Morgunblaðið - 14.02.1990, Side 1

Morgunblaðið - 14.02.1990, Side 1
48 SIÐUR B 37. tbl. 78. árg. MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sameining Þýskalands: Ákveðnar viðræður Fjór- veldanna og þýsku ríkjanna Varsj árbandalagið samþykkir tillögnr Bandaiákj aforseta um fækkun hermanna í Evrópu Helmut Kohl, kanslari Vest- ur-Þýskalands (t.h.), ásamt Hans Modrow, forsætisráð- herra Austur-Þýskalands. Myndin var tekin í Bonn í gær er Modrow kom í fyrsta skipti í opinbera heimsókn til Vest- ur-Þýskalands. . Niðurstaða viðræðna þeirra varð sú að skipuð skyldi nefhd sérfræð- inga tii að ræða hvernig mynda beri myntbandalág ríkjanna eftir kosningarnar í Austur-Þýskalandi 18. mars. Ottawa, Bonn. Reuter, dpa. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Fjórveldanna; Bandaríkjanna, Sovétríkj- anna, Frakklands og Bretlands, og þýsku ríkjanna tveggja ákváðu í gærkvöldi að hefja viðræður um sameiningu Þýskalands. I ályktun sem birt var að loknum fundi ráðherranna í Ottawa í Kanada sagði að við- ræður þessar myndu hefjast innan tíðar og að sjónum yrði einkum bcint að ytri þáttum sameiningar þ.á m. yrðu öryggishagsmunir ná- gi-annaríkja Þýskalands teknir til umræðu. Síðar um kvöldið var frá því skýrt að Sovétmenn og ríki Varsjárbandalagsins hefðu fallist á til- lögu Bush Bandaríkjaforseta um fækkun hermanna í Evrópu og mark- aði sú yfirlýsing stefnubreytingu af hálfu Míkhaíls S. Gorbatsjovs, leið- toga sovéska kommúnistaflokksins. Rikisstjórnir Austur- og Vestur- Þýskalands hafa í grundvallaratriðum náð samkomulagi um að komið verði á myntbandalagi ríkjanna tveggja og sameiginlegu efnahagskerfi. Ráðstefna 23 ríkja Atlantshafs- bandalagsins (NATO) og Varsjár- bandalagsins um opnun lofthelgi fer fram þessa dagana í Ottawa í Kanada. Hugsanieg sameining þýsku ríkjanna tveggja hefur hins vegar verið í brennidepli undanfarna tvo daga og ráðherrarnir hafa átt marga formlega og óformlega fundi um málið. Fyrr um daginn hafði Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, boðað að efnt yrði til slíkrar ráðstefnu um sameiningu Þýskalands. Douglas Hurd, utanríkisráðherra Bretlands, sagði að með viðræðum ríkjanna sex væri stefnt að því að tryggja að nýtt og sameinað Þýska- land raskaði í engu stöðu öryggis- mála í Evrópu. Bætti hann við að tekið yrði fullt tillit til öryggishags- muna Sovétmanna í álfunni. Ut- anríkisráðherrar NATO-ríkjanna hafa sagt það ófrávíkjanlegt skilyrði að Þýskaland eigi aðild að bandalag- inu en þessu hafa fulltrúar Sovét- stjórnarinnar hafnað. Krafa Sovét- manna er sú að Þýskaland verði hlut- laust ríki og utan hemaðarbanda- laga. Fréttir í gærdag hermdu að Sovétmenn hefðu fallið frá þessari kröfu sinni og litu nú svo á að Þjóð- veijum sjálfum bæri að ákveða hvar þeir skipuðu sér á bekk á vettvangi öryggis- og varnarmála. Hins vegar mun E. Shevardnadze, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, hafa vísað því á bug í gærkvöldi að Þjóðveijar yrðu aðilar að NATO. Samkvæmt skoð- anakönnun sem birt var í Bonn í gær vilja níu af hveijum tíu Austur- Þjóðveijum að sameinað Þýskaland verði hlutlaust ríki og vestan Berlín- armúrsins er rúmur helmingur þjóð- arinnar sama sinnis. Seint í gærkvöldi var skýrt frá því að ríki NATO og Varsjárbandalags- ins hefðu náð samkomulagi um að leggja tillögur Bandaríkjaforseta um fækkun hermanna í Evrópu til grundvallar í CFE-viðræðunum um niðurskurð mannafla og vígtóla í álf- unni. Samkvæmt tillögu forsetans munu Bandaríkjamenn háfa 225.000 hermenn í Evrópu en Sovétmenn 195.000. Bæði ríkin munu á hinn bóginn hafa 195.000 hermenn á skil- greindu svæði í Mið-Evrópu. Voru tilslakanir Sovétstjórnarinnar túlk- aðar sem mikill sigur fyrir Bush for- seta því í síðustu viku sagði Gorbatsj- ov Sovétleiðtogi að jöfnuður yrði að ríkja á þessu sviði heraflans í álfunni. Sjá „Samstaða vex ...“ á bls. 20. Reuter Tæplega 40 fallnir í Sovét- lýðveldinu Tadzhíkístan KRTN Moskvu. Reuter, dpa, The Daily Tclcgraph. VOPNUÐUM sveitum lögreglu og hermönnum innanríkisráðuneytisins sovéska hefur enn ekki tekist að brjóta á bak aftur mótmæli í Dushan- be, höfuðborg Sovétlýðveldisins Tadzhíkístan. Útvarpið í Moskvu greindi frá þessu í gær og fylgdi fréttinni að 37 hefðu fallið frá því óeirðir brutust út á sunndag. í fréttum útvarpsins sagði að öryggissveitir og íbúar Dushanbe Svíþjóð: Stjómin hættir við verkfallsbann Stokkhólmi. FVá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. SÆNSKA stjórnin ákvað seint í fyrrakvöld að hætta við timabund- ið bann við verklöllum en samt getur svo farið, að hún bíði ósigur á þingi á morgun, fímmtudag, þegar greidd verða atkvæði um úr- ræði hennar í efnahagsmálunum. Hinir fimm þingfiokkarnir eru nefnilcga allir andvígir því að banna launahækkanir. Það er því enn ekki útilokað, að efnt verði til nýrra kosninga. í stað verkfallsbannsins var ákveðið að skylda aðila vinnumark- aðarins til að vísa kjaradeilum beint til sáttasemjara og verði gerðar- dómur látinn skera úr náist ekki samkomulag um annað. Kommún- istar, sem löngum hafa stutt jafn- aðarmenn á þingi, segjast geta sætt sig við þetta atriði en Lars Werner, formaður flokksins, þver- tekur hins vegar fyrir að meina láglaunafólki um kauphækkun í tvö ár. Þá hafa formenn hinna flokk- anna fjögurra lýst yfir, að þeir muni greiða atkvæði á móti tillög- um stjórnarinnar. Ingvar Carlsson forsætisráð- herra sagði í gær, að stjórnin ætl- aði ekki að hvika frá launastöðvun- inni og því er ekki útilokað, að hún segi af sér og boði til nýrra kosn- inga að lokinni atkvæðagreiðslu í þinginu á morgun. Flestum finnst •sem Ingvar Carlsson forsætisráð- herra hafi sett ofan með því að reyna ekki að standa eða falla með upphaflegu efnahagsmálatillögun- hefðu í fyrstu barist í miðborginni en nú hefðu átök einnig blossað upp í úthverfunum. „Morðingjar og ræningjar vaða uppi og liðsaflinn fær ekki ráðið við vandann," sagði í fréttinni. 80 manns voru sagðir hafa slasast en svo virðist sem til- efni mótmælanna hafi verið koma flóttafólks frá Armeníu til höfuð- borgarinnar. Er því haldið fram að Armenarnir, sem komu frá Bakú í Azerbajdzhan, hafi notið sérstakrar fyrirgreiðslu og að þeim hafi m.a. verið útvegað betra húsnæði en al- þýðu manna í borginni gefst kostur á. Sunni-múslimar eru í meirihluta í Tadzhíkístan en Armenar játa hins vegar kristna trú. Fréttir í gær hermdu að alls- heijar upplausnarástand ríkti í Dunshanbe og að óður Iýður færi hamförum á götum borgarinnar. Kveikt hefði verið í opinberum byggingum, verslanir rændar og eldur lagður að áætlunarbirfreiðum og sporvögnum. Almenningur var sagður hundsa með öllu ákvæði neyðarlaga, sem sett voru á mánu- dag og kveða m.a. á um útgöngu- bann að kvöldlagi. Kína: Herinn horn- steinn ríkisins Peking. Reuter. OVINIR ríkis og sósíalisma leitast við að ná stjórn á herafla Kínverska alþýðulýðveldisins og hollusta hermanna mun skipta sköpum í baráttu stjórnvalda gegn borgaralegum frjálslyndis- hugmyndum. Þessi sjónarmið koma fram í grein í málgagni kínverska alþýðuhersins í gær. „Herinn er verkfæri flokksins og hornsteinn ríkisins," sagði m.a. í greininni. Vestrænn embættismað- ur sagði að ýmislegt benti til þess að kínverskir ráðamenn hefðu vax- andi áhyggjur af því að þeir gætu ekki reitt sig á stuðning heraflans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.