Morgunblaðið - 04.02.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.02.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990 C 19 i@MI Vonbrigði - sorglegt hvernig Fræðsluvarpið fór, segir Sigrún Stefánsdóttir. ÞORP í Norður-Yorkshire á Norður-Englandi hefur bannað „diska“ til að taka við sjónvarps- sendingum frá gei’vihnöttum á þeirri forsendu að þeir setji ljótan blett á umhverfið. Fjórir móttöku- diskar, sem þegar hefur verið kom- ið fyrir, verða fjarlægðir úr þorp- inu, sem heitir New Earswick og er skammt frá York. íbúar New Earswick eru 2.500. „Súkkulaðikóngurinn" Joseph Rowntree kom þorpinu á laggirnar um aldamótin til að gefa fátæku og öldruðu fólki kost á að eignast hús á viðunandi verði í fögru, vina- legu og heilnæmu umhverfi. Sigrún veitti forstöðu svonefndu Fræðsluvarpi á vegum mennta- málaráðuneytisins og kvaðst hún hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með hvernig þau mál enduðu. „Eins og fólk veit fengust ekki nægar ijárveitingar í Fræðsluvarpið og það hefur verið lagt niður í þeirri mynd sem það var í. Mér finnst hálf sorg- legt að hugsa til þess hvernig þetta fór, og kannski sérstaklega að Fræðsluvarpið fékk aldrei tækifæri til að vaxa úr grasi. Þegar svona starfsemi leggst einu sinni niður er erfitt að bytja aftur og það þætti mér mjög miður því svona Fræðslu- varp á vissulega rétt á sér og getur orðið að miklu gagni ef rétt er hald- ið á málum. Eg er sannfærð um að það hefði mátt gera þarna góða hluti, en dagskrárefni í útvarp og sjónvarp verður ekki til á áhuganum einum. Þetta er dýr miðill. En ein- hvern veginn fékkst ekki nægur skilningur á mikilvægi þessa starfs og því fór sem fór.“ Síðastliðið haust annaðist Sigrún ráðgjöf fyrir nýstofnaðan Fjölmiðla- skóla íslands, en hún kvaðst nú hafa slitið öllu samstarfi við skólann. „Þeir komu að máli við mig í nóvember og báðu mig um að koma með hugmyndir að nám- skeiðum fyrir skólann, sem ég gerði. í framhaldi af því var ég Eins og ég hafí aldrei farið - segir Sigrún Stefánsdóttir, sem er aftur komin til starfa á fréttastofii Sjónvarpsins eftir tveggja ára fjarveru Þorpsbúar banna diska SKIUÐ SKATTFRAMTAU „ÞEGAR ég kom inn á fréttastofuna um helgina fannst mér eins og ég hefði aldrei farið. Þetta var svona eins og að koma aftur úr helg- arfríi," sagði dr. Sigrún Stefánsdóttir, sem hefúr nú hafið störf á fréttastofu Sjónvarpsins eftir að hafa verið fjarri fréttamennsku í rúm tvö ár. Sigrún kvaðst hafa verið ráðin í stað Helga H. Jónsson- ar, sem er í fríi fram á vor, en óráðið væri hvort hún yrði áfram á fréttastofunni eftir að Helgi kemur aftur til starfa. ég fór til útlanda og þegar ég kom aftur sá ég stórar og miklar auglýs- ingar þar sem ég er kynnt sem forstöðumaður skólans. Mér fannst þetta misnotkun á nafni mínu enda rangtúlkun á mínu hlutverki þarna þar sem ég var með þessu gerð ábyrg fyrir þessum skóla. Ég gat engan veginn fellt mig við þetta og ákvað því að slíta öllu sambandi við skólann, en ég óska honum hins vegar alls hins besta í framtíðinni," sagði Sigrún Stefánsdóttir. Sigrún lauk doktorsprófi í fjöl- miðlafræði frá háskólanum í Minnesota árið 1987. Á undanförn- um árum hefur hún meðal annars annast kennslu á sérstökum nám- skeiðum á vegum Félagsvísinda- deildar Háskóla íslands í hagnýtri fjölmiðlun. Hún kvaðst binda vonir við að í félagsvísindadeild væri kominn vísir að sérstakri fjölmiðla- deild við háskólann enda teldi hún eðlilegast að nám í þessu fagi þró- aðist innan Háskóla íslands. beðin að taka að mér stjórn skólans. Ég hafnaði því boði en féllst á að vera þeim innan handar með þróun þessa verkefnis, með ráðgjöf og þess háttar. Síðan gerðist það að FOLK í fjölmiðlum ■ HELGI H. Jónsson, varafréttastjóri á Sjónvarpinu, hefur tekið sér tímabundið frí frá störfum á fréttastofunni á meðan hann vinnur að gerð sjónvarpsþátta Helgi E. Helgason um hernámsárin á íslandi. Áætlað er að sýningar hefjist á sjálfan hernámsdaginn, 10. maí næst- komandi. Gunnar Kvaran frétta- maður mun gegna störfum Helga á meðan þar eð Helgi E. Helga- son, sem lengstan starfsaldur hef- ur á fréttastofu Sjónvarpsins, verður önnum kafinn við undir- búning og framkvæmd kosninga- sjónvarpsins vegna bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna í vor. ITÆKATIÐ Skattframtali 1990 vegna tekna 1989 og eigna í árslok á að skiia í síðasta lagilO.febrúar. Fylgiblöð með skattframtali liggja frammi hjá skattstjórum sem jafnframt veita frekari upplýsingar ef óskað er. Mikilvægt er að framteljendur varðveiti launaseðla áfram eftir að skattframtali hefur verið skilað. Launaseðlar eiga að sanna, ef á ^ þarf að halda að staðgreiðsla hafi verið dregin af launurn? SIDASTISKILADAGUR SKATTFRAMTALS ER10 FEBRÚAR. Dr. Sigrún Stefánsdóttir fjöl- miðlafræðingur mun hins vegar koma til starfa á fréttastofunni sem fréttamaður um óákveðinn tíma eins og fram kemur í viðtali við hana hér á síðunni... RSK RÍKISSKATTSTJÖRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.