Morgunblaðið - 04.02.1990, Blaðsíða 32
32 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990
pottaplöntur með
afslætti
Komið í
Blömaval og
gerið göð kaup
/ SPARAÐU
/ VIÐHALD
NOTAÐU ÁL
Korrugal álklœðning
LANGTEMALAUSN
Korrugal álklœðning á þök, veggi og í loít.
Korrugal er sœnsk gœðavara.
---"-^Korrugal er ein mest selda álklœðning í Evrópu. c
Korrugal er jafn vinsœl á íbúðarhús, verksmiðjur, útihús o.fl.
Korrugal þarfnast ekki viðhalds, ryðgar ekki, þolir vel hita-
breytingar, upplitast ekki og þarf mikið hnjask til að aflagast.
\ Korrugal gerir skemmd og illa einangruð hús falleg og hlý/
Korrugal álklœðning stenst örugglega tímans tönn. ' ;
Nú finnst víst flestum fullstórt upp í sig tekið, en við höfum dœmi
um kirkju í Róm með álþaki frá 1897, sem alltaí er jafn fallegt.
Korrugal fœst í 16 litum, ásamt öllum fylgihlutum.
20 ára reynsla á íslandi.
Korrugal
Gerum verðtilboð þér að kostnaðarlaúsu.
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17. Pósthólf 1026
Sími 622434. Teleíax 622475
m
L ■-1 1®!
BAKÞANKAR
Hví hrapa
stjömur?
*
Eg hef hótað því að segja stöku
sinnum ævintýri hér í þess-
um spöltum. Best að standa við
það.
Nú á dögum heita allflestar
sögupersónur
Magnús. Best að
mín heiti það
líka. Einu sinni
var lítill strákur
sem hét Magnús.
Hann óskaði sér
saxófón í jólagjöf
og fékk hann.
Hann gat ekki
sofnað á jólanótt,
hann mátti til með að vaka og
horfa á hljóðfærið sem glampaði
svo fagurlega í birtu frá tungli
og stjörnum. Hann sá norðurljós
slöngvast yfir Esjunni og opnaði
gluggann til að virða þau betur
fyrir sér. — Æ, hvað væri gaman
að fljúga þarna upp, og blása
dálítið, hugsaði Magnús. Þá sá
hann stjörnuhrap. — Það er al-
deilis mikið um að vera í nótt,
varð honum að orði. Og það voru
orð að sönnu því nú tókst sjón-
varpið í stofunni á loft og sveif í
áttina að glugganum. Rétt í því
að sjónvarpið flaug hjá settist
Magnús klofvega á það og greip
með sér hljóðfærið. Sjónvarpið
sveif út um opinn gluggann og
drengurinn blés sem best hann
gat. — Hví hrapa stjörnur, hugs-
aði hann. Best að blása dálítið
og túlka tilfinníngar mínar hvað
þetta náttúruundur varðar.
Hann sveif yfir Viðeyjarsund,
sjónvarpið tók stefnuna á Esjuna
og stefndi á miðjar hlíðar henn-
ar. Magnús barði fótastokkinn
sem ákafast, en ekki leit samt
út fyrir að honum tækist að svífa
yfir fjallið. Sjónvarpið snart Esj-
una mjúklega og settist. Magnús
sté af baki, hann var enn að
blása allt hvað af tók: Ta-ta-
ratta-tett.
Þá valt skyndilega til hliðar
stór steinn í hlíðínni og dvergur
kom úr helli sínum og blés í
trompett. Hann hélt á hálf-
smiðuðum saxófón í hendi sinni.
— Finnst þér þau ekki afbragð,
hljóðfærin sem ég smíða, spurði
hann Magnús þegar þeir höfðu
blásið saman góða stund. Sjón-
varpið sveif upp og niður af
kátinu. — Hví hrapa stjörnur,
sagði Magnús. Dvergurinn benti
á sjónvarpið, þeir stigu báðir á
bak og tækið sveif með þá til
himna. Þeir svifu hátt, hátt ofar
norðurljósum. Loks komu þeir
að stórum loftsteini. Þar sat
safirgræn geimvera með þijú
höfuð og sex augu og við og við
féllu tár úr augum hennar og
urðu að loftsteinum. — Nú, svona
liggur i því, en hvað hryggir þig
undarlegi vættur, spurði Magn-
ús. — Ég er frá plánetunni, Babú,
sagði geimveran. — Ég týndi
saxófóninum mínum endur fyrir
löngu og var sett i útlegð á þenn-
an klett. Geimveran táraðist og
sex stjörnur hrundu úr augum
hennar og stefndu á jörðina með
hvin. Magnús sá að ekki mátti
við svo búið standa og gaf geim-
verunni saxafóninn sinn. Hún
kyssti hann á báðar kinnar með
munnunum sínum sex. Dvergur-
inn sat á kolli á meðan og glápti
á sjónvarpið. — Þetta er eitthvað
fyrir mig til að drepa hér með
tímann, varð geimverunni að
orði þegar hún sá imbakassann.
Rétt í þessu klofnaði eitt norður-
ljósanna í endann og setti einn
Iegginn við glugga Magnúsar og
hinn við hellismunnann i Esj-
unni. Þeir Magnús og dvergurinn
stukku á það og renndu sér fót-
skriðu hver til síns heima.
Og nú er mál að þessu fari að
ljúka. Gaf Magnús saxafóninn
sinn af eintómri gæsku? Nei, nei
lesandi góður, dvergurinn hafði
lofað honum þeim hálfkláraða
um leið og hann lyki við smiðina.
Nú grætur geimveran ekki
meir. Hún fékk spunkunýtt
hljóðfæri. Því er það svo að ef að
við sjáum stjörnuhrap þá er það
sjónvarpið sem flýgur brennandi
til jarðar. Geimveran hei'ur fleygt
því frá sér í fússi. Hún afber ekki
að horfa á frekari fréttir af fjár-
hagserfiðleikum Arnarflugs.