Morgunblaðið - 04.02.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.02.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990 C 17 sveininn, gekk hann þar á grund ófeiminn, blómguðust þar bros við steininn. Svona eigum við að umgangast allífið. Við eigum að safna mörgum góðviðrisdögum í einn. Steinarnir þekkja þetta, þeir hugsa mikið um veðrið. Eg er nýbúinn að mála stóra steininn á Jökuldal, en maður nær þessu ekki alveg, það er ekki alltaf hægt að gleðja Guð, þó viljinn sé góður.“ — Þessi sýning nýtur auðsjáan- lega vinnunnar við hina miklu sýn- ingu á hundrað ára afmælishátíð meistarans 1985, sem haldin var í öllu húsinu, og það staðfestir, að slík vinna skilar sér jafnan til seinni tíma og er því ávallt hagkvæm lausn. Frumleikanum er því ekki fyrir að fara í uppsetningu sýning- arinnar og hún kemur manni því , ekki á óvart, en það er einmitt sér- stök list að setja upp slíkar sýning- ar, þannig að þær komi jafnan á óvart. Mig langar til að benda sérstak- lega á þessa fallegu sýningu, og mikið hefði verið gaman, ef hún hefði einnig verið opin um jólin ásamt úrvali af listaverkum í eigu borgarinnar. Jafnframt hefði verið mögulegt að hafa þar einhverjar uppákomur annarra listgreina fyrir börn sem fullorðna og fagurt, list- rænt jólatré fyrir framan húsið eða aftan. Virkja staðinn til fulls í þágu borgarbúa. Það skiptir öllu máli, að Kjarvals- staðir verði hús, sem jafnan tekur á móti gestum sínum með útrétta hönd og þá mun aðsóknin margfald- ast á milli ára. Eg vil sérstaklega fjalla um tvö olíumálverk, er hanga andspænis hvort öðru sitt á hvorum endavegg og Kjarvalssafni hefur áskotnast nýlega sem eru „Heimahagar" (olía á striga 130 x 160 sm), sem máluð var árið 1948 og er á vinstri endavagg fyrir miðju og svo „Land og loft“ (olía á striga 153 x 110 sm), sem er á hægri endavegg og sömuleiðis fyrir miðju, máluð 1965. Fyrri myndin var keypt á sl. ári, en hin er gjöf frá Eyrúnu Guð- mundsdóttur 1988. virðist sækja áhrif sín meira til Evrópu en Bandaríkjanna og sumar mynda hennar leiða jafnvel hugann að Sigurði Guðmundssyni í Amst- erdam, t.d. málverkið „Bylgjan" frá 1988. Formin í myndum hennar eru stór og einföld og þau einkenn- ir hægur stígandi í lit jafnframt því sem þau eru í hæsta máta hugmyndafræðileg. Erik Annar Evensen er mjög upptekinn af stór- um formaheildum í anda núlistar- innar og hin margskiptu málverk hans eru sum hver á stærð við heilan vegg svo sem áhrifamesta myndin „Altari" (7) á endaveggnum uppi, sem er hvorki meira né minna en 650x300 sentimetrar að stærð! Myndir hans.einkenna ýmis litbrigði á svörtum grunni eða hvítum, — líkast skörpum skilum dags og nætur. Upprunalegasta málara sýn- ingarinnar má víst ábyggilega telja Olav Christian Jenssen en hann kafar dýpst inn í myndræna eigin- leika lita og flata; er það sem heitir á fagmáli „malerískastur". Allar myndir hans höfðuðu sterkt til mín og þeirra er urðu mér samferða á sýninguna og einkum þótti mér mikið koma til myndar- innar „Einokun Ludwigs“. I öllum myndum hans er einhver jarðrænn og upprunalegur galdur. Rómantísk viðhorf til málaralistar og landslags finnum við svo helst í myndum Jon Arne Mogstad og þá einkum í myndinni „Kennsl“ (19). Björn Sigurd Tufta þekkjum við frá sýn- ingu í Norræna húsinu og hann er sem fyrr allur á dökku nótunum í verkum sínum, en þær tvær mynd- ir sem kynna hann að þessu sinni eru ekki jafn afdráttarlausar og það sem við sáum þá til hans. Það fer merkilega lítið fyrir honum með aðeins tvö verk en myndin „Jarðengill" er verð allrar athygli. I stuttu máli, áhugaverð sýning sem fæstir listnjótendur mega láta fram hjá sér fara. Þessar tvær myndir eru nefnilega gjörólíkar í formi, útfærslu og myndhugsun, en þó er hægt að renna stoðum undir það, að þær séu eftir sama manninn. Einfaldlega vegna þess að þjálfað auga á að kenna skyld pensilför og næmi fyr- ir ljósbrigðum náttúrunnar. Pensil- far málara er líkt fingraförum hans, en þau eru sem kunnugt er aldrei eins frá náttúrunnar hendi, en hvað listina áhrærir hafa sumir mótaðri og auðkennilegri pensilskrift, svo sem athöfnin nefnist einnig, en aðrir. Málverkið „Ileimahagar" er vafalítið, eins og nafnið ber með sér, frá heimaslóðum listamannsins í Meðallandssveit og málað að sum- arlagi. Mikið fjall rís upp í bak- grunninum og er meginás mynd- byggingarinnar, en undir fjallinu má greina örlitla mannabyggð, sem fer lítið fyrir í hinu tröllaukna lands- lagi. Ofarlega til vinstri hliðar alveg við jaðar málverksins má greina foss og í forgrunninum sér eins og í árfarvegi polla og kvíslir, sem geta verið framburður árinnar, en má vera að þetta sé við ósa hennar eða árbakka, en ég þekki ekki þetta umhverfi og verð því að grípa til getspekinnar. Sviðið er grýtt og gróðurlítið nema þá helst í forgrunninum og maður hefur á tilfinningunni, að hér kunni að vera heimkynni eyrar- rósarinnar og annarrar furðuflóru íslands. Urðirnar, sem ganga frá fjallinu, eru með undarlegu og íjölskrúðugu móti, og maður kennir apalhrun eða eitthvað í þá áttina ofarlega í slakk- anum fyrir neðan byggðina. Öll er myndin unnin í þeirri marg- breytilegu deplatækni, sem Kjarval var svo mikill meistari í og stundum leiðir hugann til vinnubragða van Goghs, en bera þó kennimark höf- undarins fram í fingurgóma. Þetta er líkast því sem í einni mynd renni saman í margbrotna heild milljónir örsmárra eininga, og. á þennan hátt hefur Kjarval jarðtengt afkvæmi sitt og komið því til mikils mynd- ræns þroska. Fjölbreytileikinn í þessari ginu mynd er magnaður og mig langar helst til að segja lygilegur, og hér er landslagsmálari af hárri gráðu vissulega í essinu sínu. Menn taki eftir því hve vegurinn, sem sker myndina neðarlega frá vinstri hlið upp og inn í hana miðja, fellur vel að myndbyggingunni, hann er í raun mikilvægur hlekkur myndheildarinnar, og heldur henni í enn meira jafnvægi. Þannig fara kunnáttumennirnir að, er þeir flétta mannanna verk inn í hrikalega nátt- úruna í verkum sínum, og því er hér ekki um neinn uppdrátt af landslagi og náttúru að ræða heldur svipmikla miðlun samsemdar snjalls myndlistarmanns með heimahögum sínum. — Hin myndin, „Land og loft“, er máluð í eins konar kúbískum, skreytikenndum stíl, en er þó eitt- hvað svo létt og lifandi, ekki einung- is bundin og hnitmiðuð Iíkt og var einkenni kúbisma. í henni er einnig svo mikil tilfinning fyrir ljósi og blæbrigðum birtunnar, að maður gæti alveg gert ráð fyrir, að hún sé máluð undir áhrifum birtuflæðis heiðskírs vetrardags. Myndin er eiginlega ekki af neinu og gæti því allt eins kallast óhlut- læg, jafnvel kolabstrakt, en þrátt fyrir það streymir frá henni þvílík yfirskilvitleg lifun frá hlutveruleik- anum, að maður skynjar hann á næstu grösum. Þannig fara ekta málarar að í list sinni — sjálft fjölskrúðugt lífið og grómögnin eru aldrei fjarri gerð- um þeirra, í raun réttri er hér um endurspeglun allífsins að ræða. Auk þessara tveggja mynda er fjöldi úrvalsverka á veggjum Kjarv- alssalar, svo að sýningin er sannar- lega heimsóknar virði. En það er þrennt, sem ég felldi mig ekki við, og það er að maður hefur ekkert milli handanna, er tengist sérstak- lega þessari sýningu, og það er hálf klaufalegt, að ekki sé meira sagt, að loka sýningunni þá daga, sem nokkur ungviði listarinnar eru að koma fyrir verkum sínum og loks er búið að fjarlægja ljósmynd- irnar stóru sem juku svo mjög á nálægð meistara Kjarvals. En að öðru leyti þakkar maður fyrir sig. *Verð miðað við gengi 25.1.90. Ég undirrituð/aöur óska eftir aö fá sendan nýja FREEMANS pöntunarlistann í póstkröfu. NAFN SENDIST TIL : Greiöir póstburöargjaldiö Má setja nfrímnrkt í nn<ít HEIMILISFANG SÍMI PÓSTNR. STAÐUR NAFNNR./KENNIT. PÖNTUNARLISTINN BÆJARHRAUNI 14 220 HAFNARFJÖRÐUR Pöntunarlistinn kostar200 kr. + póstburöargjald.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.