Morgunblaðið - 04.02.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.02.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990 C 15 ég held að það hafi byrjað að glufa í þetta á misskiln- ingstímanum sem oft hefur verið kenndur við rauðsokk- ana. Það var að mörgu leyti merkilegur tími en neikvætt, hve lítið var gert úr húsmóð- ur og heimilisstörfum. Ýms- ar hugmyndir rauðsokka höfðu áhrif á mig en ég vann ekki með þeim en samt var starfið sjálfsagt undanfari þess sem er verið að gera nú en málið sem heild - kvennabaráttan - var óleyst þegar rauðsokkar lögðu sig niður. “ Nú hefur kvennalistinn talið sig tímabundið fyrir- brigði. Það er stór von að málin leysist svo snarlega að hans sé ekki þörf. Fátt bendir til til þess. En það væri dapurlegt ef maður héldi að aldrei næðist árang- ur.“ Hvenær söðlar þú um og hver var aðdragandinn að því „ Þegar stelpurnar voru byijaðar að vaxa úr grasi velti ég mikið fyrir mér hvað ég ætti að gera við minn tíma. Mitt líf. Ég sótti alls konar námskeið en gat ekki gert upp hug minn. Svo ákv- að ég að fara í dagskóla Fjöl- brautarskólans í Breiðholti og taka verslunarpróf. Þegar það var fengið fannst mér tilvalið að fara ár í viðbót í sérhæft verslunarnám og þá var ekki nema ár í stúdents- próf svq að ég lauk því.“ Að svo búnu innritaðist Kristín í viðskiptadeild Há- skólans og var þar í þrjú ár, tók fyrri hluta en færði sig þá yfir í stjórnmálafræði og hefur lokið öllum prófum, svo. og rannsóknarvinnu fyrir lokaritgerðina sem fjallar um „Kosningastefnuskrár og stjórnarsáttmála frá og með 1971“ og vonast til að skila henni innan tíðar. „í fimm ár vann ég hjá Loftorku með háskólanám- inu við sölu steinsteyptra ein- ingahúsa. Það var skemmti- legt. Þá gekk yfir alda hús- bygginga og það var spenn- andi að liðsinna fólki senrvar að móta draumahús sín. Ég hef svo unnið hjá Kaupþingi síðustu ár. Ég er innheimtu- stjóri og til min kemur oft fólk sem á við mikla erfið- leika að etja. Ég hygg að það sé ekki ýkt að vanþekking er mikil á ýmsum fjármála- inni. Þó margt hafí snúist á annan veg en við hugsuðum okkur í eldmóði gömlu dag- anna hefur þetta verið skemmtilegt. En kannski. hverri kynslóð finnist sinn timi sá besti.“ Þú virkar afskaplega jafn- lynd. „Ég er jafnlynd en ég er ekki skaplaus. Ég reiðist en ég missi ekki stjórn á mér. Er það óskiljanlegt! En ég get verið ósátt við ýmislegt en mér finnst að flest sé hægt að útkljá án þess að hafa ugpi einhvern gaura- gang. Ég býst við ég gæti farið í fýlu en varla mjög alvarlega." Einhvers staðar las ég að fýlu mætti nota sem stjórn- tækL? „Ég vona ég sé nú ekki svo slæm. Og ég held að karlmenn noti fýlu meira sem hreint stjórntæki en konur. Ég hef oft heyrt frá- skildar konur segja frá fýlu- köstum fyrverandi eigin- manna sinna. Karlar fara í svo róttæka fýlu einkum heima hjá sér að það lamar allt umhverfið. Þessi fýla stendur jafnvel dögum sam- an svo framarlega sem kon- an leiðir ekki málið til lykta. Þetta kostar ákveðna auð- mýkingu að minnsta kosti ef þetta mynstur endurtekur sig. Það er áreiðanlega hægt að beita óskaplegri kúgun með svona heimilisfýlu.“ Kristín tók þátt í stofnun Kvennaframboðsins 1981 og í síðustu þingkosningum var hún í 4. sæti listans í Reykja- nesi og fór vítt um kjördæm- ið og talaði á fundum. Hún segist ekki vera feimin en hún hafi ekki áhuga á at- vinnustjórnmálamennsku. Hún hættir hjá Kaupþingi innan skamms og hefur ekki ákveðið hvað hún tekur sér fyrir hendur. „Ég verð að gæta þess að lenda ekki í svona aftur.“ Hlær.„Aldrei hefði hvarflað að mér að svona gæti komið uppá hjá mér. Þetta gekk allt hratt og tortryggnin var nú í meira lagi. Það var einhvern veginn óþarflega mikið trukk á þessu. Ég ákvað að hætta hjá Kaupþingi vegna þessar- ar tortryggni en ekki beinlín- is að ég héldi það yrðu hags- munaárekstrar. En það er fjarri mér að segja þetta né hugsa um það með einhverri sjálfsvorkunn. Það er ekki mín deild.“ dómi og stundum kvenna - einhver rugluð forréttindi inni á heimilinu. Það er raunalegt að karlmaðurinn skuli ekki upplifa heimilis- ábyrgð sínatil jafns við kon- una. Það tapa allir á því. Ekki bara hann heldur einnig börnin. Það tjón verður ekki bætt. Fæstir karlmenn gera sér grein fyrir því hvað þeir fara mikils á mis.“ Svo þros- ir Kristín og bætir við: „ Komi upp hagsmunaágrein- ingur á heimilinu á konan ekki val. Hún lætur barnið ekki vera umhirðulaust." En nú er að verða æ al- gengara að ungir karlar Ég er ekki gefin fyrir æsing í orðum eða athöfnum. Það á betur við mig og mér þykir skynsamlegra að leysa mál með öðru en gífuryrðum og ég missi sjaldan stjórn á mér í þeim skilningi að ganga af göflunum.“ Morgunblaðið/Sverrir sækjast eftir að annast böm- in til jafns við konuna í bernsku þess. Hvaða þýð- ingu hefur það? „Jú mjúku feðurnir eru að koma fram á sjónarsviðið. Það er eitt af blómunum í garðinum sem gerir það þess virði að halda áfram að bera á. Og við eigum að gefa þeim hlutdeild í okkar heimi svo að þeir skynji hversu dýrmæt reynsla er að ala upp barn. Þessir mjúku feður hafa allt- af verið til. En það er engu líkara en þeir hafi verið feimnir að gangast við þeim þörfum að annast barn sitt. Þetta hefur aukist núna en hugtökum. Og fjöldi manns lætur það yfir sig ganga, horfir á skuldirnar hækka og skilur ekki hvernig það gerist og er ragt við að spyija. Þekkingaspurningar eru erfiðar mörgum. Fólki finnst það afhjúpa sig með því. Það er vitleysa. Mér finnst banka og peninga- stofnanir hafa skyldum að gegna að birta skýrslur og tilkynningar sínar á manna- máli. Og eins með sérfræð- inga - það á að krefjast þess þeirtali skiljanlegt mál. Sannleikurinn er sá að öll meginhugtök eru til á að- gengilegu máli ef ekki væri menn væru ekki búnir að venja sig á þetta uppskrúf- aða stofnanatal. En meðan almenningur skilur ekki al- menn hugtök peningafræði og efnahagsmála er líka hægt að halda þeim í hálf- gerðum greipum. Það gefur einhvers konar valdstilfinn- ingu.“ „Nei, starfið er ekki skemmtilegt í sjálfu sér. Vegna þess hvað fólkið sem ég tala við á erfitt. En ég hef öðlast reynslu og séð hliðar sem blasa ekki við. Mér finnst hræðilegt þegar fjölskylda og vinir missa allt sitt af því þeir hafa gengið í ábyrgð án þess að átta sig á að að þeim yrði gengið. Það verður að upplýsa fólk, ég get ekki nógsamlega ítrekað það. Og sem betur fer tekst oft að benda á leið- ir og leggja viðráðanlegar tillögur fyrir fólk. Útlitið er sjaldnast eins svart og menri halda. Á slíkum stundum er starfið skemmtilegt.“ Þú hefur brallað heilmargt um dagana. „Ja, ég er líka að verða fertug..“ Finnst þér það vera mikið mál eða erfitt. „Það er nú eiginlega daga- munur á því hvort mér finnst ég vera að verða miðaldra eða ekki. Konur eru senni- lega yngri nú á svoköklluð- um miðjum aldri en áður.. Konur gengu fýrr inn í hefð- bundin hlutverk, tileinkuðu sér útlit og klæðaburð sem átti að passa við einhvern tiltekinn aldur, sannfærðar um að svona ættu þær að vera.“ Hún bætirvið „Mér hefur fundist óskap- lega skemmti- legt að vera af 68 kynslóð- Til j-| Til Til o o Búdapest fyrir aðeins Istanbul fyrir aðeins í^Soo Rómar fyrir aðeins ^ 30.720,- p Kairó fyrir aðeins Vínar fyrir aðeins Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína Mf Laugavegi 3, sími 62 22 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.