Morgunblaðið - 04.02.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.02.1990, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990 Samúh með Sölku Völku HETJUR HORFINNAR BERHSXU H meðan ég las „Fimmbækumar“. „Dularfullubækumar“ las ég hins vegar aldrei, en þessir þrír bóka- flokkar eru allir eftir bresku skáld- konuna Enid Blyton, sem á líklega mestum vinsældum að fagna allra þeirra sem skrifað hafa fyrir börn og unglinga og eru bækur hennar mikið lesnar enn i dag. Af öðmm bókum eftir erlenda höfunda sem ég man eftir vom „Jóa-bækurnar“ eftir Knud Meister og Carlo Ander- sen, „Kim-bækurnar“ eftir Jens K. Holm og „bláu drengjabækurnar", en úr þeim flokki verða mér minnis- stæðastar „Gunnar og leynifélagið" eftir Gerhard W. Wolf og „Stefán snarráði og smyglararnir í Serkja- turninum“ eftir Ralph Hammond. Þegar ég var orðinn dálítið eldri komst ég svo í hefti sem fjölluðu um Basil nokkurn fursta, sem vom í stöflum úti í skemmu í sveitinni. Mig minnir að þessi hefti hafi fiokk- ast undir nokkuð sem kallað var „Sögusafn heimilanna", en það er önnur saga. Stúlkurnar lásu „rauðu telpnabækurnar" þar sem bækurn- ar um Pollýönnu, eftir Eleanor H. Parker, bera ægishjálm yfir aðrar og em enn meðal mest lesnu stúlknabóka hér á landi samkvæmt upplýsingum frá bókasöfnum og lauslegri könnun sem gerð var í tengslum við þetta greinarkorn í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Aðrar þekktar kvenhetjur frá þessum tíma voru Rósa Bennett hjúkrunarkona og Beverly Gray og eru þær báðar vel þekktar meðal bama og ungl- inga enn í dag samkvæmt áður- nefndum heimildum. Höfundar Rósu-bókanna vora raunar tveir, í fyrstu Helen Wells og síðar Julie Tatham og breyttust bækumar talsvert eftir að sú síðarnefnda tók við eins og fram kemur í spjalli við Silju Aðalsteinsdóttur. Islenskir höfundar áttu einnig talsverð ítök og ég held að fullyrða megi að flestir hafi dmkkið í sig bækumar um Kára litla og Lappa eftir Stefán Júlíusson, Nonnabæk- urnar eftir Jón Sveinsson og Árnabækurnar eftir Ármann Kr. Einarsson, en hann er afkastamesti barnabókahöfundur okkar til þessa og hefur gert margar fleiri söguper- sónur ódauðlegar en Áma í Hraun- koti. Eins minnist ég bókarinnar „Strákarnir sem stmku" eftir Böðv- ar frá Hnífsdal og í sveitinni komst ég yfir gamlar útgáfur af Hjalta- bókunum eftir Stefán Jónsson og aðra einkar skemmtilega bók eftir Stefán sem heitir „Margt getur skemmtilegt skeð“ og verður mér alltaf minnisstæð. Hún fjallaði um vandræðadrenginn Júlíus Bogason úr Reykjavík sem sendur var í sveit af því honum samdi ekki við stjúp- móður sína Hansínu. Honum er komið fyrir hjá rólegum eldri hjón- um og lærir smám saman að hemja skap sitt og verða að manni. Svo virðist sem Kári litli og Lappi hafi haldið sínum hlut fram til þessa en aðrar íslenskar söguhetjur frá fyrri tíð séu margar að falla í gleymsku. Ævintýri íslenskra barna í sveitinni virðast þannig ekki hafa staðist samanburðinn við þá spennuþrungnu atburðarás sem einatt fylgdi fallegu hjúkrunarkon- unum og hugvitssömu harðjöxlun- um úti í hinum stóra heimi. Afþreying á bók í bók Silju Aðalsteinsdóttur cand. mag., „Islenskar barnabækur 1780-1979“ er rakin saga íslenskra bamabókmennta og er þar að finna mikinn fróðleik um þetta efni. Þar bendir Silja m.a. á að íslensk barna- bókaritun hefur staðið í miklum blóma á áranum um og eftir síðari heimsstyijöld: „Það er ekki einung- is að vandvirkir og hugmyndaríkir skáldsagnahöfundar skrifi fjölda Rósa Bennett vai hetjan mfn R Silja Aðal- steinsdóttir bókmenntafræðingur | ÓSA BENNETT var hetjan mín. Hún var hjúkrunarkona og ekki skemmdi fyrir að hún var svo íðilfögyr. Hún var með svart hrokkið hár, hvíta húð og ijóðar kinnar og rauðan munn. Hún heillaði alla læknana upp úr skónum,“ sagði Silja Aðalsteinsdóttirbókmenntafræðingur um uppáhalds söguhetjuna sína frá bemsku- og unglingsámnum. „Satt að segja voru fyrstu bækumar í þessum bókaflokki mjöggóðar. Les- andinn fylgdi Rósu í gegnum hjúkrunar- námið og svo út í lífsbaráttuna ög meira að segja í stríðið því Rósa var hjúkrunarkona í heimsstyijöldinni og geysilega hugrökk. Svo breyttust þessar bækur með nýjum höfundi. Það skipti um í miðju kafí og þá urðu þetta bara glæpasögur og Rósa Bennett kom upp um einn glæpamann í hverri bók. Þá urðu bækurnar hundleiðinlegar því sá höfundur hafði engan áhuga á daglegum störfum Rósu sem hjúkrunarkonu, sem mér fannst alltaf vera aðalskemmtunin við lest- ur Rósubókanna. Ég las hverjá bók oft og mörgum sinnum og ef ég man rétt að þá gerðist það í einni þeirra að það var komið með dauðvona mann, sem var ákaflega hátt skrifaður í þjóðfélaginu, og reynt á honum nýtt lyf sem enn hafði ekki hlotið viðurkenningu. Þetta var þá pensilín og var geymt í eldtraustum skáp og mér fannst þetta allt saman yfirnáttúrulega spennandi. En svo fór Rósa að snúa sér að öðmm viðfangsefnum og þá missti ég áhugann á henni," sagði Silja Aðalsteinsdóttir. É Edda Heiðrún Backman, G LAS afskaplega lítið sem barn. Fyrst var lesið fyrir mig, svona einhveijar ævintýrabækur, og amma mín var endalaust að lesa fyrir mig í Biblíusögunum," sagði Edda Heiðrún Backman leikkona. Hún kvaðst ekki muna eftir neinni sérstakri sögupersónu sem hún heillaðist af nema Sölku Völku, sem hún las sem unglingur. „Eftir að ég lærði sj álf að lesa var eigin- 'lega ekkert sem ég nennti að lesa fyrr en ég var orðin unglingur. Þá las ég strax Sölku Völku og fleiri sögur eftir Halldór Laxness, og heillaðist af þessum raunsæisbókmenntum. Ég var aldrei í ástarsögum eða neinu svoleið- is. Ég vissi ekki hver Pollýanna var fyrr en ég var komin yfir tvítugt. Ég las ekki einu sinni Önnu í Grænuhlíð. En ég las þessar raunsæis- bókmenntir eftir Laxnes. Ég skal ekkert segja um hvort þær hafi haft einhver varanleg áhrif á mig þegar fram liðu stundir, en mér fannst sögurnar yfirleitt mjög sorglegar og þær vöktu upp sterkar tilfinningar hjá mér í garð persónanna. Ég hafði til dæmis mikla samúð með Sölku Völku. — Rósa Bennett? — Nei, ég veit ekki hver hún er. Hef aldrei heyrt hana nefnda,“ sagði Edda Heiðrún Backman. leikkona Ævixif yradalnum emr Eni<i Ég var alæta á bækur Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri SÍF É 1G LAS óhemju mikið þegar ég var barn ogþað stafaði meðal annars af því að ég átti við sjúkdóm að stríða í nokkur ár, alveg fram til tólf ára ajdurs, með langvarandi sjúkdómslegu. Ég hafði því góðan tíma til að lesa og ég held að ég fari ekki með neinar ýkjur þótt ég fullyrði að á þessum ámm hafi ég lesið nánast allt bókasafnið, sem var þá til húsa við Hofs- vallagötuna," sagði Magnús Gunnars- son, framkvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fiskframeiðenda. „Ég man nú ekki eftir að nein einstök söguhetja eða bókaflokkur hafi höfðað sérstaklega til mín enda var ég alæta á bækur. En þeg- ar þú spyrð svona beint þá get ég nefnt Árnabækurnar og Ævin- týrabækurnar meðal þeirra sem koma upp í hugann í fljótu bragði. Ánnars las égekki síður þjóðlegan fróðleik, íslenska annála og efni sem tengdist íslandssögu og mannkynssögu og tólf ára gamall hafði ég meðal annars lesið flestar íslendingasögurnar og Hómerskviður svo dæmi séu tekin. Eins hafði ég mikinn áhuga á landafræði sem stafaði kannski af því að pabbi var sjómaður og mikið í siglingum, og sjálfur ætlaði ég alllaf að verða sjómaður. Eg get því ekki sagt að Tom Swift, Bob Moran eða aðrar slíkar hetjur hafi haft mikil áhrif á mig eða mótað hugarfarið þegar ég var á bamsaldri,“ sagði Magn- ús Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.