Morgunblaðið - 04.02.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.02.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990 C 5 Halldór Ásgrímsson, ráðherra Man eftlr áma í Hraunkoti og Tom Swift EG LAS talsvert mikið sem krakki og það voru bækur af ýmsum og ólíkum toga, allt frá þýddum skáldsögum og upp í Islendinga- sögurnar," sagði Halldór Ás- grímsson ráðherra. Af innlendum skáld- sögum kvaðst hann muna sérstaklega eftir bókum Ármanns Kr. Einarssonar um Árna í Hraunkoti og af þýddum bókum minnist hann Tom Swift. „Ég las allar Árnabækurnar og einnig talsvert mikið af þýddum unglingabókum, sem komu út á þessum tíma eins og til dæmis Tom Swift. Þetta kemur svona fyrst upp í hugann í fljótu bragði. Auk þess er mér minnisstætt hversu gaman ég hafði af Islendingasögun- um og þjóðsögum. Á heimili afa míns og ömmu var feikn vandað bókasafn sem ég gluggaði töluvert mikið í og þar komst ég meðal annars í kynni við ýmislegt sem taldist til æðri bókmennta. Eins man ég eftir að hafa lesið mikið af gömlum tímaritum og var mik- ill dagblaðalesandi strax á barnsaldri,“ sagði Halldór Ásgrímsson. bóka handa börnum, þá voru líka skrifaðar skemmtilegar endurminn- ingabækur og ljóð, og myndlistar- menn létu heidur ekki sitt eftir liggja. Einmitt á þessum tíma jókst gífurlega útgáfa á þýddum barna- bókum og samkeppnin við hinn ut- anaðkomandi gest hefur vafalítið eflt innlenda höfunda til dáða - um hríð. Svo verður gesturinn heima- mönnum ofurefli og þeir gefast upp fyrir honum,“ segir í bók Silju. Þar segir ennfremur að mörg listaverk hafi verið þýdd handa börnum bæði á 19. og 20. öld, Steingrímur Thorsteinsson skáld þýddi Þúsund og eina nótt (1857-66), Róbinson Krúsó eftir Daniel Defoe (1886), Dæmisögur eftir Esóp (1895) og ævintýri og sögur eftir H.C. Andersen (1904-8). Ýmsar sögur eftir Dickens höfðu verið þýddar, m.a. Oliver Twist (1906) og David Copperfield (1933), Njáls saga þumalings eftir Selmu Lagerlöf (Áðalsteinn Sig- mundsson 1928), Nasreddin (Þor- steinn Gíslason, 1904), Þorsteinn Erlingsson þýddi bæði Ferðir Miinc- hausens baróns (1913) og För Guli- vers til Putalands eftir Swift (1913) og Sigríður Thorlacius þýddi Pétur Pan og Vöndu eftir Barrie (1947). „En þær sögur sem streyma á markaðinn í stríðinu eru ekki allar úrvalsbækur á borð vic) ofannefndar sögur,“ segir í bók Silju. „Lang- flestar eru þær afþreyingarsögur fyrir unglinga, spennubækur um afmarkaða hluta af tilverunni: glæpi í glæpasögum, ástir í ástar- og siðbótarsögum, líf á heimavistar- skólum með viðeigandi ævintýrum, stríð og hrekkjabrögð. Þetta voru bækur sem höfðu það leynt og ljóst að markmiði sínu að bæta börnum upp tilbreytingalítið líf og stöðuga ósigra í stríðinu við skóla, yfii-völd og foreldra: þær eru uppbótarbæk- ur þar sem söguhetjum tekst allt sem okkur dauðlegum tekst ekki.“ Silja leiðir ennfremur rök að því hvernig breytt þjóðfélagsgerð eft- irstríðsáranna, með auknum kaup- mætti og vöruskorti, leiddi til þess að bækur urðu eftirsóttar til kaupa og gjafa, „eðlilegar afurðir nægðu ekki til að metta þörfina, það varð að framleiða sérstaklega til að anna eftirspurninni. Þegar svo stendur á verður stór hluti bókaframleiðsl- unnar hlutgerður, sýndargildi tekur við af notagildi. Þær bækur eru ekki samdar af listrænni þörf, lif- andi tengiliður milli höfundar og lesenda, skrifaðar af íslendingum fyrir íslendinga til að sýna þeim sjáifa sig, heldur firrt fjöldafram- leiðsla til að anna eftirspurn eftir vöru...“ Lifði mig inn í gömul EG LAS mikið af ævintýrum þegar ég var krakki og lifði mig inn í söguhetjurnar í þeim. Ég man sérstaklega eftir þremur bindum af ævintýrum Asbjörnsens og Moe, sem voru norskar þjóðsögur og ævintýri frá öldinni sem leið,“ sagði Vigdís Grímsdóttir rithöfundur. „Ég er enn að lesa þessar bækur og finnst þær alltaf jafn skemmtilegar. Ég var aldrei í Pollýönnuleik þegar ég var krakki, en þó man ég eftir að hafa lesið Önnu í Grænuhlíð. En mér fannst þessar stelpubækur aldrei neitt sérstaklega skemmtilegar, þær enduðu allar eins, þegar söguhetjan gifti sig og mér fannst þetta heldur óspennandi sögu- efni. Fyrir utan norsku ævintýrin man ég eftir þykkri bók sem hafði að geyma samsafn ævintýra víðs vegar að úr heiminum og úr henni eru mér minnisstæð ævintýrin „Skrímslið" og „Fríða og dýrið“. En fyrir utan þessar persónur í ævintýrunum man ég ekki eftir að nein söguhetja hafi höfðað sérstaklega til mín á þessum árum,“ sagði Vigdís Grímsdóttir. Vigdís Gnmsdottir rithöfundur Átti einn uijög gððan vin Einar Kárason rithöfundur ÞEGAR ÉG var bam átti ég einn mjög góðan vin og fimm bækur sem ég kunni meira og minna utan að. Þetta var Óli Alexander eftir Anne-Cath. Vestly. Sú fyrsta, „Óli Alexander fílí bomm bomm bomm“ kom út þegar ég var 4 eða 5 ára og ég man að ég var ekki orðinn læs, en hún var lesin fyrir mig með þeim afleiðingum að ég varð gjörsamlega bergnuminn," sagði Einar Kárason rit- höfundur. „Næsta bók var „Óli Alex,andier á hlaup- um,“ og mig minnir að hana hafi ég lesið sjálfur. Síðan kom „Óli Alexander fær skyrtu“. Það var feiknarlega skemmtileg bók. Þar lendir hann á spítala með lungnabólgu eftir að hafa staðið á skyr- tunni úti í frosti og kulda. Hann var svo ánægður með nýju skyrt- una sína. Því næst kom „Óli Alexander á flugi“, en þá flaug hann til Björgvinjar ogsú síðasta var „Óli Alexander flytur“, en þá flutti hann úr hæsta húsinu í bænum, sem var í miðborginni, út í Bratt- holt. Þessi náungi, Óli Alexander, var eins og bróðir minn á þessum árum. Anne-Cath. Vestley skrifaði líka annan mjög vinsælan bóka- flokk sem var „Mamma, pabbi, börn og bíll“ og „ Afi, amma og átta börn í skóginum". Fjölskyldan í þessum bókaflokki var skyld Óla Alexander og það var einstöku sinnum vísað til hans. Svo gerðist það að Leikfélag Kópavogs tók til sýningar leikgerð sögunnar Amma, afi og átta börn í skógin- um“ og ég fór að sjá þetta átta ára gamall að mig minnir. Og mér varð ógleymanleg sú stund þegar Óli Alexander frændi þeirra kom hlaupandi inn á sviðið í heim- sókn. Þetta fannst mér hápunktur sýningarinnar og var hálf móðg- aður að ekki skyldi vera gert meira úr þætti Óla Alexanders og hann beðinn um að vera kyrr sýninguna á enda, því hann var auðvitað lang merkilegasta per- sónan í leikritinu að mínum dómi. Óli Alexander var því fyrsta hetj- an mín en svo komu söguhetjur Enid Blyton þótt ég gæti aldrei gert upp á milli hinna fjögurra í Ævintýrabókunum og félaganna fimm í Fimm-bókunum. Ég var hins vegar minna fyrir „dular- fullu-bækurnar“ því hann fór allt- af dálítið í taugarnar á mér feiti strákurinn sem var alltaf í leyni- lögguleik og hét Finnur. Hins vegar vil ég í þessu sambandi endilega minnast vinar míns Gvendar Jóns úr bókum Hendriks Ottóssonar, sem var í miklu uppá- haldi hjá mér á unglingsárunum og er enn,“ sagði Einar Kárason. Einfold persónusköpun I þeim bókum sem hér um ræðir virðast höfundar ekki leggja mikið upp úr djúpstæðri eða flókinni per- sónusköpun og því síður listrænni umfjöllun á umhverfi eða trúverð- ugum vettvangslýsingum. Slíkt virðist ekki skipta máli í bókmennt- um af þessu tagi: ■ „Nokkrum mínútum síðar gekk Tom inn í stóra, nýtískulega skrif- stofu í aðalbyggingunni. Það var sameiginleg skrifstofa þeirra feðg- anna. Fyrir utan stór skrifborð, teikniborð, þægilega leðurstóla og skrifborðsstóla, voru líkön af mörg- um helstu uppfinningum Toms. Meðal annars silfurlíkap af Stjörnu- fleygnum, eldflauginni, sem hann hafði notað til fyrsta velheppnaða geimflugsins, og blátt líkan úr plasti af þrýstikafbát, sem hann hafði notað við að sigrast á neðansjávar- sjóræningjum. Tom Swift eldri sneri sér brosandi frá vinnu sinni. Feðg- arnir voru ákaflega líkir, sérstak- lega djúpstæð, blá augun og hrein- legir andlitsdrættirnir, enda þótt Tom yngri væri hærri og grennri en faðir hans.“ ■ „Og það mátti líka vel dást að Rósu. Hún var grönn, hraustleg og vel vaxin, hreyfingar hennar mjúk- ar og öruggar, göngulagið með þeim hætti, að hún virtist enn hærri og grennri en hún í rauninni var. Augun voru dökk, ojg sömuleiðis stutt, hrokkið hárið. A því vdr fal- legur gljái, sem færði yfir það svart- an blæ. Hárgreiðslan var í full- komnu lagi. Rósa var eins og klippt út úr blaði í rauða göngubúningnum sínum. Andlit hennar var hýrt, kímni og hlýja mestu ráðandi í svipnum.“ ■ „Örn Brant, sem sat í farþega- sæti litlu vélarinnar, teygði úr sér og geispaði notalega. Hann var grannvaxinn piltur með ljósbrúnt hár og brún augu, sem alltaf mátti sjá glettnisglampa í. Hann var í góðu skapi. Skólinn var úti og fram- undan var langt sumarfrí. Hann vissi ekki enn, hvernig því yrði var- ið, en eitthvað myndi gerast. Hann renndi augunum um mælaborðið og brosti svo til þreklega, dökk- hærða piltsins, sem var við stýrið. „Hún hallast,“ sagði hann stríðnis- lega. Don Scott, kallaður Donni, hrökk upp úr hugsunum sínum.“ ■ „Róbert Moran kreppti nú hend- urnar um hæðarstýrið og skimaði fram fyrir sig. Hjarta hans var fullt eftirvæntingar, þar sem hann sat þarna og þvingaði glertijónu flug- vélarinnar upp á við til þess að rek- ast ekki á fjallshlíðina. Maður og vél voru eitt...“ í áðumefndri bók Silju Aðal- steinsdóttur er þeirri skoðun lýst að persónusköpun þessara afþrey- ingarbóka sé einföld og grunnfærin. „Persónur eru þar manngerðir en ekki lifandi fólk, málaðar svörtum og hvítum litum. Bækurnar skiptast líka yfirleitt eindregið í „strákabæk- ur“ og „stelpubækur" og draga fram og ýkja stöðluð einkenni kynj- anna: hugrekki, dirfsku og vöðvaafl stráka; hugleysi, undirgefni og linku stelpna. Af þessari stöðlun leiðir að lesandi finnur ekki til sam- stöðu með persónunum, hann sér ekki sjálfan sig í þeirra sporum, til þess eru þær annaðhvort of full- komnar eða ófullkomnar," segir Silja. Hér vil ég leyfa mér að skjóta inn þeirri athugasemd að þetta á ekki við um Kalla Blómkvist: ■ „Það var sem hann heyrði, fyndi og skildi með hverri einustu taug líkamans, að Einar frændi hafði vaknað. Slíkt var sannarlega engin furða, því hávaðinn hefði tæplega orðið meiri, þótt heil blómaverslun hefði hrunið í rúst. - Upp með hendur! Þetta var rödd Einars frænda, en þó var hún gjörbreytt. Þessi rödd var, - hún var hörð sem stál. Það hefur löngum verið talið karlmann- legt að þora að horfast í augu við háskann. Kalli sneri sér við og - leit þá beint inn í skammbyssu- hlaup. Oft og mörgum sinnum höfðu svipuð atvik borið fyrir Kalla í dagdraumum hans, og þá hafði enginn verið fær um að skjóta hon- um skelk í bringu. Þá var hann vanur að bregða við leiftursnöggt og slá til bófans, sem miðaði byssu sinni, og segja ofboð rólega: „Engan ofsa, kæri vinur.“ Um leið losaði hann byssuna með lagi úr hendi hans. En þetta reyndist dálítið öðruvísi í veruleikanum. Kalli hafði að vísu oft orðið hræddur á ævinni. Hann hafði orðið hræddur, þegar hundur bankagjaldkerans flaug á hann niðri á torginu hérna um árið og þegar hann datt niður í vökina síðastliðinn. vetur, en aldrei hafði hann orðið lostinn jafnlamandi, kæfandi skelfingu og þessa stund. - Mamma, sagði hann í huganum." Talsvert vatn hefur runnið til sjávar síðan þetta var skrifað. Sjón- varps- og myndbandatæknivæðing- in hefur að vissu marki tekið við því afþreyingarhlutverki sem bókin gegndi áður þótt því fari fjarri að bóklestur hafi lagst af. Én með breyttum tíðaranda breytast við- fangsefnin. Nýir höfundar hafa vissulega náð að skapa ódauðlegar söguhetjur og má þar nefna Jón Odd og Jón Bjarna eftir Guðrúnu Helgadóttur. Á hinn bóginn njóta teiknimyndabækur sívaxandi vin- sælda og þar eru komnar fram á sjónvarsviðið söguhetjur á borð við Lukku Láka, Ástrík gallvaska, Tinna og Sval og Val. Þó er ánægju- legt til þess að vita að enn lifir í gömlum glæðum og sumar hetjurn- ar úr horfinni bernsku lifa góðu lífi meðal æsku þessa lands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.