Morgunblaðið - 14.02.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.02.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990 31 Er álver skynsam- legt í stöðunni? eftir Jóhann Rúnar Björgvinsson Eða með öðrum orðum, er skyn- samlegasti kosturinn fyrir þjóðar- búið nú að reisa álver með tilheyr; andi virkjanaframkvæmdum? í þessari grein verður reynt að varpa ljósi á þessa spurningu, því hún er afar mikilvæg og afdrifarík og henni verður að svara því hún skipt- ir komandi kynslóðir miklu. Megin- röksemdin fyrir byggingu álvers nú er að hagvöxtur sé með minnsta móti, og ekki sé fyrirsjáanlegt að hann muni aukast í bráð. Því er talið rétt að grípa til einhverra rót- tækra leiða til að auka hann og er álver og virkjanaframkvæmdir það sem menn horfa fyrst og fremst til. En er sú leið í rauninni skynsam- leg í stöðunni, þegar horft er til líklegrar efnahags- og atvinnuþró- unar á komandi áratug? Álver, orkuver og erlendar skuldir Samkvæmt kostnaðarmati er talið að 200 þús. tonna álver muni kosta um 40 milljarða króna, og að virkjanir tengdar því milli 30 til 40 milljarða króna. Hér er því um mikið fjármagn að ræða. Þjóðarbúið þarf að fjármagna virkj- anaframkvæmdimar og hugsan- lega hluta í uppbyggingu álversins. Heildarkostnaður þjóðarbúsins gæti því orðið milli 40 til 50 milljarðar króna. Þetta fjármagn yrði að mestu leyti að taka að láni erlend- is, sem yki skuldir þjóðarbúsins verulega. í dag eru erlendar skuld- ir þess um 150 milljarðar króna, eða um helmingur af landsfram- leiðslu eins árs. Með ofangreindri lántöku yrðu skuldir þjóðarbúsins um tveir þriðju hlutar landsfram- leiðslunnar. í ár eru greiddir í kring- um 15 milljarðar króna í erlendar vaxtagreiðslur, en með nýjum lán- tökum yrðu vaxtagreiðslur nálægt 20 milljarðar króna á ári. Hér eru því miklar fjárskuldbindingar sem þjóðarbúið tekst á hendur. Hvað er framundan á þessum áratug í efhahags- og atvinnuþróun? í fyrsta lagi má nefna EB/EFTA samvinnuna. Framundan eru miklar tilslakanir í samskiptum Evrópu- landanna, þar sem landamæri þeirra verða verulega opnuð fyrir auknum fjármagnsflutningum og vöru- og þjónustuviðskiptum. Hvernig þessi þróun kemur til með að æxlast er að sjálfsögðu ekki að fullu fyrirsjáanlegt. Mikil óvissa er því ríkjandi um ýmsar (óvæntar) stefnur hennar, s.s. hvernig erlend- ir fjármagnseigendur koma til með að nýta sér eignar- og fjárfestingar- möguleika hér á landi. I öðru lagi má nefna, að stórfelld endurskipulagning þarf að eiga sér stað í hinum hefðbundnu atvinnu- greinum hér á landi á næstu árum, þar sem mikil óhagkvæmni í upp- byggingu og rekstri þeirra og fyrir- Ekki vitað hver á hassið EKKI er upplýst hver faldi um 400 grömm af hassi við Lækjarbotna. Hassið fannst á fimmtu- dag, þegar maður tók eftir að hundurinn hans var að snuðra við stein. í ljós kom af hundurinn fann lyktina af hassinu og kom maðurinn því til lögreglunnar. Ekki er ljóst hver hefur falið hassið þarna. sjáanleg aukin efnahagsvinna við Evrópulöndin, gerir slíkar breyting- ar óhjákvæmilegar. Bæði þarf að losa um mikið fjármagn í þessum greinum og sömuleiðis mikið vinnu- afl i Þá þarf að taka byggðamálin til gagngerrar endurskoðunar með tillit til meðal annars þessara þátta. í þriðja lagi má nefna, að mikil losun á vinnuafli úr hinum hefð- bundnu atvinnugreinum, eins og þær eru nú reknar, kallar óhjá- kvæmilega á uppbyggingu nýrra atvinnutækifæra, sem tekið geta við slíku afgangs vinnuafli. Verk- efnin eru því mörg og stórbrotin sem leysa verður á þessum nýbyij- aða áratug. Æskileg staða þjóðarbúsins . En til þess að mæta þeim breyt- ingum sem fyrirsjáanlegar eru á næstu árum er mikilvægt að þjóðar- búið hafi gott svigrúm til slíks. Að þjóðarbúið sé ekki njörvað niður af erlendri skuldasöfnun og vaxta- greiðslum, að tiltölulega gott jafn- vægi sé fyrir hendi í þjóðarbúskapn- um, s.s. varðandi verðbólgustig, og að vaxtakjör og lánshæfni séu sambærileg og samkeppnisaðilar í umheiminum njóta. Miklar erlendar lántökur til virkj- anaframkvæmda og álvers minnka óhjákvæmilega slíkt svigrúm, þar sem skuldir þjóðarbúsins munu vaxa verulega og sömuleiðis vaxta- greiðslur. Minna svigrúm verður því til erlendrar lántöku til annarra verkefna, s.s. til að mæta óvæntri eða nauðsynlegri samkeppni í auk- inni efnahagslegri samvinnu við Evrópulöndin. Eða til róttækrar endurskipulagningar á hinum hefð- bundnu atvinnugreinum og á byggðastefnunni. Hér er því mikil- vægt að gæta vel að. Þá er í ljósi reynslu fyrri ára, bæði varðandi orkuframkvæmdir og stjórnun peningamála, miklar líkur á að mikið innstreymi erlends fjármagns til fjármögnunar á orku- framkvæmdum komi til með að hafa umtalsverð áhrif á verðbólgu- stigið. Ólíklegt er að Seðlabankinn hafa getu eða bolmagn til að eyða öllum þensluáhrifum af svo viða- miklum framkvæmdum á svo stutt- um tíma, nema það komi niður á framvexti annarra atvinnugreina, eða með öðrum orðum í niðurskurði í framkvæmdum annarrar atvinnu- uppbyggingar. Aukin verðbólga hér á landi í upphafi náins Evrópusam- starfs er að sjálfsögðu mjög baga- leg fyrir samkeppnis- og samnings- stöðu okkar. Þá yrði skert geta til endurskipulagningar í hefðbundn- um atvinnurekstri og í byggðamál- um mjög alvarleg staðreynd, sem gæti kostað okkur mikilvægt frum- kvæði í eigin efnahags- og atvinnu- þróun. Þá er mikilvægt eins og áður segir að vaxtakjör erlendra lána séu sambærileg við það sem samkeppn- isaðilar okkar njóta. En líklegt er að mikil aukning í erlendri skulda- söfnun ásamt miklum vaxtagreiðsl- um komi til með að draga nokkuð úr lánshæfni okkar á komandi árum, sem endurspeglast mun í hærri vöxtum og verri skilmálum. Þá má búast við verulegri aukningu í lánsfjáreftirspurn í heiminum á næstunni vegna þeirra breytinga og uppbyggingarstarfs, sem eiga mun sér stað í Austur-Evrópu á komandi árum. Sú aukna lánsfjár- eftirspurn mun eflaust koma til með að hafa áhrif á vaxtastigið til hækkunar, þannig að arðsemiskröf- ur til framleiðslu verða meiri. Fjár- festingarforsendur eiga því líklega eftir að breytast verulega frá því sem nú er, og því sömuleiðis margir arðsemisútreikningar. Lokaorð Álvers- og virkjanaframkvæmdir geta verið hagkvæmar út af fyrjr tmmmaammmmmaaammmmmmmnmtuuaummta Jóhann Rúnar Björgvinsson „Álvers- og virkjana- framkvæmdir geta ver- ið hagkvæmar út af fyrir sig, en þær eru ekki nauðsynlega hag- kvæmasti kosturinn fyrir þjóðarbúið í dag.“ sig, en þær eru ekki nauðsynlega hagkvæmasti kosturinn fyrir þjóð- arbúið í dag. Aðrir möguleikar og önnur atvinnutækifæri geta verið skynsamlegri í stöðunni, og gefið þjóðarbúinu meiri hagvöxt til lengri tíma litið. Hér eru því mörg spurs- mál sem gefa verður gaum því mikið er í húfi. Eins og áður segir eru breytingar í hinum hefðbundnu atvinnugrein- um óhjákvæmilegar, bæði vegna óhagkvæms reksturs og uppbygg- ingar og vegna EB/EFTA samvinn- unnar. Hér þarf stórátak sem eflaust kallar á erlent íjármagn. Þá kallar tilflutningur á vinnuafli frá þeim greinum á ný atvinnutæki- færi. Því getur verið skynsamlegra að skoða heldur vinnuaflsfrekar atvinnugreinar en vinnuaflslitlar eins og álver, sem notar fyrst og fremst fjármagnsvörur af erlendum uppruna. Sem dæmi mætti varpa fram þeirri spurningu hvort ekki sé skynsamlegra að leita samstarfs- aðila, með góða tæknilega þekkingu og reynslu, sem væru tilbúnir að taka þátt í uppbyggingu fullkom- inna og nýtískulegra fiskvinnslu- vera, sem framleiddu tilbúna físk- rétti á Evrópumarkað. Myndi slík fjárfesting upp á 10-20 milljarða króna skila þjóðarbúinu meiru en samsvarandi fjárhæð til orkufreks iðnaðar. Það er sem sé ekki sjálfgef- ið að ráðast eigi í orkufrekan iðnað þótt viðunandi samningar náist. Við getum ekki gert allt í einu. Orkan í fallvötnunum fer ekki frá okkur. Hún verður dýrari með hveiju ári sem líður. Bæði vegna aukinna krafna um umhverfisvemd í heiminum, og því strangari krafna varðandi s.s. kjamorkuframleiðslu og meðhöndlun kjarnorkuúrgangs, og vegna mikils hagvaxtarmögu- leika í heiminum sem heild vegna hruns efnahagskerfanna í Austur- Evrópu og þeirrar uppbyggingar sem þar má búast við á næstunni. Heildareftirspurnin í heiminum eftir framleiðsluvörum á því eftir að aukast verulega þegar fram líða stundir. Orkan er hins vegar tak- mörkuð og verður því eftir dýrari, sem mun koma okkur til góða fyrr en síðar. Þess vegna gæti verið skynsamlegra að bíða í 5-10 ár með ráðstöfun og bindandi samn- inga á orku, og fylgjast með fram- nJJöbel'iíid 'iöviimú) vindu mála í Austur-Evrópu. Og snúa sér heldur á meðan að brýnni og aðkallandi uppbyggingarstarfi í okkar tiltölulega stirða og óhag- kvæma hagkerfi. Es. Meginröksemdin fyrir því að nú er talið nauðsynlegt að hraða allri undirbúningsvinnu að nýju álveri, og ganga jafnvel inn sem hluthaf- ar, er að hagvöxturinn er talinn verða með minnsta móti á næstunni og að við höfum ekki annarra kosta völ. En stenst þessi röksemd? Við skulum hafa í huga að á árunum 1986-1987 jókst landsframleiðslan um 44 milljarða króna að raungildi á verðlagi síðasta árs. Á árunum 1988-1990 er hins vegar talið að hún dragist saman um 15 milljarða króna að raungildi á sama verð- lagi, eða um 5% á þessum árum. Hvað er annars eðlilegra en að dragi eitthvað úr hagvexti eftir svona gríðarlegan hagvöxt upp á 17% á tveimur árum? Það sem fyrst og fremst er að í okkar þjóðarbúi og þarfnast lagfær- ingar er launamisréttið, óhag- kvæmni í atvinnurekstri ásamt slæmri efnahagsstjóm. Það er al- gjörlega röng ályktun að horfa á samdráttinn eftir þennan mikla hagvöxt, eða á lágu launin og segja að við þurfum að auka hag- vöxtinn með meiriháttar erlendum fjárskuldbindingum til að tryggja hér viðunandi lífskjör á sama tíma og framundan er eitt viðkvæmasta skeið í okkar efnahagsþróun um langt árabil. Við skulum hafa hugfast að fyrir fáum áram var talið nauðsynlegt að hraða mjög uppbyggingunni í fiskeldi til að við heltumst ekki úr lestinni. Nú á að stökkva á miklu miklu stærri ákvarðanir, og ef til vill að hluta til að óhugsuðu máli, vegna þess að dregið hafi lítillega úr hagvexti eftir mesta hagvaxt- artímabil þjóðarinnar. Hugsanlega gætu þessar ákvarðanir orðið dæmigerðar fyrir fyrirhyggjuleysi og slæma efnahagsstjóm. Hvað segir okkur nú að við höfum fundið skynsamlegustu leiðina í stöðunni? Eitt er þó allavega víst að þessi leið er of stórbrotin og of afdrifarík til að anað sé að hlutunum. Hún þarf að vera mjög vel ígranduð. Við eram ekki að missa af neinu. SVISSNESKT Otflutningsfyrirt/eki óskar eftir að kaupa, í stóru magni, náttúrusvampa. Aðeins fyrsta flokks vara kemur til greina. Tilboð per tonn sendist til: Chiffre 2570 Si to ofa Orell Fiissli Werbe AG, P.O.Box 376, CH-4450 Sissach, Switzerland. SIEMENS Frábœr eldavél! HL66120 • 5 ólíkar Hitunaraðferðir. venjuleg hitun, hitun með blæstri, glóðar- steiking m. blæstri, venjuleg glóðarsteiking og sjálfvirk steiking. SMrrH& NORLAND Wi 1 Sjá grein mína „Efnahagsleg sókn“ í Efnahags- Nóatúni 4 - Sími 28300 umræðunni, r’it nr. 3, 1989. Höfundur er hagfræðingur. ENDURMENNTUN BILGREINA Fjallað verður um undirstöðuatriði loft- og vökva* kerfa, helstu lokaog annan búnað, sem þeim tilheyr- ir. Markmiðið er að gera þátttakendur færari um að greina bilanir og bregðast rétt við til úrbóta. Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað þeim málmiðnaðarmörinum sem annast viðhald flutningabifreiða og þungavinnu- véla. Lengd námskeiðs 20 timar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.