Ég veifaði hon- um og hann veifaði á móti en kom ekki og sinnti í engu kölium mínum. Loks missti ég þolinmæðina og fór úr sokkunum, óð út og sótti hann. Hann sagðist hafa haldið það að ég væri alltof varkár, en eftir þetta gegndi hann mér alltaf strax. Við sváfum í heykofa sem bóndinn í Einarslóni átti. Það var smá hey- tugga þar og í henni sváfum við. Kjarval var þannig maður að hann var alltaf að tala við sjálfan sig og talaði hátt. Hann fór oft út á nótt: unni til þess að gá að jöklinum. í þeim ferðum var hann alltaf í hróka- samræðum við.sjálfan sig. Einu sinni þegar hann kom inn úr einni slíkri ferð þá kailar hann upp af ásettu ráði, því hann var grínisti hann Kjarval í aðra röndina: „Jaá, Finn- bogi sefur og veit ekki neitt." En ég var glaðvakandi og við fórum að rabba saman. Kjarval var feikilega skemmtilegur maður. Þegar kirkjan hér var vígð þá stofnuðum við happdrætti til þess að afla peninga því söfnuðurinn var orðinn stórskuldugur vegna kirkju- byggingarinnar. Mér datt í hug að leita til Kjarvals til þess að fá mynd í happdrættið. Ég leitaði ráða hjá Pétri Sigurgeirssyni biskupssyni og síðar biskupi. Honum hafði ég kynnst í sambandi við kirkjubygg- inguna. Ég var hræddur við að skrifa ekki nógu gott bréf ti! Kjarv- als, hann átti það til að vera fyrt- inn. Pétur lagði mér ráð og sendi mér leiðbeiningarnar í bréfi og það er það lengsta bréf sem ég hef feng- ið á æfinni, 16 síður í stóru broti. Síðan skrifaði ég Kjarval og það gekk allt vel fyrir sig. Hann sagði sjálfsagt að gefa mynd og kom með mynd með sér þegar hann kom vest-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.