Morgunblaðið - 18.01.1990, Side 44

Morgunblaðið - 18.01.1990, Side 44
////////////////////////////// MÓRG'UNBLAÐIÐ FIMMTÓDAGUR 18. ÍÁNÚAR 1990 44 Gólfbvottavélar með vinnubreidd frá 43 ti! 130 cm. Gólfþvottavélar drifnar með rafgeymum. i hako Gólfþvottavélar með sæti véiará ísSandi Nýbýlavegi 18, simi 64-1988. IBESTA BLIIES á fimmtudagskvöldi BLÁMAKVARTETTiNN HARALDUR ÞORSTEINSSON, PÉTUR HJALTESTED, BJÖRGVIN GÍSLASON OG ÁSGEIR ÓSKARSSON leika frábæran blues frá kl. 22 ti! 01. MIÐAVERÐ KR. 600 Sérstakur stefár Hilmarsson veröur KJALLARI KEISARANS BREYTTUR OG BETRI STAÐUR Laugavegi 116 - S. 10312 VESTURGOTU 6 SIMI 177 59 b. . JjLorti hef st í veitingahúsinu Nausti 19. janúar Lifondi tónlist sunnudogskvöld. Donsoðtilkl. I félk f fréttum SJÁLFSBJARGARVIÐLEITNI Pólverjar helstu brask- arar Austur-Evrópu Þrír Albanir frá Júgóslavíu sem eru búsettir í Vestur-Berlín voru mættir á pólska markaðinn þegar tékkneskur hagfræðingur seldi gamla saxófóninn sinn þar. Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir Pólski markaðurinn í vesturhluta Berlínar er á óvistlegu svæði skammt frá Berlínarmúrnum. Ztirich. Frá Önnu Bjarnadóttur fréttarit- ara Morgunblaðsins. Rúmlega tvítugur Tékki stóð með gamlan, gljáandi saxófón við fætur sér á opnu, óvistlegu svæði í vesturhluta Berlínar. Allt í kringum hann stóðu Pólverjar í röð- um með ýmislegt smádót til sölu. Nokkrir Perúbúar höfðu sagt hon- um af’pólska markaðnum sem hald- inn er á moldarflagi ekki alllangt frá Berlínarmúrnum. Tékkinn, sem er hagfræðingur að mennt, var kominn í dagsferð til borgarinnar og vantaði peninga. Hann vildi fá 300 v-þýsk mörk (10.800 ísl. kr.) fyrir saxófóninn. Þýskur maður á besta aldri spurði hvað væri lægsta verð sem hann myndi samþykkja. „200,“ sagði Tékkinn. Maðurinn fékk saxófóninn á 180 mörk (6.480 kr.). Tékkinn virtist vera sá eini sem bauð eitthvað verðmætt til sölu. Pólvetjarnir voru flestir með nokkra bolla, kannski kristalvasa, barna- og sokkaplögg, sígarettur og vod- kaflöskur sem lágu á spjöldum eða dúkum við fætur þeirra. Nokkrir höfðu bjúgu á boðstólum og einn seldi pólskar gyðingamat- reiðslubækur. Þær kostuðu 3 mörk stykkið (tæpar 110 krónur) en vodkaflaskan 9 mörk (325 kr.) og Marlboro-lengjan 22 (790). Pólverj- arnir sögðust ekki kunna neitt nema verðið á vörunum í þýsku. Þeir vildu ekki gefa neinar upplýsingar um viðskipti sín. Pólska þjóðin hefur áunnið sér orð fyrir að vera svartamarkaðs- braskari Austur-Evrópu. Pólveijar kaupa vörur sem eru ódýrar og oft niðurgreiddar í einu landi og selja þær í öðru þar sem þær eru dýrari eða sjaldséðar. Þeir fara til Tyrk- lands, inn í Sovétríkin og um Aust- ur-Evrópuríkin í ólöglegum við- skiptaerindum. Dagblaðið International Herald Tribune sagði nýlega frá Pólverja sem fékk ferðamenn á leið til Ung- verjalands til að taka plastdúkkur fyrir sig þangað og smyglaði sjálfur þó nokkrum fjölda. Hann seldi dúkkurnar á þrisvar sinnum hærra verði í Búdapest en hann keypti þær fyrir í Varsjá. Peningana notaði hann til að kaupa niðurgreidd föt og matvæli í Ungverjalandi til að selja með ágóða heima í Póllandi. Ungverski gjaldmiðillinn forint hefur verið einn hinn öruggasti í Austur-Evrópu og því eftirsóknar- verður. Pólska zloty er lítils virði og pólskir ferðamenn á leið til Svartahafsins leggja gjarnan lykkju á leið sína í gegnum ungveijaland til að selja nokkra hluti á pólskum markaði þar til að fá gjaldeyri með sér í ferðina. Pólski markaðurinn í Vestur- Berlín er sérstaklega vinsæll sölu- staður því þar fæst besti gjajdmiðill- inn, vestur-þýska markið. Utlendur vinnukraftur og þeir sem hafa ekki úr miklu að moða eru helstu við- skiptavinirnir. Og einstaka sinnum er hægt að gera góð kaup eins og dæmið um saxófóninn sýnir. Viðskipti Pólveija eru litin horn- auga. Þeir hafa ekki fullt ferða- frelsi til Tékkóslóvakíu vegna þeirra og mega ekki versla í austur-þýsk- um búðum af ótta við að þeir hreinsi niðurgreiddar vörur úr hillunum á leið á markaðinn í Vestur-Berlín. Markaðsviðskipti þeirra þar hafa verið látin óáreitt. Fréttir af síaukn- um bílaþjófnaði Pólveija í borginnij valda hins vegar óánægju. Þeir stela helst Volkswagen og Audi og talið er að önnur hver bifreið af þeirri gerð í Póllandi sé stolin. Berlín er 80 km frá pólsku landa- mærunum. Þjófamir nota bensínlok bílanna til að steypa lykil eftir og útbúa falsaða pappíra fyrir bifreið- arnar. Um 10.000 v. þýsk mörk (360.000 ísl. kr.) fást fyrir gamlan Volkswagen-Golf í Póllandi. COSPER --Maðurinn minn segist heyra betur þannig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.