Morgunblaðið - 14.02.1990, Side 41

Morgunblaðið - 14.02.1990, Side 41
MORGUNBLAÖÍÐ MIÐVIKUDAGÚR lV. FéBRÚAR 1990 41 VELVAKANDI ■WmmH SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 ImMhr’P frá mánudegi TIL FÖSTUDAGS iMVfí,iimá*ivnir>/ivi Þessir hringdu .. „Heimahagar" Sverrir Haraldsson hringdi: „Sunnudaginn 4. febrúar var fjallað um tvö Kjarvalsmálverk í Morgunblaðinu. Sagt var um ann- að málverkið: „Málverkið „Heima- hagar“ er vafalítið, eins og nafnið ber með sér, frá heimaslóðum listamannsins í Meðallandssveit." En myndin er úr Borgarfirði eystra. Fjallið á myndinni er fjall- ið fyrir ofan bæin í Geitavík þar sem Kjarval ólst upp.“ Hanski Svartur rúskinnshanski tapað- ist við Austurströnd 27. janúar. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Herdísi í síma 71221. Þjóðarsálin Lesandi hringdi: „Við sem búum úti á landi miss- um oft af Þjóðarsálinni á Rás 2 þar sem svæðisútvarp Norður- lands og fleiri svæðisútvörp koma inn á bylgjuna á sama tíma. Þann- ig misstum við t.d. af umfjöllun- inni um skattámál hér fyrir norð- an. Væri ekki hægt að flytja svæðisútvörpin á annan tíma? Góðir tónleikar D.G. „Hér á landi hefur verið stödd hin stórkostlega sveitasöngkona Tommy Wynette ásamt hljómsveit og aðstoðarfólki. Ég hef lengi verið mikill aðdáandi þessarar tónlistar og mig oft dreymt um að komast á tónleika með þannig listafólki. Þessi draumur minn rættist fimmtudagskvöldið 6. febrúar á Hótel íslandi. Þvílíkir tónleikar, þvílíkt listafólk. Ég upp- lifði þarna stórkostlega kvöld- stund sem verður ógleymanleg. Ég vil þakka Aðalstöðinni og öðr- um sem stóðu að þessu frábæra framtaki.“ Læða Vill einhver góðhjartaður kattavinur taka að sér tveggja ára gamla læðu þar sem eigendur hennar eru að flytja í fjölbýlishús. Hún hefur verið tekin úr sam- bandi, er svört og hvít, mjög gæf og hreinleg. Upplýsingar í síma 41659 eftir kl. 19. Ákeyrsla Hér er áskorun til þess sem bakkaði á hvítan Skóda, R-66576, neðst á Snorrabraut sunnudaginn 4. febrúar og olli þar með miklu tjóni og fjárhagslegum skaða. Vinsamlegast hringdu í Önnu í síma 36823. „Slimm er gouda dagsins“ Til Velvakanda. Máttur auglýsinga í nútíma þjóð- félagi er mikill, því er þörf á að til þeirra sé vandað, sérstaklega hvað tungutakið varðar. Þáttur opin- berra aðila er ekki hvað minnstur á þessu sviði. Mjólkursamsalan er einn þeirra aðila, sem mikið auglýsa í sjónvarpi. Þessar auglýsingar hafa oft verið býsna smellnar og höfða mjög til þeirra yngri. í flestu hefur MS virst vanda til málfars og vöru- heita, en þó ekki alltaf. Nú fyrir áramótin birtist ný auglýsing frá MS, þar sem kynntar voru nýjar umbúðir, „slimmumbúðir". í nýj- ustu MS-fréttum segir; „Nýju um- búðirnar eru háar og mjóar að lög- un og framleiðandi þeirra, Tetra Til Velvakanda. Ég vil koma eftirfarandi tillögum á framfæri. Á gottíma þorsksins ætti að hafa menn um borð í hverj- um togara sem tækju hrogn og svil úr fiskinum og hrærðu í þessu í stömpum eða keijum, til að fijóga hrognin, og skiluðu þessu í hafið aftur. Ef þessi aðferð er möguleg og fijógun ykist yrði það fiskistofn- inum til aukingar, kvótastækunar og hagsældar allra. Munið eitt, stórt hrogn er skipsfarmur. Svo er það blessað kjötið. Við íslendingar eigum að lifa á okkar landbúnaði en framleiðendur verða Pak í Svfþjóð, hefur gefið þeim heitið slimmumbúðir. Nu er það svo að í íslensku eru mörg orð, sem vel hefði mátt nota yfir þessar umbúðir, t.d. hefði mátt kalla hyrnuna langa eða mjónu svo eitthvað sé nefnt. Hitt er ótækt að láta erlend fyrirtæki ákvarða nýyrði í íslensku, sem því miður er æði oft raunin. Og svo eru það þau ósköp að taka upp óbreytt erlend heiti á vörum án þess að gera einu sinni tilraun til að stafsetja þau að íslenskum hætti. Taka má Osta- og smjörsöluna sem dæmi, en hún hef- ur flutt inn nokkur erlend orð, á mismunandi ostategundum, sem hægur vandi væri að nefna íslensk- um nöfnum. Þá má nefna Coca- að fara öðruvísi að og ef það yrði gjört myndi megnið af kjötinu verða selt innanlands. Það á að slátra daglega. Þá fá neytendur nýtt gómsætt og ilmandi kjöt. Það muna flestir eftir ilmandi og góðri kjöt- súpu af nýju kjöti. Það verður að breyta þessu gamaldags fyrirkomu- lagi. Húsmóðir á kost á nýju dilka- kjöti daglega alls staðar nema hér á landi. Það má segja að þetta hafi kostnað í för með sér. Heygjöf yrði meiri en frystigeymsla, þránun og öskuhaugakeyrsla kostar sitt. Mottóið er nýtt kindakjöt daglega. Magnús Kristjánsson Cola, sem eins og fleiri gosdrykkja- fyrirtæki hafa tekið upp orðið „diet“, sem MS hefur leyst með orðinu létt, eins og t.d. léttmjólk. Þannig væri til bóta að fá sér létt- kók, en ekki „dæet-kók“. Otal öðrum dæmum væri hægt að vekja máls á, en ég læt þetta nægja að sinni og vona, að fólk þurfi ekki að fá sér dæetdrykk úr slimmumbúðum með pepperoni- Borgarness-pizzunni ásamt tilsitt- er- eða goudaostinum til að fá nógu fitt og slimm boddy. Alveg æði. Hreggviður Jónsson Texta á allt íslenskt eftii Til Velvakanda. Mig langar til að þakka Helga Seljan fýrrverandi alþingismanni fyrir að vekja athygli á vandamál- um okkar heymariausra og heym- arskertra í DV fýrir nokkrum dög- um. Eitt vandamálið er að við sem emm heymarlaus og mikið heyrna- skert höfum svo lítil not af sjón- varpinu. Ég vil vekja athygli á því að þeir sem kunna táknmál eru líka læsir svo texti kæmi þeim að fullum notum og við heymarskertir fengj- -um notið góðs af. Ég hef áður skrif- að í Velvakanda og vakið athygli á þessu vandamáli. Ég fékk upplýs- ingar um að það em um 5000 manns sem nota heymartæki fyrir utan þá sem ekkert heyra. Ég veit ekki hve stór hópur hefur gagn af hjálpartækjum sem em á markaðin- um. En þetta hlýtur að teljast stór hópur í okkar fámenna þjóðfélagi. Ég spyr sjónvarpsstjóra á Rfkis- sjónvarpinu og Stöð 2 hvort það sé dýrara að texta frétta- og náttúr- ulífsþætti en að hafa þuli. Ég vona að þið svarið mér - mér finnst kom- inn tími til að þivð gerið eitthvað í þessum málum svo þið getið með góðri samvisku sagt að sjónvarpið sé fyrir alla landsmenn. Klukkan er oftast orðin hálf níu þegar kem- ur eitthvað textað fyrir okkur. Heyrnarskertir og heyrnarlausir, látið heyra í ykkur. Áróra Helgadóttir Seljum í dag og næstu daga nokkur lítiUega útlitsgölluð GRAM tæki 3ja með góðum afslætti. araábyrgð GOÐIR SKILMALAR TRAUST ÞJÓNUSTA /FOniX HÁTÚNI 6A REYKJAVÍK SÍMI (91)-24420 Aðalfundur Verslunarráðs íslands 1990 Fundurinn verður á Hótel Loftleiðum mánu- daginn 19. febrúar 1990. Skráning fundarmanna og afhending gagna í Vík (Víkingasal) kl. 11.15-11.30. í Vík flytur Jóhann J. Ólafsson, formaður VÍ, ræðu og afhentir verða námsstyrkir. Þar verður einnig hádegis- verður. Kl. 13 flyst fundurinn í Höfða (Kristalssal) og þar talar fyrst Jean-Paul Schmit, aðstoðarframkvæmdastjóri Verslunarráðs Luxembourgar, um reynslu þar í landi af alþjóðlegri þjónustu. Síðan verður fjallað um „Verslun og þjónustu sem út- flutningsgreinar" og drög að stefnuskrá VÍ. Frummælendur verða Bjarni Snæbjörn Jónsson, Gunn- ar Maack, Einar Sveinsson, Þórður Sverrisson, Ólafur Örn Ingólfsson, Gunnar Óskarsson, Júlíus S. Ólafsson og Sverrir V. Bernhöft um fyrri liðinn, en Kristinn Björns- son um stefnuskrána. Að lokum fara fram hefðbundin aðalfundarstörf, en fundinum verður slitið kl. 17.15. Tímasett dagskrá hefur verið send öllum félögum. Árfðandi er að þátttaka verði tilkynnt skrffstofu VÍ hlð fyrsta, í síma 83088, vegna skipulagningar. Minnt er á skriflega kosningu stjórnar samkvœmt útsendum kjörgögnum. Atkvæði þurfa að berast skrifstofu Verslunarráðsins fyrir kl. 17.00 föstu- daglnn 16. febrúar 1990.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.