Morgunblaðið - 14.02.1990, Side 21

Morgunblaðið - 14.02.1990, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990 —r-----ríri-ri— ----:----!--!—rtn---:-----n---- 21 Ráðstefiia um opnun lofthelgi: Shevardnadze vill að eftirlit nái einnig til hafsvæða og geimsins Ottawa. Reuter. EDÚARD Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, lagði til í íyrrakvöld á ráðsteftiu um opnun lofthelgi, að áætlunin næði ekki einvörðungu til eftirlits með hernaðarumsvifum á landi, heldur einn- ig á höftmum og í geimnum. Lagði hann til að sett yrði á fót al- þjóðastofnun er hefði því hlutverki að gegna að fylgjast með því hverju væri skotið út í geiminn og koma í veg fyrir að þangað yrðu send vopn. Voru hugmyndir hans taldar viss ögrun við geim- varnaáætlun Bandaríkjastjórnar. Shevardnadze sagði í ræðu sinni að hernaðarumsvif á höfunum væru leifar kalda stríðsins. Þeim væru engin takmörk sett í afvopn- unarsamningum. Auðveldasta leið- in til skyndiárása á önnur ríki væri frá höfunum. Sovétmenn hafa und- anfarið ítrekað lagt til að hernaða- rumsvif á höfúnum verði takmörk- uð en Atlantshafsbandalagið (NATO) hefur vísað tillögum þeirra á bug. Einnig sagði Shevardnadze að þar sem einkafyrirtæki gætu nú skotið geimflaugum og sent hluti á braut um jörðu væri engin ■ WELLINGTON - ítalski fjallgöngumaðurinn Reinhold Messner og vestur-þýski ævintýra- maðurinn Arved Fuchs urðu í gær fyrstir til að fara þvert yfir suður- heimskautið án þess að nota hunda eða vélarafl. Vegalengdin var um 2.500 km og tók ferðin 91 dag. Þeir notfærðu sér vindorkuna á leið- inni því þeir voru á sleðum með seglum. Þeirri tækni beitti Norð- maðurinn Roald Amundsen, sem var fyrsti maðurinn er kom á suður- heimskautið en það gerðist árið 1911. trygging fyrir því að þau sendu ekki „eitthvað á braut sem gerði jarðarbúa gísla eigin drauma“. Engin viðbrögð komu fram við tillögum Shevardnadze um eftirlit á höfunum en utanríkisráðherrar 23 aðildarríkja NATO og Varsjár- bandalagsins lýstu á Ottawa-ráð- stefnunni stuðningi við hugmynd- ina um opnun lofthelginnar. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mælti fyrir áætlun- inni og sagði að eftirlitsfiug hvors bandalagsins yfir landssvæðum hins yrði öflugt tákn um vaxandi samstarf ríkja Austurs og Vesturs. Talið var hugsanlegt að ágrein- ingur yrði einna helst um fjölda flugferða. í tillögum NATO er gert ráð fyrir að hann ákvarðist af stærð þess ríkis sem flogið er yfir. Þann- ig yrði heimilt að fljúga tvisvar til þrisvar í viku yfír Sovétríkin en aðeins einu sinni í viku yfir Banda- ríkin. Shevardnadze gaf til kynna að Varsjárbandalagsríkin myndu krefjast þess að eftirlitsflugin yfír ríkjum bandalaganna tveggja yrðu jafn mörg og að skipst yrði á upp- lýsingum, sem ekki er gert ráð fyrir í tillögum NATO. Aætlunin um opnun lofthelgi kveður á um að ríkjum Varsjár- bandalagsins og NATO verði heim- ilt að halda uppi eftirlitsflugi yfír landsvæðum aðildarríkjanna til að fylgjast með hernaðarumsvifum og til að tryggja að staðið sé við ákvæði afvopnunarsamninga. Um borð í eftirlitsflugvélum yrðu auk áhafna fulltrúar þess ríkis sem flogið væri yfir til þess að koma í veg fyrir njósnir. Hugmynd Eisenhowers Upphaflega, setti Dwight Eisen- hower, þáverandi Bandaríkjafor- seti, hugmyndina um opnun loft- helgi fram á sjötta áratugnum. Sovétmenn höfnuðu henni þar sem þeir héldu að um njósnabrellu að ræða. George Bush Bandaríkjafor- seti dustaði síðan rykið af hug- myndinni í maí í fyrra. Er álitið að með því að hrinda áætluninni í framkvæmd gæti það flýtt fyrir samningum um fækkun hefðbund- ins herafla í Evrópu. Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, flutti í gær ræðu á Ottawa-ráðstefnunni þar sem hann sagði, að á næstu árum hefði NATO mikilvægu hlutverki að gegna við að tryggja afvopnun og skapa stöðugleika. Jafnframt vék Jón Baldvin að afvopnun á höfun- um og sagði: „Það er ekki síst til að stuðla að friðsamlegri þróun í Evrópu sem íslenska ríkisstjórnin hefur hvað eftir annað sagt að ræða verði tafarlaust um traust- vekjandi aðgerðir á höfunum og takmörkun vígbúnaðar til þess að undirbúa næsta skref til að tak- marka hefðbundin vopn í Evrópu. Þetta er vissulega ísjakinn okkar -leifar kaldastríðsins- sem þarf að bræða,“ en þar vitnaði ráðherra til orða Shevardnadze. Toshiki Kaifú forsætisráðherra biður fyrir sigri stjórnarflokks- Kosið í Japan á sunnudag: Spá öðrum kosn- ingum innan tíðar Tókýó. Reuter. ALMENNAR kosningar til neðri deildar japansks þingsins verða á sunnudag og er búist við, að þær verði stjórnarflokknum, Frjáls- lynda lýðræðisflokknum, fremur erfiðar. Spá því sumir, að enginn starfhæfúr meirihluti verði á þingi að kosningunum loknum og því óhjákvæmilegt að boða fljótlega til nýrra. Flestir fréttaskýrendur telja, að stjórnarflokkurinn haldi meirihlut- anum en þeir efast hins vegar um, að hann verði nógu mikill til að stjórnarandstaðan, sem hefur meiri- hluta í efri deild, hætti að krefjast þess, að óvinsæll söluskattur verði afnuminn. Verði niðurstaðán sú er ekki um annað að ræða en boða til nýrra kosninga. Söluskatturinn og hneykslismál ýmiss konar hafa reynst stjórnar- flokknum þung í skauti en talsmenn hann segjast vissir um að fá 235 af 512 þingmönnum í neðri deild og hafa von um aðra 30. Á síðasta þingi voru stjórnarþingmennimir 294 að tölu. Helstu stjórnarand- stöðuflokkarnir eru Sósíalistaflokk- urinn, sem er þeirra stærstur; Lýð- ræðislegi sósíalistaflokkurinn og Komeito-fiokkurinn, sem sækir fylgið meðal annars til búddatrúar- manna. Eru tveir síðastnefndu flokkarnir hægramegin við miðju og vilja ekki starfa með Sósíalista- flokknum þótt þeir fengju meiri- hluta allir þrír. ltÓli \mRli \MK VÖIÍU-HELGAFELLS OTRÍILEG „„ MMHEhltlX Dæmi um nohkur sértilboð á hókíiniíiihíiðniini: lAinlýraniaðui'- Jón Ólafsson, Lífsháski í Ljónadal - spennusaga eftir Kcn FolletL . L>steinnícldlínunni-VilhjátmurHjálmarsson:.... kver með útlendum kvæðum - Jón Helgason þýddi Venjulegt Tilboðs- Af- verð verð sláttur 1.890,- 95,- 95% 1.990,- 295,- 88% 1.978,- 295,- 85% 2.286,- 495,- 78% 1.673,- 295,- 82% . 1.679,- 295,- 82% 983,- 95,- 90% Mörg hundruð bókatitlar á einstöku verði bjóðast nú á bókamarkaði VÖku-HelgafelIs í forlagsversluninni að Síðumúla 29 í Reykjavík. Hér gefst einstakt tækifæri til jiess að bæta eigulegum verkum í bókasafn heimilisins - bókum af öllum gerðum við allra hæfi. Bókamarkaður Vöku-Helgafells stendur til 20. febrúar næstkomandi. Margar bókanna eru til í takmörkuðu upplagi og því best að drífa sig sem fyrst! Ve t^iso*0 rð‘lið,,‘ HELGAFELL Síðumúla 29 • Síml 688 300.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.