Morgunblaðið - 14.02.1990, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990
27
Stjórnarfrumvarp til skipulags- og byggingarlaga:
Nýtt ríkísbákn sem
skerðir völd sveitarfélaga
- segir Birgir Isleifiir Gunnarsson
JOHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur lagt fram og
mælt fyrir frumvarpi ríkissljórnarinnar til skipulags- og byggingar-
laga. Með frumvarpinu verður sett á laggirnar ný ríkisstofhun, Skipu-
lags- og byggingarstjórn ríkisins, sem lúta mun stjórn Skipulagsstjórn-
ar ríkisins og félagsmálaráðherra.
Frumvarpið hefur að geyma heild-
stæða löggjöf um stjórn skipulags-
og byggingarmála í landinu. Nokkur
nýmæli og breytingar getur að finna
í frumvarpinu.
Sett er á laggirnar ný stofnun,
Skipulags- og byggingarstofnun
ríkisins. Hlutverk hennar verður að
fara með gerð landsskipulags og
stuðla að gerð skipulagsáætlana,
jafnt svæðis-, aðal- og deiliskipulags
og reglubundinni endurskoðun
þeirra.
Nýtt hugtak er sett fram í lögun-
um; „landsskipulag". Er þar átt við
skipulagsáætlun sem taki til ein-
stakra þátta er varði landið allt eða
landshluta, samgangna, fjarskipta,
orkuveitna, þróunar atvinnuvega,
landnotkunar, landnýtingar og
byggðar í meginatriðum. Hlutverk
landsskipulags er m.a. að vera
grundvöllur fyrir gerð svæðisskipu-
lags og fyrir aðgerðir stjórnvalda
sem gerðar eru til að beina byggða-
þróun í ákveðinn farveg.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Birgir ísleifur Gunnarsson að sjálf-
stæðismenn hefðu verulegar athuga-
semdir fram að færa við frumvarpið.
„Almennt má segja að frumvarpið
hafi það annars vegar í for með sér
að verið er að taka vald frá sveitarfé-
lögunum í skipulags- og byggingar-
málum og færa það til ríkisins og
annars vegar er stuðlað að stóraukn-
um ríkisumsvifum í skipulagsmál-
um.
Um landsskipulagið sagði Birgir
að með því væri verið að stefna að
að mjög umsvifamikilli starfsemi á
vegum ríkisins. Óljóst væri hvað við
væri átt með frumvarpinu, en það
virtist snerta mjög marga þætti í
starfi hins opinbera og skarast á við
verkefni annarra. „Það hefur lítið
háð okkur til þessa að hafa ekki slíkt
skipulag." ,
Birgir gagnrýndi það að með
frumvarpinu væru vegna gerðar
aðalskipulags settar mjög smá-
smugulegar reglur um málsmeðferð,
þar sem gert væri ráð fyrir að aðal-
skipulag þyrfti að fá staðfestingu
ríkisins. „Má í tilefni af þessu benda
á að á Norðurlöndum er það lagt í
hendur sveitarfélaganna sjálfra að
ákveða hvort aðalskipulag sé stað-
fest af ríki eður ei.“ Birgir kvað einn-
ig vera stefnt að því að taka veru-
legt vald frá sveitarfélögunum varð-
andi gerð deiliskipulags, þar sem
gert væri ráð fyrir samþykki stjóm-
valda, en svo væri ekki nú.
Sérlega athygli vakti Birgir á
nýbreytni í 17. gr. frumvarpsins, þar
sem ráð væri gert fyrir því að unnt
væri af Skipulagsstofnun að auð-
kenna ákveðin svæði á áberandi
stöðum innan deiliskipulags, svo sem
aðalgötur og torg, þar sem leyfi til
byggingar væri háð samþykki skipu-
lagsstjórnar. „Ef slíkt ákvæði hefði
verið í gildi á sínum tíma, hefði ríkis-
valdið getað komið í veg fyrir bygg-
ingu ráðhússins." Birgir taldi það
og bera vott um sambandsleysi innan
ríkisstjórnarinnar að samkvæmt
þessu frumvarpi væri gert ráð fyrir
að hin nýja Skipulags- og byggingar-
stofnun heyrði undir félagsmála-
ráðuneytið, á sama tíma og til um-
ræðu væri stjórnarfrumvarp sem
gerði ráð fyrir því að færa skipulags-
mál undir hið nýja umhverfismála-
ráðuneyti.
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON:
„Hugmynd Alþýðuflokksins
skattleggja orkufyrirtækin.“
að
JÓN SIGURÐSSON:
„Rangfærslur að Alþýðuflokkurinn
hafi átt hugmyndina að orkuskatt-
Orkuskattinum frestað í efri deild:
Málið enn óútkljáð í ríkissljórn
UMRÆÐU um frumvarp ríkis-
stjórnarinnar um skattskyldu
orkufyrirtækja var í gær frestað
í efri deild Alþingis að beiðni
stjórnarandstöðunnar, þar sem
fram kom í máli forsætisráð-
herra að málið væri enn til
umfjöllunar í ríkisstjórn og
óútrætt þar.
Frumvarpið um skattskyldu
orkufyrirtækja var til áframhald-
andi fyrstu umræðu í efri deild Al-
þingis í gær. Áður en til dagskrár
var gengið, lét Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra þau
ummæli falla í þingskaparumræðu
að frumvarpið væri til umfjöllunar
hjá ríkisstjóm og væri þar ekki
útrætt.
Þegar málið átti síðan að koma
á dagskrá kvaddi Þorvaldur Garð-
ar Kristjánsson (S/Vf) sér hljóðs
um þingsköp og vakti athygli þing-
forseta á ummælum forsætisráð-
herra fyrr um daginn. Fór hann
fram á það að umræðu um frum-
varpið yrði af þessum sökum frest-
að. Forseti varð við þessari beiðni,
en leyfði þó Jóni Sigurðssyni iðn-
aðarráðherra að taka til máls um
dagskrárefnið.
I ræðu sinni tók Jón það fram
að fullyrðingar um það að Alþýðu-
flokkurinn hefði átt hugmyndina
að orkuskattinum væru alrangar.
Halldór Blöndal (S/Ne) sté þá upp
í pontu til að ræða um þingsköp
og vakti athygli á því að ummæli
þessa efnis væru ekki frá sér komn-
ar; þau hefði hann eftir fjármála-
ráðherra í sjónvarpsþætti daginn
áður. Taldi hann athyglisvert að Jón
kallaði fjármálaráðherra ranginda-
mann.
Ummæli fjármálaráðherra í um-
ræddum sjónvarpsþætti voru þessi:
„En vegna orða Halldórs er bara
óhjákvæmilegt að segja það að Al-
þýðuflokkurinn meira en stóð að
því (innskot: frumvarpinu), hann
átti hugmyndina að því að í efna-
hagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar í
desember væru orkufyrirtækin látin
greiða tekjuskatt. Það var hugmynd
Alþýðuflokksins að gera það núna
í þessari lotu.“
Frumvarp um bann við atvinnurekstri vegna afbrota:
Farið á mjög varasamar brautir
- segir Geir H. Haarde í athugasemdum sínum
GEIR H. Haarde (S/Rvk) hefúr sett fram í athugasemdum harða
gagnrýni á frumvarp nokkurra þingmanna um tímabundið bann við
atvinnurekstri einstaklings vegna afbrota. Telur hann um of þungar
refsingar að ræða sem aukinheldur myndu ekki ná tilgangi sínum.
í athugasemdum Geirs kemur
fram að hann telur að með frum-
varpi þessu sé farið inn á mjög
varasamar brautir. „Hér á að fara
nýja leið í refsingum og taka upp
áður óþekkt viðurlög sem felast í
því að svipta menn rétti til að stunda
starfsemi sem öllum öðrum er heim-
ilt að stunda án leyfa.“
Síðan segir: „Að gildandi lögum
þarf almennt ekki sérstök leyfí til
að stofna til atvinnurekstrar enda
getur verið erfitt að skilgreina af
nákvæmni hvað í „atvinnurekstri“
felst. í frumvarpinu er gert ráð
fyrir að dæma megi menn í „at-
vinnurekstrarbann" í 3-5 ár hafi
þeir brugðist „gróflega skyldum
sínum í eigin atvinnurekstri eða í
atvinnurekstri lögaðila sem þeir eru
í forsvari fyrir“, eins og segir í
frumvarpinu. í slíku banni felst
meðal annars að viðkomandi yrði
óheimilt að stunda sjálfstæðan at-
vinnurekstur eða vera í stjórn eða
varastjórn félags með fjárhagsleg
markmið.
Ég tel mjög varhugavert að ætla
að banna einstökum mönnum að
hefja rekstur jafnvel þótt þeir hafi
misstigið sig í atvinnurekstri fyrr á
lífsleiðinni. Öðru máli gegnir um
sérstök leyfi eða starfsréttindi sem
hið opinbera veitir mönnum, svo
sem verslunarleyfi, lækningaleyfi
eða lögmannsréttindi. Það getur
verið eðlilegt og óhjákvæmilegt að
svipta menn slíkum leyfum hafí
þeir brugðist þeim skyldum eða
kröfum sem að baki slíkum leyfís-
veitingum liggja enda ráð fyrir því
gert í gildandi lögum.
Til viðbótar þessum athugasemd-
um má benda á hversu gríðarlega
þung refsing „atvinnurekstrar-
bann“ gæti orðið. Með slíku banni
væri eflaust í mörgum tilfellum
verið að skerða möguleika manna,
sem lent hafa í erfíðleikum, til að
koma undir sig fótunum að nýju
og verið borgunarmenn fyrir því
tjóni sem þeir kunna að hafa valdið
öðrum.
Komist ákvæði þessi í lög er að
mínum dómi verið að veita fólki
falska vernd gegn þeim sem bijóta
af sér í atvinnurekstri. Enginn er
skyldugur til þess að stunda láns-
viðskipti við aðila sem hann ekki
treystir og það verður aldrei unnt
að afnema þá staðreynd með lögum
að því fylgir ævinlega einhver
áhætta að lána öðrum fjármuni eða
veita til dæmis gjaldfresti.
Geir H. Haarde
í lögum eins og t.d. hegningar-
lögum og skatta- og bókhaldslögum
er að fínna margs konar refsi-
ákvæði sem eiga við um brot á
þeim og refsivert athæfi ýmiss kon-
ar. Ég tel eðlilegra að fylgja þeim
ákvæðum fastar eftir en að taka
upp það atvinnurekstrarbann, sem
lagt er til í frumvarpinu. Með slíku
banni yrði að mínum dómi farið inn
á brautir sem ekki sér fyrir endann
á.
K. < ...
JÖNUSTA
Byggingameistari
getur bætt við sig verkefnum.
Upplýsingar í síma 82304 eftir
kl. 17.00.
'JNNSLA
Vélritunarkennsla
IMý námskeið eru að hefjast.
Vélritunarskólinn, s. 28040.
I.O.O.F. 7 = 1712148V2 = 9.0
I.O.O.F. 9 = 1712148 'h =
□ GLITNIR 599002147 = 8
^ ' v ' 'SS , A ' t j
□ HELGAFELL 59902147 VI 2
Frl
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma f kvöld
kl. 20.00.
Krossinn
Auðbrekku 2,200 Kópavogur
Samkoma í kvöld kl. 20.30 með
Paul Hansen.
SAMBAND ÍSLENZKRA
KRISTNIBOÐSFÉLAGA;
Samkoma I kristniboðssalnum
Háaleitisbraut 58 i kvöld kl.
20.30.
Kristniboðsþáttur í umsjón Glsla
Arnkelssonar, ræðumaður er
Katrín Guðlaugsdóttir.
Allir velkomnir.
Svigmót Ármanns
haldið f Bláfjöllum 17. og
18. febrúar 1990
Svigmót Ármanns verður haldið
f Bláfjöllum 17. og 18. febrúar.
Keppt verður f öllum flokkum.
Pátttökutilkynningar skulu ber-
ast fyrir fimmtudagskvöld 15.
febrúar í síma 77101.
Laugardagur 17. febrúar kl.:
10.00 Brautarskoðun karla,
kvenna og 15-16 ára.
10.40 Keppni hefst, fyrri ferð.
12.00 Seinni ferð lokið.
12.20 Brautarskoðun 13-14
ára.
13.00 Keppni hefst, fyrri ferð.
15.00 Seinni ferð lokið.
Sunnudagur 18. febrúar kl.:
10.00 Brautarskoðun 11-12
ára.
10.00 Keppnihefst, fyrriferð.
11.30 Seinni ferð lokið.
11.45 Brautarskoðun 9-10
ára.
12.15 Keppni hefst.
13.45 Seinni ferð lokið.
Verðlaunaafhending verður að
lokinni keppni i hverjum flokki.
Fararstjórafundur verður hald-
inn föstudaginn 16. febrúar kl.
19.30 í fundarsal SKRR í Laug-
ardal.
Mótsstjórn áskilur sér rétt til að
breyta dagskrá, þar sem fjöldi
keppenda í hverjum flokki er
ókunnur.
Stjórnin.
Stúkan Einingin nr. 14
Fundur í kvöld f Templarahöllinni
kl. 20.30. Kynning á Krabba-
meinsfélagi islands f umsjón
Þorvarðar Örnólfssonar. Fjöl-
mennum á fróðlegan fund.
Æt.
Hvítasunnukirkjan
Ffladelfía
Safnaðarf undur í kvöld kl. 20.00.
Mætum öll.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SWAR11796 og 19533.
Myndakvöld
Næsta myndakvöld Ferðafé-
lagsins verður miðvikudaginn
14. febrúar í Sóknarsalnum,
Skipholti 50a og hefst stundvís-
lega kl. 20.30.
Efni: 1) Fyrir hlé verður mynda-
sýning i umsjá Grétars Eirfks-
sonar, og hefst með sýningu á
myndum frá fjalllendinu út með
Eyjafirði og norðan Öxnadals-
heiðar. Stefnt verður að því að
Bjarni Guðleifsson á Möðruvöll-
um skýri myndirnar. Þar á eftir
fer Grétar þjóðleiðina frá Siglu-
firði til Reykjavíkur og vekur
athygli á nokkrum merktum
stöðum í máli og myndum.
2) Eftir kaffihlé verða sýndar
myndir teknar f dagsferðum það
sem af er þessu ári. Fjölmenni
hefur verið i ferðunum og veður
hagstætt. Góðar kaffiveitingar í
hléi. Aðgangur kr. 200.-
Ath.: Myndir Grétars tengjast
efni árbókar F.f. 1990.
Myndakvöld Ferðafélagsins eru
til fróðleiks og skemmtunar. All-
ir velkomnir, félagar og aðrir.
Munið skfðagöngunámskelðin
næstu sunnudaga.
Ferðafélag tslands. !