Morgunblaðið - 18.01.1990, Qupperneq 42
:*42....
MÓFÍátjNBLAÐlÐ' FfMMTUDÁ'áÚRÁS: JÁNUAK 1990
Minning:
Guðmundur E.
Bjamason
Fæddur 1. maí 1896
Dáinn 4. janúar 1990
Guðmundur Elías Bjarnason
fæddist í Túni í Hraungerðishreppi.
Hann andaðist í Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur eftir stutta legu. Guð-
mundur var yngstur 11 barna þeirra
hjóna Guðfínnu Guðmundsdóttur
og Bjarna Eiríkssonar er bjuggu í
Túni. Eiríkur var Bjamason bónda
í Túni Stefánssonar bónda í Arbæ
Bjarnasonar á Víkingslæk. Guð-
finna var dóttir Guðmundar bónda
í Hróarsholti Tómassonar prests
Guðmundssonar í Villingaholti.
Systkini Guðmundar Elíasar
komust öll til fullorðinsára. Þau
voru: Guðmundur eldri, 1875-1953,
bóndi'i Túni. Elínborg, 1876-1964
húsfreyja á Arnarstöðum. Kristín,
1877-1963, húsfreyja í Hróarsholti.
Eiríkur, 1881-1966, bóndi, Mikla-
holtshelli. Einar, 1885-1942, járn-
smiður í Reykjavík. Guðrún, 1886-
1967, húsfreyja, Laugum. Stefán
tvíburabróðir Guðrúnar, sjóm.
Drukknaði af kútter Ingvari á Við-
eyjarsundi 1906. Halldór, 1888-»
1988, bóndi, Króki. Ingibjörg
1890-1970, húsfreyja, Reykjavík.
Hólmfríður, 1891-1981, húsfreyja,
Neðri-Svertingsstöðum, Miðfirði.
Öll voru systkinin dugnaðar og
mannkostafólk og náðu flest háum
aldri.
Bjarna og Guðfinnu búnaðist vel
í Túni, en árið 1897 kom reiðarslag-
ið yfir heimilið, þegar Bjami ásamt
9 skipsfélögum sínum drukknaði á
Stokkseyrarsundi á heimleið úr
róðri. Eftir fráfall Bjama hélt Guð-
finna áfram búskap í Túni með
börnum sínum, flestum innan ferm-
ingar, þar til elsti sonurinn, Guð-
mundur, tók við jörðinni árið 1906.
Guðmundur Elías ólst upp með
móður sinni og systkinum í Túni.
Ekki var mikið um að börn gengju
í skóla á þeim árum, mun hann þó
hafa notið skólagöngu þrisvar sinn-
um þrjár vikur fyrir fermingu. Var
það eina skólaganga hans. Snemma
varð hann ótrauður til ferðalaga og
15-16 ára fór hann margar ferðir
með smjör frá ijómabúinu á Vola
og annan flutning á hestvögnum
til Reykjavíkur. Frá 17 ára aldri
var hann í vinnumennsku á ýmsum
nágrannabæjum. Á vertíðum reri
hann á áraskipum frá Eyrarbakka,
Þorlákshöfn og Herdísarvík. Minnt-
ist hann oft á þá daga. Ekki var
þá til siðs að hafa mat með sér á
sjóinn og voru menn svangir er í
land kom. Fékk hann sér þá gjam-
an bolla af sjálfrunnu lýsi til að
seðja hungrið meðan gengið var frá
aflanum. Síðustu vertíðina reri Guð-
mundur á mótorbát frá Vestmanna-
eyjum, var þá konuefni hans Þórunn
Guðjónsdóttir einnig í Eyjum.
Höfðu þau kynnst sumarið áður í
Hróarsholti. Guðjón faðir Þórunnar
var frá Hamri í Gaulveijabæjarhr.
Þorkelsson, Jónssonar bónda þar.
Móðir Þómnnar var Valgerður
Gestsdóttir Guðnasonar bónda í
Forsæti, Villingaholtshr.
Guðmundur og Þórunn giftu sig
í Reykjavík 1. vetrardag 1925 og
byijuðu búskap. Þá var hann búinn
að fá vinnu í vélsmiðjunni Héðni,
þar sem hann var næstu árin. Hann
tók bílpróf 1927. Ári síðar hætti
hann í Héðni og fór að aka hálf-
kassabfl með fólk og vörur milli
Gaulveijabæjar og Reykjavíkur um
Stokkseyri, fyrii' Tómas Tómasson
síðar bónda á Fljótshólum. Er mér
í bamsminni hve góður Guðmundur
var við okkur krakkana í Gaul-
veijabæ og hve léttilega hann tók
100 kg sfldarmélspokana, sem flest-
um reyndust þungir í skauti.
1930 fór Guðmundur að vinna í
Landsmiðjunni og ávann sér þar
járnsmíðaréttindi. En á stríðsárun-
um breytti hann til og fór til þeirra
bræðra Bergs og Helga Lárussona
frá Kirkjubæjarklaustri, fýrst sem
bflstjóri á stórum vörubíl og síðar
verkstjóri á bflaverkstæði þeirra á
Digraneshálsi í Kópavogi til 1954.
Eftir það var hann í slökkviliðinu á
Reykjavíkurflugvelli uns hann lét
af störfum 77 ára. Síðustu árin
vann hann eingöngu að viðhaldi
bfla og áhalda slökkviliðsins.
Erfitt var með leiguhúsnæði í
Reykjavík á kreppu- og stríðsámn-
um, fengu þau Guðmundur og Þór-
unn að finna fyrir því. Þau bjuggu
á ýmsum stöðum oft við mikil
þrengsli þar til þau eignuðust sína
eigin íbúð 1949 á Hraunteig 17.
Keyptu þau íbúðina fokhelda af
Páli Pálssyni trésmíðameistara frá
Söndum í Meðallandi. Bjó Páll á
hæðinni fyri ofan og var þeim góð-
ur granni.
Fjögur em böm þeirra hjóna:
t
Útför móður minnar, tengdamóður og ömmu,
ÞORGERÐAR JÓNSDÓTTUR FJALLDAL,
Hringbraut 51,
Reykjavík,
verður gerð fró Fossvogskirkju, mánudaginn 22. janúar kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minn-
ast hennar er bent á Styrktarsjóð Landakotsspítala.
Ása K. Oddsdóttir, Þorkell Bjarnason,
Oddur Þ. Þorkelsson, Berglind Guðmundsdóttir,
Elísabet G. Þorkelsdóttir.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGURBJÖRIM STEFÁNSSON,
Túngötu 13c,
Keflavik,
verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 19. jan-
úar kl. 14.00.
Sigurborg S. Normann, Vilberg Normann,
Elisabet J. Sigurbjörnsdóttir, Kristján A. Kristjánsson,
Kolbeinn Sigurbjörnsson, Helga Jónsdóttir,
Tómas Sigurbjörnsson, Kristfn Nanna Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför,
SIGFÚSAR B. SIGMUNDSSONAR
kennara
frá Gunnhildargerði,
Blönduhlíð 31,
Reykjavfk,
fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. janúar kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu
minnast hins látna er bent á Minningarsjóð SÍBS eða líknarstofnanir.
Anna G. Frímannsdóttir,
Baldur F. Sigfússon, Halldóra Þ. Halldórsdóttir,
Sigmundur Sigfússon, Ingibjörg Benediktsdóttir,
Rúnar I. Sigfússon, Björg Östrup Hauksdóttir
og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BERNHARÐ ÓLAFSSON,
sem lést að Hornbrekku, Ólafsfirði, laugardaginn 13. janúar, verð-
ur jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 20. janúar kl.
14.00.
Soffía Sveinsdóttir,
Freydfs Bernharðsdóttir,
Óli Sveinn Bernharðsson, Margrét Pálsdóttir,
Hreinn Bernharðsson, Rakel Kristbjörnsdóttir,
Aðalsteinn Bernharðsson, Sjöfn Eggertsdóttir,
Aðalheiður M. Pétursdóttir, Sveinn Hjörleifsson,
Erla Bernharðsdóttir, Grímur Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar,
JÓHANNA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Snorrabraut 56,
Reykjavík,
lést 8. janúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Þórunn Jensdóttir,
Sigrún Jensdóttir,
Hulda Jensdóttir,
Hörður Sumarliðason,
Guðbjörg Sumarliðadóttir,
Haraldur Sumarliðason.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐBJÖRG GUÐLAUGSDÓTTIR,
Álftamýri 49,
e.r lést 10. janúar sl., verður jarðsungin föstudaginn 19. janúar
kl. 13.30 frá Fossvogskirkju.
Guðmundur Eyjólfsson,
Eyjólfur Guðmundsson, Eygló Ú. Ebenesersdóttir,
Hörður Guðmundsson, Margrét Emilsdóttir,
Sigrún B. Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Sigurgeirsson,
Þórunn Guðmundsdóttir, Ólafur Vilbertsson,
Guðveig N. Guðmundsdóttir,Sigurður G. Geirsson,
Guðlaugur B. Guðmundsson,
Sigurjón Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR,
Unhóli,
Þykkvabæ.
Einnig þökkum við starfsfólki þeirra deilda Landspítalans, sem
hún dvaldist á og hjúkruðu henni í veikindum hennar.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð vegna fráfalls föður okkar, stjúpföður
og afa,
ÞORVALDAR KRISTINS BJÖRGÓLFSSONAR.
Eygerður Björg Þorvaldsdóttir,
Nikólfna Þorvaldsdóttir,
Níels Sigurður Þorvaldsson,
Ólöf María Þorvaldsdóttir,
Bjarni Sveinsson,
Laufey Þóra Sveinsdóttir,
Guðrún Sigurðardóttir
og fjölskyldur.
Valgerður gift undirrituðum, búsett
á Selfossi, Guðfinna lyfjafræðingur
gift Þorkeli Pálssyni bflasmið, hann
lést 1978, búsett í Reykjavík, Guð-
jón yfirlæknir kvæntur Guðrúnu
Ellertsdóttur, búsett á Akranesi, og
Unnur Margrét gift Erni Friðriks-
syni skrifstofumanni, búsett í Kópa-
vogi. Barnabömin eru 9 og barna-
bamabörnin 2.
Guðmundur var meira en meðal-
maður á hæð og mjög þrekinn enda
rammur að afli. Mikill smiður og
Iék allt í höndum hans. Aldrei úr-
ræðalaus. Tilfínningaríkur, sérlega
bamgóður og hýr í viðmóti, hjálp-
samur og bóngóður. Hann las mik-
ið á seinni árum og hafði óbrigðult
minni. Mest hélt hann uppá íslend-
ingasögurnar, einkum Njálu og
Egilssögu. Heilsuhraustur alla ævi.
Hann var góður heimilisfaðir og
voru þau hjónin samhent við að búa
börnum sínum gott heimili. Mjög
vom þau gestrisin og leituðu frænd-
ur og vinir til þeirra, er þeir vom
á ferð í Reykjavík. Ekki virtist koma
að sök þótt húsakynni væru stund-
um í minna lagi, alltaf var hægt
að þrengja að sér.
Hann hafði mikla ánægju af
ferðalögum og leituðu margir til
hans sem bflstjóra í erfiðar ferðir
um landið. Eftir að hann eignaðist
bfl, var hann viljugur að fara með
fjölskylduna í lengri og skemmri
ferðir með tilheyrandi útilegu. Þá
hafði hann yndi af hestum þó ekki
ætti hann hesta í Reykjavík. í nokk-
ur ár auðnaðist honum að umgang-
ast hesta og fara í útreiðártúra með
fomvini sínum, Sveini Jónssyni vél-
smið á Selfossi, sem átti góða hesta.
Þómnn eiginkona Guðmundar
lést árið 1975. Tók hann lát hennar
mjög nærri sér. Eftir það bjó hann
með aðstoð Guðfinnu dóttur sinnar,
einn í íbúð sinni á Hraunteig 17 til
ársins 1984, er hann flutti alfarið
til hennar í Bólstaðarhlíð 68, þar
sem hann naut elliáranna við frá-
bæra umönnun hennar. Guð blessi
minningu hans.
Bjarni Dagsson
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem)
Mig langar með örfáum orðum
að minnast afa míns,. Guðmundar
Elíasar Bjarnasonar, sem lést nú í
byrjun ársins eftir nokkurra vikna
sjúkrahúslegu.
Minningar mínar um afa em
mjög ánægjulegar. Þær fyrstu frá
Hraunteig 17, þar sem heimili afa
og ömmu, Þórunnar Guðjónsdóttur,
var. Til þeirra var alltaf gott að
koma, enda voru þau bæði mjög
barngóð. Hlýjar minningar mínar
um orlofsdagana sem ég, sem lítil
stelpa, fékk að eyða-hjá þeim.
Amma lést árið 1975 og var það
mikill missir fyrir afa. Næstu ár á
eftir bjó hann einn í íbúðinni á
Hraunteig, en nú síðustu árin bjó
hann hjá Ninnu, dóttur sinni. Þar
leið honum vel, enda var einstak-
lega gott og náið samband á milli
þeirra og Ninna annaðist hann vel.
Ég minnist sérstaklega margra
notalegra stunda sem við afi áttum
saman nú síðustu árin við spjall og
rólegheit. Þá rifjaði hann oft upp
sögur af sér og öðrum frá gömlum
tímum, tímum sem mér voru ókunn-
ir sökum æsku minnar.
Afi var alla tíð heilsugóður og
var þessi sjúkrahúsferð hans nú
hans fyrsta og eina á ævinni, þótt
hann væri kominn á tíræðisaldur.
Hann var vel em þrátt fyrir háan
aldur og las mikið. Og vel fylgdist
hann með okkur barnabörnunum
og barnabarnabömunum.
Það er sárt að sjá á eftir afa,
en minningarnar lifa í hugum okk-
ar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Blessuð sé minning afa míns.
Þórlaug Bjarnadóttir