Morgunblaðið - 18.01.1990, Side 37

Morgunblaðið - 18.01.1990, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANUAR 1990 37 Sigfás Sigvarðarson frá Brú — Minning Fæddur 3. nóvember 1912 Dáinn 11. janúar 1990 Fyrir um það bil áratug hittust tveir ungir menn í Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti í Reykjavík og með þeim tókust kynni og síðar vinátta. Þegar nokkuð leið frá fóru þeir að bera saman bækur sínar um uppruna sinn. Kom þá í ljós að þeir voru báðir afkomendur bænda á Efra-Jökuldal. Var annar sonarsonarsonur Sigvarðar Pét- urssonar á Brú en hinn sonarsonur nágranna hans, Aðalsteins Jóns- sonar á Vaðbrekku. Þótti báðum vænt um að geta rakið ættir í þennan fjarlæga og ævintýralega afdal. Þegar sá sem þetta ritar varð þessa vísari rifjuðust enn á ný upp hin góðu kynni okkar á Vaðbrekku við Brúarfólkið. Sigfús Sigvarðar- son, afi piltsins í Fjölbraut, átti sinn sérstaka þátt í þeim kynnum. Sigfús fæddist í Giljum á Jökul- dal en fluttist að Brú á Jökuldal árið 1926 með foreldrum sínum, Sigvarði Péturssyni og Önnu Sig- fúsdóttur, og tveimur eldri systk- inum, Björgu og Halldóri. Björg giftist Gunnlaugi Vilhjálmssyni Snædal á Eiríksstöðum og býr nú í Reykjavík en Halldór kvæntist Unni Stefánsdóttur frá Merki og bjó á Brú þar til hann lést árið 1982. Sigfús vann heima á Brú á sumrum fram um tvítugt en fór þá að hleypa heimdraganum. Hann var til sjós á síld á Víði frá Eskifirði eitt sumar. Það var á þeim árum þegar menn lögðu nótt við dag meðan síldin barst á land og skemmtu sér eða börðust í land- legum. Sigfús tók snemma bílpróf og vann um tíma sem bílstjóri, m.a. hjá Kaupfélagi Héraðsbúa. Þá voru vegir á Austurlandi tæpast nema troðningar en bíllinn olli byltingu í samgöngum á þessum árum eins og mönnum er kunn- ugt. Sigfús átti sinn þátt í að inn- leiða bifreiðanotkun á Efra-Dal, því að hann fór fyrstur ásamt Kristjáni Tómassyni, bílstjóra á Reyðarfirði, á bíl inn Jökuldals- heiðina af Norðurlandsvegi austan við Rangalón og niður undir dal- brún fyrir ofan Brú. Þetta var árið 1938. Þarna var síðar lagður sumarvegur sem gjörbreytti mannlífinu á Efra-Dal. Árið 1941 kvæntist Sigfús Maríu Þorgerði Beck frá Sóma- stöðum í Reyðarfirði. Þau bjuggu heima á Brú einn vetur en fluttust síðan til Akureyrar. Þar vann Sigf- ús ýmis störf, m.a. um tíma hjá blaðinu Degi og síðar á bifreiða- verkstæði. Árið 1944 fluttust þau hjón til Neskaupstaðar þar sem Sigfús gerðist lögregluþjónn og varð síðar hafnarvörður fram um 1956. Hann vann síðan við múrverk í nokkur ár en hóf síðan vinnu á bílaverk- stæði Dráttarbrautarinnar í Nes- kaupstað. Þar vann hann sem bif- vélavirki og síðar bifreiðastjóri þar til hann lét af störfum árið 1986. María lést árið 1973. Sigfús var lagtækur og var mikið leitað til hans með úr og klukkur til viðgerðar enda lék allt í höndunum á honum. Þeim Maríu og Sigfúsi varð fjögurra bama auðið. Elstur er Hans. Hann kvæntist Erlu Jóns- dóttur frá Skálateigi í Norðfirði og eignuðust þau fjögur börn. Hún er látin. Næst er Anna Þrúður, búsett í Færeyjum, gift Elíasi Þór Ragnarssyni frá Neskaupstað. Þau eiga fimm börn. Þá er Heiðr- ún Þyri, búsett í Neskaupstað, áður gift Ágústi Guðmundssyni frá Reykjavík. Þau eiga tvö börn. Þau skildu. Yngst er María Pála, sem lést árið 1981, gift Þorsteini Guðjónssyni frá Akureyri. Þeirra börn eru tvö. Sigfús stendur mér lifandi fyrir hugskotssjónum frá þeim tíma sem hann var enn í foreldrahúsum heima á Brú. Eg minnist hans þannig að hann hafi verið svip- mikill og sviphýr, glaðvær og glettinn, kjarkmikill og áræðinn, hugulsamur og hjálpfús, snöggur upp á iagið og skjótur í tilsvörum, ófeiminn og orðheppinn þegar þess þurfti, bóngóður og barngóður. Sigfús var vel liðtækur til verka við búskapinn heimafyrir enda veitti ekki af. Brú er landmikil hálendisjörð, snögglend og erfitt um slægjulönd en kjarnmikil beit á afar víðlendum afrétti sem heit- ir einu nafni Brúardalir. Þangað fóru þeir bræður Halldór og Sigfús margar ferðir til fjárleitar fram eftir haustum, oft í misjöfnum veðrum og við mikið erfiði. En þeir mikluðu ekki erfiðleikana fyr- ir sér. Það var ekki nema fyrir kjarkmenn að búa við fjöllin. Allt Brúarfólkið var okkur á Vaðbrekku kært og nákomið og Sigfús ekki síst, enda var hann yngstur þar á bæ og næstur okkur í aldri. Það var alltaf eins og boð- ið væri til veislu þegar Fúsi á Brú kom í heimsókn. Hann var svo uppfullur af fjöri og fréttum, tilbú- inn að tala við alla, blanda við okkur geði og gleðjast með okkur. Sigfús hafði farið víða um landið og gat sagt okkur sem heima sátum margt úr fjarlægð- inni sem við sáum aðeins í þoku- kenndum draumi. Við hlustuðum til dæmis með opinn munn og uppglennt augu þegar hann var að segja frá blóðugum bardögum sjóara á Siglufirði. Sigfús kom eitt haustið með grammófón heim í Brú. Það var þá sjaldséð tæki þar í sveit og áður en útvarp kom þar. Þá gerði hann sér lítið fyrir eitt kvöldið að loknum gegningum, lét grammó- fóninn og einhveijar plötur í poka, lagði pokann á bakið og gekk með þetta dýrmæta tæki yfir í Vað- brekku til þess að spila fyrir okkur systkinin. Það er eftirminnileg myndin sem geymist með mér frá því kvöldi, kannske vegna þess að veruleikinn vék fyrir ævintýrinu dálítinn dagpart. Þarna var ungur maður sem hafði farið að heiman til að afla sér fjár og kynna sér heiminn kominn í heimsókn í lágreistan torfbæ lengst inni í afdal með grammófón, söng og hljóðfæraleik i poka á bakinu. Heimsmaðurinn frá næsta bæ veitti okkur systkin- unum ógleymanlega hlutdeild í munaði menningarlífsins þetta kvöld. Það er margs að minnast fyrir þá sem mörgum hafa kynnst. Góð- ir vinir gleymast ekki þó að leiðir skilji um langan tíma. Stefán Aðalsteinsson LAUSBIAÐA- MÖPPUR frá Múlalundi... ... þær duga sem besta bók. ^ Múlalundur SOLUTÆKNI LISTINAÐ SELJA Sölutæknín fjallar um það hvernig á að gera sölustarfið markvíssara, árangursríkara og skílvirkara, með því að þekkja betur mark- aðínn, viðskiptavinínn og ýmsar söluörvandí aðgerðír. 36 tímar. Skráning hafin í síma 626655. Viðskiptaskólinn HAGNÝTT NÁM - ÞEKKING SEM NÝTIST! KHAIA MAHOGNI HVITUR ASKU.R wSm' mm . INNANHUSSHÖNNUÐUR H .. : * í ví ÁÐST0ÐAR VIÐ VALIÐ ' ' ... u/tre ARMÚLA 38 -108 REYKJAVÍK • SÍMI681818 ÚTSALAN HEFST í DAG Meiri háttar verðlækkun SNORRABRAUT 56 SÍMI 13505 «14303 l

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.