Morgunblaðið - 14.02.1990, Page 2

Morgunblaðið - 14.02.1990, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990 Nýr samningur á Vestfjörðum; Hlutaskiptakerfí í saltfískverkun Alþýðusamband Vestfjarða og vinnuveitendur skrifuðu undir nýjan kjarasamning í gær með nokkrum breytingum. „Peningalega gerðum við ekkert Kaupmáttur: 8% minnkun frá hausti 1988 til hausts 1989 KAUPMÁTTUR greidds tíma- kaups landverkafólks í Alþýðu- sambandi íslands minnkaði um 8% frá 3. ársfjórðungi 1988 til 3. ársfjórðungs 1989. A þessu tíma- bili hækkuðu launin um 10%, en framfærsluvísitalan hækkaði um 19%. Ef litið er á hækkun mánað- artekna, það er hækkun heildar- launa með yfirvinnu, er kaup- máttarminnkunin aðeins minni eða 7%. í fréttatilkynningu frá Kjara- rannsóknanefnd segir ennfremur að á milli áranna 1987 og 1988 hafi kannanir nefndarinnar sýnt fram á verulega vinnutímastyttingu en á árinu 1989 hafi vinnutími nánast staðið í stað eða lengst um 0,2-0,8 stundir. Kaupmáttur einstakra starfs- stétta innan ASÍ breyttist þannig að hjá verkamönnum rýmaði hann um 8,6%, hjá verkakonum um 9,3%, hjá iðnaðarmönnum um 7,4%, hjá afgreiðslukörlum um 5,4%, hjá af- greiðslukonum um 13%, hjá skrif- stofukörlum um 2,7%, en jókst hins vegar hjá skrifstofukonum um 5%. Póstur og sími: Hætt við hækk- un á gjaldskrá Póst- og símamálastofhunin hef- ur ákveðið að fresta hækkunum á gjaldskrám stofnunarinnar sem gert var ráð fyrir í fjárlögum. í forsendum fjárlaga var miðað við að Póstur og sími hækkaði gjald- skrá sína þrisvar sinnum á árinu um 3%. Í frétt frá Pósti og síma segir að nýgerðir kjarasamningar muni vænt- anlega leiða til minni útgjalda fyrir stofnunina en fjárlög áætluðu. Því sé talið rétt að bíða með gjaldskrár- hækkun í trausti þess að forsendur kjarasamninganna standist. Ef verð- lagsbreytingar verði meiri en spáð sé, muni þessi mál verða endurskoð- uð síðar á árinu. umfram það sem annars staðar hef- ur verið samið um, en við tókum á smáatriðum í sambandi við löndun úr togurum,“ sagði Pétur Sigurðsson formaður Alþýðusambands Vest- fjarða. Hann sagði einnig að vinnu- veitendur hefðu skrifað undir yfirlýs- ingu um að aðilar komi á hluta- skiptakerfí í saltfiskverkun á svæð- inu. Pétur sagðist eiga von á að samningamir yrðu bomir upp í fé- lögunum um helgina. Félagar í Verkalýðsfélagi Borgar- ness samþykktu nýgerða kjarasamn- inga í allsheijaratkvæðagreiðslu, sem fram fór á mánudag og þriðju- dag. Rúmlega 600 manns eru í Verkalýðsfélagi Borgarness en 205 þeirra greiddu atkvæði um samning- ana. Já sögðu 172, nei 24 en auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 9. Verkalýðsfélag Stykkishólms samþykkti samningana með yfir- gnæfandi meirihluta á mánudags- kvöld. Morgunblaðið/Þorkell Beðið við útsölu Á útsölum er oft handagangur í öskjunni, þegar allir keppast um að gera sem best kaup. Á meðan mamma og pab'oi reyna að nýta aurana á útsölunni verður ungviðið að bíða rólegt úti fyrir. 3900 atvinnu- lausir í janúar ATVINNUÁSTAND var betra í janúarmánuði en spár gerðu ráð fyrir, en það var samt 3,2% af áætluðum mannafla á vinnumark- aði og meira en mælst hefur í janúarmánuði á þessum áratug. Það jafngildir því að 3.900 manns hafí að meðaltali verið á atvinnu- leysisskrá í mánuðinum. Atvinnu- leysi meðal kvenna var 4,2%, en 2,5% hjá körlum. Atvinnuleysisdagamir voru rúm- lega 85 þúsund á landinu öllu, en voru á síðasta ári í janúarmánuði 64 þúsund, en meðaltal síðustu fimm ára er 49 þúsund atvinnuleysisdagar í janúar. Aðeins einu sinni á áratugn- um, 1984, fóru atvinnuleysisdag- arnir yfir 80 þúsund en þá hófst vertíð síðar en venja er. Dreifmg atvinnuleysisins var mis- jöfn eftir landshlutum. Á höfuð- borgarsvæðinu var það 1,7%, á Vest- urlandi 4,5%, á Vestfjörðum 0,6%, á Norðurlandi vestra 5,5%, á Norður- landi eystra 6,5%, á Austurlandi 7,7%, Suðurlandi 4,9% og á Suður- nesjúm 3,8%. Félag ráðgjafarverkfræðinga rífti samningunum: Viljum ekki spilla tilramuim til skynsamlegra samninga — segir Pétur Stefánsson formaður Félags ráðgj afarverkfræðinga „OKKAR félagsmenn vilja ekki verða til þess að spilla fyrir þeim til- raunum, sem fram hafa farið að undanförnu til að ná skynsamlegum kjarasamningum," sagði Pétur Stefánsson formaður Félags ráðgjafar- verkfræðinga við Morgunblaðið í gær eftir að stjórn féiagsins hafði riflt samningum við viðsemjendur sína með mánaðarfyrirvara. Stjórn Stéttarfélags verkfræðinga sendi frá sér yfírlýsingu í kjölfarið, þar sem uppsögnin er hörmuð, en jaftiframt lýst yfír skilningi á henni. „Persónulega útiloka ég ekki lagasetningu, til þess að koma í veg fyrir að grundvöllur þeirra kjara- samninga sem víðtæk samstaða hef- ur tekist um, verði sprengdur, meðal annars af verkfræðingum, en það hefur ekkert verið ljallað um þann möguleika í ríkisstjórninni enn,“ sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, í samtali við Morg- unblaðið í gær. Ríkisstjómin fjallaði m.a. um kjarasamning þann sem Stéttarfélag verkfræðinga, Stéttar- félag tæknifræðinga og Stéttarfélag tækniteiknara gerðu nýlega við Fé- lag ráðgjafarverkfræðinga og fela í sér mun meiri launahækkanir, en samið var um í kjarasamningi Al- þýðusambands íslands, Vinnumála- sambandsins og Vinnuveitendasam- Morgunblaðið: Orðið við ósk ríkissjóðs um kaup á 750 eintökum MORGUNBLAÐIÐ hefitr ákveðið að verða við ósk fjármálaráðu- neytisins um kaup á 750 eintökum af blaðinu fyrir stofnanir ríkis- ins, eftír að ráðuneytíð hefur staðfest í svari til blaðsins að kaupin færast í ríkisbókhaldi undir sérstakan lið samkvæmt heimild i 6. grein fjárlaga um kaup á dagblöðum, en ekki sem „Styrkur til blaðaútgáfu samkvæmt tillögum stjórnskipaðrar nefndar". Heimildir 6. greinar eru tvær varðandi dagblöðin. í fyrra lagi er fjármálaráðherra heimilað að kaupa allt að 250 eintök af hverju dagblaði fyrir stofnanir ríkisins og í síðara lagi er honum heimilað að kaupa allt að 500 eintök fyrir skóla, sjúkrahús og aðrar þjón- ustustofnanir til viðbótar. Síðari greinin er ný í fjárlögum ársins 1990. Haraldur Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Árvakurs, útgáfufé- lags Morgunblaðsins, skrifaði fjár- málaráðuneytinu bréf í fyrri viku, þar sem óskað er nánari upplýs- inga vegna þessa. Þar segir meðal annars: „Morgunblaðið hefur ávallt hafnað styrkjum til útgáfu sinnar og mun ekki geta selt áskrift að blaðinu, sem flokkast gæti undir styrkjahugtakið." í svari ráðuneytisins er vísað til bréfs Morgunblaðsins, þar sem óskað er eftir nánar greindum upplýsingum varðandi blaðakaup ríkissjóðs. Síðan segir: „Til svars erindinu tekur ráðuneytið fram að kostnaður vegna nefndra blaða- kaupa verður færður á sérstakan lið í ríkisbókhaldi, þ.e. 09-999- 12000 „Kaup á dagblöðum skv. heimild í 6. gr. fjárlaga“.“ bands íslands 2. febrúar sl. Samningur verkfræðinganna, sem var rift í gær, átti að gilda til 31. júlí nk. og fól í heild í sér um 10% launahækkun. Samkvæmt samn- ingnum áttu verkfræðingar að fá 3,5% launahækkun 1. mars nk., 1,5% 1. maí og einn launaflokk eða 3,4% í júlí. í samningnum segir að leiði aðgerðir stjómvalda eða launabreyt- ingar til verulegrar röskunar á kjara- samningnum geti hvor aðili um sig sagt honum upp með mánaðarfyrir- vara og þessa heimild nýtti stjórnin sér. „Ég átti fund með forystumönn- um aðila vinnumarkaðarins og for- manni Félags ráðgjafarverkfræð- inga um þetta mál. Fundur minn með Pétri Stefánssyni, formanni Félags ráðgjafarverkfræðinga, var mjög jákvæður og hann viðurkenndi að vissar hættur gætu verið fólgnar í þessu," sagði Steingrímur. Forsætisráðherra sagði að á fundi hans með aðilum vinnumarkaðarins hefðu komið fram afar miklar áhyggjur þeirra af þessum samning- um og þeir hefðu talið að þeir gætu kollvarpað meginmarkmiðum samn- inganna. „Því mati þeirra er ég sam- mála og því gerði ríkisstjómin ákveðna samþykkt í málinu á fund- inum í morgun," sagði forsætisráð- herra. Þar segir m.a. að umsamin hækkun verkfræðinga sé langt um- fram þá hækkun sem samið hafi verið ,um á almenna launamarkaðin- um og hjá hinu opinbera. Stefni því umræddir samningar í hættu þeim árangri í efnahagsmálum sem að hafi verið stefnt með hinum almennu kjarasamningum. „Ríkisstjórnin tel- ur óhjákvæmilegt að leita allra leiða til þess að koma í veg fyrir að svo verði," segir þar orðrétt. Þá hefur ríkisstjórnin beint fyrir- mælum til ráðuneyta og ríkisstofn- ana, þess efnis að engar hækkanir á þjónustu ráðgjafarverkfræðinga verði greiddar. Hámarksverð á þjónustu ráðgjafarverkfræðinga Verðlagsráð samþykkti á fundi sínum í gær að setja hámarksverð á þjónustu ráðgjafarverkfræðinga frá og með deginum í gær. Slíkt nær einnig til sjálfstætt starfandi sér- fræðinga sem byggja á kjarasamn- ingum Stéttarfélags verkfræðinga eða gjaldskrám Félags ráðgjafar- verkfræðinga. Er sömu aðilum gert að nota gjaldskrár sínar frá 31. des- ember sl. óbreyttar. Þessi ákvörðun Verðlagsráðs er tekin í kjölfar þess að ríkisstjórnin leitaði álits ráðsins í gær á því hvort beita mætti ákvæðum laga um verð- lag, samkeppnishömlur og órétt- mæta viðskiptahætti til þess að koma í veg fyrir hækkanir á út- seldri þjónustu ráðgjafarverkfræð- inga og annarra hliðstæðra aðila. I framhaldi af fundi með forsætis- ráðherra í gærmorgun kallaði stjóm Félags ráðgjafarverkfræðinga við- sémjendur sína á fund og kom til- mælum forsætisráðherra á fram- færi. Að sögn Péturs Stefánssonar, formanns Félags ráðgjafarverk- fræðinga, töldu viðsemjendur sig ekki hafa heimild til að verða við tilmælunum. „Þegar sú niðurstaða lá fyrir ákvað Félag ráðgjafarverk- fræðinga að nota heimild, sem var í þessum samningi, til að segja upp launaliðnum með mánaðarfyrirvara. Þau bréf voru undirskrifuð og af- hent þannig að þetta er afgreitt mál af okkar hálfu." í framhaldi af þessari niðurstöðu hélt stjóm Stéttarfélags verkfræð- inga fund þar sem bréfið var borið upp og síðan samþykkt eftirfarandi yfirlýsing: „Stjórn Stéttarfélags verkfræð- inga harmar uppsögn nýgerðra samninga af hálfu Félags ráðgjafar- verkfræðinga. Stjóm Stéttarfélags verkfræðinga lýsir yfir vissum skiln- ingi á þessari uppsögn, sem kemur til vegna sérstakra tilmæla forsætis- ráðherra. í framhaldi af þessari upp- sögn samninga mun stjóm Stéttarfé- Iags verkfræðinga fara þess á leit við stjóm Félags ráðgjafarverk- fræðinga að samningaviðræður verði teknar upp að nýju. í þeim samn- ingaviðræðum verði höfð til hliðsjón- ar sú launaþróun og aðstæður sem em að myndast í kjaramálum í þjóð- félaginu, en jafnframt verður ekki horft framhjá þeirri kaupmáttar- rýrnun, sem verkfræðingar. hafa mátt þola umfram aðra“. Steinar Jónsson, formaður Stétt- arfélags verkfræðinga, sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að það væru ákvæði í samningum verk- fræðinga sem væru lakari en hjá öðrum launþegum, en framhjá því væri gjaman horft. Hann nefndi að fæðingarorlof væri aðeins þrír mán- uðir og verkfræðingar fengju hvorki desember- eða orlofsuppbót. Þá sagði hann að félagar ættu ekki rétt á atvinnuleysisbótum sam- kvæmt landslögum þó þeir yrðu at- vinnulausir. Að sögn Steinars gerir Stéttarfé- lagið samninga á þremur stöðum. „Við semjum við Reykjavíkurborg fyrir okkar félaga, sem þar starfa, og er eðlilegur gangur í þeim samn- ingum. Við semjum við ríkið fyrir þá sem þar vinna, en þeir samningar hafa verið lausir í rúmlega þijú ár. Og svo semjum við við Félag ráðgjaf- arverkfræði nga. “ Morgunblaðið/Sigurgeir Loðnan kom- in að Eyjum Vestmannaeyjum. LOÐNAN virðist ganga hratt vestur með suðurströndinni. í gær voru bátar farnir að kasta rétt austan við Eyjar og fékk Dagfari einhvem afla rétt austan við hraunkantinn á Heimaey. Fleiri bátar voru að leita á svæð- inu en fengu enga loðnu og héldu því austar. I gærkvöldi voru bátarn- ir komnir í loðnutorfu 20 mílur aust- an við Eyjar og voru að kasta þar. Gígja landaði í gærmorgun loðnu til frystingar í Eyjum og var unnið við frystingu í öllum húsunum í gær. Gígja og Kap munu sjá um að veiða loðnu til frystingar fyrir frysti- húsin í Eyjum. Bátarnir fara út til skiptis, hvor sinn daginn, og eru komnir með nýtt hráefni til vinnslu áður en vinnsla hefst á hveijum morgni. Grímur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.