Morgunblaðið - 14.02.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.02.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990 Morgunblaðið/Bjami Eiríksson Stund á milli æfinga. Hulda Bragadóttir situr við píanóið, en til vinstri er Vigdís Klara Aradóttir og Arna Kristín Einarsdóttir til hægri. Rúmenar þiggja kindakjötið; 100-150 tonn fara með skipi til Rúmeníu í kvöld SENDIRÁÐI íslands í Moskvu barst á mánudag þakkarbréf frá yfirvöldum í Rúmeniu, þar sem því er lýst yfir að Rúmenar taki gjarnan við um 600 tonnum af kindakjöti frá Islandi, en þar er um að ræða um 450 tonn af kjöti frá 1988 og 150 tonn frá 1989. í gær var byijað að safna kjötinu saman í gáma, og sagðist Arni S. Jóhannsson, framkvæmda- sljóri búvörudeildar Sambands- ins, reikna með að 100-150 tonn færu með skipi sem leggur af -stað til Hamborgar í kvöld, en þaðan verður kjötið flutt með lest til Rúmeníu. Alþjóða rauða krossinn, sem hefur verið við hjálparstörf í Rúmeníu. Alþjóða rauði krossinn vísaði á Rauða kross Rúmeníu. Þá hafði sendiráð íslands í Moskvu einnig samband við rúmönsk yfirvöld. A mánudag barst sendiráðinu svo þakkarbréf, þar sem vísað er á nefnd, sem gæti tekið að sér dreif- ingu á kjötinu, en Rauði kross Rúm- eníu er aðili að þeirri nefnd. Að sögn Hannesar Haukssonar, framkvæmdastjóra Rauða kross ís- lands er ætlunin að kjötinu verði dreift á heimili fyrir munaðarlaus böm, elliheimili og aðrar stofnanir, en fulltrúar frá íslandi munu vænt- anlega hafa umsjón með dreifing- unni í samvinnu við rúmenska Rauða krossinn. Forsætisráðherra um ummæli ríkisskattstjóra: Þegar sú hugmynd kom upp að gefa kindakjöt til Rúmeníu hafði Rauði kross íslands samband við „Svona kjaftæði fyrir neðan allar hellur“ Þrír ungir einleikarar með Sinfóníuhlj ómsveitinni STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra segir að í reglum þeim sem settar voru í fyrra um ríkisbifreiðir sé einungis heimild fyrir ráðherra til þess að hafa bifreið til ótakmarkaðra afnota, en ekki sé þar með sagt að ráðherrar notfæri sér þessa heimild. „Ég þekki engan ráðherra í þessari ríkisstjórn sem gerir það,“ sagði forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær, þegar ummæli Garðars Valdimarssonar ríkisskattstjóra, þess efnis að meta skuli launamanni til tekna bifreið sem launagreiðandi lætur honum í té. ÞRJÁR ungar stúlkur úr Tónlistarskólanum í Reykjavík verða ein- leikarar á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit íslands í Háskólabíói annað kvöld. Arna Kristín Einarsdóttir leikur á flautu, Hulda Braga- dóttir á píanó og Vigdís Klara Aradóttir á saxófón. Þetta er fyrri hluti einleikara- prófs stúlknanna, en seinni hlutinn verður eftir um tvo mánuði. Þær stefna allar að áframhaldandi námi erlendis, en ekkert hefur verið end- anlega ákveðið í því efni. Arna Kristín, sem er 21 árs, byijaði að læra 10 ára, en hóf nám í Tónlistarskólanum 16 ára og hefur numið þar síðan undir stjórn Bern- harðs Wilkinsons. Hún valdi sér Konsert í d-moll fyrir flautu og strengi eftir Bach. „Þetta var mjög byltingarkennt verk á sínum tíma og er mjög fallegur konsert," sagði Ama Kristín. Hulda er 25 ára ísfírðingur og hóf nám hjá Ragnari H. Ragnar 9 ára gömul. Að loknu stúdentsprófí fyrir vestan fór hún í Tónlistarskól- ann, þar sem Halldór Haraldsson hefur kennt henni síðan 1986. Hún valdi Píanókonsert nr. 2 í f-moll op. 21 eftir Chopin. „Þetta var fyrsti píanókonsertinn, sem ég eignaðist á plötu. Ég þekkti hann mjög vel og átti mér snemma þann draum að spila hann á tónleikum. Auk þess er langt síðan hann hefur ver- ið fluttur hér á landi." Hulda sagð- ist hafa æft verkið í tæplega níu mánuði, en þetta nám væri þess eðlis að annað kæmist ekki að. Vigdís Klara er 21 árs. Hún byij- aði 10 ára að Iæra á klarinett í Við rannsóknir í Bandaríkjunum kom í ljós að Perrier vatn innihélt þrisvar sinnum meira af aukaefninu benzene en leyfilegt er þar í landi. Perrier fyrirtækið ákvað á föstu- daginn að stöðva sölu á ölkeldu- vatninu þar í landi þar til komið hefði í Ijós af hveiju þessi mengun stafaði. í frétt frá Perrier í gær, segir að allt bendi til þess að um fram- leiðslugalla hafí verið að ræðá í sendingu sem fór til Bandaríkjanna eftir áramótin. Engin merki hafi Tónskóla Sigursveins, en 14 ára sneri hún sér að saxófón. Sigurður Flosason kenndi henni fyrst, en síðan tók Hafsteinn Guðmundsson við þar til sl. haust að Sigurður varð aftur kennari hennar. Hún leikur einleik á saxófón í Fantasíu Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, skipaði Hannes lektor, en dómnefnd skipuð af félagsvísindadeild hafði komist að þeirri niðurstöðu, að hann væri hæfur til kennslu og rannsókna á sviði stjómmála, en ekki að hann væri hæfur til kennslu í undirstöðu- greinum stjórnmálafræði. Fimm fundist um mengun í uppsprettu- lindinni sem vatnið kemur úr þrátt fyrir ítrekaðar mælingar. Halldór Runólfsson hjá Hollustu- vemd ríkisins sagði við Morgun- blaðið að þess yrði væntanlega far- ið á leit að verslanir hættu sölu á Perrier í bili meðan rannsakað væri hvort vatnið væri mengað. Þó bentu upplýsingar raunar til að allt meng- aða vatnið hefði farið til Banda- ríkjanna. Halldór sagði að engar reglur væru um hámark benzeneinnihalds fyrir sópran-saxófón og kammer- sveit eftir Lobos. „Ég á sópransaxó- fón og mér fínnst þetta litla hljóð- færi svo skemmtilegt. Þetta var eina stykkið, sem ég vissi um og Lobos er í miklu uppáhaldi hjá mér.“ Stúlkurnar sögðust finna fyrir mjög miklum áhuga á klassískri tónlist hér á landi, en vildu fá að heyra meira efni flutt í útvarpi, þó Ríkisútvarpið stæði sig ágætlega að því leyti. umsóknir bárust um stöðuna. Dóm- nefndin taldi einn umsækjanda hæfan og annan vel hæfan til að gegna stöðunni, en hina ekki. Umsækjendurnir tveir, sem dóm- nefnd taldi hæfa, kvörtuðu skrif- lega til umboðsmanns Alþingis vegna stöðuveitingarinnar. Þeir töldu ákvörðun ráðherra ólögmæta í vatni hér á landi, en stuðst væri við viðmiðunarreglur Alþjóða heil- brigðsmálastofnunarinnar. Sam- kvæmt henni mega vera 10 míkrógrömm í lítra af drykkjar- vatni, en Bandaríkjamenn miðuðu við 5 míkrógrömm. Fundist hefðu 12-19 míkrógrömm í Perrier vatn- inu sem væri þó varla skaðlegt nema mikið væri drukkið af því. Björn Jóhannsson hjá Innflutn- ingsmiðstöðinni, sem flytur inn Perrier ölkelduvatn, sagði við Morg- unblaðið, að síðasta sending hingað til lands hefði verið framleidd í sept- ember á síðásta ári. Björn hafði það eftir Perrier fyrirtækinu, að um- rædd sending til Bandaríkjanna „Ef ráðherrar sem hafa aðra bif- reið heima hjá sér, og nýta til einka- nota, eru skattlagðir fyrir 40 til 50 þúsund krónur á mánuði, vegna ráðherrabifreiðar sem þeir hafa til afnota, þá er það svo fáránlegt að það tekur engu tali,“ sagði Steingrímur. Steingrímur sagðist telja að ráð- herrar ættu að tilkynna sínum ráðu- neytum hvort þeir ætluðu að not- eða a.m.k. andstæða góðum stjórn- sýsluháttum vegna þess að Hannes hefði ekki fullnægt þeim hæfískröf- um, sem gerðar hafí verið til skipun- ar í lektorsstöðu og að af hálfu menntamálaráðuneytisins hafí ein- ungis farið fram könnun á hæfi Hannesar sem eins af umsækjend- um um stöðuna, án þess að fylgt væri þeim reglum, sem sé að finna í lögum um það efni. 'Gaukur Jörundsson ákvað að víkja sæti í málinu og var Friðgeir hefði verið átöppuð í janúar, og nánast væri útilokað að neitt hefði farið af menguðu vatni til Evrópu. Perrier ölkelduvatn kemur úr uppsprettu í Vergeze í Frakklandi. Fyrir nokkrum árum komst Perrier vatn í tísku og neysla þess jókst verulega. Björn Jóhannsson sagði að um 5 ár væru síðan hann hóf innflutning á Perrier vatni en salan hefði aukist síðustu 8-12 mánuði. Sala á vatninu var stöðvuð í Jap- an í gær og 10.000 kassar voru innkallaðir af ótta við að það inni- héldi of mikið magn af benzene. í kjölfarið hríðféllu hlutabréf í Perrier fyrirtækinu á verðbréfamörkuðum í París. færa sér þá heimild sem að ofan er getið um, en eftir slíku hefði aldrei verið gengið. „Ég tel að það eigi að ganga eftir því að ráðherrar tilkynni um slíkt. Hins vegar finnst mér að svona kjaftæði hjá ríkis- skattstjóra í fjölmiðlum og starfs- manni fjármálaráðuneytis eins og núna er fyrir neðan allar hellur. Af hverju snúa þeir sér ekki til við- komandi, eins og venja er í skatta- málum?“ spurði forsætisráðherra. Bjömsson, yfirborgardómari, skip- aður umboðsmaður í hans stað. í niðurstöðum hans segir, að mennta- málaráðherra hafi ekki verið bund- inn af áliti dómnefndarinnar, eins og ef um skipun í prófessorsem- bætti eða dósentsstarf hefði verið að ræða. Líta yrði svo á, að mennta- málaráðherra hafi ekki, með því að meta sjálfstætt hæfí Hannesar til að gegna stöðunni, leita um það álits aðila utan háskólans og skipa hann síðan í stöðuna, farið út fyrir valdsvið sitt eins og það var af- markað af settum rétti á þessu sviði. / Þá segir, að sú niðurstaða ein sér, að Hannes var talinn hæfur að hluta, hafi gefið ráðherra rétt- mæta ástæðu til að kanna frekar og sérstaklega hæfí hans. Telja verði að þetta hafi ráðherra verið fyllilega heimilt eins og á stóð, án þess að leita jafnframt álits sömu manna á hæfí hinna umsækjend- anna tveggja, sem voru taldir hæf- ir af dómnefnd. Ráðherra hlyti í tilvikum sem þessum að geta leitað álits þeirra sem hann sjálfur telur að geti gefið álit sem honum komi að gagni. Þannig verði ekki talið að menntamálaráðherra hafi sýnt umsækjendunum tveimur, sem kvörtuðu við umboðsmann, neina mismunum sem talist geti brot á jafnræðisreglunni. Umboðsmaður Alþingis telur því ekki efni til at- hugasemda vegna kvartananna. Hollustuvernd ríkisins: • • . _______________________ Olkelduvatn frá Perrier rannsakað Hoilustuvernd ríkisins mun væntanlega fara fram á það að sala á Perrier ölkelduvatni verði stöðvuð hér á landi, meðan rannsakað verður hvort það það innihaldi of mikið magn af efninu benzene. Umboðsmaður Alþingis: Ekki athugasemdir vegna skip- unar lektors í stjórnmálafræði SKIPAÐUR umboðsmaður Alþingis hefúr komist að þeirri niður- stöðu, að ekki séu efni til athugasemda vegna þeirrar ákvörðunar menntamálaráðherra að veita Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni stöðu lektors í stjórnmálafræði við Háskóla íslands í júní 1988. í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.